Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Dagur símenntunar Ahugi á tölvum en ekki á fíkniefnavörnum MISJAFNT var eftir skólum og fé- lagasamtökum hversu vel sóttur Dagur símenntunar var sl. laugar- dag, en þá kynntu um 50 aðilar víða á landinu starfsemi sína og möguleika til endurmenntunar. I Fjölbraut við Ármúla komu til dæm- is á sjöunda hundrað gestir og kvaðst Sölvi Sveinsson skólameist- ari stefna að því að gera slíkan dag að árlegum viðburði. Heldur minni aðsókn virðist hafa verið hjá minni félagasamtökum. Til dæmis kom enginn að hlusta á fyrirlestur Árna Einarssonar um að snúa vörn í sókn í fíkniefnavanda unglinga. Ingibjörg Gísladóttir deildarstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans og framkvæmdastjóri Dags sí- menntunar segist hafa verið mjög ánægð með þá athygli og umfjöllun sem dagurinn hlaut. „Sú mikla umræða sem skapast hefur í kring- um þennan dag hefur skilað miklu. Ljóst er að fyrir utan nokkur þús- und manns sem mættu í skólana sátu margir heima og veltu þessum málum fyrir sér. Ég tel fullvíst, að umfjöllun í fjölmiðlum hafi fengið fólk til að huga að eigin möguleik- um til menntunar, sem eru gífulega fjölbreyttir.“ í Menntaskólanum í Hamrahlíð voru menn mjög ánægðir, en þar sýndi almenningur afstæðiskenn- ingu Einsteins mikinn áhuga, svo og héraðsbundinni matargerðarlist, svo dæmi séu tekin. Þá voru for- svarsmenn tölvuskóla að öllu jöfnu ánægðir með þátttöku. Fjöldi manns kom einnig í Fræðslumiðstöð iðnaðarins og fylltust til dæmis öll námskeið Prenttæknistofnunar. Á Akureyri og víðar á Norður- landi var dagskrá felld niður vegna veðurs, en Verkmenntaskólinn á Akureyri stefnir á að hafa opið hús 20. apríl og sömuleiðis verður ráð- stefna um lauslæti á vegum Háskól- ans á Akureyri haldin í vor. Ráðstefna um símenntun Símenntun er ekki á ábyrgð eins aðila heldur koma þar margir við sögu; einstaklingar, menntastofn- anir og fyrirtæki, hvert á sinn hátt. Þetta var samdóma álit þeirra fram- sögumanna sem sátu ráðstefnu Rannsóknaþjónustu háskólans sl. laugardag. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra gerði grein fyrir stefnu ráðuneytisins. Sagði hann að sam- kvæmt frumvarpi um framhalds- skóla sem iiggur nú fyrir Alþingi sé stefnt að því að endurskoða námsframboð öldungadeilda, breikka það og bæta við hagnýtum námsleiðum. Þá nefndi Björn ákvæði í frum- varpinu sem fjallar um fullorðins- fræðslumiðstöðvar. Þar væri kom- inn vettvangur fyrir samstarf og samvinnu hinna ýmsu aðila. Kvaðst hann þess fullviss að góð samstaða muni skapast bæði á heimavett- vangi og hjá heildarsamtökum um stofnun slíkrar miðstöðvar. Einnig vakti menntamálaráð- herra athygli á ákvæði í frumvarp- inu sem heimilar einkaaðilum að bjóða upp á nám sem falli undir lög um framhaldsskóla. Sagði hann það nýmæli, að menntamálaráðherra geti veitt slíkum einkaskólum viður- kenningu. „Með öðrum orðum geta menn leitað eftir stimpli ráðuneytis- skólar/námskeið tölvur myndmennt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein páss laus í mars og apríl. Hannes Flosason, s. 554 0123. ■ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows - Internet námskeið - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Barnanám - Unglinganám í Windows - Unglinganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. ■ Bréfaskóianámskeið í myndmennt Á nýársönn, janúar-maí, eru kennd eftir- farandi námskeið: Grunnteikning. Líkamsteikning. Lita- meðferð. Listmálun meö myndbandi.. Skrautskrift. Innanhússarkitektúr. Híbýlafræði. Teikning og föndur fyrir börn. Fáðu sent kynningarrit skólans með því að hringja eða senda okkur línu. Sími 562 7644, pósthólf 1464, 121 Reykjavík. http://www.mmedia.is/handment/ ýmislegt Bi Tölvuskóli Reykiavíkur FiorKarnjm 28, hinn 561 6699. nudd ■ Námskeið í ungbarnanuddi fyrir foreldra með börn á aldrinum 1 til 10 mánaða. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu í síma 562 4745 eöa milli kl. 9.30 og 10.30 í síma 552 1850. ■ Barnfóstru- námskeið 1996 1. 6., 7., 11. og 12 mars. 2. 13., 14., 18. og 19. mars. 3. 20., 21., 25. og 26 mars. 4. 10., 11., 15. og 16. aprfl. 5. 17., 18., 22. og 23. aprfl. 6. 6., 7., 8. og 9. maí. 7. 29. og 30. maí, 3. og 4. júní. 8. 5., 6., 10. og 11. júní. Kennsluefni: Umönnun ungbarna og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Sími 568 8188 kl.8-16. Reykjavikurdeild RKÍ. tónlist ■ Píanókennsla Einkakennsla á píanó og í tónfræði. Upplýsingar og innritun í s. 553 1507. Anna Ingólfsdóttir. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 5517356. tungumál ■ Enskunám í Englandi.Lengi lang- að? - Láttu nú drauminn rætast. Boðið upp á námsferð í hóp og á eigin vegum. Mjög góðir skólar víða í Eng- landi. Hagstætt verð. Uppl. í s. 565 0056. Erla Aradóttir, MA í enskukennslu, fulltrúi enskuskólanna The Bell og Anglo Worid. Á SJÖUNDA hundrað manns komu við í Ármúlaskóla. Nokkrir fylgdust til dæmis með krufningum dýra. Hér má sjá Boga Ingi- marsson kennara aðstoða Svein Steinarsson við að kryfja rottu. ins á það nám sem þeir bjóða. Verð- um við að ganga að því sem vísu að þar verði um gæðastimpil að ræða.“ Magnús Oddsson veitustjóri ræddi um ábyrgð einstaklinga til símenntunar og kvað hana afger- andi. „Sá starfsmaður sem ekki skilur kall tímans i þessu efni situr uppi, verður sár og reiður og finnst framhjá sér gengið, þegar aðrir verða teknir fram fyrir hann. Á ég þar bæði við gagnvart verkefnum, stöðuhækkunum og launum.“ Elínbjörg Magnúsdóttir sagði að skapa yrði einstaklingum skil- yrði til símenntunar. Hún benti á að 50-60 þúsund manns væru á vinnumarkaði sem hefðu ekki lok- ið annarri formlegri menntun en grunnskóla. „Verði ekki hafist handa við að koma á skipulegu námi breikkar enn bilið á milli þeirra sem skemmsta skólagöngu hafa og hinna sem búa við öfluga menntun," sagði hún. í orði en ekki á borði Snorri S. Konráðsson fram- kvæmdastjóri MFA talaði um „týnda fólkið" þ.e. það sem hefur ekki frumkvæði til menntunar. Sagði hann MFA hafa þjónað því undanfarin ár með námskeiðahaldi. Hann gagnrýndi hins vegar ráða- menn fyrir að sýna fræðslustarfi fyrir atvinnulausa lítinn skilning og engu væri iíkara en þeim væri sama um þetta fólk. „Stjórnvöld stöðva allar fjárveitingar hvað eftir annað á meðan þau halda uppi ómarkviss- um og langdregnum umræðum um hugmyndafræði fræðslustarfsins fyrir atvinnulaust fólk. Enn 1 dag sér ekki fyrir endann á þessum vinnubrögðum." Sveinn Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins sagði samtökin hafa beitt sér fyrir því á undanförnum misserum að efla samstarf þeirra sem fara með sí- menntunarmál í iðnaði. Komið hefði verið á fót Félags- og fræðslumið- stöð, sem væri í Húsi iðnaðarins og ættu 11 iðngreinafélög aðstöðu þar auk Samstarfsnefndar atvinnu- lífs og skóla. Hann sagði atvinnulíf- ið sjálft móta sína menntastefnu með hliðsjón af nýrri tækni og markaðskröfum. Hann sagði samtökin ennfremur hafa það að markmiði að breyta viðhorfi ungs fólks til verk- og tæknimenntunar, ræddi um ný- sköpun og sagði hana ganga best þegar hún ætti sér stað innan fyrir- tækja og meðal starfsmanna á gólf- inu. „Þarna á sér stað virk símennt- un sem með öllum tiltækjum ráðum þarf að efla.“ Ályktun reykvískra skólastjórnenda Skólabúðir verði afram að SEXTÍU skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar samþykktu með sam- hljóða atkvæðum að senda eftirfar- andi ályktun til Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra: „Fundur reykvískra skólastjórn- enda haldinn að Nesjavöllum þ. 8. febrúar 1996 samþykkir að beina þeirri eindregnu áskorun til menntamálaráðherra, að hann beiti sér fyrir áframhaldandi rekstri rík- isins á skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Heyrst af lokun Um uppeldis- og fræðslugildi skólabúðanna þarf ekki að fjölyrða. Heilladrjúg reynsla af þeim undan- farin ár talar sínu máli,“ segir í ályktuninni. Ragnar Gíslason skólastjóri í Reykjum Foldaskóla segir að skólastjórar hafi ekki fengið formlega tilkynn- ingu um að leggja eigi skólann nið- ur, en starfsmenn skólans hafi tjáð þeim að slíkt hefði verið til um- ræðu. Því hafi verið gripið til þess- ara aðgerða. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið, að fjölmargir skólastjórar og skólamenn hafi bent á mikil- vægi skólabúðanna. „Ég dreg rétt- mæti þeirra ábendinga síður en svo í efa og minn vilji stendur ekki til þess, að starfsemin þar leggist af við flutning grunnskólans til sveit- arfélaganna. Ég tel að reksturinn eigi að vera í höndum sveitarfélag- anna og vona að um málið náist samkomulag milli aðila,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.