Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 17 ERLENT Reuter IBUAR í Jerúsalem virða fyrir sér brakið úr strætisvagninum sem sjálfsmorðs-sprengjumenn Hamas grönduðu á sunnudag. 25 fórust í tilræði Hamas á sunnudag Samgöngnr við sjálfssljórnar- héruð bannaðar Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR syrgðu í gær 25 manns sem létu lífíð í tveim sprengjutilræð- um er hryðjuverkamenn Hamas- samtakanna stóðu fyrir í borgunum Jerúsalem og Ashkelon á sunnudag. Fjölmiðlar gagnrýndu Shimon Peres forsætisráðherra fyrir að hafa aflétt á föstudag samgöngubanni á Vest- urbakkann og Gazasvæðið sem stað- ið hafði í tíu daga. Skoðanakönnun sem gerð var í gær sýndi að stuðningur við Peres hafði minnkað úr 49% á föstudag í 46% en Benjamin Netanyahu, leið- togi stjórnarandstöðuflokksins Likud, hafði bætt stöðuna og fékk 43% en hafði 34%. Moshe Shahal innanríkisráðherra varði gerðir stjórnarinnar í gær. „Enginn hefur getað sýnt fram á að samgöngu- bann hefði getað komið í veg fyrir árásirnar," sagði hann í viðtalið við ísraelska ríkisútvarpið. Lögregla palestínskra stjórn- valda á sjálfsstjórnarsvæðunum handtók 60 liðsmenn Hamas í kjöl- far tilræðanna. Bandaríkjamenn sökuðu Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, um að hafa ekki gert nóg til að uppræta öfgasamtök. Hinir föllnu voru jarðsettir í gær en fjöldi manna sýndi samúð sína á staðnum þar sem önnur sprengjan sprakk skammt frá strætisvagna- miðstöð í Jerúsalem. Á girðingu í grenndinni voru spjöld þar sem stóð: „Þeir segja að friður ríki en það ríkir enginn friður“. Árásin í Jerúsalem varð 24 mönnum að bana, þ. á m. níu her- mönnum og tveim ungum Banda- ríkjamönnum er stunduðu nám í borginni. Einn maður fórst tæpri klukkustund síðar á sunnudag er ráðist var á biðstöð í Ashkelon. 85 manns slösuðust að auki í tilræðun- um, að sögn lögreglu. „Svarti sunnudagur" Helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Likud, lýsti yfir pólitísku vopna- hléi í viku sem er hefðbundinn sorg- artími gyðinga og hvatti flokkurinn til þess að ekki yrði efnt til mót- mæla gegn ríkisstjórninni. Dagblað- ið Maariv kallaði daginn „Svarta sunnudag“ en ekki hafa fleiri ísrael- ar fallið í tilræðum andstæðinga frið- arsamninganna á einum degi frá því að þeir voru gerðir 1993. Tugþúsundir Palestínumanna á sjálfsstjórnarsvæðunum sækja að staðaldri vinnu í ísrael og mót- mæltu þeir ákaft er Peres iét á ný stöðva alla umferð frá svæðunum í gær um ótilgreindan tíma. Herinn hafði bannað umferð frá sjálfs- stjórnarsvæðunum þar til á föstu- dag af ótta við að sjálfsmorðssveit- ir palestínskra öfgamanna myndu hefna morðsins á helsta sprengju- sérfræðingi öfgasinna, Yahya Ayy- ash, í byjjun janúar. Talið er full- víst að ísraelska leyniþjónustan hafi myrt Ayyash. PERFECT - AKUREYRI NÍNA - AKRANESI MAI - SELFOSSI SMART - VESTMANNAEYJUM GARÐASHÓLMI - HÚSAVÍK SPARTA - SAUÐÁRKRÓKI SYSTEM - NESKAUPSSTAÐ JÓNOG GUNNA- ÍSAFIRÐI SIGLÓSPORT - SIGLUFIRÐI TÍSKUHORNIÐ TARA - DALVÍK SKÓGAR - EGILSSTÖÐUM FELL- GRUNDAFIRÐI ELLA - STYKKISHÓLMI VERSLUNIN SIRRÝ - GRINDAVÍK BORGARSPORT - BORGARNESI HIN BÚÐIN - FÁSKRÚÐSFIRÐI HÖFN - HELLU LÓNIÐ - HÖFN WORLD WIDE Þú ert aldrei einn með CISCO • CISCO er mest seldi netbúnaður í heiminum í dag. • CISCO fyrir Samnetið / ISDN, Internetið og allar nettengingar. Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Hátækni til framfara Tæknival oiícqSystems
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.