Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR beiníst að ábyrgðarmönnum FLEST bendir til að tæplega þriðjungur fjárnáms- beiðna ársins 1995 hafi beinst gegn ábyrgðar- mönnum fjárskuldbindinga og að 3.800 beiðnir frá árinu 1994 hafi beinst gegn ábyrgðarmönn- um. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur, al- þingismanni og formanni Þjóðvaka. Jóhanna spurði í fyrirspurn sinni á Alþingi hversu margar fjárnámsbeiðnir hefðu verið tekn- ar til meðferðar hjá sýslumannsembættunum síðastliðin þrjú ár þar sem ábyrgðarmenn skulda- bréfa eða- útgefendur víxla og ábekingar eru gerðarþolár. í svarinu kemur fram að i&þ.b. 140.000 fjárnámsbeiðnir hafi verið skráðar á landinu öllu á þessum þremur árum. í málaskrám sé ekki að finna upplýsingar um fjölda Qárnámsbeiðna sem beinast gegn ábyrgðarmönnum. Til að afla þeirra upplýsinga þyrfti að skoða sérhveija beiðni. Kostnaður við slíka úttekt geti numið allt að einni milljón króna. Ekki hafi verið gert ráð fyrir mannafla eða kostnaði til verksins. Hins vegar sé hægt að fá allgóða vísbendingu um fjöldann með því að velja úrtök á nokkrum stöðum úr aðfararheimildum. 46.143 beiðnir árið 1994 Að beiðni dómsmálaráðuneytisins tók sýslu- mannsembættið í Reykjavík til athugunar ijámámsbeiðnir á árinu 1995, en á því ári voru teknar til meö|enðar hjá embættinu samtáls 22.272 beiðnir. í sýfljífty segir að telja verði að fjámám hjá ábyrgðárinönnum Ijárskuldbindinga komi svo til eingöngu til álita þegar aðfararheimildir eru dómar, áritaðar stefnur, sáttir, skuldabréf, víxlar og tékkar. Þær aðfararheimildir nemi 26% af öllum fjárnámsbeiðnum, þ.e. 5.790 beiðnir. Með því að velja úrtök á nokkmm stöðum úr aðfararheimildum ársins 1995 og flokka fjárnámsbeiðnirnar er niður- staðan að um 31,5% beiðnanna hafí beinst gegn ábyrgðamiönnum. Álykta megi að um 1.800 fjámámsbeiðnir i Reykjavík á seinasta ári hafí beinst gegn ábyrgðarmönnum. Árið 1994 voru fjárnámsbeiðnir á landinu öllu 46.143. Ef byggt er á því að 26% þeirra hafi verið á grundvelli dóma, áritaðra stefna, sátta, skuldabréfa, víxla.og tékka, hafa þær verið sam: tals 11.997 og út frá því má álykta að 3.800 hafi verið gegn ábyrgðarmönnum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um aðgerðir til að bæta stöðu skuldara. Tillagan miðar m.a. að því að settar verði reglur sem tryggi betur réttar- stöðu ábyrgðarmanna fjárskuldbindinga. Frumvarp um réttindi grunnskólakennara Stjórnarand- staðan fékk umræðu frestað UMRÆÐU um frumvarp um réttindi og skyldur kennara og skólastjórn- enda gmnnskóla var frestað á Al- þingi í gær að ósk stjórnarandstöð- unnar en þá ætlaði menntamálaráð- herra að mæla fyrir frumvarpinu. Það var Svavar Gestsson þing- flokksformaður Alþýðubandalagsins sem gerði athugasemdir við að frum- varpið kæmi til umræðu í ljósi þess að kennarafélögin hafa ákveðið að taka ekki frekari þátt í undirbúningi flutnings grannskólans frá ríki til sveitarfélaga sem verða á 1. ágúst og málið væri því í uppnámi. Eftir fund forseta Álþingis með menntamálaráðherra og formönnum þingflokka var ákveðið að fresta umræðu um frumvarpið þar til í næstu viku. Frumvarpið var samið í tengslum við flutning grunnskólans og felur fyrst og fremst í sér endurspeglum á lögunum og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna auk þess sem grunnskólakennurum verði áfram tryggður sá réttur sem þeir njóta nú samkværnt reglugerðum. Hins vegar eru lögin um réttindi og skyld- i ur starfsmanna ríkisins í endurskoð- un og hafa opinberir starfsmenn gagnrýnt framvarpsdrög sem birt hafa verið. LISTAVERKIÐ Fyssa í Laug- ardal. Myndin var tekin í gær þegar Ilrafnkell Sighvatsson var að leik í grennd við það. Meiddist er klaki féll af listaverki Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eg vil auðga mitt land á Laugarvatni NEMENDUR Menntakólans að Laugarvatni frumsýndu leikverkið Ég vil auðga mitt lancik laugardag- inn. Verkið er skrifað af „Matthild- ingunum" Davíð Oddssyni, Hrafni Gunnlaugssyni og Þórarni Eldjárn og var upphaflega frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu 1974 í leiksljórn Brynju Benediktsdóttur, sem aftur er leikljóri nú. Tveir af þremur höf- undum verksins voru viðstaddir frumsýninguna og er myndin tekin í lok hennar. Á henni eru auk leik- endanna Hrafn Gunnlaugsson, Brynja Benediktsdóttir leiksljóri og Davíð Oddsson. ÞRJÁR tennur brotnuðu í munni telpu á 12. ári, er klakastykki úr listaverkinu Fyssu í Grasagarðin- um í Laugardal féll á hana um helgina. Telpan var að leik ásamt vinum sínum í grasagarðinum þegar klakastykki úr listaverkinu, sem var í klakaböndum, hrundi og hafnaði í andliti hennar. Auk þess sem tennur brotnuðu var talið að hún hefði nefbrotnað, en einnig hlaut hún aðra áverka í andliti. _+ MR Islandsmeistari MENNTASKÓLINN í Reykjavík varð Islandsmeistari framhalds- skóla í skák, hlaut 14Vi vinning af 20 mögulegum. í öðru sæti varð Menntaskólinn á Akureyri með 13V2 vinning og Menntaskólinn við Hamrahlíð hafnaði í þriðja sæti með 12‘/2 vinning. Á 1. borði Islandsmeistara MR tefldi Matthías Kjeld, 2. borði Björn Þorfinnsson, 3. borði Oddur Ingi- marsson og 4. borði Helgi Pétur Gunnarsson. Með sigri sínum hlýtur skáksveit MR rétt til að keppa fyr- ir Islands hönd á Norðurlandamóti framhaldsskólasveita sem fram fer í Finnlandi í haust. Félagslegum íbúðum breytt í kaupleiguíbúðir, tekjumark hækkað og lán til sveitarfélaga fryst NEFND á vegum félagsmálaráðu- neytisins, sem vinnur að lausn á vanda félagslega íbúðakerfisins, mun leggja til að heimilt verði að breyta félagslegum íbúðum í kaup- leiguíbúðir, hækka tímabundið tekjumark þeirra sem kaupa íbúð- irnar og að sveitarfélögum verði heimilað að frysta Ián hjá Hús- næðisstofnun vegna íbúðanna. Páll Pétursson félagsmálaráðherra seg- ist vilja lána þeim beint ákveðna upphæð, sem falla undir félagslega húsnæðiskerfið. Félagslegar íbúðir standa auðar Páll sagði að breyta þyrfti félags- lega húsnæðiskerfinu þar sem íbúð- ir væru í allt of mörgum tilfellum allt of dýrar fyrir fólk með lágar tekjur. Mjög strangar kröfur væru gerðar um frágang íbúðanna og þær felldar í verði þegar íbúar flyttu, yrðu óánægðir eða gæfust upp en sveitarfélögin yrðu að leysa þær til sín. „íbúðirnar eru orðnar drápsklyfjar á mörgum sveitarfé- lögum,“ sagði Páll. Ráðherra sagði að nefnd sem Ráðherra vill lána beint til íbúðakaupa væri að vinna að lausn á vanda félagslega íbúðakefisins hefði ekki skilað af sér en eftir því sem hann best vissi þá myndi hún leggja til að heimilt yrði að breyta félagsleg- um eignaríbúðúm í kaupleiguíbúðir í einhveijum mæli. Sveitarfélög gætu þá sett íbúðirnar á leigumark-. að. „Það- standa líklega á þriðj'a • hundrað félagslegar íbúðir auðar á landinu, sem enginn víll búa í,“ sagði Páll. Sagði hann að ennfremur kæmi til greina að hækka tekjumörk tímabundið í sveitarfélögum þar sem íbúðir standa auðar, þannig að viðkomandi sveitarfélag geti selt þeim íbúðir sem ekki flokkast undir þá tekjulægstu eins og félagslega kerfið hefur byggt á. Þetta yrði heimilað með því skilyrði að ekki yrði byggt meira af félagslegum íbúðum í viðkomandi sveitarfélagi. Þá væri hugmyndin að opna leið „ijyrir sveitarfélög í vandræðum, þau ‘ geti fengið fryst lán hjá Húsnæðis- stofnun með svipuðum hætti og ein- staklingar eiga kost á. Ákveðin upphæð að láni „Eg hef verið að berjast fyrir þeirri hugmynd að lána beint til þeirra sem á annað borð falla und- ir félagslega kerfíð," sagði ráð- herra, þegar hann var spurður um hvert yrði framhald félagslega kerf- isins. „Þeir fengju ákveðna pen- ingaupphæð að láni og færu út á húsnæðismarkaðinn og leituðu sér að íbúð sem þeir sættu sig við. Hluti upphæðarinnar yrði með ábyrgð sveitarfélags eða það sem er umfram eðlileg veðmörk eignar- innar.“ Páll sagði að ekki væri búið að ákveða hversu hátt lánshlutfallið yrði en honum fyndist eðlilegt að það yrði um 70% með veð í eign- inni sjálfri og að það sem flokkað- ist undir félagslega aðstoð yrði á ábyrgð sveitarfélagsins. Ráðherra setti þann fyrirvara að hann ætti eftir að leita álits annarra á hug- myndinni. Sveitarfélög losuð undan kaupskyldu Páll benti á að hugmyndin gerði ráð fýrir að sveitarfélögin losnuðu við kaupskyldu á íbúðunum en í stað- inn tækju þau ábyrgð á hluta láns- ins. „Ef menn óskuðu eftir að fara úr þessu kerfi þegar efnahagur batn- ar eða menn vildu stækka við sig og kaupa með venjulegum kjöram þá selja þeir sína íbúð á fijálsum markaði, borga upp sitt lán fyrir andvirðið en fá aftur húsbréf í gegn- um Húsnæðisstofnun," sagði hann. „Þetta er hugmynd sem mér finnst ástæða til að skoða vandlega því það hefur ýmsa kosti. Fasteignaviðskipti myndu glæðast og fólkið sem færi inn í svona íbúð öðlast fremur eig- endatilfínningu 0 g kæmist undir þak fyrir minni fjármuni." Sagði hann að fólk gæti keypt íbúð i byggingu eða gamla íbúð og gengið frá henni eftir sínu höfði 0g notið þess sem það leggur i hana. „Það er svo með þá sem fara inn í félagslega kerfið að margt af því er ungt fólk með lágar tekjur sem ekki á peninga,“ sagði Páll. „Á kannski ekkert nema eigin vinnu- kraft og það er vitleysa að dæma það til að fara inn í fullfrágengna íbúð með fullbúinni lóð. Það á að lofa mönnum að byggja og laga til í kringum sig eftir efnum og ástæð- um.“ 1 > í I I \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.