Morgunblaðið - 27.02.1996, Page 1
64 SIÐUR B
48. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hafna kröfu
Sinn Fein
Mikill öryggisviðbúnaður 1 London
Belfast. Reuter.
FULLTRÚI Sinn Fein, stjórnmála-
arms írska lýðveldishersins (IRA),
hóf viðræður við breskan embætt-
ismann í gær, í fyrsta sinn frá því
IRA batt enda á 17 mánaða vopna-
hlé sitt með sprengjutilræðum í
London fyrir þremur vikum. Mart-
in McGuinness, samningamaður
Sinn Fein, kvaðst hafa orðið fyrir
„miklum vonbrigðum" með svar
Breta við kröfu flokksins um að
ákveðið yrði hvenær viðræður allra
flokka um framtíð Norður-írlands
ættu að hefjast.
McGuinness sagði að breska
stjórnin hefði neitað að verða við
kröfunni. „Ég er hræddur um að
breska stjórnin sé ekki enn tilbúin
að taka áhættu í þágu friðar,“
sagði hann eftir tæplega tveggja
stunda fund með Quentin Thomas,
háttsettum embættismanni í Norð-
ur-írlandsmálaráðuneyti bresku
stjórnarinnar. „Ég tel að ástandið
sé mjög alvarlegt.“
Vopnahlé
sem skilyrði
Breska stjórnin hefur neitað að
efna til viðræðna milli Norður-
írlandsmálaráðherra Bretlands og
fulltrúa Sinn Fein fyrr en IRA
lýsi yfir vopnahléi að nýju eftir
sprengjutilræðin sem hófust í
London 9. febrúar. Sinn Fein seg-
ir að IRA lýsi ekki yfir vopnahléi
fyrr en breska stjórnin ákveði hve-
nær viðræðurnar um framtíð
Norður-írlands eigi að hefjast.
Breskir embættismenn sögðu
að Thomas hefði ekki haft umboð
til að semja við Sinn Fein en hon-
um væri ætlað að kynna sér við-
horf flokksins og koma þeim á
framfæri við stjórnina.
Oryggisviðbúnaður
í London
Tugir vopnaðra lögreglumanna
og hermenn, vopnaðir rifflum,
voru á verði við Buckingham-höll
í London í gær vegna hugsan-
legra árása IRA á bresku kon-
ungsfjölskylduna. Lögreglan vildi
þó ekki staðfesta fréttir þess efn-
is að við leit á heimili IRA-manns
í London hefðu fundist gögn sem
sýndu að IRA hefði skipulagt
morðtilræði við Elísabet Breta-
drottningu.
■ Óttast árás IRA/18
Reuter
BRESKIR hermenn, vopnaðir rifflum og klæddir búningum í felu-
litum, voru á verði við Buckingham-höll í gær.
Bannað
að selja
með tapi
París. Reuter.
FRANSKA stjórnin samþykkti í gær
að leggja fyrir þingið frumvarp til
laga um bann við því, að verslanir
selji vörur með tapi. Er frumvarpinu
beint gegn svokölluðum „tilboðum"
stórmarkaðanna og jafnframt ætlað
að standa vörð um litlar verslanir
og framleiðendur.
Stórmarkaðir í Frakklandi og víð-
ar laða til sín viðskiptavini með sér-
stökum tilboðum, til dæmis með því
að bjóða nautasteikina á 60 til 70
ísl. kr. kílóið í tiltekinn tíma, og
vegna þess hve stórir þeir eru á
markaðinum þá geta þeir ráðið miklu
gagnvart framleiðendum. Telja sum-
ir, að þeir hafi stundum misnotað
það vald sitt.
Verðlagseftirlit
Talsmenn stórverslananna segja,
að verði frumvarpið að lögum muni
það óhjákvæmilega verða til að
hækka verðlag og með því sé einfald-
Iega verið að taka upp verðlagseftir-
lit á ný. „Við erum að sjálfsögðu
andvígir því að selja vörur með tapi
en við viljum beijast gegn þessari
frönsku tilhneigingu til ofstjórnunar.
Það væri miklu nær, að lögunum
væri ætlað að koma í veg fyrir mis-
notkun, sem kemur auðvitað upp
öðru hveiju,“ sagði Jerome Bedler,
formaður í samtökum smásölu-
verslunarinnar.
Peres hót-
ar Hamas
hörðu
SHIMON Peres, forsætisráð-
herra ísraels, hét í gær allsherj-
arstríði gegn liðsmönnum í Ham-
as-hreyfingnnni en skoðana-
kannanir sýna, að vinsældir hans
hafa dvínað vegna hermd-
arverksins á sunnudag. Þá létust
25 í sprengingu í strætisvagni í
Jerúsalem.
Peres, sem hefur boðað til
þingkosninga 29. maí næstkom-
andi, lagði þó áherslu á, að stað-
ið yrði við friðarsamningana við
Palestínúmenn. Peres hafði 15
prósentustiga forskot á helsta
keppinaut sinn, Benjamin Net-
anyahu, leiðtoga Likudflokksins,
á föstudag en í gær var það kom-
ið niður í þrjú prósentustig.
Atburður, hugsanlega slys,
sem varð í Jerúsalem í gær, þyk-
ir sýna vel hvaða áhrif sprengju-
tilræði Hamas-hreyfingarinnar
hafa haft á ísraela. Þá missti
Bandaríkjamaður af palestínsk-
um ættum, sem var í heimsókn
í ísrael, stjórn á bíl sínum með
þeim afleiðingum að tveir menn
létust. Nærstaddir menn skutu
hann óðara til bana og særðu að
minnsta kosti annan vegfaranda.
Myndin var tekin við útför her-
foringja sem lést í sprengingunni
á sunnudag.
■ 25 farast/17
Kúbustjórn fordæmd fyrir að láta skjóta niður tvær óvopnaðar flugvélar
Bandaríkjastjóm boðar
harðari refsiaðgerðir
Washington. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn Kúbustjórn yrðu hertar eftir að kúbönsk herflugvél
skaut niður tvær bandarískar einkaflugvélar á laugardag. Hefur atburð-
urinn verið fordæmdur viða um lönd en Kúbustjórn heldur því fram,
að vélarnar hafi verið í kúbanskri lofthelgi. Á blaðamannafundi í Hvíta
húsinu í gær sagði Clinton, að stjórn Fidels Castro bæri alla ábyrgð á
því, að tvær bandarískar einkaflugvélar, sem Kúbustjórn hefði vitað,
að væru óvopnaðar, hefðu verið skotnar niður. Með þeim hefðu hugsan-
lega farist fjórir menn. „Hér var um að ræða skýlaust brot á alþjóðalög-
um og Bandaríkjastjórn ætlar ekki að láta það viðgangast óhegnt,“
sagði Clinton og rakti síðan þær aðgerðirnar. Eru þær í sex liðum.
Rcuter
Bandaríkjastjórn krefst þess,
að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi
atburðinn og hyggst takmarka
ferðafrelsi kúbanskra sendi-
manna í Bandaríkjunum. Clinton
ætlar að hafa um það samráð við
Bandaríkjaþing, að núgildandi
viðskiptabann á Kúbu verði hert
og sjái Kúbustjórn ekki til þess
að greiða ættingjum flugmann-
anna bætur, þá verði þær greidd-
ar af inneignum Kúbustjórnar í
Bandaríkjunum, sem hafa verið
frystar.
Auk þessa verður starfsemi
Radio Marti, útvarpsstöðvar, sem
beinir sendingum sínum til Kúbu,
aukin og bann lagt við leiguflugi
frá Bandaríkjunum til landsins.
Clinton tók þessa ákvörðun eft-
ir að hafa ráðfært sig við öryggis-
ráðgjafa sína og fulltrúa fólks af
kúbönskum ættum í Bandaríkjun-
um en sumir þeirra síðarnefndu
vildu grípa til miklu harkalegri
aðgerða.
Evrópusambandið og ríkis-
stjórnir víða um heim hafa for-
dæmt þennan atburð og krafist
tafarlausrar rannsóknar á honum
en Kúbustjórn heldur því fram,
að vélarnar hafi verið innan kúb-
anskrar lofthelgi. Segist hún geta
sannað það.
Repúblikanar
gagnrýna Clinton
Repúblikanar og einkum fram-
bjöðendur þeirra í forkosningunum
kröfðust þess í gær, að Kúbustjórn
yrði sýnt í tvo heimana og Bob
Dole sagði, að atburðurinn væri
til marks um veikleikana í utan-
ríkisstefnu Clintons.
Madelaine Albright, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, krafðist þess í gær í
öryggisráðinu, að það fordæmdi
atburðinn en fulltrúi Kúbu fór
fram á, að beðið yrði þar til utan-
ríkisráðherra Kúbu kærni til New
York í dag.
Kúbustjórn tilkynnti í gær, að
hún hefði á sínu valdi flugmann
úr samtökunum Bræðrum til
bjargar, sem áttu flugvélarnar, en
ekki er talið, að hann sé einn
þeirra, sem er saknað.
■ Kúbustjórn fordæmd/18