Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Kransæðastífla Skjót viðbrögð eru rétt viðbrögð TILGANGURINN með þessari grein er að kynna í stuttu máli orsak- ir, einkenni, sjúkdómsgang og með- ferð kransæðastíflu í von um að þessi skrif geti orðið tíl þess að að menn bregðist skjótt og rétt við þessum alvarlega sjúkdómi. Kransæðasjúkdómar eru algeng- asta dánarorsök íslendinga og verða hérumbil þriðja hvetjum íslendingi að aldurtila. Tíðni þessa sjúkdóms fór hratt vaxandi fram eftir þessari öld um allan hinn vestræna heim líkt og um farsótt væri að ræða en á síðustu 15 árum hefur tilfellum fækkað verulega í ýmsum Vestur- Evrópulöndum, þar á meðal hér á landi. Ef litið er á fjölda kransæða- dauðsfalla hjá íslendingum yngri en 75 ára á tímabilinu frá 1981 til 1991 kemur í ljós að þeim hefur fækkað um 45%. Þessi fækkun dauðsfalla er væntanlega árangur bættrar meðferðar og aukinna for- varna hér á landi. Þótt ekki sé þekkt nein ein orsök kransæðasjúkdóma hefur þekking manna á eðli sjúkdómsins og gangi aukist mjög á síðustu árum. I fjölda- rannsóknum s.s. Framingham rann- sókninni í Bandaríkjunum og Monica rannsókninni í Evrópu hefur ijölda manns verið fylgt eftir árum saman og fengist mjög mikilvægar niðurstöður varðandi áhættuþætti sjúkdómsins og á þeim hefur síðan verið byggt mikilvægt forvarnar- starf. ísland hefur átt mikilvægan þátt í Monica rannsókninni með starfi Hjartaverndar og hér á landi komið glögglega í ljós að há blóðfita og reykingar eru alvarleg- ustu áhættuþættirnir. Sjúkdómsgangur Þegar kransæð lok- ast deyja hjartavöðva- frumur sem æðin nærði, drep eða sár myndast í hjartavöðv- anum og það breytist síðan í örvef. Afleiðing- ar kransæðastíflu fara mikið eftir því hversu stórt drepið verður i hjartavöðvanum. Þegar stór æð lokast er al- gengt að 10-40% af hjartavöðvanum skaðist. Við það minnkar dælukraftur hjartans, það dælir ekki nægu blóði til vefja líkam- ans og þrek og áreynsluþol minnka. Þegar drep myndast í hjartavöðv- anum verður hann mjög ertur og mikil hætta á hjartsláttartruflunum sem geta verið lífshættulegar og valdið hjartastoppi. Þetta gerist yfirleitt á fyrstu mínútunum eftir kransæðastíflu og oftast er hægt að stöðva þessar hjartsláttartruflanir með lyfjum og/eða rafstuði ef næst til þeirra í tæka tíð. Einkenni kransæðastíflu Aðaleinkenni kransæðastíflu er brjóstverkur. Þessi bijóstverkur liggur oftast fyrir miðju brjósti eða þvert yfir bijóstið en getur einnig legið milii herðablaða eða efst í kvið. Hann leiðir oft út í handleggi, annan Guðmundur Oddsson eða báða, og þá oftar þann vinstri. Einnig getur verkinn leitt upp í háls eða aftur í bak. Oftast er verkurinn nokkuð dreifður en sjaldnast stingverkur og hann breytist yfir- leitt ekki við djúpa inn- öndun. Þessum verk fylgir oftast mikil almenn vanlíðan, magnleysi og kaldur sviti. Einnig fylg- ir oft ógleði og yfírliðs- tilfínning. í sumum til- fellum eru einkenni þó mun vægari, aðeins seyðingsverkur eða sviði fyrir bijósti, oftast samfara almennri vanlíðan. Þá getur kransæðastífla verið einkennalaus, sérstaklega hjá sykursjúkum og öldruðum. Margir sjúklingar sem fá krans- æðastíflu hafa áður haft einkenni um kransæða- þrengsli. Slík einkenni kall- ast hjartakveisa og er stað- setning verkjanna svipuð og að ofan greinir en miklu vægari. Hjartakveisa kem- ur oftast við áreynslu eða geðshræringu og spennu og hverfur í hvíld eða við nítróglycer- ín tungurótartöflur hjá þeim sjúkling- um sem nota þær. Meðferð Meðferð við bráða kransæðastíflu hefur tekið miklum framförum á síð- ustu tveimur áratugum og dánar- tíðni á spítölum lækkað verulega. Meðferðin í dag beinist aðallega að tvennu: Mikilvægt er að bregð- ast skjótt við, segir Guðmundur Oddsson, ef grunur leikur á um bráða kransæðastíflu. 1. Að meðhöndla hjartsláttar- truflanir og koma þannig í veg fyrir skyndidauða. Mest hætta er á alvar- legum hjartsláttartruflunum og skyndidauða fyrstu klukkustundim- ar og því mikilvægt að koma sjúkl- ingnum sem fyrst á sjúkrahús þar sem hægt er að fylgjast náið með hjartslætti og meðhöndla hjartslátt- aróreglu samstundis. 2. Að minnka hjartadrepið með lyfjurn. Þegar kransæð lokast deyja hjartavöðvafrumurnar ekki strax heldur gerist það á nokkrum klukku- stundum. I dag eru til lyf sem leysa upp blóðsega sem myndast inni í æðinni og iokar henni. Þessi lyf, streptókínasi og TPA, eyða fíbríni en það er storkuefni sem bindur sam- an blóðflögur og myndar blóðsega. Þessi lyf hafa þó einungis áhrif á blóðsegann í nokkrar klukkustundir og verka best ef þau eru gefin innan fjögurra klukkustunda frá þvi ein- kenni byija. Þessi lyf trufla blóð- storknun í líkamanum og geta valdið blæðingum og því er nauðsynlegt að fylgjast mjög náið með sjúklingnum fyrstu klukkustundirnar eftir lyfja- gjöf. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að unnt er að leysa upp blóðsega í 50-80% tilfella ef lyfið er gefið nógu snemma. Fullyrða má að þessi með- ferð hafi gjörbreytt horfum til hins betra, sérstaklega þegar stór æð lok- ast. I sumum tilfellum kemur með- ferðin í veg fyrir drep í hjartavöðva en minnkar það í öðrum. Kransæðaaðgerðir hafa einnig verið gerðar við bráða kransæða- stíflu til að minnka drep í hjarta- vöðva en árangur er umdeildur þó þær hafi sannað ágæti sitt við að bæta líðan og lengja líf sjúklinga með kransæðaþrengsli. Æðavíkkanir eða æðablástur hef- ur einnig verið notað við bráða kransæðastíflu með ágætum árangri í völdum tilfellum. Aðeins er byijað að nota þessa aðferð hér á landi við bráða kransæðastíflu og líklegt að notkun hennar fari í vöxt. Viðbrögð við bráðri kransæðastíflu Mikilvægt er að bregðast skjótt við ef grunur leikur á að um bráða kransæðastíflu sé að ræða. Menn skyldu alltaf láta sér detta í hug kransæðastíflu ef um er að ræða verk fyrir miðju brjósti sem ekki hverfur eftir 10-15 mínútna hvíld eða nítróglycerín. Við þessar að- stæður er rétt að hafa tafarlaust samband við lækni, annaðhvort heimilislækni, sérfræðing sem hefur stundað sjúkling, vaktlækni eða sjúkravakt á spítala. Ef einkenni eru mjög svæsin á að hringja strax í neyðarnúmerið 112 sem gefur sam- band við neyðarþjónustu á viðköm- andi stað. í Reykjavík og nágrenni er rekinn neyðarbíll mannaður lækni og sérþjálfuðum sjúkraflutnings- mönnum. Þessi þjónusta er mjög mikilvægur hlekkur í bráðaþjónustu á Reykjavíkursvæðinu, ekki síst við meðferð bráðrar kransæðastíflu þar sem meðferðin getur hafist strax í heimahúsi. Rannsóknir hér og er- lendis hafa leitt í ljós að meðferðar- töfin liggur fyrst og fremst hjá sjúkl- ingnum. Á Reykjavíkursvæðinu líður að meðaltali 1,15 klst. frá því ein- kenni byija þar til kallað er í lækni en það tekur neyðarbílinn einungis 5 mínútur að meðaltali að komast á staðinn. Höfundur er yfirlæknir á þjarta- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. ÍSLANDSSAGAN er full af sorg- legum dæmum um það hvernig æðstu dómstólar þjóðarinnar hafa ákært og dæmt saklaust fólk til þyngstu refsingar. Almenningsálit þesarar fámennu þjóðar hefur ekki síður verið ranglátt og miskunnar- laust. Stundum hefur verið með ólík- indum af hve mikilli áfergju þjóðar- sálin hefur kjamsað á rógburði og framið hvert mannorðsmorðið á fætur öðru án þess að hirða nokk- urn hlut um réttinn til sakleysis uns sekt er sönnuð. Því miður eru þessi dæmi fráleitt öll frá því á fyrri öldum. Um þessar mundir er rykið dustað af gömlum sakamálum sem ástæða þykir til þess að taka til endurskoðunar. í þeim var m.a. saklausum fjórmenn- ingum haldið í gæsluvarðhaldi, yfír- heyrslu og gíslingu mánuðum saman áður en þeim var sleppt og beðist afsökunar á mistökunum. Ejóðin hafði þá hins vegar löngu áður dæmt þá seka — og fyrirverður sig enn fyrir. Svipuð dæmi eru til úr við- skiptasögunni þegar nánast má segja að þjóðarsálin hafí knúið framsækinn fyrirtækjarekstur í þrot með ósannan rógburð einan að vopni. í þessum tilfellum hafa fjölmiðlarnir leikið stórt hlutverk og sjaldnast sést fyrir í umfjöllunum sínum. „Olyginn sagði mér...“ var gjarnan upphafið að gróusög- unum sem í gegnum tíðina hafa gengið á milli manna og oftar en ekki orðið grunnur að alþýðudómum sem enginn getur hnekkt. Á síðustu árum hafa ákveðnir fjölmiðlar æ oftar fallið í þann pytt að stela glæpnum frá einstaklingunum sem látið hafa sögurnar ganga. Sumir fjölmiðl- anna virðast reyndar sérstaklega stofnaðir til þess að hagnast á slúðri og æsifréttum og aðrir virð- ast ætla að byggja langþráða endur- reisn sína á svipuðum vinnubrögð- um. Með vísan í „ónafngreindar heimildir“ láta þeir svæsnustu kjaftasögur flakka án nokkurs sjá- anlegs tilgangs annars en að selja sig í fleiri eintökum. Stærri og oft- ast ábyrgari fjölmiðlar láta það síð- an á stundum eftir sér að vitna í smekkleysuna og afleiðingarnar hafa í sumum tilfellum orðið skelfi- legar. Öllum er ljóst að óvönduð fréttamennska hefur margsinnis haft veruleg áhrif á almenningsálit- ið og um leið ráðamenn þjóðarinnar. Sömuleiðis er óhjákvæmilegt að viðurk.enna að darrað- ardans ijölmiðlanna hefur að sjálfsögðu stundum haft áhrif á þá sem unnið hafa að rannsóknum ýmissa mála, og um leið einnig á þá sem kveðið hafa upp dóma. Um þessar mundir eru gróusögur um hr. Ólaf Skúlason biskup allsráðandi í sumum íjölmiðlanna. Þeim virðist fátt heilagt í umfjöllun sinni ogjafn- vel þótt hin meintu atvik séu ára- tuga gömul virðist enginn velta því fyrir sér af hverju þau eru skyndi- lega dregin fram í dagsljósið nú. Engin ákæra hefur nokkru sinni verið lögð fram í þessum málum og enginn dómur nokkur sinni verið felldur. Einhliða framburður einnar nafngreindrar konu er hið eina sem tönn á festir í öllu því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp að undan- förnu. Til þessa hefur allt annað verið falið á bak við nafnlausar konur og ótilgreinda atburði sem þó virðist ætla að duga mörgum til Engin ákæra hefur nakkru sinni verið lögð fram í þessum málum, segir Eysteinn Helgason, og enginn dómur nokkru sinni verið felldur. þess að úrskurða um afdráttarlausa sekt. Það hillir undir enn eina aftök- una án dóms og laga og í þetta skiptið er ekki einu sinni hirt um að fórnarlambið verði ákært. Um- burðarlyndi og réttlæti kristinna manna er stundum einkennilegt. Innbyrðis kærleikur kirkjunnar manna hefur reyndar einnig verið í sviðsljósinu síðustu vikurnar. Það yrði afar óheppilegt ef gróusögurnar sem nú eru komnar á flot ættu eft- ir að hafa áhrif á lyktir þeirra harð- vítugu átaka sem nú eru í algleym- ini innan þjóðkirkjunnar. Andvara- leysi fjölmiðlanna gagnvart slíkri hættu veldur ekki síður vonbrigðum. Fagleg hæfni þeirra, siðareglur og almenn virðing fyrir valdi sínu og áhrifum, virðist enn einu sinni hafa vikið fyrir stundarhagsmunum markaðshyggjunnar. Út um allt er nú vitnað í „ónafngreindar heimild- ir“ og „ólyginn" hefur sagt fjölmiðl- unum frá hinu og þessu úr löngu liðnum tíma sem sjálfsagt þykir að miðla til þjóðarinnar til þess að halda henni við efnið. Almenningi í landinu er nóg boð- ið. Hann er hneykslaður á því hvern- ig átök innan kirkjunnar hafa þró- ast og hann undrast það persónuníð sem nú er í algleymingi og á sér fáar ef nokkrar hliðstæður hér á landi - og er þá langt til jafnað. Hann er hneykslaður á því hvernig fjölmiðlar kjamsa á gróusögum og hirða ekkert um þá staðreynd að engin ákæra hefur verið gefin út á hendur biskupi og að réttur manna er að teljast saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð. Saga okkar er vörðuð afdrifaríkum mistökum við aðstæður eins og nú hafa skapast, og enn eitt stórslysið virðist í upp- sigiingu. Ég er sannfærður um að hér er á ferðinni enn eitt mál sem koma mun i ljós að verið hafi stormur í vatnsglasi. Og hún er áleitin spurn- ingin um hvar við munum standa þegar vindinn hefur lægt. Hvaða mannorðsmorð hafa þá verið framin og hvaða fólki hefur verið fómað á altari þeirra nornaveiða sem nú eru stundaðar? Ég veit að ég mæli fyrir munn þeirra íjölmörgu sem þekkja til verka og eiginleika hr. Ólafs Skúlasonar biskups þegar ég lysi yfir fyllsta trausti á bæði persónu- lega og faglega hæfni hans til þess að sinna því vandasama starfi sem þjóðin hefur falið honum. Vonandi er að honum veitist eðlilegur vinnu- friður til þess að leysa þau erfiðu mál sem biða kirkjunnar eftir það sem á undan er gengið. Höfundur er framkvæmdastjóri í Rcyjavík. „Samkvæmt ónafn- greindum heimildum .. Eysteinn Helgason Áttu vélsleða en vantar ferðafélaga til að fara í vélsleðaferð? Laugardaginn 2. mars standa Landssamband íslenskra vélsleðamanna og Pólarisklúbburinn fyrir fjölskyldudegi á Nesjavöllum. Dagskrá: 1. Farið verður frá Litlu kaffistofunni kl. 12.00 og ekið um Mosfellsheiði að Nesjavöllum. Lögð er áhersla á að ferðimar séu fyrir alla vélsleðamenn, bæði vana og óvana. Reykjavík M. vcxuui icuiu ki. it.uu i vcihieudiexu uiu Hengilssvæðið undir leiðsögn reyndra vélsleðamanna. 3. Ferðinni lýkur við Litlu kaffistofununa kl. 18.00 fyrir þá sem ekki gista í Nesbúð. 4. Fyrir þá sem vilja er hægt að fá kvöldverðog gistingu í Nesbúð fyrir kr. 3.200. Pantanir í síma 567-3131. 5. Skipulögð heimferð verður frá Nesjavöllum á sunnudag. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.