Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*
Fundur formanna landssambanda ASI
Drögiim að breytingnm
á vinnulöggjöf hafnað
FORMENN landssambanda innan ASÍ hafna
alfarið þeim drögum að breytingum á vinnulög-
gjöf sem nú eru í vinnslu í félagsmálaráðuneyt-
inu. Þeir leggja til að aðilar vinnumarkaðarins
geri með sér rammasamning um gerð áætlun-
ar þar sem kveðið verði á um hvernig standa
skuli að viðræðum um gerð kjarasamninga. í
honum verði settar reglur um verkföll þar sem
kveðið yrði á um að þau megi ekki boða fyrr
en viðræðuáætlun hafi verið gerð og kjarakröf-
ur lagðar fyrir viðsemjendur og kynntar sátta-
semjara.
Formenn landssambanda innan ASÍ telja
ástæðulaust að hrófla við gildandi lögum um
sáttastörf í vinnudeilum og lögum um stétt-
arfélög og vinnudeilur. „Þau frumvarpsdrög
sem nú liggja fyrir fela í sér takmörkun á
réttindum launafólks eins og samnings- og
verkfallsrétti og umboði og hlutverki ein-
stakra stéttarfélaga í kjaramálum umbjóðenda
sinna,“ segir í ályktun formannafundar lands-
sambanda ASÍ sem haldinn var í Ölfusi 9.
febrúar sl.
í ályktun fundarins segir ennfremur að
skipulagsmál og vinnuaðferðir innan samtaka
atvinnurekenda hafi á undanförnum árum tor-
veldað mjög farsælar lausnir í kjaradeilum á
vinnumarkaði. Algert miðstýringarvald heild-
arsamtaka atvinnurekenda sé tímaskekkja í
samskiptum á vinnumarkaði nútímans.
Formenn landssambanda innan ASÍ vilja að
aðilar vinnumarkaðarins semji á breiðum
grundvelli um samskiptareglur og vinnubrögð
við gerð kjarasamninga og fleiri atriði, líkt og
aðilar vinnumarkaðarins í nágrannalöndunum
hafi gert til fjölda ára.
Sameiginlegri tillögugerð um
samræmdar reglur hafnað
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, segir að nefnd sem aðilar vinnumarkaðar-
ins skipa, hafi undanfarið 1 Vi ár unnið tillögur
sem miða að því að draga úr átökum á vinnu-
markaði. Drög að fyrrnefndu frumvarpi hafi
tekið mið af þessari vinnu.
„Með ályktun formannafundar ASÍ er verið
að hafna sameiginlegri tillögugerð um sam-
ræmdar reglur fyrir vinnumarkaðinn í heild og
gerð tillagna um það að einstakir samingsaðilar
semji sína vinnulöggjöf sín á milli. ASI hefur
ekkert umboð til þess að semja um slíkt. Við
sjáum ekki að líkur séu á því að samningar við
einstök verkalýðsfélög um verkfalls- og við-
ræðureglur hjálpi okkur mikið fram á við. Það
vekur reyndar furðu að formenn ASÍ gera kröfu
um að VSÍ verði svipt samningsumboði fyrir
aðildarfyrirtæki sín því forystumenn verkalýðs-
félaganna sameinast ekki betur í nokkrum söng
öðrum en þeim hve mikil ósvinna það sé að
nokkrum láti sér til hugar koma að setja reglur
um starfsemi verkalýðsfélaganna. Það stendur
ekki til að Vinnuveitendasambandið hætti að
gera kjarasamninga,“ sagði Þórarinn.
Samruni
fjölmiðla-
fyrirtækja í
Hafnarfirði
FJARÐARPÓSTURINN og Hafn-
firsk fjölmiðlun hf. sameinuðust um
seinustu mánaðamót, en sameining
þessara fyrirtækja hefur verið í bí-
gerð um skeið, í því skyni að ná
fram hagræðingu í rekstri.
í seinasta Fjarðarpósti er greint
frá því að þessar aðgerðir séu taldar
styrkja stöðu sameinaða fyrirtækisins
til lengri tíma litið. Jafnframt verða
kannaðir til hlítar möguleikar á að
reka útvarpsstöðvar í Garðabæ og
Kópavogi og stefnt er að því á næstu
misserum að hefja sjónvarpsstarf-
semi á svæðinu sunnan Reykjavíkur.
Útsendingar lengjast
Fjarðarpósturinn mun koma
áfram út vikulega í Hafnarfirði eins
og verið hefur, með áhersiu- og út-
litsbreytingum þó, en útgáfa Bæjar-
frétta leggst niður. Utsendingar
Útvarps Hafnarfjarðar lengjast við
samrunann og verða alla virka daga
frá kl. 15-19 og Sjónvarp Hafnar-
fjarðar sendir áfram út alla daga
nema laugardaga frá 18.30-19 og
á sunnudögum frá 17.30.
Kópavogspósturinn sem komið
hefur út í náinni samvinnu við Fjarð-
arpóstinn í um ár verður gefinn út
áfram hálfsmánaðarlega með svip-
uðu sniði og áður, að undanskildum
efnis- og útlitsbreytingum sem
fylgja Fjarðarpóstinum.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson.
HELGA Björg og Stefán Hallur prúðbúin með verðlaunagripi sína.
Veiðifélag
um stór-
laxa
ÞAÐ VORU gleðilegir endurfund-
ir þeirra Helgn Bjargar Antons-
dóttur, 7 ára, og Stefáns Halls
Jónssonar á árshátíð Stangaveiði-
félags Reykjavíkur á laugardags-
kvöldið. Þau voru óvænt veiðifé-
lagar hálfan dag um miðjan ágúst
í fyrra er SVFR gekkst fyrir
barna- og unglingaveiðidegi í Ell-
iðaánum og Helga Björg gerði sér
þá lítið fyrir og veiddi 13,5 punda
hæng á flugu. Undir handleiðslu
Stefáns Halls, sem var fylgdar-
maður nokkurra krakkanna,
tókst að landa stórlaxinum.
Þeir veiðimenn sem veitt hafa
stærstu laxana á vatnasvæðum
SVFR eru jafnan heiðraðir með
bikarafhendingum á árshátíðinni
og eru þá kallaðir upp á svið við
dynjandi iófatak. Upp úr dúrnum
kom, að lax Helgu Bjargar var
stærsti fluguveiddi laxinn úr EIl-
iðaánum sumarið 1995 og hreppti
hún því svokallaðan Útilífsbikar.
A sviðinu fagnaði Helga síðan
Stefáni Halli, sem reyndist hafa
veitt stærsta flugulaxinn í Norð-
urá sumarið 1995. Það var 17
punda fiskur sem hann veiddi á
Klettabreiðu. Bikarinn er nefndur
Norðurárflugubikarinn og gefinn
af kaffihúsinu Mílanó. Einhver
hafði á orði að þau Helga Björg
og Stefán ættu að stofna veiðifé-
Iag um stórlaxa.
Alþjóðleg samtök borgarstjóra í norðlægum borgum
Sænskar borgir halda ráð-
stefnu vetrarborga árið 2000
SÆNSKU borgirnar Luleá og Kir-
una halda ráðstefnu vetrarborga
sameiginlega árið 2000. Um ráð-
stefnuna sóttu, fyrir utan borgirnar
tvær, Reykjavík og japanska borgin
Aomori. Alþjóðleg samtök borgar-
stjóra í norðlægum borgum hafa
haldið ráðstefnu vetrarborga á
tveggja ára fresti frá árinu 1982.
Næsta ráðstefna verður í Harben í
Kína árið 1998.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og fylgdarlið sóttu 7.
ráðstefnu vetrarborga í Winnipeg í
Kanada í síðustu viku.
„Við höfðum ekki áður verið með
og sóttum því um upp á von og
óvon. Luleá hefur hins vegar verið
með í allmörg ár og sótt um að
halda ráðstefnuna þrisvar sinnum
áður. Ef ráðstefnan hefði komið í
okkar hlut hefðum við því getað
talist mjög heppin. Hins vegar var
okkur gefinn kostur á að kynna
borgina af því við sóttum um og
fengum mikið hrós fyrir kynning-
una,“ sagði Ingibjörg Sólrún og tók
fram að kynningin væri mikilvægur
liður í að koma Reykjavík „á kort“
hinna borganna.
Bæklingarnir kláruðust,
Ingibjörg sagði að ráðstefnan
byggðist annars vegar á fundum
borgarstjóra og sérfræðinga á ýms-
um sviðum og hins vegar á stórri
vörusýningu. Reykjavík, Flugleiðir,
Útflutningsráð og Verslunarráð
voru með sameiginlegan bás á sýn-
ingunni. „Áhuginn á básnum var
mjög mikill enda er hér mjög sterkt
íslenskt samfélag. Ég held reynar
að áhuginn hafi verið svo mikill að
allir bæklingar hafi hreinlega klár-
ast,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún kom fram með
Susan Thomson, borgarstjóra
Winnipeg, í sjónvarpsþætti á mánu-
dag. Sama dag sat hún fyrir svörum
með borgarstóra Luleá og kana-
dískum borgarstjóra í eins konar
kanadískri „Þjóðarsál" í útvarpi.
Sjópróf-
um lokið
í dag
SJÓPRÓFUM í máli gríska
flutningaskipsins, sem hafði
næstum strandað á Eskifirði
aðfaranótt mánudags í síðustu
viku, verður haldið áfram og
lokið á Eskifirði í dag. Sjópróf-
in hófust síðastliðin laugardag
og mætti þá 1. stýrimaður
skipsins, en skipstjóri þess og
1. vélstjóri mættu ekki fyrir
dóminn.
Að sögn Tryggva Þórhalls-
sonar dómarafulltrúa var lögð
fram beiðni í réttinum frá full-
trúa Siglingamálastofnunar
um að sjóprófum yrði frestað
svo taka mætti lögregluskýrsl-
ur af áhöfn gríska skipsins.
Skipið kom að landi á Norð-
firði kl. 17 á sunnudaginn og
fór skýrslutakan fram þá um
kvöldið.
Fjórir með
allar
lottótölur
réttar
FJÓRIR skiptu með sér fyrsta
vinningi þegar dregið var í
Lottói sl. laugardagskvöld og
hafa þeir allir gefið sig fram
á einn eða annan hátt. Fyrsti
vinningur var fimmfaldur að
þessu sinni og komu 5.065.580
krónur í hlut hvers og eins.
Vinningshafarnir fjórir eru
búsettir á Akureyri, Akranesi,
Eyrarbakka og í Reykjavík.
Tölur kvöldsins voru 19, 20,
24, 26 og 27. Bónustalan var
23.
Að sögn Vilhjálms Vil-
hjálmssonar, framkvæmda-
stjóra íslenskrar Getspár,
fengu 8.093 einstaklingar
lottóvinning þetta kvöld ef all-
ir eru meðtaldir. Fjórir ein-
staklingar voru með fjórar
aðaltölur réttar auk bónustölu
og fengu þeir hver um sig
samtals 303.620 krónur. 218
fengu 9.610 krónur fyrir fjórar
tölur réttar og 7.867 manns
fengu 620 krónur í vinning
fyrir þijá tölur réttar.
Hágöngumiðlim
Náttúru-
verndarráð
undirbýr
umsögn
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ
hefur til umfjöllunar fyrirætl-
anir Landsvirkjunar um bygg-
ingu 40 ferkílómetra lóns við
Hágöngur.
Aðalheiður Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Náttúru-
verndarráðs, sagði að verið
væri að undirbúa umsögn
ráðsins um Hágöngumiðlun,
en frestur til þess sé til 4.
mars næstkomandi. Umsögnin
fari síðan til skipulagsstjóra.
Aðspurð sagði Aðalheiður
að fulltrúar Landsvirkjunar
hefðu kynnt ráðinu fyrirætlan-
ir um Hágöngumiðlun, en ráð-
ið hefði ekki tekið afstöðu, þar
sem beiðni um umsögn Nátt-
úruverndarráðs hefði ekki bor-
ist fyrr en í síðustu viku.