Morgunblaðið - 27.02.1996, Page 41

Morgunblaðið - 27.02.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 41 Sveitir Skúla Skúlasonar og Stefaníu Skarphéðins- dóttur íslandsmeistarar BRIDS B r i d s h ö II i n Pönglabakka ÍSLANDSMÓT KVENNA OG YNGRI SPILARA Helgina 24. og 25. febrúar SVEIT Stefaníu Skarphéðins- dóttur sigraði með miklum yfir- burðum í íslandsmóti kvenna, sem fram fór um helgina. Tólf sveitir spiluðu og sigraði sveit Stefaníu í 10 leikjum af 11 en tólf sveitir spiluðu í mótinu. í sveit Stefaníu spiluðu ásamt henni Hjördís Siguijónsdóttir, Gunnlaug Einarsdóttir, Ragn- heiður Nielsen og Jakobína Rík- harðsdóttir. Hörð keppni var hins vegar um næstu sæti en þrjár sveitir urðu efstar og jafnar í 2.-4. sæti. Skv. reglugerð mótsins varð sveit Unu Árnadóttur önn- ur, Liljurnar þriðju og sveit Þriggja Frakka fjórða en lokast- aða efstu sveita varð þessi: Stefanía Skarphéðinsdóttir 228 Una Árnadóttir 176 Liljurnar 176 ÞrírFrakkar 176 Istravel 169 Hrafnhildur Skúladóttir 167 Yngri spilarar í flokki yngri spilara sigraði sveit Skúla Skúlasonar nokkur örugglega, hlaut 134 stig. í sveitinni spiluðu margir íslands- meistarar en sveitin var skipuð bræðrunum Ólafi og Steinari Jónssonum frá Siglufirði, Magn- úsi Magnússyni og Sigurbirni Haraldssyni auk sveitarforingj- ans Skúla Skúlasonar. Sveit Skúla tapaði engum leik, vann 6 og gerði eitt jafntefli en lokastaða efstu sveita varð þessi: Skúli Skúlason 134 Tíminn 117 ÞrírFrakkarjr. 113 Hampiðjan hf. 108 Aðeins 7 sveitir spiluðu í yngri flokkunum að þessu sinni. Keppnisstjóri var Sveinn R. Ei- ríksson en varaforseti Bridssam- bandsins, Guðmundur Sveinn Hermannsson, afhenti verðlaun í mótslok. Arnór Ragnarsson Morgunblaðið/Amór Ragnarsson ÞÆR sigruðu með yfirburðum í kvennaflokknum. Talið frá vinstri: Stefanía Skarphéðinsdóttir, Gunnlaug Einarsdóttir, Jakobína Ríkharðsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Nielsen. í SIGURLIÐINU í yngri flokknum var íslandsmeistari í hverju rúmi. Talið frá vinstri: Steinar Jónsson, Ólafur Jónsson, Skúli Skúlason, Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson. Athugasemd frá sjúkrahúsapótekunum VEGNA fréttar í Morgunblaðinu föstudaginn 23. febrúar sl., um að apótekarar hafi kært lyfjabúðar- rekstur spítalanna til Rannsóknar- lögreglu ríkisins, viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Með nýjum lyfjalögum var stigið það skref að heimila sjúkrahúsapó- tekum að afgreiða lyf samkvæmt lyfseðli til sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsinu og göngudeildar- sjúklinga. Þetta er að sjálfsögðu gert til hagræðis fyrir sjúklinga, enda boðið upp á slíka þjónustu víða á Vesturlöndum. í Noregi hafa sjúkrahúsapótek heimild til að af- greiða lyf til hvaða sjúkljngs sem er án nokkurra sérstakra takmark- ana. Sama á við um Bandaríkin, svo einhver lönd séu nefnd. Farið hefur verið eftir þessu ákvæði lag- anna í sjúkrahúsapótekunum, þar sem eingöngu eru afgreidd lyf sam- kvæmt lyfseðlum útgefnum af læknum sjúkrahússins. Starfsmenn geta verið sjúklingar eins og aðrir og eiga þá að sjálfsögðu sama rétt. Að afgreiðsluheimild sjúkra- húsapótekanna skuli vera takmörk- uð skerðir vitanlega samkeppnis- stöðu þeirra. Engin skýr ákvæði eru í lögunum um sölu lausasölulyíja og hafa forstöðumenn sjúkra- húsapótekanna leitað ráða hjá heil- brigðisráðuneytinu um hvort þeim væri heimilt að afgreiða lausasölu- lyf. Ekki hefur borist nein skýr túlkun sem segir til um fram- kvæmd, en við talið sjúkrahúsapó- tekin hafa almenna heimild til að selja áðurnefndum sjúklingum lausasölulyf án sérstakra takmark- ana. Ekki sést utan á fólki hvort það er göngudeildarsjúklingar eða útsendarar apótekara að reyna að leiða menn í gildru og okkur hefur þótt með ólíkindum að aðrir en sjúk- lingar spítalans legðu það á sig að leita þessa þjónustu uppi. Rannveig Einarsdóttir, forstöðu- maður apóteks Landspítalans og Kristján Linnet, forstöðumaður apóteks Sjúkrahúss Reykjavíkur. Skiptikennari flytur Háskólafyrirlestur DR. JOHN Siabi Aglo, ERAS- MUS-skiptikennari í heimspeki frá Rennes-háskóla I í Frakklandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17.15 í stofu A í aðalbyggingu háskólans. Fyrirlesturinn nefnist: „From the Pure Theory of Law to the Formal Structure of Norms“ og verður fluttur á ensku. í fyrirlestrinum mun dr. Aglo útskýra hvernig hann hyggst leysa vanda í kenningu Hans Kelsen um forskriftir (norms). Kelsen fjallar um tvenns konar forskriftir - grundvallarforskriftir og aðrar - sem hann á erfitt með að tengja saman. Hugmynd fyrirlesarans, sem hann gerir ítarlega grein fyr- ir í doktorsritgerð sinni, er sú að tengslin liggi í þeim táknum sem eru tjáningarmeðul forskrifta. Hlutverk þessara tákna ráðast af félagslegum, sálrænum og mál- rænum þáttum. John Siabi Aglo er menntaður í heimspeki, félagsfræði og al- mennum málvísindum. Hann er Togobúi og háskólaferill hans byij- aði þar. Hann Iauk D.E.U.G. í heimspeki og hagnýtum félagsvís- indum og síðan licence-prófi í heimspeki og félagsfræði frá Ben- in háskóla í Togolandi. Þá hélt hann til Fílabeinsstrandarinnar og lauk þaðan licence- og maitrise- prófum í almennum málvísindum og maitrise og D.E.A. í heimspeki sem hann tók samhliða. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki á þessu ári frá Rennes-háskóla I, en þar er hann stundakennari. Fyrirlesturinn er öllum opinn. 8 vikna i fitubrennslunámskeið Frostaskjóli 6 Hefst 4. mars.< Mappa meó fróóleikj Kynningarfundur Fitumælingar Vigtun Óvæntir glaóningar Mikió aóhald Barnagæsla MORGUN- SÍÐDEGIS OG KVÖLDTÍMAR i / Leióbeinendur: Bjargey, iþróttafræðingur Védis, íþróttakennari Síóast var uppselt Aukakílóin | fjúka af í Skráóu þig strax í síma jLm / 561-3535

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.