Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI TVÆR íbúðir í raðhúsi við Öldugötu á Árskógssandi gjöreyðilögðust i eldi aðfaranótt sunnudags. Fólksbíll sem stóð utan við húsið eyðilagðist einnig og hjólaskófla skemmdist mikið. * Mikið tjón í eldsvoða á Arskógssandi Einn maður fórst í eldsvoðaniim Foreldrarnir fengu að kynnast skátastarfinu RANNSÓKN á ugptökum eldsvoð- ans í raðhúsi á Arskógssandi að- faranótt sunnudags er lokið, en hann má rekja til þess að hella á eldavél í íbúð í húsinu var á fullum straum. Einn maður fórst í eldsvoð- anum, en hjón í næstu íbúð sluppu naumlega út. Um er að ræða rað- hús með fjórum íbúðum og er tvö- faldur bílskúr á milli miðíbúðanna. Tvær íbúðanna eru gjörónýtar, en tjón af völdum eldsvoðans er áætlað um 15 til 20 milljónir króna.' Slökkviliðið á Dalvík var kallað út um kl. hálf þrjú aðfaranótt sunnudags. Sigurður Jónsson slökkviliðsstjóri ,á Dalvík sagði að aðkoman hefði verið slæm. Eld- tungur stóðu upp úr húsinu og veðr- ið var afar slæmt, norðanáhlaup með snjókomu. „Þegar við komum á staðinn voru giuggar farnir úr húsinu og vindurinn blés gegnum það, það má líkja þessu við prímus, eldurinn biossaði út um þakið og fauk yfir næstu íbúð og að næsta raðhúsi. Þetta var alveg skugga- legt, ég átti alveg eins von á að við myndum ekki ráða við þetta,“ sagði Sigurður. Eldglæringar yfir húsið Hann sagðist á tímabili hafa ver- ið hræddur um að missa eldinn yfir í næstu raðhúsalengju, því eldglær- ingarnar hefðu þotið yfir húsið, en sem betur fer hefðu menn náð tök- um á eldinum. Alls fóru 8 slökkviliðsmenn frá Dalvík á staðinn og þá var leitað eftir aðstoð Slökkviliðsins á Akur- eyri sem sendi tankbíl með um 10 tonn af vatn á staðinn. Auk þess sagði slökkviliðsstjóri að heima- menn hefðu tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Það tók slökkvilið um tvo tíma að ná yfirhöndinni, en þá átti enn eftir að slökkva mikið. FÉLAGAR í Oddeyrardeild Skáta- félagsins Klakks létu óveðrið á laugardag ekki hafa áhrif á sig og buðu foreldrum sínum til kynningar á skátastarfinu í íþróttahúsi Odd- eyrarskóla. Um þessar mundir eru fimm ár síðan skátastarf, svokölluð fyrsta deild, var endurvakið á Odd- eyrinni eftir nokkuð langt hlé. Fyrsta deild starfar í skólahverfí Oddeyrarskóla, þ.e. á Oddeyri og í Holtahverfi. Á foreldradeginum var kynning á væntanlegu Landsmóti, sem fram fer á Úlfljótsvatni 21.-28. júlí í sumar. Skátarnir unnu verk- efni tengt Landsmótinu og sýndu foreldrum sínum, eins og hægt er innanhúss, hvernig fyrirkomulagið er á slíku móti. Um 50 úr deildinni á landsmótið Tryggvi Marinósson, deildarfor- ingi á Oddeyrinni, segir að þrátt fyrir leiðindaveður hafi 50-60 for- eldrar mætt á kynninguna. „Á Odd- eyrinni starfar ein sveit fyrir stúlk- ur og önnur fyrir stráka og þá starfa þar tveir hópar eldri skáta, 16-18 ára. Við stefnum að því að fjölga skátum á svæðinu og erum því að byija á ný með ylfingastarf, fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9-10 ára.“ Tryggvi segir að stefnt sé að því að fara með um 50 skáta úr deild- inni á landsmótið og kynningin um helgina hafi verið til þess að vekja Morgunblaðið/Kristján UPPTÖK eldsins má rekja til straums sem var á eldavélarhellu, en á myndinni eru rannsóknarlögreglumennirnir Daníel Snorra- son og Jóhannes Sigfússon að skoða eldavélina. „Það var töluvert álag á mönnum, veðrið var vont og menn voru hrakt- ir og kaldir.“~ Nágrannar létu vita af eldinum og taldi Sigurður að þeir hefðu vaknað upp við reyksprengingu sem varð í íbúðinni. íbúðirnar gjörónýtar Auk þess sem íbúðirnar tvær eru gjörónýtar, eyðilagðist fólksbíll sem ---------f------------------------- stóð við húsið og hjólskófla sem einnig var úti fyrir húsinu skemmd- ist mikið. Tjónið er áætlað um 15 til 20 milljónir króna. Sigurður sagði að Slökkvilið Dal- víkur hefði í fyrsta sinn notað þjón- ustu Neyðarlínunnar, sem kallað hefði mannskapinn út og hefði það tekist afar vel, sírena sem jafnan var notuð til að ræsa slökkviliðs- menn hefði ekki farið í gang. áhuga krakkanna og foreldranna á því sem framundan er. „Landsmótið stendur yfir í viku, það kostar tölu- vert að taka þátt í því og það er að ýmsu að hyggja í undirbúningn- um,“ segir Tryggvi. Fyrsta deild Klákks er með að- stöðu í húsi á skólalóð Oddeyrar- skóla, sem kallað var Gunnarshólmi en Akureyrarbær afhenti félaginu húsið til afnota um það leyti sem starfið var endurvakið. Morgunblaðið/Kristján KRAKKARNIR í fyrstu deild Skátafélagsins Klakks unnu verk- efni tengt Landsmótinu á kynningu fyrir foreldra sina í íþrótta- húsi Oddeyrarskóla um helgina. BSRB gefur fé til jafningjafræðslu STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB hefur afhent Jafningjafræðslu framhaldsskól- anna 250 þúsund króna framlag til að vinna að settum markmiðum þessa átaks. Jafningjafræðslan starfar á landsvísu og er það ósk stjórnar BSRB að framlag samtak- anna nýtist þar sem þess er þörf meðal framhaldsskólanema 'lands- ins. Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði við afhendingu fram- lagsins að alvarleg staða væri kom- in upp hér á landi vegna aukinnar neyslu fíkniefna, skelfilegt væri til þess að vita hversu margt ungt fólk hefði ánetjast eiturlyíjum og jafnvel svipt sig lífi af völdum slíkr- ar neyslu. „En það er að verða einhvers konar þjóðarvakning, við erum að vakna til vitundar um það hversu alvarlegur þessi vandi er,“ sagði Ogmundur og benti m.a. á lofsvert framtak framhaldsskólanema, Jafningjafræðsluna, þar sem ungt fólk í framhaldsskólum landsins hefði tekið höndum saman til að sporna gegn þessari þróun. Morgunblaðið/Krislján FREYJA Dögg Frímannsdóttir nemandi í Menntaskólanum á Akureyri og í sljórn Félags framhaldsskólanema tók við framlagi BSRB til Jafningjafræðslu framhaldsskólanna, en það afhenti formaður félagsins, Ögmundur Jónasson. Gamli Svalbakur seldur til Siglufjarðar RÆKJUVÉRKSMIÐJAN Pól- ar hf. á Siglufirði hefur keypt gamla Svalbak EA, togara Útgerðarfélags Akureyringa. Togarinn er í skoðun hjá Slipp- stöðinni Odda hf. en fer fljót- lega til nýrrar heimahafnar. Svalbakur EA var smíðaður í Noregi árið 1969 og er um 780 brúttórúmlestir að stærð. Svalbakur verður gerður út á rækjuveiðar en þar sem togar- inn hefur ekki veiðiheimildir í íslenskri lögsögu fer hann að öllum líkindum til veiða á Flæmska hattinum. Aukasýning á Sporvagn- inum Girnd TAFIR á flugsamgöngum og illviðri kom í veg fyrir síðustu sýningu sem vera átti á Spor- vagninum Girnd hjá Leikfélagi Akureyrar um síðustu helgi. Nær uppselt var á sýninguna og verður því aukasýning og jafnframt allra síðasta sýning á verkinu næstkomandi laug- ardag, 2. mars, kl. 20.30. Næsta verkefni verður ís- Ienskt leikrit, Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og verður það frumsýnt 29. mars næstkom- andi. Þrír piltar viðurkenndu innbrot TVEIR Ijórtán ára piltar og einn sextán ára hafa viður- kennt við yfirheyrslur hjá Rannsóknariögreglunni á Akureyri tvö innbrot í húsnæði Brauðgerðar K. Jónssonar á Akureyri. í innbrotunum höfðu þeir hátt í 400 þúsund krónur upp úr krafsinu. Piltarnir viðurkenndu einnig að hafa borist inn í Lundar- skóla og Lón og einnig inn í 10 til 15 bíla. Málþroski barna BJÖRG Bjarnadóttir flytur fyrirlestur um málþroska barna á opnu húsi fyrir for- eldra með ung börn, mömmu- morgni í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á morgun, mið- vikudaginn 28. febrúar kl. 10 til 12. L > I i i m i'. . I L ' L S L ú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.