Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Marel hf. og dótturfélög með 56 milljóna hagnað og 1,1 milljarðs veltu í fyrra Veltan jókst um nær helming milli ára REKSTUR Marels hf. og dótturfé- laga gekk vel á síðasta ári og náð- ist markmið félagsins frá árinu 1992 um að tvöfalda veltuna á 3-5 árum. Hagnaður félaganna varð alls um 56 milljónir króna á árinu 1995 samanborið við 14,8 milljóna hagnað árið áður, skv. ársreikningi sem lagður var fram í gær. Veltan nam alls um 1.117 milljónum og jókst um 46% frá árinu á undan. Útflutningur á árinu nam 908 milljónum og hafði aukist um 52% en sala innanlands, var 140 millj- ónir, eða um 40% meiri en árið á undan. Marel naut góðs á síðasta ári af þeirri miklu grósku sem var í norskum fiskiðnaði. í sölustarfinu var megináhersla lögð á kynningu og sölu hefðbundinna vöruflokka eins og flokkara, voga og kerfis- lausna og náðist góður árangur á þessum sviðum. Skurðarvél sem kynnt var í lok árs 1994 seldist einnig mjög vel á árinu 1995, að því er segir í ársskýrslu. Þá hafa einstakir samningar farið stækk- andi og var t.d. gerður samningur við norskt fiskvinnslufyrirtæki um vinnslukerfi að andvirði 150 millj- ónir króna. Hér á landi var samið um afhend- ingu á fullkomnu vinnslukerfi til Haraldar Böðvarssonar hf. og sam- ið var um afhendingu á fiskvinnslu- ketfi vegna endurnýjunar á togara Hvals hf. Tekjur dótturfélaganna tvöfölduð- ust á árinu 1995 og varð góður hagnaður af starfseminni. Arið 1995 var tíunda starfsár Marels Equipment Inc. í Kanada og gekk reksturinn betur en nokkru sinni. Urðu tekjur 3 milljónir kanadadoll- ara, eða 146% meiri en árið 1994. Marel Sealltle Inc., sem er að 60% hluta í eigu Marel, skilaði sömuleið- is góðum árangri. í lok árs var stofnað nýtt fyrirtæki, Marel USA Inc., í Kansas í Bandaríkjunum. Mun það einkum annast markaðs- setningu í kjötiðnaði og þjónustu við notendur tækja í kjöt- og kjúkl- ingaiðnaði. Gert ráð fyrir áframhaldandi vexti Starfsmönnum fjölgaði um 32 á árinu vegna aukinna umsvif jafn- framt því sem húsnæði var stækkað um eitt þúsund fermetra. Marel hefur unnið að fjölmörgum verkefnum í vöruþróun sem lúta að endurbótum á framleiðsluvörum, þróun nýrra tækja og rannsóknar- verkefnum. Meðal langtímaverk- efna er svokallað Robofish, sem lauk seint á árinu 1995. Markmiðið var að þróa „róbóta“ sem getur gripið fisk á færibandi og sett hann í hausara. Á árinu 1996 er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti fyrirtækisins og að hagnaður verði af rekstrin- um. Á árinu verður lögð áhersla á að fylgja vel eftir þeim árangri sem náðst hefur í kjöt- og kjúkl- ingaiðnaði og er hinu nýja dóttur- fyrirtæki í Bandaríkjunum ætlað að gegna þar lykilhlutverki. „Mar- el er stöðugt að styrkja sig sem traustur framleiðandi á tækjum fyrir sjávarútveginn," sagði Frosti Siguijónsson, deildarstjóri fjár- máladeildar, í samtali við Morgun- blaðið. „Á þessu ári verður örugg- lega sambærilegur vöxtur og á því síðasta. Það er búið að selja u.þ.b. tvöfalt meira það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Við erum búnir að gera ráðstafanir til að taka á leigu stærra húsnæði og ráða fleira fólk. Verkefnastaðan er hins vegar nokkuð sveiflukennd innan ársins." Eigið fé félagsins í árslok 1995 var alls 222,1 milljón og hafði auk- ist um 33% á árinu. Ávöxtun eigin fjár var 32,9% samanborið við 9,5% árið áður. Á aðalfundi fyrirtækisins, sem haldinn verður 6. mars nk., verður lögð fram tillaga um að greiddur verði 10% arður af hlutafé og að hlutáfé verði aukið um 20% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 1O -k stærstu hluthafar í árslok 1995 [aaMI/ÍHj Heildarfjöldi hluthafa 378 Hluthafar Hlutafjáreign, kr. Eignarhluti Buíðarás hf. 44.429.069 40,39% Sigurður Egilsson 11.160.000 10,15% Þróunarfélag íslands hf. 4.448.660 4,04% Lífeyrissjóður verslunarmanna 3.921.450 3,56% Gísii V. Einarsson 3.250.216 2,95% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 2.603.000 2,37% Evli Securities 2.037.000 1,85% Lífeyrissj. Tæknifr.fél. Islands 2.000.000 1,82% Lífeyrissjóður iækna 2.000.000 1,82% Þorsteinn Ólafsson ■ 3.B5Q.000 1,50% Úr reikningum Marels hf ry-jlSzjj 4riA 4 QQR ....... . . LUÆKEJ ano Miiijomr kr. igg5 1994 Breyting Rekstrarreikninaur Rekstrartekjur 1.117,3 765,5 +46,0% Rekstrargjöld 1.018,5 726,0 +40,3% Rekstrarhagnaður 98,8 39,5 +150,1% Hagnaður af reglulegri starfsemi 80,1 20,4 +292,6% Hagnaður ársins 55,9 14,8 +277,7% Veltufjármunir 519.4 361,8 +43,6% Fastafjármunir 152,0 123,8 +22,8% Eignir samtals 671,4 485,7 +38,2% Skammtímaskuldir 295,1 220,5 +33,8% Langtímaskuldir 130,1 95,5 +36,2% Skuldir samtals 425,3 316,0 +34,6% Eigið fé 222,1 166,4 +33,5% Skuldir og eigið fé samtals 671,4 485,7 +38,2% Veltufé frá rekstri 126,0 56,4 +123,4% EIGINFJÁRHLUTFALL 33,1% 34,3% Alumax hafnar tilboði Keiser BANDARÍSKA álfyrirtækið Alum- ax hafnaði fyrir helgi yfirtökuboði Kaiser Aluminum en það var á bil- inu 2,2 til 2,5 milljarðar dollara. Tilboðið olli því, að verð á hlutabréf- um í Alumax hækkaði um sex doll- ara, fór í 38,50 dollara, og verð á hlutabréfum í Kaiser hækkaði um 75 sent og er nú 14,875 dollarar. Alumax er eins og kunnugt er eitt af þremur álfyrirtækjum Atlantál-hópsins sem átt hefur í viðræðum við íslendinga um að reisa álver á Keilisnési. Hin fyrir- tækin eru hollenska fyrirtækið Ho- ogovens og sænska fyrirtækið Grangers. Talsmenn Kaisers sögðu, að þeir hefðu metið hlutabréfin í Alumax á 40 til 45 dollara og væru tilbún- ir til að greiða 30 dollara fyrir hvert bréf í reiðufé og afganginn með Kaiserbréfum. Talsmenn Al- umax sögðu aftur á móti, að tilboð- ið væri ófullnægjandi og sögðu bréfin vera að minnsta kosti 50 dollara virði. George T. Haymaker, forstjóri Kaisers, kvaðst fyrir helgi vera viss um, að yfirtakan færi í gegn en upp úr henni myndi rísa álrisi með meira en fimm milljarða dollara sölu og forystu eða leiðandi stöðu á næstum öllum sviðum iðnaðarins. Alumax hætti við kaup á Kaiser Það hefur komið fram í þessu sambandi, að Alumax hafði athug- að með kaup á Kaiser en ákveðið að hætta við vegna ýmissa erfið- leika, sem Kaiser ætti við að stríða. Er haft eftir heimildum, að Alumax hafi kynnt sér bókhaldið og rekstur- inn hjá Kaiser fyrir hálfu öðru ári og komist að þeirri niðurstöðu, að um væri að ræða „annars flokks fyrirtæki með verksmiðjur, sem stæðu ekki nógu vel; með miklar skuldbindingar vegna asbestmeng- unar og ráðandi hluthafa, sem ætti í meiri málaferlum en O.J. Simp- son“. Með þessu síðasta er 'verið að vísa til Charles E. Hurwitz, um- deildan athafnamann í Texas, en fyrirtæki hans, Maxxam, á 62% hlut í Kaiser. Hann hefur átt í mikl- um útistöðum við aðra hluthafa og starfsmenn og átt í málaferlum út af umhverfismálum. í svari Allen Borns, forstjóra Alumax og aðalframkvæmdastjóra, til Haymakers segir hann, að tilboð- inu sé hafnað af ýmsum ástæðum, til dæmis þeim, sem áður eru nefnd- ar, og segir einnig, að Alumax hafi áhyggjur af skuldastöðu Kaisers og, með tilvísan til Hurwitz, af „hlut- hafa, sem hefur hugsanlega nokkuð aðra stefnu en aðrir hluthafar". KAISER Aluminium sem gerði yfir- tökutilboð í Alumax fyrir helgi lýsti yfir áhuga á að reisa 200-250 þús- und tonn álverksmiðju hér á landi haustið 1992. í september það ár átti Davíð Oddsson forsætisráð- herra óformlegan fund með John M. Seidl, stjórnarformanni og for- stjóra fyrirtækisins. Þar óskaði Seidl eftir viðræðum um byggingu álvers á íslandi. Forsætisráðherra kvaðst á þeim tíma vera sannfærður um að fyrir- tækið ihugaði þetta mál af mikilli alvöru. Ljóst væri að forráðamenn Kaiser myndu helst kjósa að samn- ingum gæti lokið innan eins árs og þá yrði hægt að hefja framkvæmd- ir. Fyrirtækið setti engin skilyrði fyrir hugsanlegri staðsetningu verksmiðjunnar á íslandi en við- mælendur sínir hefðu að fyrra bragði nefnt að þeir vildu sérstak- Jóhannes Nordal um áhrifin á Atlantsál Miuiiun bíðum átekta JOHANNES Nordal, formað- ur íslensku viðræðunefndar- innar í samningum við Atl- antsál-fyrirtækin um bygg- ingu álverksmiðju á Keilisnesi segir erfitt að meta hvaða afleiðingar tilboð Kaiser í Alumax muni hafa á fram- vindu viðræðnanna Hann benti á að tilboð Kaiser í Alumax fyrir helgina væri fyrsta útspil fyrirtækis- ins. „Þetta er óvinsamlegt til- boð og ekki útlit fyrir að Al- umax muni samþykkja það þannig að það gætu orðið langvinn átök milli fyrirtækj- anna,“ sagði hann. íslenska viðræðunefndin átti fund með forsvarsmönnum Atlants- ál-fyrirtækjanna í síðasta mánuði og gert er ráð fyrir öðrum fundi í næsta mánuði. „Það er alltof snemmt að draga einhveijar álykt- ur starfað sem ráðgjafi fyrir Kaiser Aluminium og var í för með forstjóra fyrirtækisins hingað til lands árið 1992. Tafir á ákvörðun Kaiser um byggingu álvers „Kaiser Aluminium hefur áhuga á að auka afkastagetu sína í álframleiðslu og hefur bæði kannað möguleika á byggingu álbræðslu á íslandi, í Venesúela, Mósambík og fleiri löndum þar sem hægt er að kaupa ódýrt rafmagn," sagði Cobb í samtali við Morgunblaðið. „Eftir því sem ég kemst næst hefur Kaiser enn ekki tekið ákvörðun hvar eigi að byggja ál- bræðslu. Mín tilfinning er sú að frekari tafir gætu orðið á þessu máli ef niðurstaðan verður sú að fyrirtækið kaupir Alumax." Jóhannes Nordal Charles Cobb anir á þessu stigi um áhrif þessa á okkar samskipti. „Eg sé ekki nein líkindi til þess að þetta skýrist mjög fljótlega og við bíðum því átekta.“ Charles Cobb, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi, hef- Kaiser Aluminium Sýndi eitt sinn áhuga á að reisa hér álverksmiðju lega skoða staði bæði norðanlands ogsunnan. í kjölfar fundarins í London var fulltrúum Kaiser boðið hingað til lands til könnunarviðræðna um ál- ver dagana 19.-21. október sama ár. Á meðan á dvölinni stóð lýsti Seidl því yfir að enn væri mikið starf óunnið þar til ákvörðun um staðsetningu nýrrar álbræðslu yrði tekin. Auk íslands væri verið að skoða möguleika á staðsetningu í Venesúela, Mósambík, Rússlandi og Kamerún. Charles Cobb, fyrrverandi sendi- hen-a Bandaríkjanna á íslandi, var í sendinefnd Kaiser í för hennar hingað til lands sem ráðgjafi. í sam- tali við Morgunblaðið 6. október sagði hann að eigendur fyrirtækisins væru nánast staðráðnir í að reisa álverksmiðju og að ísland ætti góða möguleika á að verða fyrir valinu. Nýr forstjóri tekur Um áramótin 1992/1993 lét Seidl af starfi forstjóra Kaiser og við tók Steve Hutchcraft. Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðarráðherra, átti fund með Hutchcraft skömmu síðar eða um miðjan janúar 1993. Jón sagði eftir fundinn að íslendingum litist vel á að starfa áfram að könnunar- viðræðum með Kaisermönnum. „Síðan mun á það reyna hvort sam- starfsmöguleikar koma í ljós við þessar könnunarviðræður sem menn ekki sjá alveg núna.“ Frá þessum tíma hefur lítið sem ekkert komið fram um áhuga Kais- er á að reisa hér álver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.