Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 41 Sveitir Skúla Skúlasonar og Stefaníu Skarphéðins- dóttur íslandsmeistarar BRIDS B r i d s h ö II i n Pönglabakka ÍSLANDSMÓT KVENNA OG YNGRI SPILARA Helgina 24. og 25. febrúar SVEIT Stefaníu Skarphéðins- dóttur sigraði með miklum yfir- burðum í íslandsmóti kvenna, sem fram fór um helgina. Tólf sveitir spiluðu og sigraði sveit Stefaníu í 10 leikjum af 11 en tólf sveitir spiluðu í mótinu. í sveit Stefaníu spiluðu ásamt henni Hjördís Siguijónsdóttir, Gunnlaug Einarsdóttir, Ragn- heiður Nielsen og Jakobína Rík- harðsdóttir. Hörð keppni var hins vegar um næstu sæti en þrjár sveitir urðu efstar og jafnar í 2.-4. sæti. Skv. reglugerð mótsins varð sveit Unu Árnadóttur önn- ur, Liljurnar þriðju og sveit Þriggja Frakka fjórða en lokast- aða efstu sveita varð þessi: Stefanía Skarphéðinsdóttir 228 Una Árnadóttir 176 Liljurnar 176 ÞrírFrakkar 176 Istravel 169 Hrafnhildur Skúladóttir 167 Yngri spilarar í flokki yngri spilara sigraði sveit Skúla Skúlasonar nokkur örugglega, hlaut 134 stig. í sveitinni spiluðu margir íslands- meistarar en sveitin var skipuð bræðrunum Ólafi og Steinari Jónssonum frá Siglufirði, Magn- úsi Magnússyni og Sigurbirni Haraldssyni auk sveitarforingj- ans Skúla Skúlasonar. Sveit Skúla tapaði engum leik, vann 6 og gerði eitt jafntefli en lokastaða efstu sveita varð þessi: Skúli Skúlason 134 Tíminn 117 ÞrírFrakkarjr. 113 Hampiðjan hf. 108 Aðeins 7 sveitir spiluðu í yngri flokkunum að þessu sinni. Keppnisstjóri var Sveinn R. Ei- ríksson en varaforseti Bridssam- bandsins, Guðmundur Sveinn Hermannsson, afhenti verðlaun í mótslok. Arnór Ragnarsson Morgunblaðið/Amór Ragnarsson ÞÆR sigruðu með yfirburðum í kvennaflokknum. Talið frá vinstri: Stefanía Skarphéðinsdóttir, Gunnlaug Einarsdóttir, Jakobína Ríkharðsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Nielsen. í SIGURLIÐINU í yngri flokknum var íslandsmeistari í hverju rúmi. Talið frá vinstri: Steinar Jónsson, Ólafur Jónsson, Skúli Skúlason, Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson. Athugasemd frá sjúkrahúsapótekunum VEGNA fréttar í Morgunblaðinu föstudaginn 23. febrúar sl., um að apótekarar hafi kært lyfjabúðar- rekstur spítalanna til Rannsóknar- lögreglu ríkisins, viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Með nýjum lyfjalögum var stigið það skref að heimila sjúkrahúsapó- tekum að afgreiða lyf samkvæmt lyfseðli til sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsinu og göngudeildar- sjúklinga. Þetta er að sjálfsögðu gert til hagræðis fyrir sjúklinga, enda boðið upp á slíka þjónustu víða á Vesturlöndum. í Noregi hafa sjúkrahúsapótek heimild til að af- greiða lyf til hvaða sjúkljngs sem er án nokkurra sérstakra takmark- ana. Sama á við um Bandaríkin, svo einhver lönd séu nefnd. Farið hefur verið eftir þessu ákvæði lag- anna í sjúkrahúsapótekunum, þar sem eingöngu eru afgreidd lyf sam- kvæmt lyfseðlum útgefnum af læknum sjúkrahússins. Starfsmenn geta verið sjúklingar eins og aðrir og eiga þá að sjálfsögðu sama rétt. Að afgreiðsluheimild sjúkra- húsapótekanna skuli vera takmörk- uð skerðir vitanlega samkeppnis- stöðu þeirra. Engin skýr ákvæði eru í lögunum um sölu lausasölulyíja og hafa forstöðumenn sjúkra- húsapótekanna leitað ráða hjá heil- brigðisráðuneytinu um hvort þeim væri heimilt að afgreiða lausasölu- lyf. Ekki hefur borist nein skýr túlkun sem segir til um fram- kvæmd, en við talið sjúkrahúsapó- tekin hafa almenna heimild til að selja áðurnefndum sjúklingum lausasölulyf án sérstakra takmark- ana. Ekki sést utan á fólki hvort það er göngudeildarsjúklingar eða útsendarar apótekara að reyna að leiða menn í gildru og okkur hefur þótt með ólíkindum að aðrir en sjúk- lingar spítalans legðu það á sig að leita þessa þjónustu uppi. Rannveig Einarsdóttir, forstöðu- maður apóteks Landspítalans og Kristján Linnet, forstöðumaður apóteks Sjúkrahúss Reykjavíkur. Skiptikennari flytur Háskólafyrirlestur DR. JOHN Siabi Aglo, ERAS- MUS-skiptikennari í heimspeki frá Rennes-háskóla I í Frakklandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17.15 í stofu A í aðalbyggingu háskólans. Fyrirlesturinn nefnist: „From the Pure Theory of Law to the Formal Structure of Norms“ og verður fluttur á ensku. í fyrirlestrinum mun dr. Aglo útskýra hvernig hann hyggst leysa vanda í kenningu Hans Kelsen um forskriftir (norms). Kelsen fjallar um tvenns konar forskriftir - grundvallarforskriftir og aðrar - sem hann á erfitt með að tengja saman. Hugmynd fyrirlesarans, sem hann gerir ítarlega grein fyr- ir í doktorsritgerð sinni, er sú að tengslin liggi í þeim táknum sem eru tjáningarmeðul forskrifta. Hlutverk þessara tákna ráðast af félagslegum, sálrænum og mál- rænum þáttum. John Siabi Aglo er menntaður í heimspeki, félagsfræði og al- mennum málvísindum. Hann er Togobúi og háskólaferill hans byij- aði þar. Hann Iauk D.E.U.G. í heimspeki og hagnýtum félagsvís- indum og síðan licence-prófi í heimspeki og félagsfræði frá Ben- in háskóla í Togolandi. Þá hélt hann til Fílabeinsstrandarinnar og lauk þaðan licence- og maitrise- prófum í almennum málvísindum og maitrise og D.E.A. í heimspeki sem hann tók samhliða. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki á þessu ári frá Rennes-háskóla I, en þar er hann stundakennari. Fyrirlesturinn er öllum opinn. 8 vikna i fitubrennslunámskeið Frostaskjóli 6 Hefst 4. mars.< Mappa meó fróóleikj Kynningarfundur Fitumælingar Vigtun Óvæntir glaóningar Mikió aóhald Barnagæsla MORGUN- SÍÐDEGIS OG KVÖLDTÍMAR i / Leióbeinendur: Bjargey, iþróttafræðingur Védis, íþróttakennari Síóast var uppselt Aukakílóin | fjúka af í Skráóu þig strax í síma jLm / 561-3535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.