Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FRIÐGEIR JÓNSSON + Friðgeir Jónsson fæddist í Ystafelli í Suður-Þingeyjar- sýslu 28. janúar 1927. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 29. janúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Þórodds- staðakirkju 3. febrúar. PÍPIDEI! Pípidei! - Lykt af timbri og tóbaksreyk. . . la, la, pabomm. . . Geiri syngur: „Hulda spann og hjartað brann. ..“ Stelpukornið tek- ur undir, svolítið smámælt..teygð- ist iopinn einsog unnustinn." Og Geiri syngur með á hennar máli. Hamarshöggin glymja. Pípidei! Pípi- dei! Stelpuskottið hleypur burt með reykjarpípu í hendinni og Geiri tek- ur þátt í leiknum. Myndin af íkornanum í dýrabók- inni er svo falleg, þetta stóra, loðna skott og tindrandi svörtu augu. Mik- ið væri gaman að eiga íkorna, hann gæti svo vel búið í stóra reynitrénu sunnan við húsið. Það er hægt að segja Geira alla svona drauma. Geiri fer í bændaferð til Noregs og kemur heim með íkorna, ekki svona alveg alvöru lifandi en Geiri kann söguna hans og íkorninn býr í reynitrénu sunnan við húsið. Heyskapur á enginu, Geiri syngur hástöfum á Dísu gömlu með Bamba skröltandi á eftir, garðamir mynd- ast einn af öðrum. Allt í einu stopp- ar dráttarvélin, Geiri snarast niður: „Andskotaholan!“ Geiri bisar við múgavélina, „andskotaholan!" Stelpukornið er hugsi, hvaða hola er þetta? Á leiðinni heim á dráttar- vélinni með flfuvönd í lófanum og kámug af mýrarrauða úr skurðinum spyr hún: „En Geiri, af hveiju heit- ir holan Ándskotaholan? Ha? Býr nokkuð andskotinn í henni, ha, Geiri, ha?“ „Þetta er bara skor- steinninn hans, sástu ekki að það rauk þegar Bambi festist í henni.“ Geiri kímir íbygginn. Næst þegar farið er á engið leggst stelpan flöt og reynir að rýna ofan I holuna. „En Geiri, af hveiju bannar Bjarni mér að fara í skurðinn ofanvið Mjó- sundið? Ha? Hann segir að það sé hættulegt, er það?“ „Það eru hrökk- álar í skurðinum." „Hvað er það?“ „Fiskar sem gefa rafmagnsstuð.“ „Einsog rafmagnsgirðingin, ha?“ „Já, bara meira.“ Líklega er best að fara ekkert í skurðinn hjá Mjó- sundinu. Vor, lykt af heyi, kari, taði og tóbaki. Þau sitja hlið við hlið á garðabandinu eins og jafningjar Geiri og stelpan. „Sérðu þessa, hvemig hún snýst og krafsar, lyktar af gólfinu. Hún ætlar að fara að bera.“ Hver fæðing lambs er ævin- týri og Geiri kennir 5 ára stelpu hvemig á að hjálpa ánum ef þörf er á. „Mundu bara að vera ekki að því að óþörfu." 5 ára bóndi er fullur ábyrgðar og stolts. Þau ganga sam- an út úr húsinu og Geiri syngur: „Anna litla létt á fæti...“ og stelp- an tekur undir, hún er búin að læra textann. Vor, skafl á túninu og skarir við ána. Það þarf að bera vatn í húsin. Gamlar olíufötur em þungar og erf- itt að tosa þeim upp úr ánni og heim í hús. Þegar brynningunni er lokið tekur Geiri af sér ullarvettling- ana og hlýjar litlu hendurnar í sín- um, segir sögu og syngur, „Anna litla," „Eg vildi ég væri ógnarlangur áll...“ „Þeir sögðu það um Sókr- ates...“ Stelpan kann orðið flesta textana og raular með, þá hlýnar manni svo fljótt. Vor, sauðburður, óbornu ærnar á heimatúninu. Geiri sefur eftir mat- inn, pabbi og mamma að kenna. Það er svo gaman að vera treyst fyrir fénu þessa stund, fylgjast.með því, hjálpa ef þarf. Geiri segir að stelpan sé alveg fær um að sjá hvort þarf að hjálpa við burð og geti gert það alveg eins vel og hann, jafnvel betur með grannri barnshendi. Um kaffið má vekja Geira og hann hlustar af athygli á frásögn af undrum dags- ins, tekur fréttunum þannig að stelpunni finnst hvert tvílembinga- par sér að þakka. Það er svo gaman að vera bóndi 7 ára. Vor, Golta er nýborin í hlöðunni, svört gimbur bröltir völtum fótum á hlöðugólfinu. Stoltur ijáreigandi lítur á föðurbróður sinn, „Geiri, sérðu, hún er fjólublá!" „Þá skulum við kalla hana Fjólu“ og Geiri syng- ur „Heiðbláa fjólan mín fríða. ..“ Söngur: „Gljúfrabúi, hvítur foss...“ „Geiri, ég veit hvað hrút- arnir hennar Krúnu eiga að heita, sko, af því þeir fæddust í Nátthag- anum rétt við Gljúfurárgilið. Þeir eiga að heita Gljúfrabúi og Hvíti- foss.“ Geiri kímir en man alltaf hvað lömbin heita. Stelpan er við stofugluggann. Geiri kemur gangandi heim frá hús- unum. Garmur skoppar við hlið hans með skottið hringað. Hvað er Geiri með? Það er ekki lambapeli, hann heldur svo varlega á því. í eldhúsinu réttir Geiri aðra höndina fram en hylur það sem í henni liggur með hinni, lyftir henni svo, en þetta er lamb. Ágnarsmátt, lítið stærra en kettlingur. „Það er best að þú fáist við hana, reyndu að halda í henni lífínu." Og Geiri kennir stelpunni að gefa sykurvatn úr skeið og síðan mjólkurblöndu og litla lambið lifír. Kettlingurinn Viktoría ógnar tilveru þess, Geiri setur net yfir kassa lambsins og segir: „Það er best hún heiti Elísabet." Löngu seinna skilur stúlkan samhengið milli nafnanna. Ágúst, það er komið kvöld og orðið dimmt, mamma heldur heitum mat á eldavélinni. Geiri er í Fljót- inu, ætlar hann aldrei að koma, lít- il stelpa vill vaka eftir ævintýrunum. Loksins kemur Geiri og þeir liggja í röð á stéttinni, silfraðir og gljá- andi, laxar og sjóbirtingar. „Geiri, er það satt að þú hafir veitt lax í gallann þinn?“ „Það er nú lítill vandi, bara binda fyrir skálmarnar og svo synda þeir inn.“ Fljótið og skógurinn er ævintýraheimur Geira og sögurn- ar þaðan óþijótandi. Vetur, það er öskrandi bylur, snjóar inn með forstofuhurðinni, stúlkan er heima með ömmu. Mamma og pabbi eru að kenna, Geiri er í ljárhúsunum. Þegar Geiri kemur inn neglir hann rúmteppið sitt fyrir útidyrnar og nú snjóar ekki lengur inn. Það er hægt að Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 KAtWN OW'U'* gleyma veðrinu við að horfa á fjöl breytast í mynd ■ og heyra sögu á meðan. Nóvember, úti við Gamlakjallara er krökkt af jólatrjám, það er svo gaman að hjálpa til við að flokka þau og merkja og Geiri segir sögu tijánna á meðan, þetta óx þarna og svona var að ná því. Trén eru lifandi ævintýrapersónur. Elsku Geiri, myndimar koma hver af annarri, spyija hvorki um tíma né samhengi, svo skýrar, skóg- urinn, fljótið, Rangáin, Gljúfuráin, íjárhúsin, Garmur, söngur og sög- ur. Ævintýrið um Hans og Grétu gerðist á veggteppinu yfir rúminu þínu og þar gerðust mörg fleiri ævintýri, það er merkilegasta vegg- teppi í heiminum. Á veggnum hjá mér hangir mynd- in sem þú skarst fyrir mig, hestur á skeiði. Einhvers staðar í fórum mínum er nafnspjaldið með höfða- letrinu sem þú gafst mér í afmælisg- jöf og sagðir að Garmur hefði gert með klónum. Ævintýraheimurinn á veggjum Skógarfells er svo kær. Geiri minn, takk fyrir traustið og tiltrúna, sönginn og sögurnar. Góða ferð. Erla. Við fráfall Friðgeirs frænda míns í Ystafelli hvarflar hugurinn yfir farinn veg og margar og kærar minningar honum tengdar sækja á hugann. Þær fyrstu eru frá 6. áratugnum en þá tók Geiri sér fyrir hendur það brautryðjandastarf í héraði að steypa svokallaða R-steina til hús- bygginga. Hann gerði það í Ófeigs- staðaeyrinni heima við Skjálfanda- fljótið og var þá kostgangari hjá móður minni. Var hann oftast einn í verki og gerði nánast allt í höndun- um nema hvað hann átti litla steypu- hrærivél. Geiri var ákafamaður að hveiju sem hann gekk enda stækk- uðu steinahlaðarnir ört og urðu efni í mörg hús. Þetta var auðvitað hin versta púslvinna, þó virtist mér hann aldrei lúinn og undrafljótur var hann að skálma kílómeterinn heim Fótinn þegar mamma hafði breitt hvíta dúkinn framan í varpann til að minha hann á matmálstíma. Geira fylgdi góðlátleg glaðværð og mér þótti þá og alltaf síðan gott að vera í návist hans. Við Geiri áttum sameiginlegt áhugamál sem var veiðiskapur. Leiðir okkar lágu því snemma sam- an á bökkum Fljótsins. Þær stundir voru lærdómsríkar ungum dreng enda var Geiri mikið náttúrubam og kunni skil á flestu því sem mér þótti forvitnilegt. Þá lærði ég ýmis- Íegt sem ég hef búið að allar götur síðan; um eðli og háttalag Fljótsins og fiskanna, um veiðiaðferðir og veiðistaði svo eitthvað sé nefnt. Þessu fylgdu auðvitað heillandi veiðisögur eins og vera ber. Það mun ekki ofsagt að Geiri þekkti nánast hvem stein í þessu vatns- falli og því var enginn fískur óhult- ur fyrir öngli hans. Þá vom ekki vöðlur á boðstólum og klofbússur komu að litlum notum, fannst Geira, því alltof tafsamt var að þræða vöð- in. Þess vegna gekk hann til veiða í samfestingi og gúmmískóm. Þá þurfti hann ekkert að hugsa um að halda sér þurrum en gat vaðið hvar sem var og jafnvel gripið sundtökin til að stytta sér leið. Þannig horfði ég á hann sulla í Fljótinu heilu og hálfu dagana holdvotan og hélt á sér hita með því að vera sífellt á ferðinni, fór þá vítt um og á staði sem fáir aðrir þekktu. Oft varð hon- um þó kalt en þá var bara sprett úr spori upp snarbratta skógarhlíð- ina upp á efri-veg þar sem dráttar- vélin beið, en þá var enginn vegur á bakkanum. Þó að fylgdarmaður- inn væri ungur og sprækur og bæri alltaf miklu léttari kippu, þá átti ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 hann samt í baksi með að halda í við þennan léttvíga mann sem blés vart úr nös þó hann hefði verið stór- reykingamaður frá unga aldri. Þetta reyndi ég enn frekar við íjúpnaveið- ar og hefur það verið mér sífellt undrunaréfni síðan. Lengst mun Geira verða minnst sem ræktunarmannsins. Ræktun lands og lýðs var hugsjón sem hann hafði drukkið í sig með móðurmólk- inni. Hann var alla tíð virkur og góður ungmennafélagi, var m.a. lengi einn af burðarásunum í leik- starfsemi ungmennafélagsins Gam- an og alvara. Hann sat um langt árabil í stjórn Lestrarfélags Kinn- unga. Kirkju sína rækti hann vel og söng svo lengi sem ég man í kirkjukórnum. Félagi var hann í karlakórnum Hreimi og raunar tók hann þátt í hverri annarri söngstarf- semi sem stofnað var til í sveitinni, enda var hann söngvinn og hafði óvenju góða bassarödd. Hugsjónin æðsta var þó að rækta landið og var skógræktin þar efst á blaði. Því söng Geiri ætíð af tilfíningu ljóð Bjarna Ásgeirssonar: Ef ég mætti yrkja,/ yrkja vildi eg jörð./ Sveit er sáðmanns kirkja,/ sáning bæna- gjörð. I þeim skilningi var Geiri óvenju trúrækinn maður og bæn- heitur. Víst er að hann blessaði margan reitinn með höndum sínum en engan þó eins og Fellsskóginn. Þar var ríki hans og helgidómur, þar var hann bæði kóngur og prestur. Þó fjölskylda hans og aðrir landeigend- ur legðu sitt að mörkum, þá verður á engan hallað þó fullyrt sé að þrek- virkið sem hann þar vann muni eitt nægja til þess að halda nafni hans á lofti svo lengi sem skógrækt er stunduð og metin á íslandi. Afrakst- urinn er unaðsreitur sem á fáa sína líka. En Geiri var ekki einhamur I skógi fremur en annars staðar. Þeg- ar hann hafði fullnað það verk sem hann ætlaði sér í heimaskóginum brá hann sér yfír Fljótið og tók til höndum í Fossselsskógi og nú kepp- ast þeir bræðraskógarnir um að syngja honum lof við drynjandi und- irleik Ullarfoss, en hann er for- söngvarinn í þessum fagra skógar- sal sem var kirkjan hans Geira. Hendur Geira báru þess glöggt merki að þeim hafði aldrei verið hlíft við erfíði. Fáum gat því dottið í hug að hann gæti beitt þeim jafn fínlega og raun ber vitni. Geiri fékkst talsvert við smíðar, var mik- ilvirkur en gaf sér ekki alltaf tíma til að nostra við hlutina. En svo fór hann að skera í tré og þá kom hag- leikur hans á óvart. Sjálfur á ég róðukross sem hann gaf mér og hangir yfir rúminu mínu. Hann er skorinn í harðvið og er merkilegt afrek manns sem var einungis sjálf- menntaður í tréskurðarlist. Hand- bragð hans má víða sjá; í heimahús- um, yfír kirkjudyrum á Þóroddsstað og í Skógarfelli, húsinu sem hann reisti sér í Fellsskógi. Það hús byggði hann úr viðum gamla hótels- ins á Húsavík. Skreytti hann það allt að innan með útskurði og skar m.a. veiðisögðu á þil með Höfðaletri. Geiri var mikill vinur vina sinna, hann var umtalsgóður og þó hann væri skapmikill og viðkvæmur og gæti því sinnast við menn var hann fljótur til sátta. Hann unni heimili sínu og vann því allt sem hann mátti. Lengst af bjó hann félagsbúi með Sigurði, bróður sínum, og Kol- brúnu, konu hans, sem veittu honum gott og traust skjól. En „maðurinn einn er ei nema hálfur“, það sannað- ist á Geira. Það fór að sækja á hann hugarvíl svo hann varð ekki sjálfum sér líkur. Þá var honum sendur eng- ill í gervi Klöru Haraldsdóttur. Þá sögu þekki ég aðeins af afspurn en kunnugum ber saman um það að árin sem þau bjuggu saman á Húsa- vík hafi verið honum hamingjurík. Við hjónin minnumst Geira með þökk fyrir vináttu hans og tryggð og sendum Klöru og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón A. Baldvinsson. Ég vil með þessum línum minn- ast frænda míns Friðgeirs Jónsson- ar frá Ystafelli. Ég kynntist honum sem ungur drengur þegar afi minn og amma, foreldrar Geira, stóðu fyrir búi í Ystafelli. Smám saman varð breyting á - þeir móðurbræð- ur mínir Friðgeir og Sigurður tóku að mestu við búinu, eins og eðlilegt var. Þeir skiptu að nokkru með sér búskapnum bræður og var féð meira á höndum Geira. Lengst af bjó hann í Ystafelli í félagi við Sig- urð og konu hans, Kolbrúnu Bjarnadóttur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mikið með þess- um frændum mínum á sumrin, og þá einkum Geira, því hentugt þótti að hafa strákling til að hlaupa fyr- ir ærnar. Þær stundir lifa í minn- ingunni. Jafnframt og ekki síður þær stundir sem við áttum saman úti í náttúrunni við veiðiskap, lax- og silungsveiðar að sumri og íjúpnaveiðar að hausti. Friðgeir var mikill náttúruunnandi og hafði þann fágæta eiginleika að kunna að lesa náttúruna sér til gagns. Þetta var væntanlega það sem gerði hann að þeim slynga veiði- manni sem hann var. Mér, ungum manninum, þótti það í fyrstu jaðra við galdur hvernig hann bar sig að. Hann virtist vita hvar og hvenær veiði var von. Hann kunni öðrum betur að lesa straumfall og hegðun vatnsins. Hann hafði einnig þessa nauðsynlegu náttúru veiðimannsins að átta sig á hegðun bráðarinnar og skilja viðbrögð hennar við breytileika náttúrunnar. Það var mér því mikill skóli í veiðum og náttúruupplifun að verða þess aðnjótandi að hefja veiðiferil minn undir handleiðslu hans þegar ég fór að fara með honum til veiða í Skjálfandafljót. Fara í Fljótið eins og það var kallað. Ánægjustundir okkar Geira í Fljótinu urðu margar og munu lifa í minningunni. Friðgeir var ekki bara mikill veiði- maður heldur var honum mjög um- hugað um að vernda og fegra nátt- úruna. Hann gerðist snemma hand- genginn skógræktarhugsjóninni og má með sanni segja að hann hafi helgað henni líf sitt öðru fremur. Um það bera skógræktargirðingin í Ystafelli, Ystafellsskógur og Foss- selsskógur fagurt vitni, því sú skóg- rækt sem þar hefur verið stunduð er að stórum hluta hans verk. Eng- um sem þekkti Geira blandaðist hugur um að hann undi sér hvergi betur en í skóginum, þar var hans draumaland. Með skógræktarstarf- inu reisti hann sér minnisvarða sem óx með honum síðustu árin og mun standa sem vitni um eljusemi hans um ókomin ár. Hin seinni árin mátti með sanni segja að hann væri skóg- arbóndi einn örfárra hér á landi, því hann hafði meginhluta tekna sinna af skógarnytjum bæði í eigin skógi og við skógrækt á vegum Skógrækt- ar ríkisins og Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga. í Ystafellsskógi byggði hann sér einnig veiðihús, Skógarfell, og sameinaði þar hin ýmsu áhugamál sín. Ánægjustund- irnar í Skógarfelli urðu margar. Þessum sérstæða frænda mínum var margt til lista lagt. Hann hafði mikla ánægju af að skera út í birk- ið úr skóginum. Hann renndi og skar út ýmsa muni og húsgögn sem ættmenni hans og vinir geta glaðst yfir að eiga, og „ekta“ veiðisögu skar hann út í innviði hússins í skóg- inum. Hann var ekki smásmíði, lax- inn, sem þar kom á land. Úr ferðum okkar í Fljótið er djúp og falleg bassarödd Geira hluti þeirrar stemmningar sem ég upp- lifði. Á slíkum stundum fannst okk- ur við standa næst almættinu. Land- ið, við, söngurinn, blandaður fljót- sniðnum og fuglasöng, rann saman í einstakan náttúruóð. Fyrir nokkr- um árum bættist ný vídd í líf Geira. Hann kynntist Klöru H. Haralds- dóttur sambýliskonu sinni og bjuggu þau saman á Húsavík síðustu árin. Ég er viss um að fátt hefur verið honum meira virði í lífinu en að kynnast henni. Það var unun að upplifa þá útgeislun sem frá þeim stafaði hvar sem þau fóru. Nú er Geiri farinn frá okkur yfir í hinar eilífu veiðilendur, en eftir lifír hjá okkur dýrmæt minning um góðan dreng. Jón Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.