Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR BHM, B5RB og KÍ fylkja llbl gegn áformum stjórnvalda: Ráðherra skynjar ekki alvöru málsins FRIKKI fríski . . . Rekstur ráðuneytanna kostnaðarsamari 1995 en reiknað var með Sj ávarútvegsráðuneytið eitt rekið innan fjárlaga REKSTRARGJOLD allra ráðuneyta nema sjávarútvegsráðuneytis voru umfram fjárlög á síðasta ári, en í mörgum tilfellum skýrist það af auknum launakostnaði vegna kjara- samninga. Mestur varð framúrakstur heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis eða rúmiega 1,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skýrslu fjár- málaráðherra um ríkisfjármál árið 1995, sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þar kemur einnig fram að útgjöld ríkisins fóru alls 3,8 milljarða umfram fjárlög en heildartekjur rík- issjóðs voru 2,3 milljarðar umfram fjárlagaáætlun. Því var hallarekstur ríkisins 1,5 milljörðum meiri en áætl- að var, eða 8,9 milljarðar í stað rúm- lega 7,4 milljarða eins og fjárlög gerðu ráð fyrir. Vandi sjúkrahúsa I heilbrigðisráðuneytinu, þar sem rekstrargjöld námu rúmum 19,1 milljarði, má rekja um helming út- gjaldaaukans til kjarasamninga. Að teknu tilliti til þess voru útgjöld sjúkrastofnana 560 milljónir umfram fjárlög. Af þeirri upphæð eru 242 milljóna útgjöld hjá Ríkisspítölunum og 133 milljónir hjá Borgarspítala og Landakotsspítala sem nú hafa sameinast í Sjúkrahús Reykjavíkur. Einnig fóru nokkur minni sjúkrahús umfram fjárlög. í flestum tilfellum var um að ræða uppsafnaðan vanda fyrri ára en í skýrslunni kemur fram að í tilfelli Sjúkrahúss Suðurlands, sem fór 27 milljónir fram úr heimildum, hafi verið um að ræða aukið rekstrarum- fang. Hjá sjúkrahúsunum í Vest- mannaeyjum og f Neskaupstað tengdist útgjaldaaukning, 44 milljón- ir, eingreiðslum til starfsmanna vegna vangoldinna bakvakta nokkur ár aftur í tímann. Vegna rekstrarvandans greip ráðuneytið til þess að setja tilsjónar- mann á þeim stöðum þar sem um- framgreiðslur voru hlutfallslega mestar, á St. Jósefsspítala, Hafnar- firði, Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Suðurnesja og Sjúkrahúsinu Akra- nesi, en þar hefur stjórn stofnunar- innar ekki staðið við samkomulag frá árinu 1994 að því er kemur fram í skýrslunni. í menntamálaráðuneyti fóru rekstrarútgjöldin 345 milljónir fram úr áætlun og urðu 12,5 milljarðar. Launabætur til stofnana námu 670 milljónum en á móti kom að útgjöld lækkuðu um 425 milljónir vegna kennaraverkfallsins. Fram kemur að betur hefur gengið en oft áður í ráðu- neytinu að fylgja eftir forsendum fjárlaga innan ársins. Rekstrargjöld dóms- og kirkju- málaráðuneytis urðu tæpir 5,3 millj- arðar eða 215 milljónum meira en fjárlög sögðu fyrir um. Löggæslu- stofnanir fóru 54 milljónir umfram fjárlög og sýslumannsembætti 43 milljónir svo eitthvað sé nefnt. Að auki varð viðhalds- og stofnkostnað- ur 168 milljónum króna hærri en áætlað var og munaði þar mestu um Hæstaréttarhús, þar sem nýttar voru 45 milljónir af eldri fjárheimild, og búnaðar sýslumannsembætta, en 46 milljónum var varið til að endurnýja tölvukerfi stofnananna. Vinnueftirlit kostnaðarsamt Rekstrargjöld félagsmálaráðu- neytis voru um 2 milljarðar og fóru 200 milljónir umfram fjárlög. Helm- ingurinn var vegna kjarasamninga en afgangurinn vegna aukins fram- lags til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og ýmissa smærri liða. Fram kemur í skýrslunni að umframgreiðslur Vinnueftirlitsins hafi numið 22 millj- ónum, og sé það annað árið í röð þar sem ekki sé farið að fjárlögum. Á móti vegur að Brunamálastofnun var 10 milljónum innan marka. Rekstrargjöld fjármálaráðuneytis fóru 120 milljónir umfram fjárlög. Aðalástæðan var kostnaður vegna snjóflóðanna á Súðavík og Flateyrí, 91 milljón. Þá urðu útgjöld vegna dómkrafna 60 milljónir umfram fjár- lög. Á móti kom að skýrsluvélakostn- aður var 55 milljónir innan fjárlaga en hagræðingarátak var gert í þeim lið fyrir tveimur árum, og segir í skýrslunni að það virðist hafa skilað umtalsverðum sparnaði. Sendiráð hækkuðu Rekstur utanríkisráðuneytis fór 118 milljónir króna fram úr fjárlög- um. Þar af kostaði flutningur aðal- skrifstofunnar 38 milljónir. Þá var rekstur sendiráða umfram forsendur fjárlaga af ástæðum sem tengjast húsnæðiskostnaði og álagningu tryggingargjalds, auk fleiri atriða. Landbúnaðarráðuneytið fór 63 milljónir fram úr fjárlögum en rekstr- arútjöld urðu 966 milljónir. Ef undan eru skildir kjarasamningamir er kostnaðaraukinn mestur hjá embætti yfirdýralæknis, 12 milljónir, og Bændaskólanum á Hólum, 15 millj- ónir, en koma einnig fram hjá flest- um stofnunum ráðuneytisins, að því er segir í skýrslunni. Hækkun frá fyrra ári er mest hjá aðalskrifstof- unni eða 19 milljónir, að hluta til vegna kostnaðar vegna fulltrúa í Brussel. Segir í skýrslunni að ráðu- neytið verði að grípa til aðgerða til að reksturinn haldist innan ramma fjárlaga á þessu ári. Í forsætisráðuneyti fóru útgjöldin 40 milljónir umfram Ijárlög og urðu 206 milljónir. Kostnaður vegna kjarasamninga skýrir aðeins 4 millj- ónir af frávikinu en mestu munar um umframgreiðslur embættis Húsa- meistara ríkisins, sem nú á að leggja niður, og þjóðgarðsins á Þingvöllum, samtals 21 milljón. Að auki urðu greiðslur til viðhalds og stofnkostn- aðar 235 milljónir umfram ijárlög, m.a. vegna þess að fjárheimildir fyrri ára færðust á árið 1995. Framúrakstur samgönguráðuneyt- is, umhverfisráðuneytis, iðnaðarráðu- neytis,_ viðskiptaráðuneytis og Hag- stofu íslands má, samkvæmt skýrsl- unni, að mestu skýra með auknum launakostnaði vegna kjarasamninga. En útgjöld sjávarútvegsráðuneytis urðu 18 milljónum lægri en fjárlög þrátt fyrir 26 milljóna kostnaðarauka vegna kjarasamninga. Útgjöid flestra stofnana ráðuneytisins voru lítillega umfram ljárlög nema hvað Fiskistofa var 20 milljónir innan marka, m.a. vegna hagræðingaráðgerða í ferða- kostnaði innanlands. Hið íslenska náftúrufræðifélag Mörkum okk- ur stefnu Guttormur Sigurbjarnarson GUTTORMUR sagði í samtali við Morg- unblaðið, að alls hefðu ijórar ályktanir ver- ið samþykktar á ársþing- inu, auk þess sem dr. Þor- leifur Einarsson jarðfræð- ingur hafi verið heiðraður sérstaklega fyrir mikið og merkilegt framlag til al- mennrar kynningar á nátt- úrufræði með bók sinni „Jarðfræði, saga bergs og lands“, sem hefur komið margoft út í röskan aldar- fjórðung, endurskoðuð og endurbætt eftir þörfum. Sú ályktun sem hæst bar sneri hins vegar að miklum umræðum í þjóðfélaginu hin seinni misseri um nýt- ingu og skipulag hálendis- ins. Um þetta sagði Gutt- ormur: „Ályktun okkar hljómar þannig, - Aðalfundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags, haldinn 17. febrúar 1996 í Reykjavík, varar við hættu þeirri á umhverfisspjöllum og landslýtum, sem stafað getur af stórfelldri uppbyggingu á ferða- mannaþjónustu á náttúruvinjum á miðhálendi íslands. Bent er í því sambandi þess í stað á staðsetn- ingu slíkrar þjónustu í næstliggj- andi byggðum og samgöngubæt- ur. Jafnframt er vakin athygli á þörf þess að móta sem fyrst opin- bera og samræmda heildarstefnu um þessi mál, sem felld verði inn í heildarskipulag miðhálendisins. Varðandi þjónustu við ferðamenn á miðhálendinu skal bent á hefðar- rétt þeirra, sem um áratuga skeið hafa með ómældri fyrirhöfn og umhyggju greitt fyrir aðgangi al- mennings og umgengni við nátt- úru miðhálendisins, og þó jafnan gætt þess að valda sem minnstum spjöllum á náttúrunni og hinu náttúrulega umhverfi." Þetta er nokkuð harðort og skorin- ort? „Þessi ályktun kemur náttúru- lega í kjölfarið á deilumáli Svína- vatnshrepps og Ferðafélags ís- lands um uppbyggingu og aðstöðu á Hveravöllum. Við kjósum að blanda okkur ekki beint í deilur manna, hreppa og félaga í millum, en við mörkum okkur hins vegar þá stefnu sem eðlileg þykir. Um þessa deilu og málefni miðhálend- isins í heild sinni gildir það að okkar mati að forðast stórfellda uppbyggingu ferðamannaþjón- ustu á miðhálendinu, einfaldlega vegna þess að svæðið er of við- kvæmt. Það er sama hver á í hlut. Þetta er meginreglan." Upp á hveiju stingið þið þá hjá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi? „Við teljum að bæta beri þjón- ustu og aðbúnað ferðamanna við jaðra þessa svæðis með það fyrir augum að auðvelda ferðamönnum að fara dagsferðir þangað. Okkur finnst að göngu- fólk eigi að geta farið þarna um og gist við þau frumstæðu skilyrði sem fyrir eru, en viljum ekki að stofnað verði til framkvæmda sem draga að hinn almenna ferða- mann. Ekki svo að skilja að við séum að amast við honum, heldur vegna þess að hlífa ber hinum viðkvæmu gróðurvinjum. Verði þær fyrir raski gætu þær jafnvel eyðilagst." En hvað með aðrar ályktanir fé- lagsins? „Tvær þeirra fjalla um Þing- vallavatn. Önnur hvetur til þess að umhverfi þess og vatnasvæði verði skipulagt og friðað á viðeig- ►Guttormur Sigurbjarnarson er fæddur í Rauðholti í Hjalta- staðaþinghá á Héraði 23. júní 1928. Þar ólst hann upp þar til hann hóf langskólanám. Hann er stúdent frá MA 1952 og lauk síðan BA-námi í landafræði, stærðfræði og eðlisfræði frá HÍ 1961.1963 hélt hann til Osló og hóf að nema landmótunar- fræði við háskólann þar í borg. 1967 lauk hann „candreal- gráðu“ í faginu. Um skeið var hann auk þess styrkþegi hjá Sameinuðu þjóðunum til að nema vatnafræði. Þegar heim kom, hóf hann störf við Orku- stofnun sem þá var að mennta fólk til virkjunarrannsókna. Guttormur vann síðan hjá Orkustofnun þar til fyrir þrem- ur árum, að hann fór á eftir- laun, en nokkru áður var hann tekinn við stöðu framkvæmda- sljóra hins íslenska náttúru- fræðifélags. Guttormur er tví- kvæntur. Frá fyrra hjónabandi á hann tvö uppkomin börn, Hjörleif og Margréti, auk stjúp- sonar, Karls Björnssonar. Með síðari konu sinni, Áslaugu Kristjánsdóttur, á hann eina stjúpdóttur, Þórunni Berglindi Hafsteinsdóttur. andi hátt, t.d. með því að gera það að friðlandi. Einnig að fram fari vöktun á llfríki þess í kjölfar- ið á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið. Hin ályktunin hvetur hlutaðeigandi stjórnvöld til að láta kanna. og kortleggja náttúrufar í Þingvallasveit og vatnasvið vatns- ins, með viðeigandi útgáfu korta og upplýsingarita. Báðar ályktanir hvetja til þess að öllu verði lokið fyrir 1000 ára afmæli kristnitöku um aldamótin." Og fjórða ályktunin? „Hún hvetur borgarstjórn, rík- isstjórn og Háskóla ís- lands til að helja aftur hið fyrsta viðræður um að koma upp viðunandi aðstöðu fyrir náttúru- fræðisýningar og nátt- úrugripasafn í Reykja- vík. Við minnum á fyrri áætlanir um Náttúruhús í Vatnsmýrinni þar sem bytjað er að grafa fyrir byggingum fyrir náttúrufræði- greinar Háskólans. Það var tölu- verð hreyfing á þessu máli fyrir nokkrum árum, sérstaklega þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri. En þegar hann hætti og fór úr borgarstjórn lognaðist málið út af og hefur verið í salti síðan. Þetta hefur alltaf verið mikið áhugamál hjá Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi, þau rúmu 100 ár sem félagið hefur verið við lýði.“ Varað við hættu á umhverfis- spjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.