Morgunblaðið - 03.02.1996, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Aflaverðmæti togaraflot-
ans 24 milljarðar í fyrra
Baldvin Þorsteinsson EA10 með
mesta aflann og hæsta afiaverðmætið
HEILDARAFLAVERÐMÆTI ís-
fisktogara í fyrra reyndist vera
10,2 milljarðar króna sem er um
4% minnkun frá fyrra ári. Heildar-
aflaverðmæti frystitogara var tæpir
13,7 milljarðar króna sem er aftur
á móti tæplega 5,5% aukning frá
fyrra ári. Meðalafli á úthaldsdag
hjá ísfisktogurum var um 9,1 tonn
eða 0,3% minni en árið 1994. Meðal-
afli frystitogara á úthaldsdag var
11,6 tonn eða um 12,5% minni en
síðasta ár. Þessu veldur meðal ann-
ars minni úthafskarfaafli á árinu
vegna verkfalls sjómanna.
Hæsta aflaverðmæti frystiskipa
náði sem fyrr Baldvin Þorsteinsson
EA 10, alls tæpum 567 milljónum
króna, en í öðru sæti varð Guðbjörg
IS 46 með aflaverðmæti upp á tæp-
„Skugga-
s1jórii“ í
Dagsbrún
AÐSTANDENDUR B-listans sem
varð undir í kosningu til stjómar
Dagsbrúnar á dögunum hafa ákveðið
að setja á laggimar svokallaða
„skuggastjórn" til að veita nýkjörinni
stjóm Dagsbrúnar aðhald.
Kristján Ámason, formannsefni
B-listans, sagði að skuggastjómin
myndi fylgjast náið með því hvort
nýkjörin stjóm hafi hug og dug til
að efna þau kosningaloforð sem hún
hafí gefið og þá ekki síst hvort stað-
ið verður við fyrirheit um að bréyta
lögum félagsins í lýðræðisátt. „Við
ætlum að standa undir þeim áskorun-
um sem hafa borist okkur. Við vinn-
um næstu orustu. Það er sigurorust-
an,“ sagði Kristján.
Hann sagði að þetta væri gert að
áeggjan fjölda Dagsbrúnarmanna.
Skuggastjómin myndi starfa fram
að næstu kosningum í Dagsbrún sem
væntanlega yrðu að ári liðnu og
koma saman fyrsta þriðjudag í hveij-
um mánuði. í ályktun sem samþyklrt
var af þessu tilefni segir: „Allt eru
þetta vinnandi Dagsbrúnarmenn sem
eru staðráðnir í að veita þeirri stjóm
sem tekur við á næsta aðalfundi
Dagsbrúnar strangt aðhald og harða
stjómarandstöðu. Skuggastjóm
Dagsbrúnar mun krefjast þess að
viðtakandi stjórn Dagsbrúnar vinni
á heiðarlegum og lýðræðislegum
grunni að öllum málum Dagsbrún-
arverkamanna svo að vegur þeirra
og kjör megi vera sem mest og best,
öðmm verkalýðsféiögum til eftir-
breytni og styrktar í allri framtíð."
ALLSHERJARNEFND Alþingis
hélt sérstakan fund í gærmorgun
um vímuefnavandamálið og fékk á
sinn fund fulltrúa þeirra opinberu
stofnana sem koma að því máli.
Sólveig Pétursdóttir formaður
allsheijamefndar sagði að nefndar-
menn hefðu talið rétt að halda þenn-
an fund til að fá upplýsingar um
stöðu mála eftir þá miklu umræðu
sem undanfarið hefði orðið um
vímuefni.
Hún sagði að viðmælendur
nefndarinnar hefðu talið að fræðsla
og forvarnir hefðu mjög mikla þýð-
ingu. Það væri hins vegar ekki for-
gangsverkefni að stækka refsi-
rammann hér á Iandi. Hámarksrefs-
ing er nú 10 ár fyrir fíkniefnasölu,
sú sama og í Danmörku og Sví-
þjóð, en í Noregi er hámarksrefsing
21 ár. Einnig væri kveðið á um
ar 529 milljónir króna. í þriðja
sæti varð Haraldur Kristjánsson
HF 2 með tæplega 487 milljónir.
Ásbjörn RE hæsti
ísfisktogarinn
Ásbjöm RE 50 var með lang-
mest aflaverðmæti ísfísktogara, alls
tæplega 305 milljónir króna, en í
öðm sæti ísfisktogara varð Skafti
SK 3 með tæplega 269 milljónir og
í þriðja sæti varð Viðey RE 6 með
aflaverðmæti upp á 262 milljónir
króna.
Mestum afla á árinu 1995 náði
lágmarksrefsingu í Noregi og Sví-
þjóð þegar um sérstaklega alvarleg
brot væri að ræða.
Sólveig sagði að sú skoðun hefði
komið fram á fundinum, að laga-
ramminn mætti vera skýrari og að
hingað til hefði skort á heildaryfir-
sýn og samræmingu aðgerða. Hins
vegar væm nýlegar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar til þess fallnar að
bæta úr því, svo sem skipun nefnd-
ar fulltrúa ráðuneyta sem á að
Baldvin Þorsteinsson EA, en hann
aflaði alls 6.968 tonna, í öðm sæti
varð Haraldur Kristjánsson HF með
5.807 tonn og Málmey SK varð í
þriðja með 5.576 tonn.
Af ísfísktogumm varð Ásbjörn
RE aflahæstur með 6.198 tonn, í
öðm sæti varð Sturlaugur H. Böð-
varsson AK með 4.426 tonn og
Ottó N. Þorláksson RE varð í þriðja
sæti með 4.401 tonn.
Ef litið er á meðalafla á úthalds-
dag, þá varð Baldvin Þorsteinsson
efstur frystiskipa með 22,84 tonn
að jafnaði yfir árið, en úthaldsdagar
’koma með tillögur um aukna sam-
ræmingu aðgerða í þessum mála-
flokki. Einnig vinnuhópur sem
dómsmálaráðherra hefur skipað og
á m.a. að skoða og samræma hegn-
ingarlögin og lög um ávana- og
fíkniefni.
Talsverðar vonir em einnig
bundnar við væntanlegt fmmvarp
um breytt skipulag Iögreglunnar.
Sólveig sagði að á fundinum hefði
í því sambandi verið bent á að mjög
togarans vom alls 305. Haraldur
Kristjánsson varð í öðru sæti með
20,23 tonn á dag, en honum var
haldið úti í 287 daga á árinu. í
þriðja sæti að þessu leytinu til varð
Málmey SK með 18,53 tonn á dag,
en Málmey var á veiðum í 301 dag
á árinu.
Ef árangur ísfisktogara er skoð-
aður að þessu leyti kemur í ljós að
Ásbjöm RE var með mestan afla á
dag að jafnaði, 24,12 tonn, en Ás-
björn var á veiðum í 257 daga á
árinu. í öðm sæti varð Ottó N.
Þorláksson RE með 4.401 tonn eft-
ir veiðar í 257 daga og í þriðja
sæti varð Sturlaugur H. Böðvarsson
AK með 16,89 tonn á dag, en skip-
inu var haldið úti til veiða í 262
daga á síðasta ári.
sterk tengsl væm á milli fíkniefna-
brota og annarra afbrota og því
nauðsynlegt að menn öðluðust betri
yfirsýn. »
Vilja fylgjast með
Á fundinn mættu fulltrúar dóms-
málaráðuneytis, Dómarafélags ís-
lands, ríkissaksóknara, Fangelsis-
málastofnunar, lögreglustjórans í
Reykjavík, útlendingaeftirlitsins og
tollstjórans í Reykjavík.
„Við vildum heyra álit þessara
fulltrúa, ekki síst á því hvort þeir
telja ástæðu til að breyta löggjöf
og hvernig þeir telja að framkvæmd
dóma hafi verið. Við óskuðum eftir
því að fá að fylgjast með störfum
þessara nefnda, en mál dómsmála-
ráðuneytisins heyra undir allsheij-
arnefnd," sagði Sólveig Pétursdótt-
ir.
Stefnt að flutningi
grunnskóla 1. ágúst
Samkomu-
lag um
flutning
réttinda
SAMKOMULAG hefur tekist milli
ríkisins, kennarafélaganna og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga um
flutning réttinda kennara þegar
gmnnskólinn verður fluttur frá ríki
til sveitarfélaga. Bjöm Bjamason
menntamálaráðherra kynnti drög
að fmmvarpi um þennan flutning
í ríkisstjórninni í gær. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að réttindi kennara
færist með þeim til sveitarfélag-
anna.
Björn sagði að gott samkomulag
hefði tekist milli allra aðila sem að
málinu koma um að réttindi kenn-
ara verði óbreytt eftir að kennarar
hefja störf hjá sveitarfélögunum.
„Þessi þáttur málsins, sem er mjög
viðkvæmur, hefur verið leystur með
farsælum hætti á gmndvelli mjög
góðs starfs sem unnið hefur verið
innan réttindanefndarinnar og
verkefnisstjómarinnar. Ég fagna
því að þessum áfanga er náð í þessu
mikla máli.“
Fulltrúaráð Kennarasambands
Islands krafðist þess að sérstakt
frumvarp yrði flutt á Alþingi til að
^■yggja réttindi kennara. Björn
sagði að þetta yrði gert. Aldrei
hefði verið nein andstaða við það
af sinni hálfu.
Björn sagði að viðræðum um
flutning tekjustofna frá ríkinu til
sveitarfélaga samhliða flutningi
gmnnskólans væri ólokið. Hann
sagðist gera sér vonir um að jafn-
góð samstaða næðist um það mál.
Stefnt væri að því að standa við
það markmið að grunnskólinn flytt-
ist frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst
Í996. _
70 komið
við sögu í
fíkniefna-
eftirliti
LÖGREGLAN stöðvaði för manns á
bíl skammt frá Mjölnisholti skömmu
eftir miðnætti í fyrrinótt. Við leit
fannst lítilræði af fíkniefnum á
manninum, en hann er einn af um
70, sem komið hafa beint við sögu
lögreglunnar undanfarnar tvær vik-
ur vegna fíkniefnamála.
í Mjölnisholti-hefur lögregla oftar
en einu sinni haft afskipti af mönn-
um vegna neyslu fíkniefna og gruns
um sölu þeirra. Þegar lögreglan lét
til skarar skríða og leitaði í fíkni-
efnabælinu fyrir nokkru fannst þar
þýfí, áhöld til fíkniefnaneyslu og lít-
ilræði af fíkniefnum. Aðfaranótt
fímmtudags var maður handtekinn
í nágrenni staðarins með 3 grömm
af kannabisefnum og annar tekinn
í fyrrinótt.
Þá var maður handtekinn á
Hlemmi í gærmorgun með lítilræði
af fíkniefnum í fórum sínum.
Eftirliti haldið áfrarn
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
hefur verulega dregið úr umferð við
staðinn að undanförnu, vegna eftir-
lits með mannaferðum. Alls hafa
um 70 manns komið beint við sögu
lögreglu vegna þessa eftirlits und-
anfarnar tvær vikur og hafa fíkni-
efni fundist í fórum rúmlega 30
þeirra, en að auki hafa fleiri tengst
málum óbeint.
Lögreglan mun ætla að halda
eftirliti áfram á næstunni, á ýmsum
stöðum og með ýmsu móti.
Mjólkurkýrin Huppa 107 mjólkaði rúm 10 tonn á síðasta ári
Hún hefur
alltaf
mjólkað
vel
„HÚN hefur alltaf mjólkað
vel,“ sagði Kristján Pétursson,
bóndi á Ytri-Reistará í Arnar-
neshreppi um Huppu 107, en
hún skilaði mestum afurðum
allra íslenskra kúa á síðasta
ári 10.103 kílóum. Kristján
sagði að Huppa væri af kyni
sem hann hefði ræktað í mörg
ár. Hún væri meðal sinna allra
bestu kúm.
Kristján er danskur, en
flutti til íslands árið 1954, var
fyrst vinnumaður á Skjaldar-
vík, siðan fjósamaður og bú-
stjóri á Lundi á Akureyri.
Þegar hann hóf búskap á Ytri-
Reistará árið 1960 fékk hann
með sér kálfa bæði þaðan og
af fleiri búum í landi Akur-
eyrar, eins og Naustum.
Langamma Huppu 107 var
Dimma sem Kristján sagði
hafa verið einstaka og ævin-
lega mjólkað vel. Kristján hef-
ur átt þrjár kýr sem allar báru
Huppunafnið og reyndust þær
vel. Fyrir tveimur árum
eignaðist Huppa kálfinn Akk
sem nú er á nautastöðinni á
Hvanneyri. Huppa á að bera
HUPPA með nautkálf sinn, Akk, sem nú er á Hvanneyri.
sínum fimmta kálfi í lok mars,
en hún er sjö ára gömul.
Faðir Huppu er einnig frá
Ytri-Reistará og heitir Reitur.
Hann var á sínum tíma tekinn
til notkunar sem kynbótanaut
á Kynbótastöð Búnaðarfélags
íslands á Hvanneyri.
Missti góða kú íjanúar
Kristján hefur í gegnum
árin átt margar metkýr. Önn-
ur nythæsta kúin í hans eigu
í fyrra var Hrefna. Hún veikt-
ist og drapst í byijun janúar.
Nautkálfur hennar hefur ver-
ið seldur til Hvanneyrar.
Kristján sem hefur fengið
viðurkenningu fyrir mjólk
sína síðustu 8 ár, en hann
sagðist vera farinn að huga
að því að hætta mjólkurfram-
leiðslu. Hann hefur hins vegar
áhuga á að reyna fyrir sér í
frekari ræktun á holdakvíg-
Allsheijarnefnd Alþingis fjallaði á sérstökum fundi um vímuefnavandann
Forvarnir hafa
mikla þýðingu
>
l
%
I
:
I
I
I
t
1
H
t
t
I
I