Morgunblaðið - 03.02.1996, Síða 45

Morgunblaðið - 03.02.1996, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Athugasemd við grein fræðslustjóra þjóðkirkjunnar Frá Kristjáni Baidurssyni: ÉG HNAUT um einkennilegar full- yrðingar fræðslustjóra þjóðkirkj- unnar í Morgunblaðinu 27. janúar sl. í greininni segir Örn Bárður Jóns- son orðrétt: „Kirkjan er seld undir sömu örlög ogönnurjarðnesk fyrirbrigði. (Róm. 8:20).“ Þetta er auðvitað hárrétt en svo heldur fræðslustjórinn áfram: „En von kirkjunnar og trú er sú að kirkjan sé ekki alfarið af þessum heimi.“ Þetta geta væntanlega flest- ir tekið undir, að vona það og trúa því að kirkjan njóti blessunar guðs. En síðan kemur fullyrðing: „Kirkan er verk guðs og hann viðheldur henni. Hún er postulaleg kirkja,“ o.s.frv. og síðar „Framtíð hennar er ekki undir mönnum komin. Við syndugir mennirnir getum hvorki gert kirkjuna volduga né heldur eyðilagt hana. Hún er í almáttugri hendi guðs.“ Þetta virðist mér fjarska mikil einföldun hjá fræðslustjóranum og hagræðing á staðreyndum. Kirkjan er ekki verk guðs heldur manna, kirkjan er seld undir sömu örlög og önnur jarðnesk fyrirbrigði, kirkjan verður því hvorki betri né verri en þeir syndugu menn sem starfa í henni og fyrir hana. Kirkjan endurspeglar mannlífíð á hveijum tíma og framtíð hennar hlýtur alltaf að vera komin undir því hvemig þjón- um hennar tekst til við að vinna henni, viðhalda henni og búa henni framtíð meðal fólksins. Eins og dæmi frá fortíðinni sanna geta einstakir menn gjörbreytt framtíð kirkjunnar séu þeir nógu duglegir og hugrakkir að fylgja sannleikanum og sinni eig- in sannfæringu. I því sambandi næg- ir að nefna Luther. Luther hengdi upp sínar 95 grein- ar á kirkjuhurðina í Wittenberg árið 1517 gegn spillingu kaþólsku kirkj- unnar. Hann fylgdi sinni sannfær- ingu og lagði út í baráttu við kenni- valdið sem þá var harðsnúið ein- veldi. Þetta hugrakka frumkvæði hans hafði geysileg áhrif á framtíð kirkjunnar í heiminum eins og öllum er kunnugt. A þessum tíma voru ráðamenn kirkjunnar langt komnir að eyði- leggja hana. Syndaaflátssala og spilling innan kirkjunnar viðgekkst í skjóli hins mikla páfavalds. Það er staðreynd sem ekki er hægt að mæla á móti að bæði góðir menn og vondir hafa áhrif á kirkjuna og líf heilla þjóða. Þessi fullyrðing að menn geti hvorki gert kirkjuna vold- uga né eyðilagt hana fær ekki stað- ist. Þetta er aukinheldur hættuleg kenning, sem gefur í skyn að ekk- ert sé hægt að gera fyrir kirkjuna því hennar málefni lúti einhveiju öðru náttúrulögmáli en aðrar mann- legar stofnanir. KRISTJÁN BALDURSSON, Bakkahlíð 18, Akureyri. Athug’a- semd við sparnaðar- tillögur Frá Huldu Steinsdóttur, Eddu Bergmann og Guðnýju Guðnadóttur: MEÐ TILVÍSUN í skrif Morgun- blaðsins frá 24. jan. sl. þar sem reif- aðar eru sparnaðartillögur stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sá hópur, sem hér lætur frá sér heyra, og telur þetta „Sparnaðarmál" sig miklu varða, er hópur hreyfíhaml- aðra og blindra, sem hefír undanfarin mörg ár átt því láni að fagna að njóta æfínga og samveru í Grensáslaug- inni, en hún er nú einmitt einn sá „blóraböggull", sem skera á af samkv. framangreindum sparnaðartillögum. Það má öllum vera ljóst, ekki síst yfirmanni heilbrigðismála, hversu öll hreyfing í vatni er nauðsynleg því fólki, sem á við skerta starfsorku að búa, og gæti alveg skipt sköpum heilsufarslega, hvort það hefði slíka aðstöðu eða ekki. Nú gæti einhver sagt sem svo, að nægt rými væri fyrir þetta fólk í öðrum sundlaugum, en dæmið er ekki svona einfalt. Grensáslaugin er fyrst og fremst ein sú aðgengileg- asta og að öllu leyti sú besta meðferð- arlaug fyrir hreyfíhamlaða sem völ er á, og raunar er fjölmörgum hreyfi- hömluðum algjörlega ókleift að fara í aðrar sundlaugar. Þessi sparnað- aráform um að loka endurhæfingar- aðstöðunni á Grensási, finnst okkur því vera hinn versti kostur og óásætt- anlegur að öllu leyti. Hér að framan höfum við rætt mest um notkun sundlaugarinnar, þar sem hennar kostur er okkur efst í huga, eða eins og máltækið segir: „Sá er eldurinn heitastur, er á sjálf- um brennur." Við viidum gjarnan lýsa ánægju okkar og trausti á alla aðra starfsemi Grensásdeildar sem endurhæfíngarstaðar, svo og starfs- fólk og lækna. Við leyfum okkur að vitna í orð yfirlæknisins Ásgeirs B. Ellertssonar, þar sem hann spyr: „Er það skynsemi, hagræðing eða sparn- aður að eyðileggja uppbygginguna á Grensási?" Svari nú hver fyrir sig. Heilbrigðisráðherra hefír lýst því yfír að fyrirhugað sé m.a. að flytja geðfatlaða á Grensásdeildina. Vissu- lega þurfa þeir pláss í þjóðfélaginu, en Grensásdeildin með allri sinni sér- hönnun fyrir hreyfihamlaða passar ekki til slíkra hluta, til þess er hún alltof mikilvæg fyrir þá starfsemi sem þar er nú, og verður vonandi um alla framtíð. Með tilliti til framanskráðra orða er hér með skorað á hæstvirtan heil- brigðisráðherra að snúa af villu síns vegar og taka þessa tillögusmíð um spamað í heilbrigðiskerfinu til mjög alvarlegrar athugunar. Að okkar mati er vart hægt að fínna >. öllu fráleitari hugmynd til spamaðar. Það er ljóst að þessi framkvæmd, ef af verður, mun ekki leiða til neins spamaðar, heldur þvert á móti. HULDA STEINSDÓTTIR, Álandi 9, Reykjavík, EDDA BERGMANN, Hverfisgötu 29, Reykjavík, GUÐNY GUÐNADÓTTIR, Sléttuvegi 3, Reykjavík. ustur etra a Detra x* ■ veroi! MITSUBISHI LRNCER 4x4 ALDRIF MITSUBISHI LANCER 4X4 er glæsilegur og ríkulega útbúinn skutbíll. Hann er kraftmikill og stöðugur í akstri og þar af leiðandi traustur í baráttunni við ófærðina. Auk þessa er hann einstaklega rúmgóður og alhliða öryggisbúnaðurinn situr í fyrirrúmi. MMC LANCER 4x4 tilbúinn á götuna kostar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.