Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Bjargaði félaga sínum úr ísköldum sjónum Gerði það sem ég þurfti að gera Grindavík. Morgunblaðið. SKIPVERJI á Þorsteini GK 16 frá Grindavík, Sig- urgeir Bjarnason, slasaðist illa á fæti þegar hann dróst útbyrðis er verið var að leggja net undan Krísuvíkurbjargi um miðjan dag á sunnudaginn. Snarræði Sveins Arnarsonar, fyrsta stýrimanns, hefur þó eflaust komið í veg fyrir að verr færi en hann kastaði sér í sjóinn og náði að skera Sigur- geir úr færinu. „Við vorum að klára að Ieggja síðustu trossuna og færið er komið út, nema endinn. Þá verður eitthvað óklárt á dekkinu og skipverjarnir fóru að reyna að losa það,“ sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið. „Drekinn var farinn í sjóinn en baujan var enn hjá okkur. Þegar þeir fara að losa kom lykkja á færið sem smeygðist utan um fótinn á hásetanum og skipti engum togum að hann dregst á bakinu upp að lúgu sem er um 50 sm á breidd. Hann dregst upp i lúguna en þeir reyndu að hanga í honum og um ieið var reynt að skera á færið með hníf. Þá er krafturinn orð- inn það mikill að hann hreinlega skaust útbyrðis. Eg var staddur í matsalnum en kom upp á millidekkið í þann mund sem hann skýst útfyrir og kallinn [Ásgeir Magnússon skipstjóri] var byrj- aður að bakka skipinu því hann vissi að eitthvað var að gerast.“ reyna að skera færið af fætinum en bragðið var utan um fótinn neðan- verðan og ég varð að skera í kafi. Strákarnir á dekkinu réttu mér hnífa til að skera og þurfti þijá hnífa áður en mér tókst að skera færið laust. Síð- Sveinn Arnarson Stakk mérá eftir honum „Ég hljóp upp um leið og smeygði mér í flot- galla og skutlaði mér út í sjóinn. Þá var Sigur- geir kominn upp að hlið skipsins og munaði mestu að við náðum að halda baujunni. Ég fór strax að an var hann hífður um borð í Markúsarnetinu. Þá var honum orðið mjögkalt og ég sjálfur f$r út í það miklum flýti að mér gafst ekki tími til'ið ' renna upp við hendurnar þannig að mér var orð- ið kalt á þeim,“ sagði Sveinn við Morgunblaðið. Strax var hafist handa um að hlúa að skipveij- anum og björgunarsveitinni gert viðvart sem kom á móts við Þorstein á Oddi V. Gíslasyni með lækni um borð. Skipin mættust síðan og kom læknirinn um borð en ekki þótti ráðlegt að flytja Sigurgeir á milli og var hann því fluttur í land á Þorsteini og síðan á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar var líðan hans í gærkvöldi sögð eftir atvikum. „Ég er ekki í vafa um að það hefur hjálpað til að ég hef farið í Slysavarnaskóla sjómanna," sagði Sveinn. „Það skiptir höfuðmáli að bregðast rétt við og hefði ég ekki farið í Slysavarnaskólann hefði ég ekki verið eins snöggur að koma mér í gallann og jafnvel farið út í sjóinn gallalaus. Maður hugsar svo sem lítið þegar maður léndir í svona og ég fékk góða þjálp frá þeim sem voru á dekki. Ég gerði það sem ég þurfti að gera ósjálf- rátt.“ Morgunblaðiö/Frímann Ölafsson MARGAR hendur voru tilbúnar þegar hinn slasaði var fluttur frá borði á Þorsteini GK 16. Vinnuveitendasamband íslands Samkeppnislög taki til eggja VINNUVEITENDASAMBAND íslands hefur beint þeim tilmælum til land- búnaðarráðherra að hann beiti sér tafarlaust fyrir því, að framleiðsla og sala alifuglaafurða verði felld undan ákvæðum búvörulaga. Jafnframt að stjómvöld láti af framleiðslustýringu í alifuglarækt og felli niður innheimtu endurgreiðanlegs kjamfóðurskatts. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, segist ekki sjá þess nein merki, að lanbúnaðarráðherra ætli að hafa fmmkvæði að breytingum á búvörulögum og þess vegna eigi VSÍ ekki annan kost en óska eftir að þingmenn taki frumkvæði í málinu. Þórarinn sagði að eggja- og kjúkl- ingaframleiðsla byggðist ekki á inn- lendri landnýtingu umfram aðra iðn- aðarframleiðslu, heldur innfluttu kjarnfóðri og væri því eðlisólík hefð- bundnum landbúnaði. Þessi atvinnu- grein væri miklu líkari brauðgerð en landbúnaði. Hún ætti þess vegna að lúta sömu markaðslögmálum og bakarar búa við í dag. og Félags kjúklingabænda ráða þvi hvort eitthvað breytist þá óttumst við að ekkert muni breytast. Komið í veg fyrir samkeppni Þingmenn taki frumkvæðið „I tengslum við endurskoðun kja- rasamninga í lok nóvember gaf ríkis- stjórnin fyrirheit um endurskoðun á reglum um þessa framleiðslu. Það veldur okkur verulegum áhyggjum þegar landbúnaðarráðherra gefur mjög ákveðið í skyn í viðtölum við fjölmiðla að það muni ekkert gerast og hann muni ekki hafa frumkvæði að neinum breytingum. Málið heyrir undir landbúnaðarráðherra og það er enginn annar ráðherra sem kemur til að flytja frumvarp til breytinga á þessum ákvæðum búvörulaga. Ef hann ætlar að sitja á höndum sér og láta afstöðu Félags eggjabænda Nú eru liðnir fjórir mánuðir frá því að ríkisstjórnin gaf þessa yfirlýs- ingu og það líður á þinghaldið. Þar sem þess sjást engin merki að land- búnaðarráðherra ætli að hafa frum- kvæði að lagasetningu höfum við kynnt þingmönnum ályktun okkar og ef ekkert gerist fljótlega af hálfu landbúnaðarráðuneytisins hljótum við að taka málið upp í beinum sam- skiptum við þingmenn í von um að það verði hægt að fá þingmenn til að bera fram frumvarp um breyting- ar á ákvæðum búvörulaga". Þórarinn sagði að egg hér á landi væru mjög dýrar afurðir sem gerði fyrirtækjum eins og bakaríum erfitt fyrir við að keppa við erlendar sam- keppnis vörur, brauð og kökur. Jafn- framt hefðu neytendur þurft að sætta sig við miklu hærra verð á eggjum og kjúklingum en almenningur í ná- grannaríkjunum þyrfti að gera. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður Líkur á endur- upptöku aukast RAGNAR Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður, sem Hæstiréttur skip- aði talsmann Sævars Cicelskis vegna beiðni hans um endurupptöku svo- nefndra Guðmundar- og Geirfinns- máia, segir að yfirlýsingar Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéð- inssonar um hvernig framburður þeirra í málunum sé tilkominn auki líkurnar á endurupptöku málanna. Ragnar sagði að væri það rétt að Erla Bolladóttir drægi til baka framburð sinn í svonefndu Guð- mundarmáli og segði jafnframt að hinar röngu sakargiftir, sem hún var dæmd fyrir, hafi hún ekki haft uppi, þá sé það alveg nýtt innlegg í málið. Sama gildi um það sem Guðjón Skarphéðinsson hafi sagt um svokallað Geirfinnsmál, sé rétt eftir honum haft, en hann hafi ekki haft tækifæri til að heyra það sjálf- ur og hafi það eftir öðrum. Þar sé einnig um að ræða nýtt innlegg í málið. Ragnar sagði að skýrslur Erlu hefðu verið lagðar til grundvallar í Guðmúndarmálinu og skýrslur Guð- jóns hefðu verið lagðar til grundvall- ar sakfellingu í Geirfinnsmálinu. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, um ásakanirnar á hendur honum ÓLAFUR Skúlason, biskup íslands, sagði í sjónvarpsfréttum í gær- kvöldi, að hann myndi skoða málið um ásakanirnar á hendur honum í framhaldi af fundi hans með Þor- steini Pálssyni, kirkjumálaráðherra, í dag. Hann sagðist hafa átt viðræð- ur um málið við forsætisráðherra, Davíð Oddsson, og settan kirkju- málaráðherra, Björn Bjamason. Biskup var spurður hvort hann hefði íhugað að segja af sér vegna þessara ásakana. ,,Auðvitað dettur manni allt í hug. A andvökunóttum sækja að manni ýmsar hugsanir, en ég hef ekki séð að ég væri að gera kirkjunni minni gagn með því að hlaupast núna undan merkjum. Það hefur verið sótt að mér. Ef ég hyrfi á braut væri það viss yfirlýsing um að ásækjendur mínir hefðu rétt fyrir sér. Ég held að það myndi valda slíkri upplausn í kirkjunni ef ég hyrfi, að þetta núna væri barna- leikur samanborið við það sem á eftir fylgdi. Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur því að mál 20 og 30 ára gömul eru allt í einu komin í umræð- una. Ég verð að segja að það urðu mér mikil vonbrigði þegar ég las og heyrði það sem Guðrún Jónsdótt- Afsögii viss yfirlýsing um réttmæti ásakana ir í Stígamótum hefur sagt. Ég lýsi yfir algerri furðu minni. Eg hélt að þar ætti þögn og virðing fyrir aðilum að ráða. En ég hef verið kallaður svo stórum orðum af Guðrúnu, að ég er undrandi og ég verð að bæta því við að þegar ég frétti hversu margar konur eru hjá Stígamótum af mínum orsökum, þá sé ég mjög eftir því að hafa tekið þátt í að skerða framlag kirkjunnar til Stígamóta fyrir árið í fyrra. Við eigum eftir að taka núna, á fimmtudag og föstu- dag, ákvörðun um hvað við getum látið mikið til Stígamóta. Við ættum þá sjálfsagt að hækka það í réttu hlutfalli við fjölda þeirra kvenna sem eru að kvarta undan mér.“ Biskup var spurður um umkvart- anir þessara kvenna. „Það eru konur hjá Stígamótum sem eiga bágt. Ég veit ekki hvað veldur því að þessar konur eiga svona bágt, en ég vísa því algerlega frá að sú sök sé mín. Það er eitt- hvað sem angrar þær, Það er eitt- hvað sem hvílir á þeim eins og mara, en ég hef ekki lyft þeim björg- um sem þær eru að burðast með.“ Átt þú enga sök í þessum bágind- um þeirra? „Ég get ekki fundið það. Ég er búinn að fara yfir í huga mér hvort ég hafi með einhveijum hætti meitt þetta fólk svona. Ég fínn það ekki.“ Undrandi á niðurstöðu siðanefndar Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamót- um sagði við Sjónvarpið í gær að hún væri undrandi á niðurstöðu siðanefndar Prestafélagins. Hún sagði að þijár konur hefðu leitað aðstoðar Stígamóta vegna áreitni biskups við þær og hittust þessar konur þar reglulega. Hún sagði tvær kvennanna hafa komið fyrst fyrir mörgum árum, en þær hefðu ekki verið tilbúnar til að kæra málið fyrr en nú. í samtalinu sagði Guðrún m.a.: „Við vitum það fyrir, að kyn- ferðisofbeldismenn koma úr ýmsum stéttum og úr öllum stéttum samfé- lagsins. En það er kannski svolítið harkalegt að standa frammi fyrir því, að yfirmaður kirkjunnar á ís- landi sé meintur kynferðisofbeldis- maður.“ í viðtölum í gær er haft eftir Guðrúnu að hún vissi um mál fleiri kvenna vegna biskups án þess að hún vildi ræða þau opinberlega. Hún sagði að hún hefði rætt mál kvenn- anna þriggja opinberlega að þeirra ósk. Siðanefnd lýkur umfjöllun Siðanefnd Prestafélags íslands hefur lokið umfjöllun um mál sem Ásakanir ósannaðar í úrskurði siðanefndar segir að málsatvik séu orðin nær tveggja áratuga gömul og ásakanir ósannð- ar. Jafnframt er bent á að í reglum siðanefndar segi að nefndin skulí ekki taka fyrir mál ef eitt ár er lið- ið frá meintu broti til kærudags. - I henni barst fyrir nokkru þar sem fram koma ásakanir á hendur bisk- upi íslands. í sameiginlegri álitsgerð siðanefndar er vísað í greinargerð nefndarinnar frá 15. febrúar en jafnframt segir að ekkert nýtt hafí komið fram í málinu og þess vegna sé því lokið af hennar hálfu. Séra Úlfar Guðmundson, formað- ur siðanefndar, sagði að þessi máls- meðferð þýddi ekki að siðanefnd hefði vísað málinu frá. „Þetta mál hefur fengið vandlega umfjöllun í nefndinni. Við lýstum því yfir í bréfí til stjórnar Prestafélags Islands að þessar ásakanir hefðu komið fram. Við höfum veitt konunum sem ásak- anirnar báru fram áheyrn og rætt ítarlega við þær. Við höfum kynnt biskupi allt þetta mál og rætt við hann. Meira getum við ekki gert og lýsum því yfír að málinu sé lokið af okkar hálfu.“ !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.