Morgunblaðið - 03.02.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 27
AÐSENDAR GREINAR
Samstarf Evrópuþjóða
í málefnum fatlaðra
ÞANN 7. febrúar nk. verður
haldinn í Reykjavík fræðsludagur
um samstarf Evrópuþjóða í mál-
efnum fatlaðra, Helios II.
Af því tilefni koma til landsins
tveir embættismenn,
þeir Bernhard We-
hrens og Philippe La-
moral sem fara með
yfirstjórn þessara
mála fyrir hönd fram-
kvæmdastjórnar ESB
í Brussel.
EFTA ríkin fengu
fulla aðild ,að sam-
starfsáætlun Helios II
þann 1. janúar sl. á
grundvelli sérstakra
ákvæða í EES samn-
ingnum. Þessi ríki eru:
ísland, Noregur og
Lichtenstein.
Hér á eftir er ætlun-
in að kynna í örstuttu
máli nokkur atriði í
aðdraganda, stefnu, uppbyggingu
og aðgerðum sem falla undir Heli-
os II.
Það var árið 1988 að ráðherra-
nefnd Evrópuþjóða stofnaði til
framkvæmdaáætlunar fyrir fatl-
aða sem hlaut nafnið Helios I, en
það er skammstöfun á ensku og
stendur fyrir: „Handicapped pe-
ople within the european commun-
ity living independently in an open
society."
Stefnt skyldi að jafnrétti, aðlög-
un og þátttöku fatlaðra á öllum
sviðum þjóðfélagsins. Áhersla var
m.a. lögð á réttindi til starfsendur-
hæfingar og þátttöku í atvinnulífi,
blöndun fatlaðra nemenda í al-
menna grunnskóla, bætta ferða-
þjónustu og aðgengi.
Helios I áætlunin tók þannig
bæði til menntunarmála sem og
félags- og atvinnumála.
Aðgerðir fólust m.a. í hvatningu
til aðildarríkja til að stuðla að
auknum möguleikum og betri að-
lögun fatlaðra á sem flestum svið-
um. Einnig fólust aðgerðir í miðlun
upplýsinga milli landa, svo og
reynslu af þróunarverkefnum í
málefnum fatlaðra.
í ársbyijun 1993 tók næsta
starfsáætlun við undir merkjum
Helios II, en hún byggir á þeirri
reynslu sem hefur fengist á undan-
förnum árum, en verksviðið var
gert víðtækara. Þannig má nefna
samvinnu sem nær nú til allra
skólastiga frá forskóla til æðri
menntunar, ennfremur er aukin
áhersla á starfsþjálfun og atvinnu-
mál. Stefnt er að eflingu sam-
starfs sem hefur þróast milli
stjórnvalda, samtaka fatlaðra og
stofnana í hinum
ýmsu ríkjum og hvatt
er til nýjunga og
nýrra verkefna. Eitt
af markmiðum Helios
II er að efla samvinnu
við fijáls og óháð fé-
lagasamtök sem eru
málsvarar fatlaðra í
hinum ýmsu aðildar-
ríkjum.
Til að ná fram of-
angreindum mark-
miðum er starfandi
ráðgjafanefnd þar
sem eiga sæti tveir
ríkisstjórnarfulltrúar
frá hveiju aðildarríki.
EFTA-ríkin hafa nú
sömu réttindi og önn-
ur aðildarríki varðandi fulltrúa í
ráðgjafarnefndinni. Auk ráðgjaf-
arnefndar er starfandi umræðu-
hópur sem er einvörðungu skipað-
ur fulltrúum fatlaðra og í þriðja
lagi má nefna samráðsnefnd sem
tengir saman hina tvo. Þá eru
starfandi nokkrir vinnuhópar sem
ijalla um hin ýmsu svið fatlaðra
Fatlaðir eiga rétt á því,
segir Margrét
Margeirsdóttir, að
sérstaða þeirra sé virt.
en þar eiga sæti fulltrúar frá öllum
aðiÍdarríkjum. í þessum vinnuhóp-
um er fjallað um menntamál, at-
vinnu og endurhæfíngu, ferðamál,
aðgengismál og íþróttamál.
Eitt af umfangsmestu viðfangs-
efnum Helios II er tölvuvædda
upplýsinga- og skráningarkerfið
Handynet, en það var stofnað á
árinu 1990 og var upphaflega
miðað við að skrá upplýsingar um
hjálpartæki fyrir hreyfihamlaða.
Síðar var einnig farið að safna og
skrá aðrar tegundir hjálpartækja
s.s. kennsluforrit fyrir skóla, hjálp-
artæki fyrir sjónskerta, og hjáípar-
tæki til að auðvelda boðskipti o.fl.
Einnig eru skráðir framleiðendur
og dreifingaraðilar hjálpartækja
innan Evrópu svo og reglur sem
gilda í hveiju landi um það hvern-
ig fatlaðir geta nálgast þessi hjálp-
artæki. Þessum upplýsingum er
safnað í gagnabanka á ijölmörg-
um tungumálum og fást á geisla-
diskum, sem eru tiltækir í sérstök-
um miðstöðvum í aðildarríkjunum.
Handynet-kerfið felur ennfremur
í sér rafrænt póstkerfi og dagbók.
Hér á landi er þegar hafinn
undirbúningur að því að tengjast
Handynet-kerfinu og rriun Hjálp-
artækjamiðstöð Tryggingastofn-
unar ríkisins annast öll samskipti
við Handynet.
Til þess að kynna betur starf-
semi þá sem fer fram á vegum
Helios-áætlunarinnar, einkum
meðal almennings, er á hveiju ári
efnt til samkeppni um athyglisverð
verkefni "er snerta ýmsa þætti í
lífi fatlaðra. Veitt eru verðlaun
fyrir bestu verkefnin, en sérstök
dómnefnd metur þau.
Þá eru gefin út tímarit og upp-
lýsingabæklingar á nokkrum
tungumálum.
Helios er eina áætlun ESB sem
er einvörðungu ætluð til stuðnings
fötluðu fólki, en hún er samhæfð
öðrum aðgerðum, s.s. Horizon -
frumkvæði sem miðar að því að
bæta atvinnumöguleika fatlaðra
og annarra afskiptra hópa eins og
t.d. langtíma-atvinnulausra, og
Tide - rannóknar- og þróunar-
verkefni er miðar að því að beita
nýrri tækni í auknum mæli við
endurhæfingu fatlaðra og aldr-
aðra.
Fatlaðir eins og aðrir borgarar
eiga rétt á því að sérstaða þeirra
sé virt og rétt til þess að fá tæki-
færi til að þroska persónuleika
sinn og hæfni. Þeir mega ekki
sæta mismunun vegna fötlunar
sinnar, þannig eru meginreglur
starfsáætlunar undir merkjum
Helios II.
Félagsmálaráðuneytið fer með
samskipti íslands og Helios II.
íslendingar hófu þátttöku í Helios
II á sl. ári sem áheyrnarfulltrúar
en fengu fulla aðild um síðustu
áramót. Nokkrir fulltrúar íslands
hafa tekið þátt í vinnuhópum á
vegum Helios II og munu þeir
fjalla um þau mál sem þar eru
efst á baugi á fræðsludeginum 7.
febrúar nk. sem haldinn verður á
Grand Hóteli í Reykjavík.
Höfundur er fulltrúi íslands í ráð-
gjafarnefnd Helios II.
Margrét
Margeirsdóttir
Lyfjasala í sam-
keppni við „báknið“
í KJÖLFAR athuga-
semda Ríkisendurskoð-
unar hefur einkavæð-
ing ríkisfyrirtækja ver-
ið nokkuð til umræðu
og sýnist sitt hveijum
um • ágæti þeirra að-
gerða. ' Eitt virðast
menn þó sammála um
og það er að söluverð
þeirra hafi verið stór-
lega vanmetið, hvort
sem almenningur eða
„einkavinir" hafa feng-
ið að njóta. í nýlegu
viðtali við Sverri Her-
mannsson Landsbanka-
stjóra í Tímanum segir
hann: „Við höfum nú heldur betur
reynslu af einkavæðingu á íslandi.
Þar hafa skattpeningar borgaranna
verið gefnir í stórum stíl og nægir
þar að nefna stofnun íslandsbanka,
sölu SR-mjöls, Þormóðs ramma og
Lyijaverzlunar".
Lyfjabúr sjúkrahús-
anna, segir Jón Björns-
son, eru komin í beina
samkeppni við apótekin.
Rétt er það að sala Lyfjaverzlun-
ar ríkisins er dæmi um svona einka-
væðingu. Ríkið seldi hlutafé sitt í
Lyfjaverzluninni á genginu 1,34 eft-
ir að hafa eytt hundruðum milljóna
í að gera fyrirtækið söluhæft. Á
sama tíma taldi Ríkisendurskoðun
eðlilegt sölugengi 2,20. Hlutverk
Lyijaverzlunar ríkisins var í upphafi
m.a. að sjá sjúkrahúsum landsins
fyrir nauðsynlegum lyfjum. í seinni
tíð var hún komin í beina sam-
keppni við aðra aðila á markaðnum.
Við þær aðstæður hefði verið eðli-
legt að leggja stofnunina niður.
Á sama tíma og Lyfjaverzlun rík-
isins er seld fyrir lítilræði í anda
einkavæðingastefnunnar, blæs ríkið
til sóknar í samkeppni við sjálfstæða
atvinnustarfsemi. Undir verndar-
væng opinberra aðila hefur rekstur
lyfjabúra sjúkrahúsanna verið efld-
ur og eru þau komin í beina sam-
keppni við apótekin með almennri
sölu lyfja bæði í lausasölu og sam-
kvæmt lyfseðlum. Það fer ekki milli
mála að þessi „sjúkrahúsapótek“
njóta sérstakrar verndar í sam-
keppninni við apótekin. Þau nýta
ekki eingöngu starfslið og húsnæði
sjúkrahúsanna, heldur eiga þau ein
að fá leyfi til að selja beint til sjúkl-
inga viss lyf, sem sam-
kvæmt skráningu ættu
einungis a'ð notast inn-
an veggja sjúkrahús-
anna. Að venju virðist
ekkert eftirlit hægt að
hafa með framkvæmd-
um á vegum opinberra
aðila sem þessum. Eitt
er víst að þessi svoköll-
uðu „sjúkrahúsapótek"
hafa farið langt út fyr-
ir þann lagaramma
sem Alþingismenn
héldu að þeir væru að
samþykkja.
í grein í Morgun-
blaðinu 25. nóv. sl.
reyndi yfirlyfjafræðingur í lyfjabúri
Landspítalans, sem tímabundið
gegnir starfi skrifstofustjóra í heil-
brigðisráðuneytinu, að réttlæta þá
stefnu framkvæmdavaldsins, að
styðja skuli við bakið á þessum rík-
isafskiptum í lyfjasölunni. í um-
ræddri grein kemur fram að í eldri
lögum hafí verið heimildaákvæði til
að afgreiða í vissum tilfellum lyf
úr lyíjabúrum sjúkrahúsa þegar
sjúklingar væru að útskrifast, en
þessi heimild hafi ekki verið nýtt.
En núna þegar á að gefa sölu lyfja
fijálsa, skýtur það skökku við að
ríkið fari að nýta sér þessar heimild-
ir og gerist þátttakandi í hinni
„fijálsu samkeppni". Einnig kemur
fram í grein skrifstofustjórans að
hann telur að það sé hlutverk heil-
brigðisráðuneytisins að efla rekstur
hinna ríkisreknu „sjúkrahúsapó-
teka“, ef það „Ieiðir af sér betri
þjónustu fyrir sjúklinga" og opinber-
ar „skilning" sinn á hugtakinu
„frjáls verzlun“ á sölu lyfja, sem ég
tel að sé annar en vel flestra alþing-
ismanna. Það er ljóst af Lyfjalögum
nr. 93/1994 að þau ætla „sjúkra-
húsapótekum“ ekki það hlutverk að
annast almenna sölu lyfja. Það er
jafnframt ljóst að markmið ríkis-
stjórnarinnar er takmörkun ríkis-
reksturs og opinberra afskipta. Því
er eðlilegt að spurt sé: Hvemig
stendur á því að almenn sala á lyfj-
um á sér stað í „sjúkrahúsapótekun-
um“?
Ættu nú vinir einkavinanna á
Alþingi að geta glaðst yfir, að nú
sé verið að byggja eitt ríkisbáknið
enn sem hægt sé að færa þeim á
gulldiski eftir að uppbyggingunni á
kostnað skattgreiðenda er lokið og
búið að draga mátt úr og helst jarða
samkeppnisaðilana.
Höfundur er apótekari í Kópavogs
apóteki.
Jón Björnsson
Pií græðir — Jbað er gefið mái!
GÓLFEFNAMARKAKÐUR - SUÐURLANDSBRAUT 2 6 - S í IVI I 568 1950