Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Ökum ekki undir áhrif- um sljóvgandi lyfja BUDDAN er fljót að tæmast þegar gera þarf við bíl eftir árekstur. Hér er hópurinn að meta Ijón á skemmdum bíl. Frá hópi 4 og 5 hjá Sjóvá-Almenn- um: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið fyrir unga ökumenn hjá Sjóvá- Almennum í janúar. Okkur langar til að miðla til ykkar, kæru jafnaldrar, reynslu okkar en við áttum það sameiginlegt að hafa lent í árekstri og þess vegna var okkur boðið á tveggja kvölda nám- skeið. Við höfum skoðað hvers vegna við lentum í tjóni og langar nú til að miðla okkar reynslu til ykkar. Ekið á kyrrstætt ökutæki Við vorum nokkur sem vorum svo óheppin að keyra á bíla sem höfðu verið stöðvaðir ýmist löglega eða ólöglega. Við vorum sammála um að ef við hefðum ekið hægar, verið með ökuljósin hrein og fylgst betur með umferðinni í kringum okkur hefðum við ekki lent í árekstri. Við erum einnig sannfærð um að þeir sem lögðu bílum sínum ólöglega hafi átt sinn þátt í að árekstur varð. Ef bílbeltin hefðu verið spennt hefði enginn slasast af okkur. Við hvetjum einnig ykkur til að nota viðvörunarþríhyrning eða viðvörunarljós, ef bíllinn bilar og þið neyðist til að stöðva hann á götunni. Ef dekkin eru í lagi er i minni hætta á að þið þurfið að stöðva vegna þeirra. Framúrakstur Nokkrir lentu í árekstri við að aka fram úr bíl. Við sem lentum í þessu viljum benda á nokkur atriði sem dregið geta úr hættu á árekstri við framúrakstur. 1. Notum stefnuljósin þegar við á. 2. Bíllinn sem á móti kemur nálgast mjög hratt. Munum að hafa nægilegt svigrúm til að komast inn á okkar akrein aftur. 3. Munið að vinstri akrein er ekki fyrir þá sem aka hægt. Notum hana rétt, þ.e. til framúraksturs. Aftanákeyrslur Flest okkar lentum í að aka aftan á. Við höfum skoðað vel hvers vegna og nú viljum við benda á eftirfar- andi atriði sem forðað geta ykkur frá því að aka aftan á. 1. Hjá öllum okkar var bilið í næsta bíl of stutt. Við hvetjum ykk- ur til að auka það. Höfum 3 sekúnd- ur í næsta bíl. Teljum 1001, 1002, 1003 og þá ættum við að vera á sama punkti og bíllinn fyrir framan var þegar við byrjuðum að telja. 2. Við hvetjum þig til að horfa lengra en á næsta bíl fyrir framan. Þá erum við betur viðbúin þegar hann hemlar. Þá sjáum við líka umferðarmerkin löngu áður en við þurfum að aka eftir þeim. 3. Virðum hámarkshraðann, þá þurfum við ekki að aka fast við næsta bíl. 4. Ökum alltaf í samræmi við aðstæður. Munum að veður getur breyst og þá getum við þurft lengri stöðvunarvegalengd. Munum að þegar hitastig er lágt getur fryst snögglega þegar við förum hærra upp. 5. Atriði eins og að tala í síma, reykja, borða, fikta í útvarpi eða segulbandi hafa oft leitt til þess að ökumaður fylgist ekki með umferð- inni fyrir framan og ekur á næsta bíl. Látið það ekki henda ykkur. Munið að farþegar geta truflað líka. 6. Þegar þið nálgist gatnamót með umferðarljósum skuluð þið vera á varðbergi ef þau hafa logað lengi, þá styttist í að gula ljósið kvikni og bíllinn fyrir framan gæti stöðvað snöggt 7. Reiknið með að allir ökumenn séu mannlegir og geti gert mistök, þið líka. Forgangur á gatnamótum Við vorum nokkrir krakkar sem lentum í árekstri á gatnamótum. Við erum viss um að hefðum við farið eftir eftirtöldum atriðum hefð- um við sloppið. 1. Virðið umferðarmerkin s.s. þið- og stöðvunarskyldu þegar þið nálgist gatnamót. Þá vitið þið hver á forgang. 2. Farið hægar að gatnamótum og lítið vel í kring um ykkur. 3. Ef þið þurfið að beygja á um- ferðarljósum, þá athugið sérstaklega vel bílana sem á móti koma, þeir nálgast ykkur ótrúlega hratt. 4. Munið að gula ljósið þýðir ekki að þið eigið að halda áfram. Þið eigið að stöðva nema þið séuð komin alveg að stöðvunarlínunni. 5. Verið ekki of fljótfær, það getur orðið dýrkeypt. Mætingar Nokkur okkar lentu í tjóni þegar við vorum að mæta bíl. Við viljum benda á eftirfarandi atriði: 1. Varist hraðann. Hægið ferð- ina verulega áður en þið mætið bíl. Það getur borgað sig að stöðva al- veg sé vegurinn mjög þröngur. 2. Takið tillit til breidd vegarins. Kantar geta verið hættulegir. 3. Þið skuluð ekki nauðhemla, því þá gætuð þið misst stjórn á bíln- um og hann lent framan á bílnum sem á móti kemur. Að bakka á Það vakti furðu okkar hve marg- ir lenda í því að bakka á annan bíl eða mannvirki. Um 20% okkar lentu í slíku. Við viljum benda á nokkur atriði sem forðað gætu ykkur frá slíku klaufaóhappi. 1. Höfum rúður vel hreinar áður en bakkað er. 2. Horfum vel í kringum okkur og notum líka speglana þegar við bökkum. 3. Það er góð regla að skoða vel aðstæður í kring um bílinn þegar við erum að koma að honum. Þá sést hvort öðrum bílum er illa lagt eða hvort staur er fyrir aftan. 4. Bökkum hægt en örugglega út og sýnum varkárni og treystum ekki á aðra vegfarendur. 5. Eru bakkljósin ekki örugglega í lagi hjá ykkur? Að lokum viljum við benda ykkur á nokkur mikilvæg atriði sem hjálpa okkur öllum í umferðinni: 1. Munum að aka ekki syijuð, þreytt eða undir áhrifum áfengis. 2. Tökum ekki óþarfa áhættu í umferðinni og fórnum hvorki eigin lífi né annarra með slíku. Fyrir hönd hópa 4 og 5 hjá Sjóvá- Almennum, EINAR GUÐMUNDSSON, fræðslustjóri. MORGl\ BLAÐSINS Nám & framtíö Sunnudagsblaöi Morgunblaösins, 10. mars nk., fylgir blaöauki sem heitir Nám & framtíb. Blaöaukinn er gefinn út í tengslum viö Námskynningu 1996, sameiginlega námskynningu skólanna sem haldin veröur á fjómm stööum í Reykjavík sunnudaginn 10. mars. í þessum blaöauka veröur fjallaö um námskynninguna, birt viötöl viö námsráögjafa og fjárhagsleg þjónusta við námsmenn könnuð. Fjallað verður um endurmenntun, fullorðinsfræðslu, símenntun, fjarkennslu, háskólanám hér heima og erlendis og fólk tekið tali um nám þess og framtíö. Tilgangur blaöaukans er að auðvelda fólki að átta sig á þeim námsmöguleikum sem í boöi em. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 4. mars. Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúi í auglýsingadeild, veitir allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarní málsins! Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Dodge Grand Caravan LE 4x4, 7 manna, '91, 4 captain stólar og bekkur, ABS bremsur og loftpúði í stýri, rafm. í öllu, samlæsingar, ek. 96 þ. km. V. 1.980 þús. Nissan Terrano SE V-6 '90, 5 dyra, sjálfsk., ek. 85 þ. km., álfelgur, sóllúga, rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. Einn eig- andi. V. 1.950 þús. MMC L-200 D.cap diesil '91, grár, 5 g., ek. 98 þ. km. lengd skúffa, 32" dekk, ál- felgur, m/spili, kastararo.fi. V. 1.350 þús. Toyota Corolla XLi Secial Series '95, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 15 þ. km., geislasp. o.fl. V. 1.180 þús. MMC Pajero langur V-6 '92, sjálfsk., ek. 80 þ. km., ABS, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 2,8 millj. Nissan Primera SLX 2000 '95, 5 dyra, sjálfsk., ek. 16 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum, geislasp., spólvörn o.fl. V: 1.680 þús. Toyota Corolla GLi 4x4 station '92, 5 g., ek. 55 þ. km. V. 1.250 þús. Renault 19 RT 1.8 '94, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 1.170 þús. Fiat Panda 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. að- eins 56 þ. km. V. 470 þús. GMC Tracker 4x4 (Suzuki Sidekick) '90, hvítur, 5 g., ek. 83 þ. km. V. 980 þús. Toyota Corolla Hatchback XLi '94, grá- sans., 5 g., ek. 47 þ. km. V. 990 þús. Útvegum hagstæð bflalán MMC Pajero diesel Turbo (langur) '88, blár, 5 g., ek. 126 þ. km, rafm. í rúðum o.fl., ný coupling, tímareim, bremsur o.fl. Nýskoðaður. V. 1.090 þús. Suzuki Fox 413 langur '85, 33“ dekk, 5 g., rauður og svartur, allur yfirfarinn. Bíll í toppstandi. Tilboðsverð aðeins 400 þús. Sk. ód. Hyundai Elantra GT 1.8 Sedan '94, 5 g., ek. 23 þ. km. V. 1.180 þús. Mercedes Benz 230 E '91, sjálfsk., ek. 135 þ. km., sóllúga, ABS o.fl. V. 2,3 millj. MMC Lancer GLX hlaðbakur '91, sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 780 þús. Tilboðsv. 670 þús. Nissan Patrol diesel Turbo Hi Roof (lang- ur) '86, 5 g., ek. 220 þ. km. 36" dekk, spil o.fl. Mikið endurnýjaður. V. 1.550 þús. V.W. Golf 1.4 cl station '94, blár, 5 g., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfal- legur bíll. V. 3.950 þús. Cherokee Laredo 4.0L '92, ek. 46 þ. km., grænn, rafm. í rúðum, samlæsingar, flöskugrænn o.fl. Sem nýr. V. 2.280 þús. Ath.: Tilboðsverð á fjölda bifreiða. V.W. Golf CL 1800Í '92, 5 dyra, sjálfsk., ek. 52 þ. km., geislasp. o.fl. V. 960 þús. Toyota Corolla XL '91, 5 dyra, sjálfsk., ek. 52 þ. km. V. 730 þús. Toyota Hilux D.cap bensín SR-5 '92, 5 g., ek. aðeins 45 þ. km. V. 1.550 þús. V.W. Polo „Fox“ '95, 5 g., ek. 15 þ. km. V. 870 þús. M. Benz 280 SEL '82, sjálfsk., ek. 177 þ. km., rafm. i öllu, 2 dekkjagangar. Óvenju gott eintak. V. 1.250 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ.km., vél yfirfarin (timareim o.fl. Nótur fylgja). V. 990 þús. Mjög góð lánakjör. Willys Koranda 2.3 diesil (iangur) '88, 5 g., ek. aðeins 30 þ. km. V. 980 þús. Nissan Micra 1.3 LX '94, 5 dyra, 5 g., ek. 30 þ. km. V. 820 þús. Toyota 4Runner V-6 '91, sjálfsk., ek. að- eins 43 þ. km. V. 2.150 þús. Snjósleðapakki: Ski Formula '91, ek. 3.300 km., 70 hö, hvítur. Falleg- ur sleði. V. 380 þús. Ski Doo Safari '90, ek. 5 þ. km., 60 hö, rauður. Ferðasleði. Loran C. V. 420 þús. og 2ja sleða kerra kr. 120 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.