Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 32

Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4= THOR JENSEN G. HALLGRÍMSSON + Thor G. Hall- grímsson fædd- ist á Siglufirði 22. desember 1913. Hann lést 6. febrúar síðastliðinn. Móðir Thors var Camilla Therese Hallgríms- son fædd í Borgar- nesi 1887. Foreldrar hennar voru þau Margrét Þorbjörg og Thor Jensen, kaupmaður þar og síðar útgerðarmað- ur í Reykjavík og bóndi á Korpúlfs- stöðum. Faðir Thors var Guð- mundur T. Hallgrímsson, hér- aðslæknir á Siglufirði, fæddur í Reykjavík 1880. Foreldrar Guðmundar voru þau Ásta Júlía Guðmundsdóttir Thorgrímsen og Tómas Hallgrímsson, lækna- skólakennari. Thor var þriðji í hópi sex systkina. Þau voru: Tómas, f. 1911, látinn, Margrét Þorbjörg, f. 1912, búsett í Bandaríkjunum, Ásta Júlia, f. 1915, búsett í Reykjavík, Eugen- ía Jakobína, f. 1916, búsett í Bandaríkjunum, og Richard Kjartan Olafur Haukur, f. 1921, látinn. Thor kvæntist Ólafíu Guð- laugu Jónsdóttur 20.12. 1942. Ólafía var fædd 1919, dóttir Þóru Halldórsdóttur frá Mið- hrauni og Jóns Ólafssonar frá Sumarliðabæ í Holtum, banka- stjóra, alþingismanns og útgerð- armanns í Alliance. Ólafía lést 1993. Börn Thors og Ólafíu eru: Þóra, f. 1943. Hún átti Guðna Georg Sigurðsson, eðlisfræðing, og eiga þau 3 börn. Margrét Camilla, f. 1945. Hún átti Ólaf Má Ásgeirsson, veggf.- og dúklagn- ingameistara, og eiga þau 2 börn. Elín Asta, f. 1952. Hún átti Sigurbjörn Sveinsson, lækni, og eiga þau 4 börn. Thor Ólafur, f. 1955. Sambýliskona hans er Ingibjörg Jóhannsdóttir. Thor lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1934. Hann var síðan við versl- unar- og starfsnám í Kaup- mannahöfn og London í 2 ár en sneri heim að því loknu og tók til starfa við útgerðarfyrirtæki fjölskyldu sinnar, Kveldúlf hf. Starfaði hann óslitið við fyrir- tækið, þar til það hætti rekstri í lok 7. áratugarins. Var hann lengst af útgerðar- og fram- kvæmdastjóri þess. Síðar varð hann framkvæmdasljóri Norð- urstjörnunnar í Hafnarfirði, en vann síðustu árin í ábyrgðadeild Landsbanka Islands, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Thor var mikið við iþrótt- ir á yngri árum, lék með meist- araflokki Knattspyrnufélagsins Víkings, var einn af frumkvöðl- um skiðadeildar þess og var heiðursfélagi Víkings. Útför Thors fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13:30. *TENGDAFAÐIR minn, Thor G. Hall- grímsson, er látinn í Reykjavík eftir talsverð • veikindi á 83. aldursári. Hann fékk hægt andlát á Grensás- deild Borgarspítalans 6. febrúar sl. Við Thor vorum samferðamenn um tæpra þijátíu ára skeið eða frá því við Elín Ásta, dóttir hans, drógum okkur saman á unglingsaldri. Hann var því orðinn hálf sextugur þegar fundum okkar bar fyrst saman og aldursmunurinn mikill. Thor var seintekinn og gætti dóttur sinnar vel. Með ýmsum blæbrigðum í þöglu látbragði og skilaboðum með öðrum hætti var mér tjáð vafasöm staða mín á heimili þeirra. Það liðu mánuð- ir, hátt í ár, þar til hann sætti sig 'að fullu við, að dóttirin væri gengin honum úr greipum fyrir fullt og fast. En þegar björninn var unninn var tryggðin alger, fölskva- og skilyrðis- Iaus. Gagnkvæm virðing einkenndi samskipti okkar alla tíð og aldrei var ástin á dótturinni og barnabörn- um sett undir mæliker. Umburðar- lyndið, nærgætnin og ræktarsemin við smáfólkið eru eftirminnilegir þættir í fari hans og þess fengu börn okkar vel að njóta. Vegna bú- setu okkar hjóna úti á landi í mörg ár dvöldu hann og Lóló amma oft hjá okkur í Búðardal um lengri tíma eða við hjá þeim í Reykjavík og var hann alltaf reiðubúinn að sinna krökkunum á einn eða annan hátt. Erfídiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ÍIÉTEL LOFTLEIÐIR Einkum var honum annt um að fræða þau í leik og lestri. Virtist hann ætíð hafa nægan tíma til þessa. Thor var kominn af merku fólki að langfeðgatali. í föðurættina var Reykjahlíðarkynið í beinan karllegg um séra Hallgrím á Hólmum í Reyð- arfirði og Tómas læknaskólakenn- ara, son hans. Amman var Ásta Júlía, úr Húsinu á Eyrarbakka, sú, sem söng yfir moldum Jóns forseta í Dómkirkjunni eins og frægt er í sögunni. Móðirin var elsta barn Thors Jensens og Margrétar Þor- bjargar. Var þar frændgarðurinn stór og fyrirferðarmikill allt fram á okkar daga. Thor ólst upp eins og hver annar strákur á umbrotaárum fyrri hluta aldarinnar á Siglufirði. Siglufjörður var vaxandi bær; oft var þar fjöldi innlendra og útlendra sjómanna á ferð, einkum í landlegum og starfíð erilsamt fyrir læknishjónin og börnin mörg á svipuðu reki. Læknissynirn- ir, Tómas og Thor, léku því lausum hala, voru uppátækjasamir og prakkarar. Tengdapabbi var fáorður um þetta skeið ævinnar, en þótti við hæfi að segja sögur af Tomma bróð- ur sínum til marks um líf þeirra á Siglufírði á þessum tíma. Þannig var það einnig þegar fundum okkar Tómasar bar saman. Þá var það Thor, sem í hans munni hafði verið potturinn og pannan í öllum stráka- pörunum, en hann sjálfur sakleysið uppmálað. Og allt hlaut þetta að vera satt um þá strákana, eins og þeir voru á miðjum aldri. En frelsi bemskunnar leið fljótt. Thor var sendur til mennta í Reykja- vík í gagnfræðadeild Menntaskól- ans. Eftir það dvaldi hann hjá afa sínum og ömmu, Thor og Margréti MINNIIMGAR Þorbjörgu á Fríkirkjuvegi 11, alla vetur þar til hann varð fulltíða. Hlýt- ur það oft á tíðum að hafa verið erfitt hlutskipti fyrir óharðnaðan unglinginn. Það er þó ljóst, að þau tóku honum sem sínu eigin barni og gerði það honum dvölina léttbær- ari. Naut hann alls hins besta, sem þetta glæsilega heimili gat boðið og gömlu hjónin veittu honumeins gott atlæti og þau áttu tök á. Átti hann margar dýrmætar stundir með afa sínum einum allt frá fyrstu tíð. Hef- ur það án efa verið gott veganesti í sjóum lífsins, þegar á ævina leið. Talaði hann ætíð um ömmu sína og afa með virðingu og hlýju og átti minning þeirra mikið rúm í hjarta hans. Thor var öll sumur fyrir norðan, í sveit í Fljótunum, í vinnu á Siglu- firði eða á síld. Þannig kynntist hann snemma störfum til lands og sjávar og helgaði síðan útgerðinni starfs- krafta sína. Eftir stúdentsprófið fór hann til náms í Kaupmannahöfn í verslunarfræðum og þaðan til Lund- úna í sömu erindum. Eftir heimkom- una hóf hann skrifstofustörf hjá Kveldúlfi hf. og axlaði smám saman meiri ábyrgð, uns hann bar hitann og þungan af daglegum rekstri toga- raútgerðarinnar. Þessi atvinnuvegur átti oft erfitt uppdráttar á áratugun- um eftir seinna stríð, þrátt fyrir mikilvægi sitt fyrir þjóðarbúið. Er það bæði gömul saga og ný. Afkom- an var ýmist í ökkla eða eyra, erfitt reyndist að manna skipin og þurfti í mörg horn að líta til að halda þeim úti. Kostaði það margar andvöku- næturnar. Thor eignaðist marga við- skiptavini erlendis á þessum árum og stofnaði til persónulegra tengsla við þá. Umboðsmennirnir Berger í Bremerhaven og Stabel í Cuxhaven, sem mörgum íslendingum úr útgerð eru kunnir, voru t.a.m. fjölskylduvin- ir og nutu Thor og fjölskylda hans þeirrar vináttu um árabil. En svo fór að leikslokum, að Kveldúlfur rann sitt skeið eins og svo mörg önnur útgerðarfyrirtæki um miðja öldina og hætti rekstri um 1970. Síðustu árin var bv. Egill Skallagrímsson einn í rekstri, en var síðan seldur til annarrar útgerðar. Hét hann þá Haukanes og sökk ekki löngu seinna hér á norðanverðum Faxaflóa. Thor hóf þá störf sem fram- kvæmdastjóri Norðurstjörnunnar í Hafnarfirði, þar sem unnið var að niðurlagningu ýmiss konar sjávar- fangs, síldar, loðnu, lifrar og þess háttar. Thor naut reynslu sinnar og ræktaði vel viðskiptasambönd er- lendis svo sem í Noregi. Thor vildi gjarnan fara sínar eigin leiðir í verksmiðjurekstrinum og treysta á sjálfan sig við sölu afurð- anna án nokkurra milliliða og því rakst hann illa í flokki, þegar reynt var að koma á ríkisforsjá í sölumál- um lagmetis. Síðustu starfsár sín starfaði hann í ábyrgðadeild Lands- bankans þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Thor var mikill atgervismaður til líkama. Hann lagði stund á íþróttir, holla hreyfingu og útivist frá barns- aldri og svo lengi sem heilsa hans leyfði. Hann fór á skíðum, hljóp á skautum, Iék knattspyrnu með Vík- ingi, stundaði hnefaleika og lék golf. Hvar sem hann fór á þessum vett- vangi var hann í fremstu röð og ræktaði líkama sinn vel. Hann beitti sér í félagsmálum Víkings, var í forystu knattspyrnunnar um skeið og einn af forystumönnum skíða- nefndar félagsins. Hann var heiðurs- félagi í Víkingi. Thor hafði yndi af veiðum og dvaldi langdvölum við Haffjarðará við laxveiðar. Þekkti hann þar hvern stein, streng og breiðu og flugustöngin lék í höndum hans. Hætti hann jafnan veiðum á miðjum degi, ef vel hafði aflast. Rányrkja var fjarri honum. Thor varð aldrei efnamaður, en aristókrat var hann í þess orðs bestu merkingu. Svo var fóstri hans fyrir að þakka en þó mest því, sem hann hlaut í vöggugjöf. Fas hans allt og framkoma var með afbrigðum og glæsilegur var hann á velli. Hann var nákvæmur í öllum vinnubrögð- um svo stappaði nærri smámuna- semi. Hann var staðfastur og hrein- skiptinn og öll undirhyggja var eitur í hans beinum. Hann vék aldrei auga, horfði óhræddur framan í hvern mann, fór ekki í manngreinarálit og lét hlut sinn ógjarnan, ef honum fannst réttlætið sín megin. Hann var lítill samningamaður og hefði aldrei orðið liðtækur í pólitík. Nú er ævi hans öll en minningin lifir um góðan dreng, föður og afa, sem setti mark sitt á líf okkar allra, sem kveðjum hann í dag. Guði sé þökk. Sigurbjörn Sveinsson. Það mun hafa verið á jólaföstu árið 1960 að fundum Thors Hail- grímssonar og þess sem þetta ritar bar fyrst saman. Elsta dóttirin á heimilinu hafði þá um haustið hafið nám í Mentaskólanum í Reykjavík og kynnst þar nemanda úr 6. bekk skólans. Nú voru jólapróf fyrir dyr- um og ungi maðurinn hafði boðist til að gerast leiðsögumaður stúlk- unnar um refilstigu reikningslistar- innar. Ekki fer miklum sögum sög- um af kennslunni, en þó má geta þess að nemandinn lauk prófum sín- um með prýði. Kennslustundirnar urðu engu að síður upphafið að kynnum okkar Thors og stóðu þau meðan báðir lifðu. Að lokum fór svo, að Thor varð að sjá af dóttur sinni í hendur þessa heimiliskennara. Fékk hann reyndar tengdason í stað- inn, hvort sem honum hefur þótt einhver huggun í því eða ekki. í dag fer fram útför elskulegs tengdaföður míns, Thors G. Hall- grímssonar, frá Áskirkju í Reykja- vík. Thor var fæddur 22. desember 1913 á Siglufirði, sonur hjónanna Guðmundar T. Hallgrímssonar hér- aðslæknis þar og konu hans Camillu Therese Hallgrímsson. Thor kvænt- ist Ólafíu Guðlaugu Jónsdóttur 20. desember 1942. Þeim varð fjögurra barna auðið. Elst er Þóra, gift undir- rituðum. Þá eru dæturnar Margrét Camilla og Elín Ásta og loks sonur- inn Thor Ölafur. Gerð er grein fyrir frændgarði Thors og afkomendum annars staðar hér í blaðinu og verð- ur það ekki endurtekið hér. Heimili þeirra hjóna stóð lengst af á Lauga- teigi 23 í Reykjavík. Ólafía, eða Lóló eins og vinir hennar kölluðu hana, lést í maí 1993. Mér eru í fersku minni þau þau áhrif, sem fyrstu kynni mín við þau Thor og Lóló höfðu á mig. Allt heim- ilishald var þar með þeim glæsibrag sem einkenndi sanna heimsborgara. Gestkvæmt var mjög á heimili þeirra og ávallt veitt af rausn. Eðlislæg kurteisi þeirra hjóna og höfðinglegt viðmót kom frá hjartanu, óháð ytri aðstæðum og efnahag, sem þó var með ágætum. Af fundi þeirra fór hver ríkari en hann kom. Thor ólst upp á Siglufirði, þriðji í hópi sex systkina. Þegar hann hafði aldur til hóf hann nám í Menntaskól- anum í Reykjavík og dvaldi þá á vetrum á heimili afa síns og ömmu, hjónanna Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar á Fríkirkjuvegi 11. Stúd- entsprófi lauk hann 1934. Hann dvaldi í um 2ja ára skeið við nám í verslunarfræðum og störf í Kaup- mannahöfn og London, en hóf að því loknu störf við útgerðarfyrirtæki fjöl- skyldu sinnar, Kveldúlf hf. Aðal starfsvettvangur tengdaföður míns var við það fyrirtæki og axlaði hann síaukna ábyrgð þar eftir því sem tímar liðu. Þegar Kveldúlfur hætti rekstri gerðist hann framkvæmda- stjóri Norðurstjörnunnar hf. og gegndi því starfi í nokkur ár. Han var síðast starfsmaður ábyrgðadeild- ar Landsbanka íslands eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Tengdafaðir minn var á yngri árum góður og fjölhæfur íþrótta- maður. Hann lék knattspyrnu með meistaraflokki Víkings og var at- hafnasamur mjög fyrir það félag á ýmsum sviðum. Skíðamaður var hann ágætur. Mikill áhugamaður var hann um golfíþróttina og hlaut við- urkenningar á þeim vettvangi. Þegar fundum okkar Thors bar fyrst saman var hann 47 ára gamall og var ljóst að þar fór íþróttamaður sem raunar sýndist mörgum árum yngri en hann var. Þá var hann mikill áhuga- og kunnáttumaður um lax- og silungs- veiði. Það litla sem undirritaður hef- ur tileinkað sér í þeim efnum á hann tengdaföður sínum að þakka. Mér er ljúft að minnast veiðiferða með fjölskyldunni að Oddastaðavatni og við Haffjarðará á árum áður. Tengdafaðir minn var alla tíð ákafur fylgismaður Sjálfstæðisflokksins og þeirrar frjálslyndu íhaldsstefnu, ef ég mætti orða það svo, sem sá flokk- ur hefur staðið fyrir. Við áttum oft áhugaverðar samræður um þjóðmál- in almennt og stefnu Sjálfstæð- isflokksins sérstaklega. Lærði ég margt af honum, þar sem á fleiri sviðum. Það átti fyrir okkur Þóru að liggja að dvelja langdvölum erlendis og urðu samverustundirnar því stopular um árabil. Þau hjón höfðu yndi af ferðalögum og vorum við svo lánsöm að fá þau alloft í heimsókn til Þýska- lands og Sviss, þar sem heimili okk- ar var lengst af. Þó kom að því um síðir að við fluttum til íslands og varð ég enn um langa hríð aðnjót- andi náinna samvista við tengdafor- eldra mína. Ég hef í samskiptum mínum við þau safnað verðmætum í sjóð minninganna, sem ég mun geta gengið í meðan mér endist ald- ur. Eftir að tengdafaðir minn lét af störfum gafst honum rýmri tími til að iðka áhugamál sín, lestur góðra bóka og að sinna fjölskyldunni. Fyr- ir rúmum 10 árum fluttu þau hjón að Kleppsvegi 134, þar sem heimili þeirra stóð síðan. Þeim varð langra samverustunda auðið, en gullbrúð- kaup áttu þau 20.desember 1992. Lóló lést eins og fyrr segir á vordög- um 1993. Heilsu tengdaföður míns hrakaði hin síðari ár. Hann var lagð- ur inn á Grensásdeild Borgarspítal- ana í maí síðastliðnum og lést hann þar hinn 6. febrúar sl. Langt er um liðið síðan síðan skólapilturinn ungi sat við að kenna heimasætunni á Laugateigi reikn- ing. Ekki held ég að hann hafi þá grunað að í nemandanum hefði hann hitt lífsförunautinn og húsráðendur þarna á bæ yrðu tengdafólk hans og sem aðrir foreldrar. Sú varð samt raunin á og á ég engu fólki utan eigin foreldrum jafn mikið að þakka. Tengdafaðir minn var seintekinn, hann var ekki allra. En þegar hann hafði sætt sig við að sjá af dóttur- inni í hendur unga mannsins gat ekki elskulegri tengdaföður og með tímanum raunsannari vin. Thor G. Hailgrímsson var einn þeirra manna, sem mikil gæfa er að hafa átt sam- leið með. Blessuð sé minning hans. Guðni G. Sigurðsson. Thor Hallgrímsson var einn þeirra sem maður tók eftir í þeim hópi ungra manna í Reykjavík sem voru „á ferðinni" ef svo mætti segja á stríðsárunum og þar á eftir. Thor var meðalmaður á hæð, ljós yfirlit- um, snaggaralegur í fasi og tápmik- ill, en að ýmsu leyti hlédrægur en þó einarður vel. Kynni okkar voru nokkuð marg- vísleg. Skíðaíþróttin var þá á frum- stigi hér í borg, en Thor var mjög fær á skíðum, enda alinn upp á Siglufirði þar sem bestu skíðamenn landsins voru þá. Hann ólst þar upp á gestrisnu heimili Guðmundar hér- aðslæknis Hallgrímssonar, sem var af læknaætt, og Camillu Thors Hall- grímsson. Menn hafa sagt mér, sem þekktu afa hans, Thor Jensen, vel, að hann hafi minnt mjög á móður- afa sinn, sem var tvímælalaust einn af höfuðsmiðum í að lyfta íslensku þjóðinni upp úr fátækt og vonleysi. Við hittumst því fyrst á skíða- brautum en síðar urðu kynni okkar meira á mínu sviði. Hann leitaði til mín vegna sjómanna og verkamanna með ekki minni áhuga en vegna þeirra sem hærra þóttust settir. Þá kom vel í Ijós sú umhyggja hans og árvekni vegna þeirra sem unnu hjá fyrirtæki því sem hann vann fyrir (vissi ég þá ekkert um að þetta var ekkert sérstakt í báðum ættum hans). Var það jafnt á nóttu sem degi að við þurftum að ráðgast um slík mál. Vinátta okkar hélst þótt þessu linnti seinna. Thor var heilsugóður lengst af og nú þegar komið er á leiðarenda er gott að minnast þessara tíma því þeim fækkar nú óðum sem þá glöddu lífið og tilveruna. Samúðarkveðjur sendi ég til ætt- ingja hans. Úlfar Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.