Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU A LOÐNUMIÐUNUM í gær. Morgunblaðið/RAX Mun meira fryst af loðnu en í fyrra MUN meira hefur verið fryst af loðnu á þessari vertíð en þeirri síð- ustu. Mikil loðnuveiði hefur verið síðustu sólarhringa og bátar verið að fylla sig upp við landsteinana við Þorlákshöfn. Færeyska loðnu- skipið landaði um 2.224 tonnum af loðnu til bræðslu hjá Lóni hf. á Vopnafirði sl. sunnudag og 104 tonnum í frystingu. Þetta er mesti’ loðnuafli sem talið er að eitt skip hafi landað hér á landi. Þetta var þokkalega góð loðna sem Þrándur í Götu landaði en hún var orðin viðkvæm fyrir frystingu. Búið er að landa á tólfta þúsund tonna í Vopnafirði á vertíðinni og gera menn sér vonir um að hátt í 5 þúsund tonn til viðbótar berist. í fyrra var landað 11 þúsund tonnum á Vopnafirði. 653 þúsund tonn eftir af kvótanum { gær höfðu íslensk loðnuskip landað'alls 282.870 tonnum, og auk þess hafði tæpum 172 þúsund tonn- um verið landað á sumar- og haust- vertíð 1995. Heildarloðnuveiðin á loðnuvertíð 1995-1996 er komin upp í tæp 455 þúsund tonn en loðnukvótinn er rúm 1.108 þúsund GAGNGERAR breytingar standa yfir á Snorra Sturlusyni RE 219, fyrsta frystitogaranum sem Grandi eignaðist, og er áætlað að þær muni kosta um 300 milljónir króna. Skipið fór utan til skipasmíðastöðv- arinnar P. Freire S.A. í Vigo á Spáni í nóvember á síðasta ári og er gert ráð fyrir að breytingunum verði lokið um mánaðamótin mars apríl. Að sögn Gunnars Sæmundssonar forstöðumanns tæknideildar er ver- ið að skipta um aðalvél og fram- drifsbúnað í skipinu, þ.e. gír og skrúfubúnað, og fyrir valinu varð Várstilá-aðalvél og framdrifsbúnað- ur. Einnig er verið að skipta um allar vindur, þ.e. togvindur, grand- tonn. Eftirstöðvar loðnukvóta eru því tæp 653 þúsund tonn. Mestu af íslenska kvótanum hafði verið landað hjá Hraðfrysti- húsi Eskiljarðar, alls tæpum 47 þúsund tonnum en næstmestu hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstað, alls rúmum 46 þúsund tonnum og tæpum 45 þúsund tonnum hjá SR- mjöli á Seyðisfirði. Fyrir helgi landaði ísberg sam- tals 2.409 tonnum úr þremur túrum í Vestmannaeyjum og Sjghvatur Bjarnason 1.164 tonnum. Á sunnu- dag landaði Guðmundur rúmum 800 tonnum á Fáskrúðsfirði óg Sig- urður VE 1.274 tonnum á Seyðis- firði. Sighvatur Bjarnason, forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum sagði að ekki væri hægt að kvarta undan loðnuvertíðinni. Þar hefur verið fryst mun meira en á síðustu vertíð. Frysta hátt í 20 þúsund tonn Tvenn sölusamtök, íslenskar sjáv- arafurðir og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, eru langstærst í sölu á frystri loðnu. ÍS hafði í gær látið frysta 15 þúsund tonn sem er mun meira en áætlað hafði verið, að sögn Víkings Gunnarssonar hjá ÍS. í fyrra aravindur, gilsavindur o.s.frv. Keyptar voru Braatvaag-vindur en það eru sams konar vindur og sett- ar voru í Engey síðastliðið sumar. Ennfremur verður Snorri lengd- ur um 6 metra. Þá verða gerðar breytingar á vinnsluþilfari. Mót- takan verður stækkuð um tæpan helming. Þar verða farnar ótroðnar slóðir og færibönd sett í botn mót- tökunnar. Fyrirkomulagi á frysti- tækjunum verður breytt þannig að þau snúa þvert, komið verður upp vagnkerfi og sett upp úrsláttarvél fyrir pönnur. Þessar breytingar munu bæði létta störfin um borð og auka afköst. Loks verður skipið allt sandblásið og málað. Eftir þessar breytingar mun burðargeta lét ÍS frysta 9.500 tonn. „Við hefð- um orðið mjög ánægðir með að frysta yfir 10 þúsund tonn núna. Við erum því mjög ánægðir með vertíðina. Nú er farið að styttast mjög í lokin og mér sýnist að þessu gæti verið lokið á miðvikudag. Loðn- an er farin að hrygna og þá verður hún ekki hæf í vinnsluna erlendis. Mér sýnist, miðað við nýjustu upp- lýsingar, að það verði ekki margir dagar eftir. Heildarframleiðslan gæti orðið hátt í 20 þúsund tonn af frystri loðnu,“ sagði Víkingur. Hann sagði að verðmætin réðust mest af því inn á hvaða markaði loðnan færi. Megnið færi inn á Jap- ansmarkað en einnig væri framleitt inn á Rússlandsmarkað og Banda- ríkjamarkaður tæki hæng. Japanir vilja hins vegar einvörðungu hrygnu. Víkingur sagði að það væri töluvert meira af smærri loðnu núna en í fyrra. Bátar væru enn að fá blönduð köst við suðvestur- ströndina. Smærri loðnuflokkar gefa minna verðmæti. Fyrir síðustu helgi hafði SH látið frysta yfir 10 þúsund tonn af loðnu. Síðan hefur bæst töluvert við yfir helgina. Frystingin stefnir í að verða meiri en á síðustu vertíð hjá SH. SNORRI Sturluson RE 219 Snorra Sturlusonar verða meiri, veiðihæfni aukast og rekstrarör- yggi batna. Snorra Sturlusyni RE breytt fyrir um 300 milljónir króna FRÉTTIR: EVRÓPA Ráðstefna ESB um atvinnuleysið haldiníjúní LAMBERTO Dini, starfandi forsætisráð- herra Ítalíu, og Jacqu- es Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa boðað til stórrar ráðstefnu í júní, þar sem fjallað verður um atvinnuleysi í Evrópu- sambandinu. Santer greindi frá þessu í Róm um helg- ina en hann er nú á ferð um höfuðborgir Evrópusambandsríkj- anna til að eiga við- ræður við leiðtoga þeirra um atvinnumál. í tilkynningu frá ítalska forsæt- isráðuneytinu kemur fram að efnt verður til hringborðsumræðna dagana 28.-29. apríl til að und- irbúa ráðstefnuna, sem haldin verður á Ítalíu í júnimánuði, fyrir leiðtogafundinn í Flórens 21.-22. júní. Sagði ennfremur að á ráðstefnunni yrði lagður grunnur að stofnun atvinnusam- bands. Markmiðið væri m.a. að einbeina opinberum útgjöldum, jafnt hjá einstaka að- ildaríkjum sem sam- bandinu í heild, inn á fjárfestingar og starf- semi sem líkleg væri til að skapa ný at- vinnutækifæri. Dini, sem er starf- andi forsætisráðherra Ítalíu fram að kosn- ingunum þann 21. apríl, hefur lagt mikla áherslu á atvinnumál frá því að ítalir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að efnahagslegur og pen- ingalegur samruni Evrópuríkja væri útilokaður á meðan atvinnu- leysi væri jafnmikið og nú. Lamberto Dini Framkvæmd innri markaðarins Svörtu sauðirnir eru Frakkland og Þýskaland Brussel. Reuter. ÞAU tvö ríki sem harðast hafa barist fyrir nánari samstarfi Evr- ópusambandsríkjanna, Frakkland og Þýskaland, eru jafnframt þau ríki sem helst reyna að hamla fijálsum milliríkjaviðskiptum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem Evrópusambandið gaf út á föstu- dag um hvernig til hefur tekist að byggja upp landamæralausan markað aðildatríkjanna. Aðeins tíu kærur áBreta Alls hafa 258 kærur borist vegna viðskiptahindrana og hafa Þjóðverjar þar af fengið á sig 54 kærur og Frakkar 48. Bretar, sem yfirleitt eru sakaðir um að standa sig illa í ESB-mál- um, fengu einungis sigÁíu kærur en nágrannar þeirrar írar stöðu sig best með enga kæru. „Það gengur sæmilega vel að koma á sameiginlega markaðnum en það er mikið starf framundan, ef tryggja á að borgararnir geti nýtt sér til fulls réttindi sín,“ sagði Mario Monti, sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmda- stjórninni. Verst gengur að tryggja að ESB-borgarar geti ferðast milli aðildarríkjanna án þess að sýna vegabréf, varðandi samræmingu fyrirtækjalöggjafar, skattareglna og að opinber útboð nái til alls innri markaðarins. Finnar útiloka ekk- ert í vamarmálum Þróun í átt til sameiginlegrar varnar- stefnu viðurkennd með Maastricht FINNLAND útilokar ekkert hvað varðar framþróun varnar- og ör- yggismálasamstarfs Evrópusam- bandsríkjanna, þrátt fyrir að land- ið hafi lengi fylgt hlutleysisstefnu. Þetta kom fram í erindi Esko Hamilo, embættismanns í finnska utanríkisráðuneytinu, sem var fulltrúi Finnlands á ráðstefnu nefndar sænska þingsins um und- irbúning ríkjaráðstefnu Evrópu- sambandsins. Á ráðstefnunni, sem hin svokall- aða „ESB 96-nefnd“ hélt í Stokk- hólmi í síðustu viku, sagði Hamilo að viðhorf Finniands tii þróunar öryggis- óg varnarmála innan ESB væri ekki það sama og Svíþjóðar. Finnsk stjórnvöld litu svo á að með samþykkt Maastricht-sátt- málans hefðu þau viðurkennt að stefnt væri að sameiginlegri varn- arstefnu ESB. Reynum ekki að hindra þróunina Hamilo sagði að Finnar myndu ekki reyna að hindra þessa þróun og að finnsk stjörnvöld útilokuðu enga útkomu hennar. „Við teljum þó ekki að stór skref í átt til varnarsamstarfs verði stigin í nán- ustu framtíð," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.