Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 41
MINNINGAR
MESSUR Á MORGUN
Við sjáum nú á bak miklum öð-
lingi. Hann var höfðingi heim að
sækja, hvort heldur var á Sólbergi
eða í Hafnardal. Hann var reglumað-
ur í lífi, í starfi og í tómstundum.
Hann var léttur í máli og hafsjór
af fróðleik um vestfirska sögu og
ættir. Missir þeirra sem næst honum
stóðu er mikill. Innilegustu samúðar-
kveðjur til Fríðu, barna, tengda-
barna og annarra aðstandenda.
Haukur Tómasson.
Ekki hafði mér dottið það í hug
að rúnturinn laugardagskvöldið tutt-
ugasta janúar um Hafnarijarðarhöfn
og hesthúsahverfið í Kópavogi yrði
sá síðasti sem við nafnarnir ættum
eftir að fara saman.
Eg hef verið að þvælast um með
honum frá því að ég man eftir mér
niður í Smiðju, í Djúpið og síðast
en ekki síst á rúntinum. Ég var varla
farinn að geta staðið þegar mér var
komið fyrir milli sætanna í Volvóun-
um og Djúpið tekið vel á öðru hundr-
aðinu eða allar götur bæjarins í einni
lotu.
í einni af þessum ferðum var
stefnan tekin lengra en í Hestfjörð-
inn og keyrt aðeins út á Snæfjalla-
strönd, þ.e.a.s. inn í Hafnardal þar
sem afi og amma höfðu ákveðið að
byggja sumarbústað sem upphaflega
var hugsaður til þess að slappa af
í, það var aðeins eitt sem gekk ekki
upp. Afi kunni ekki að slappa af,
allt varð að gerast í seinasta lagi í
gær. Þegr bústaðurinn var tilbúinn
þá voru nokkrir dregarar í afgang
og svo kassinn utan af beygjuvélinni
sem hann hafði verið að kaupa fyrir
smiðjuna, þetta efni var svo gott að
það varð að byggja verkfæra-
geymslu úr þessu sem síðan „óvart“
varð svo flott gestahús að hann tímdi
aldrei að setja skóflurnar þar inn,
það bjargaðist síðan þegar hann
klæddi Sólberg því að undan steni-
plötunum komu grindur sem var
hægt að nota í skjólgirðingar inni í
Djúpi, það var síðan allt of lítil vinna
að setja þær upp svo að það var
+ Ingimundur
Jónsson var
fæddur á Klúku í
Kaldrananeshreppi í
Strandasýslu 29.
nóvember 1926.
Hann lést á sjúkra-
húsi Suðurnesja 30.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jórunn Agata
Bjarnadóttir og Jón
Sigurðsson bóndi á
Bjarnarnesi í
Strandasýslu. Systk-
ini Ingimundar voru
tíu, Elías Svavar,
Bjarni Þorbergur (látinn), Sig-
urður Þorbjörn (látinn), Bryn-
hildur, Magnús, Sigríður, Guð-
rún, Matthea Margrét, Sigurveig
Kristín og Einar. I október 1959
kvæntist Ingimundur eftirlif-
andi eiginkonu sinni Steinunni
Snjólfsdóttur, f. 20. mars 1934,
frá Efri-Sýrlæk í Flóa. Börn
þeirra eru Jórunn Elsa, f. 1. jan-
úar 1958, Jón Ingi, f. 11. janúar
1959 (látinn), Egill Steinar, f. 24.
nóvember 1960, Valur Snjólfur,
f. 20. febrúar 1962, Oddný, f.
20.júní 1964, Sigurður Þorbjörn,
f. 14. júni 1966 og Kristinn, f.
24. desember 1968.
Utför Ingimundar fer fram
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju i dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
NÚNA er Mundi farinn á vit for-
feðra sinna. Mundi hefur hann alltaf
verið kallaður frá því ég man eftir
mér. Það var sko engin lognmolla
þegar Mundi var að heimsækja syst-
ur sína Siggu, móður mína, á Réttar-
holtsveginn. Maður var varla búinn
að sleppa orðinu, mamma Mundi er
kominn, þegar maður var hafinn á
loft og dansað með mann, galsinn
og krafturinn var slíkur að það var
aldrei slegið af.
Þannig var líf hans, aldrei slegið
frekar ákveðið að smíða bátaskýli
úr skjólgirðingarefninu.
Þegar þetta var komið kunni hann
ekki við að byggja meira á lóðinni
svo að hann sótti um stærri lóð og
byijaði í skógrækt. Hann ætlaði allt-
af að „dunda" sér við þetta en oftar
en ekki þá fóru þær plöntur sem
hann ætlaði að setja niður á einum
mánuði niður á góðri helgi bara af
því að það var ekki hægt að stoppa
fyrr en allt var búið.
Svona var allt hjá afa, hann hafði
alltaf nóg að manúera og stæja.
Hann hafði gaman af alls kyns
vélum og tækjum. Volvóarnir urðu
aldrei eldri en tveggja til þriggja ára
og inni í bústað var hann kominn
með dráttarvél og bát og eitt sinn
nefndi hann það við mig að hann
vantaði ekkert nema fjórhjól og vél-
sleða.
Eitt varð ég aldrei var við en það
var sá aldursmunur sem var á okk-
ur, hann vissi alltaf hvað klukkan
sló þegar maður fór að ræða við
hann og til dæmis ef snjór og skafl-
ar voru fyrir hendi þá var hann oft
fyrri til en ég að athuga hvort það
væri hægt að taka þá á ferðinni.
Ég er alveg viss um að það hefur
alveg gleymst að setja kynslóðabilið
í hann á sínum tíma, því miður verða
þessar bílferðir ekki fleiri en eftir
er minningin ljóslifandi eins og þetta
hafi allt gerst í gær, afi er eflaust
kominn með ný viðfangsefni á nýjum
stað því að það er ekki hans stíll
að vera aðgerðarlaus.
Ég þakka afa kærlega fyrir allt
það sem hann hefur gert fyrir mig
og látið eftir mér í gegnum árin og
frá bráðagerðaviðbrögðunum sem
voru beggjasvegar eða einhveiju öðru
sniðugu sem hann hafði frá að segja.
Um leið og ég kveð afa minn
votta ég ömmu samúð mína á þess-
um erfiðu tímum.
Guðmundur Bjarni Björgvinsson..
• Fleirí minningargreinar um
Guðmund Bjarna Jón Jónsson
bíða birtingar ogmunu birtastí
biaðinu næstu daga.
af. Alltaf var Mundi að
vinna hörðum höndum.
Mundi ólst upp í Bjarn-
arnesi í Steingrímsfirði.
Þar byijaði hann sjósókn
með föður sínum og
bræðrum ungur að árum
eins og tíðkaðist í þá daga
ásamt búskaparstörfum.
Oft höfðu þeir tekist á
bræðumir og keppt sín á
milli í að lyfta steinum, í
hlaupum og slegist að
sjálfsögðu. Móðir þeirra
systkina var ekki nema
48 ára er hún lést eftir
erfið veikindi. Mundi var
þá 15 ára. Af því hefur lærst sam-
heldni og kærleikur gagnvart öðram
sem minna máttu sín. Þannig var
Mundi, hann mátti ekkert aumt sjá,
þá var hann tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd. Aðal ævistarf Munda var sjó-
mennska og þá sem vélstjóri. Hann
hafði sérstaklega gott lag á vélum
og þær voru sjaldan bilaðar þegar
hann sá um þær. Nauðbeygður varð
hann að fara í land vegna heilsu-
brests. Þá var farið að beita og síðar
var hann eingöngu umboðsmaður
blaðanna síðastliðin 18 ár.
Hann lét sig hafa það nokkrum
sinnum að keyra frá Keflavík til
Stykkishólms til að heimsækja mig
og ijölskyldu ásamt viðkomu hjá
Rúnu systur sinni í Hítardal. Það er
ótrúlegt hvað hann gat Iagt á sig
sárþjáður á líkama. Það lýsir honum
nokkuð vel að halda áfram meðan
eitthvað er eftir. Það eru ófá skiptin
sem Mundi talaði um hana Steinu
sina elskuna eins og hann sagði,
enda hefur það verið orð að sönnu,
hún hefur verið hans stoð og stytta
gegnum lífið.
Við biðjum honum blessunar guðs
á nýjum vegum og vottum ijölskyldu
hans samúð okkar. Blessun fylgi
minningu góðs frænda og vinar.
Guðm, Bragi, Rakel og börn,
Stykkishólmi.
Guðspjall dagsins:
Verkamenn í víngarði.
(Matt. 20.)
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi-
sala Safnaðarfélags Ásprestakalls
eftir messu. Kirkjubíllinn ekur.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir
til þátttöku með börnunum. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthí-
asson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Prestur sr. Jakob Á.
Hjálmarsson. Dómkórinn syngur.
Organleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Eftir messu er fundur í Safn-
aðarfélaginu. Þar syngur Hrönn
Hafliðadóttir við undirleik Hafliða
Jónssonar píanóleikara og sr.
Hjálmar Jónsson alþingismaður
segir frá Hólastað. Barnastarf í
safnaðarheimilinu kl. 11 og ÍVest-
urbæjarskóla kl. 13. Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 14. Vináttudag-
urinn. Prestur sr. María Ágústs-
dóttir. Skólakór Kársness syngur
undir stjórn Þórunnar Björnsdótt-
ur. Stúlkur úr TTT-starfi flytja
lestra, Ijóð og bænir.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson.
Organisti Kjartan Ólafsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur
sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluer-
indi kl. 10. Eiga ríki og kirkja að
skilja? Dr. Hjalti Hugason. Barna-
samkoma og messa kl. 11. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur. Sr.
Karl Sigurbjörnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Natalla Chow syngur einsöng við
undirleik Helga Péturssonar. Org-
anisti Pavel Manasek. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.
Prestur sr. Flóki Kristinsson. Al-
mennur safnaðarsöngur. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma. Kaffisopi
eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Börn fædd árið 1991
fá afhenta gjöf frá kirkjunni. Félag-
ar úr Kór Laugarneskirkju syngja.
Organisti Gunnar Gunnarsson.
Barnastarf á sama tíma. Eftir
guðsþjónustu verður kirkjukaffi og
erindi dr. Gunnars E. Finnboga-
sonar um trúarlegt uppeldi. Ólafur
Jóhannsson.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11. Opið hús frá kl. 10. Munið
kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórs-
son. Messa kl. 14. Sr. Halldór
Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Organisti
Vera Gulasciova. Barnastarf á
sama tíma.
ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Organleikari Sigrún Stein-
grímsdóttir. Prestarnir. _
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Altarisganga. Ágúst S. Sigurðs-
son prédikar. Sönghópur Ungs
fólks með hlutverk syngur. Kaffi-
sala til styrktar orgelsjóði að
messu lokinni. Samkoma Ungs
fólks með hlutverk kl. 20. Gísli
Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Organisti Smári
Ólason. Sunnudagaskóli kl. 11.
Gunnar Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigur-
jón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.
Organisti Lenka Mátéová. Barna-
guðsþjónusta á sama tíma í um-
sjón Ragnars Schram. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa
Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjón-
usta í Rimaskóla kl. 12.30 í umsjón
Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta
kl. 14. Prestur dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson héraðsprestur. Organ-
INGIMUNDUR
JÓNSSON
isti Ágúst Ármann Þorláksson.
Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Gídeonfélagar heimsækja
söfnuðinn og segja frá störfum
félagsins. Organisti Oddný J. Þor-
steinsdóttir. Vænst er þátttöku
fermingarbarna. Barnaguðsþjón-
usta kl. 13 í umsjá sr. Bryndísar
Möllu og Dóru Guðrúnar. Bryndís
Malla Elídóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Einkunnar-
orð: Vinátta. Börn úr 8-9 ára starfi.
kirkjunnar aðstoða og syngja.
Drengjakór Kársnesskóla syngur
undir stjórn Þórunnar Björnsdótt-
ur kórstjóra. Organisti Órn Falkn-
er. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar.
Organleikari Kjartan Sigurjóns-
son. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN, Rvik: Laugardag,
þorraskemmtun í safnaðarheimil-
inu kl. 19.30. Sunnudag, guðs-
þjónusta kl. 14 í kirkjunni. Þriðju-
dagur, Kátir krakkar kl. 16 í safn-
aðarheimilinu. Organisti Pavel
Smid. Cecil Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Laridakoti: Há-
messa kl. 10.30. Messa kl. 14.
Ensk messa kl. 20. Laugardaga
messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga
messur kl. 8 og kl. 18.
KFUM og KFUK, v/Holtaveg:
Samkoma á morgun kl. 17. Ræðu-
maður Ragnar Gunnarsson.
Barnasamverur á sama tíma.
Einnig kvöldsamkoma kl. 20.30.
Ræðumaður Skúli Svavarsson.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Messa kl. 11 á sunnudögum.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelf-
ía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu-
maður Hallgrímur Guðmannsson.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir velkomnir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa
kl. 14. Barnastarf á sama tíma.
Kaffi og maul eftir messu.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp-
ræðissamkoma kl. 20. Reidun og
Káre Morken stjórna og tala. Allir
velkomnir.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Lágafellskirkju kl. 14.
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl.
11. Bíll frá Mosfellsleið fer venju-
legan hring. Jón Þorsteinsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Barnakór
Biskuþstungna og Skólakór
Garðabæjar syngja. Stjórnendur
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir og
Hilmar Örn Agnarsson. Nemend-
ur úr Flataskóla flytja hugleiðingar
um vináttuna. Bragi Friðriksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Fermingarbörn aðstoða. Organisti
Ólafur W. Finnsson. Strandberg
opið eftir guðsþjónustuna, kaffi-
veitingar. Séra Þórhildur Ólafs.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14. Sérstaklega
vænst þátttöku fermingarbarna.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirs-
dóttir. Kaffiveitingar verða í safn-
aðarheimilinu að lokinni guðsþjón-
ustu. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl.
8. Allir velkomnir.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14.
Messukaffi. Organisti Siguróli
Geirsson. Kór Grindavíkurkirkju.
Fermingarbörn taka þátt í athöfn-
inni og annast kaffiveitingar í safn-
aðarheimilinu ásamt foreldrum
sínum. Ágóði af kaffisölu rennur
i ferðasjóð fermingarbarna. Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkju-
skóli í dag, laugardag, kl. 11 i
Stóru-Vogaskóla í umsjá sr.
Bjarna, Sesselju og Franks. Bragi
Friðriksson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skólabíl-
inn. Fjölskylduguðsþjónusta kl.
14. Vænst er þátttöku fermingar-
barna og foreldra þeirra. Kór
Keflavíkurkirkju syngur. Sigurður,
Þórólfur Ingi og Einar Örn sjá um
létta tónlist.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
INNI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 13. Barnakór
syngur. Baldur Rafn Sigurðsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn
leiðir almennan safnaðarsöng.
Organisti Steinar Guðmundsson.
Sunnudagaskóli kl. 12. Barnakór
syngur. Baldur Rafn Sigurðsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 14. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknar-
prestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Ulfar Guðmundsson.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA,
Hvolsvelli: Kirkjuskóli laugardag
kl. 11. Sigurður Jónsson.
ODDAKIRKJA, Rangárvöllum:
Sunnudagaskóli í Oddakirkju
sunnudag kl. 11. Helgistund á
Dvalarheimilinu Lundi á Hellu kl.
13. Messa í Oddakirkju kl. 14.
Sigurður Jónsson.
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa:
Messa sunnudag kl. 13.30. Eftir
messu verður fundur með ferm-
ingarbörnum og foreldrum þeirra.
Kristinn Á. Friðfinnsson.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj-
um: Sunnudagaskóli kl. 11. Al-
menn guðsþjónusta kl. 14. Altar-
isganga. Barnasamvera meðan á
prédikun stendur. Heitt á könn-
unni að messu lokinni. Almenn
guðsþjónusta á Hraunbúðum kl.
15.15.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjal-
arnesi: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Gunnar Kristjánsson sóknarprest-
ur.
AKRANESKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta í dag, laugardag, kl. 11.
Stjórnandi er Sigurður Grétar Sig-
urðsson. Messa sunnudag kl. 16.
Athugið breyttan tíma. Biskup ís-
lands, herra Ólafur Skúlason, set-
ur séra Björn Jónsson inn í próf-
astsembætti. Altarisganga. Kaffi-
veitingar eftir messu. Sóknar-
nefndin.
BORGARPRESTAKALL: Barna-
guðsþjónusta verður í Borgarnes-
kirkju kl. 11.15. Dagur tileinkaður
vináttunni. Messa með altaris-
göngu kl. 14. Þorbjörn Hlynur
Árnason.
HVAMMSTANGAKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14.
Sunnudagaskólinn á Blönduósi
kemur í heimsókn með barna-
fræðurum sínum og presti, sr.
Árna Sigurðssyni. Kristín Böge-
skov djákni aðstoðar við helgi-
haldið auk barnafræðaranna á
Hvammstanga, Guðrúnar Jóns-
dóttur og Lauru Ann-Howser.
Barnakór Grunnskólans á
Hvammstanga syngur, auk kirkju-
kórsins, undir stjórn Helga S. 5l-
afssonar organista. Kirkjukaffi í
Félagsheimilinu eftir guðsþjón-
ustu. Yfirskrift dagsins er „Vinátt-
an og orð Guðs í Biblíunni". Sr.
Kristján Björnsson.
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
Laugardagur 3. febrúar:
Þorraskemmfun
i Safnaðarheimilinu
kl. 19:30
Sunnudagur 4. febrúar:
Guðsþjónusta kl. 14:00
í kirkjunni
Þriðjudagur 6. febrúar:
Kátir krakkar kl. 16:00
í Safna&arheimilinu
m\