Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ) ► ) > > > I I 3 I I B 1 I I I I ( I 3 I 4 _______________________________ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 37 MINNINGAR AUÐURH. ISFELD OG JÓNKR. ÍSFELD + Auður H. ísfeld fæddist í Tungu í Fáskrúðsfirði 2. maí 1917. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 21. janúar síðastliðinn. Séra Jón Kr. ísfeld fæddist á Haga í Mjóa- firði 5. september 1908. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. desember 1991. Bæði voru þau jarð- sungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík af séra Jakobi A. Hjálm- arssyni frá Bíldudal og hvíla nú í Fossvogs- kirkjugarði. Mjúk skal sængin lífs við ystu ósa, unaðs njótið bjartra meðal rósa. Sagði gamalt skáld héðan úr Arnarfirði á sínum tíma og þessi orð eiga vel við sæmdarhjónin Auði og Jón Kr. ísfeld. Þau gengu í hjónaband 25. júlí 1942. Mig langar að minnast þeirra í stuttu máli. Ef þessi hjón hafa ekki mótað ungar sálir hér á Bíldudal á sínum tíma þá veit ég ekki hvað. Eg held að það sé eins öruggt eins og að dagurinn kemur eftir nóttina. Eg byijaði ungur að syngja í sunnu- dagaskólanum hjá þeim hjónum en þar spilaði Auður á orgelið. Hún mun vera minn fyrsti undirleikari, þegar ég söng, Ó, Jesú bróðir besti, á sínum tíma, þá var maður ekki hár í loftinu. En marga góða tón- ana hefur maður átt í þessu húsi æ síðan enda 40 ára söngferill góður tími. Alltaf var hún Auður mín jafn ljúf og yndisleg því það var hennar aðalsmerki hvar sem hún var og fór. Svo ég minnist aftur á frumraun mína í sunnudagaskólanum hjá Auði þá voru einnig tvær konur hér á stað sem hvöttu mig til dáða í söng síðar meir og ég ætla mér að nafngreina hér, Osk Laufey Hallgrímsdóttir og Bára Kristjáns- dóttir. Bára söng í kirkjunni í mörg ár og var rödd hennar þar mikil prýði. Þökk sé þeim og bless- uð sé minning þeirra. Auður var mjög listhneigð kona, málaði og saumaði út, enda eins og gamalt máltæki segir: Eplið fellur ekki langt frá eikinni. Bræð- ur hennar tveir, Björn gullsmiður og Leifur frummótasmiður, báðir miklir listamenn. Þau hjón komu til Hrafnseyrar 1942, þá ung að árum, en um 1943 urðu óvænt þáttaskil í starfí hins unga prests. Þá varð skyndi- lega dimmt í ranni þegar sjóslysið mikla dundi yfír Bíldudal er Þor- móður fórst nóttina milli 17. og Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAVIK Sigtúni 38. Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 18. febrúar 1943. Upp úr því komu þessi góðu hjón hér til starfa. Það var hið mikla lán fyrir þennan stað. Mér hefur oft dottið það í hug í gegnum árin að svo mikill og merkur æskulýðsleiðtogi sem séra Friðrik Friðriksson var, held ég ekki ofsögn að segja að séra Jón Kr. ísfeld hafi staðið honum jafn- fætis í þeim málum. Ég undirritaður byrjaði að starfa hjá séra Jóni Kr. í Bíldudalskirkju 1958, þá 18 ára að aldri. Ég var beðinn að sjá um þrif í u.þ.b. eina viku, en sú vika varð gífurlega löng og hefur mér verið þetta hús og kirkjustörf mjög hugleikin. Nú kveður við annan tón, ég er hættur störfum þar. Nú lýk ég þessum minningar- brotum. Þessi merku hjón eru horf- in yfír landamæri lífs og dauða og ég dreg ekki-dul á það að þegar þau þáttaskil urðu hér 1960 að þau fluttu héðan dró ský fyrir sólu. Þeirra skarð verður aldrei fyllt, í það minnsta ekki í hugum þeirra sem nutu mannkosta hjónanna. Ég kveð ykkur og þakka enn og aftur fyrir mig. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Ók. höf.) Jón Kr. Ólafsson. + Konan mín, MAGNEA HJÁLMARSDÓTTIR kennari, lést á hjúkrunar- og vistheimilinu Droplaugarstöftum sunnudaginn 25. febrúar. Friftrik Jónasson Faftir okkar, tengdafaftir og afi, KRISTINN FRIÐÞJÓFSSON, Urðargötu 15, Patreksfirði, andaðist í Landspítalanum 25. febrúar. Minningarathöfn um hinn látnaferfram í Fossvogskirkju föstudaginn 1. mars kl. 10.30. Sólrún B. Kristinsdóttir, Guðni Jónsson, Hauður Kristinsdóttir, Magnús Alfonsson, Þóra Sjöfn Kristinsdóttir, Anna M. Kristinsdóttir, Gísli Reynisson og barnabörn. + Útför systur okkar, ÁSTU GUÐJÓNSDÓTTUR, Njörvasundi 22, fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 28. febrúar kl. 13.30. Blóm vin- samlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Gísli Guðjónsson, Ágúst Guðjónsson, Guörún Guðjónsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móftir, tengda- móöir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Háamúla, Fljótshlíð, til heimilis að Eyrarvegi 9, Selfossi, lést að heimili sínu að morgni laugar- dagsins 24. febrúar sl. Sigurgeir Ingvarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Birnir Sigurgeirsson, Pálmar Sigurgeirsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar KRISTJÁNS S. JÓNSSONAR, Akranesi. Rósa Sigurðardóttir, Bergþóra S. Kristjánsdóttir, Klaus Slavensky Kristján H. Slavensky, Jakob W. Slavensky, Egill Jón Kristjánsson, Ragnar Örn Egilsson, Droplaug N. Magnúsdóttir, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vift fráfall eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS GEIRS SIGURJÓNSSONAR frá Geirlandi, tilheimilisá Þykkvabæ 7, Áróra Tryggvadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okk- ar.tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, SKÚLA ÞÓRÐARSONAR skipasmíðameistara, fsafirði, Ágústa Skúladóttir, Kjartan T. Ólafsson, Svandís Skúladóttir, Páll Theodorsson, Skúli Þ. Skúlason, María Jóakimsdóttir, Árni Skúlason, Laufey Þorsteinsdóttir, barnabörn og aðrir afkomendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, KATRÍNAR SVEINSDÓTTUR fyrrv. talsímakonu, Fannborg 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A7 og gjörgæsludeildar í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi. Þórheiður Einarsdóttir og fjölskylda, og systkini hinnar látnu. + Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÖRTU DANÍELSDÓTTUR, Vesturgötu 7, Reykjavík, Sérstakar þakkir til starfsfólks Þjón- ustumiðstöðvar og heilsugæslustöðvar Vesturgötu 7 fyrir góða umönnun. Björn K. Lárusson, Gunnar D. Lárusson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Ragnar Lárus Gunnarsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir, Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir, Þorkell Máni Gunnarsson, Sigrún Erla Blöndal. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, BERTU SNÆDAL, Hvassaleiti 69. Gunnlaugur Snædal, Jón Snædal, Guðrún Karlsdóttir, Kristján Snædal, Sólrún Vilbergsdóttir, Gunnlaugur G. Snædal, Soffía Káradóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.