Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 21 Útsala á skíðafatnaði frá 27. febrúar til 8. mars. / Nú bjóðum við toppmerkin i skiðafatnaði á verði sem enginn stenst. 300 ára dánarafmæli TONLIST Bústaðakirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór og einsöngvarar við Bústaða- kirkju ásamt kammersveit fluttu þijú verk eftir Purcell undir stjóm Guðna Þ. Guðmundssonar. Sunnudagurinn 25. febrúar, 1996. HENRY Purcell fæddist árið 1659 og er ekki vitað um fæðingar- daginn. Ekki er heldur vitað með vissu hver var faðir hans og var ættar- nafnið ritað með ýmsum hætti, t.d. Persill, Pursal og Pursill. Vitað er að móðir hans hét Elizabeth og því er talið líklegt, að faðir hans hafi verið Henry Purcell eldri, er var söngvari og lést þegar Henry yngri var fimm ára. Purcell yngri var kórdrengur við konungskapell- una og vakti snemma athygli fyrir tónsmíðar. Tvítugur að aldri var hann ráðinn orgelleikari við Westminster Abbey, þrátt fyrir að grunur léki á að hann væri utan ensku þjóðkirkjunnar og til að kveða niður þann orðróm, þáði hann altarissakramenti og það undir vitni, til að komast hjá at- hugasemdum kirkjuyfirvalda, í kjölfar laga gegn fólki, er hugsan- lega stóð utan ensku þjóðkirkjunn- ar. Á þessum tíma voru mikil átök í trúmálum á Englandi, er mátti rekja allt til Hinriks VIII. Charles II tók við ríki 1660 og þá hófst endurreisn enskrar tónlistar, sem hafði verið nær albönnuð á valda- tíma hreintrúarmanna, undir stjórn Olivers Cromwells (1599-1658). Tónlist Purcells er mjög misjöfn að gæðum eða eins og stendur í Grove: „Tónlist hans er stundum dauf en aldrei hroðvirknislega unn- in.“ Formskipan verka hans er einnig laus og oft eru stærri verk hans aðeins röð af smáverkum, sem ekki mynda neina sannfær- andi heild. Eitt af því sem einkenn- ir -verk hans, fremur en margt annað varðandi raddferli og snilld- artök hans á að tónklæða enskt mál, er glæsileg útfærsla hans á passakaglíuforminu eða „ground bass“, sem hann gat notað án þess að þessi bundna formskipan væri greinanleg eða hefti lagrænt flæði tilbrigðanna, eins og heyra má t.d. í sorgarsöngnum úr Dido og Aene- as, sem er hreint meistaraverk. Tónleikarnir voru haldnir til að minnast 300 ára dánarafmælis Purcells en hann lést 21. nóvember 1695. Fyrsta verkið var sónata fyrir trompett og strengi, sem sam- kvæmt tónverkalista Zimmermans er nr. 850 og líklega samin 1694. Einar Jónsson lék einleikinn á trompett og gerði það mjög fallega þó smáslys kæmu fyrir í þriðja þættinum, mest vegna þess að eitt- hvað skondraðist til í samspili strengjanna. Samspil er sérkenni- legt fyrirbæri, sem þarf að iðka sérstaklega vel og lengi, þó allir kunni sitt og því miður einkenndi það tónleikana í heild, að hrynræn samvirkni var oft í lágmarki. Þetta var áberandi í Te Deum Laudamus (Z.232) en bestir voru kórþættirnir enda er kórinn vel inannaður. Lokaverk tónleikanna var af- mælisóður til Maríu II., sem ber nafnið Come, ye sons of art, away (Z.323), sem líklega er saminn við texta eftir lárviðarskáldið Nahum Tate. Þrátt fyrir að verkið sé mjög laust í formi er þar að heyra margt fallegt, eins og t.d. dúettinn Sound the trumpett, sem unninn er yfir bassastef (ground) og Kristín Sig- tryggsdóttir og Eyrún Jónasdóttir sungu ágætlega. Bid the virtues er einnig glæsileg tónsmíð, sem Elín Huld Árnadóttir söng af smek- kvísi, þrátt fyrir að hún ætti í nokkrum vandræðum með að „fók- usa“ röddina í byrjun en tónstaðan í þessum þáttum var mest á mið- sviðinu, ólíkt því sem gerist í kór- þáttunum, þar sem sópranraddirn- ar fá að blómstra á hásviðinu. Eins og fyrr segir voru kórkafl- arnir hressilega sungnir og þar gat oft að heyra leikandi danssveiflu. Trúlega mætti leggja meira á kór- inn, því hann er skipaður góðu söngfólki. Aðrir einsöngvarar en þeir, sem fyrr hafa verið nefndir af kórfélögunum, voru Hanna Björk Guðjónsdóttir, Ólöf Ás- björnsdóttir, _ Jóhann Valdemars- son, Þórður Ólafur Búason og Ing- ólfur Helgason. í heild voru tón- leikarnir hikandi og gætti þess að samsöngur og spil hafði ekki verið æft til þess öryggis, að til túlkunar kæmi eða að flytjendur gæfu nokk- uð frá sér í hljóðfalli og blæbrigð- um, nema þá helst kórinn á stöku stað. Jón Asgeirsson - * Islenskar kvikmyndir í Rússlandi DAGANA 28. febrúar til 3. mars nk. verður haldin ís- lenzk kvikmyndahátíð í Moskvu og Pétursborg. Er það í annað skipti á tíu árum, sem íslenzkar kvikmyndir eru kynntar almenningi í Rúss- landi. Það er Rússneska kvik- myndaráðið í samvinnu við sendiráð íslands í Moskvu, sem hefur veg og vanda af hátíðinni. Verða sýndar 6 ís- lenzkar myndir, bæði gamlar og nýjar. Elzta myndin, „Hrafninn flýgur“ eftir Hrafn Gunnlaugsson, var gerð árið 1984, en einnig verður sýnd nýjasta mynd hans, „Hin helgu vé“. Áuk þessara verða sýndar „Sódóma“ Óskars Jónassonar, „Veggfóður" Júl- íusar Kemp, „Á köldum klaka“ Friðriks Þórs Friðriks- sonar og „Tár úr steini" eftir Hilmar Oddsson. Þeir Hilmar, Hrafn og Óskar munu fylgja myndum sínum til Rússlands, en einnig er framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs, Bryn- dís Schram, sérstakur gestur hátíðarinnar. 20-60% afsláttur ’ARKETSUPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný ími: 564 3500 - 852 5070 Skíðasamfestingar, skíðaúlpur, skíðapúðabuxur og snjóbrettafatnaður. Eitthvað fyrir alla fjölskylduna. -SMWK fKAMUK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.