Morgunblaðið - 27.02.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.02.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 17 ERLENT Reuter IBUAR í Jerúsalem virða fyrir sér brakið úr strætisvagninum sem sjálfsmorðs-sprengjumenn Hamas grönduðu á sunnudag. 25 fórust í tilræði Hamas á sunnudag Samgöngnr við sjálfssljórnar- héruð bannaðar Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR syrgðu í gær 25 manns sem létu lífíð í tveim sprengjutilræð- um er hryðjuverkamenn Hamas- samtakanna stóðu fyrir í borgunum Jerúsalem og Ashkelon á sunnudag. Fjölmiðlar gagnrýndu Shimon Peres forsætisráðherra fyrir að hafa aflétt á föstudag samgöngubanni á Vest- urbakkann og Gazasvæðið sem stað- ið hafði í tíu daga. Skoðanakönnun sem gerð var í gær sýndi að stuðningur við Peres hafði minnkað úr 49% á föstudag í 46% en Benjamin Netanyahu, leið- togi stjórnarandstöðuflokksins Likud, hafði bætt stöðuna og fékk 43% en hafði 34%. Moshe Shahal innanríkisráðherra varði gerðir stjórnarinnar í gær. „Enginn hefur getað sýnt fram á að samgöngu- bann hefði getað komið í veg fyrir árásirnar," sagði hann í viðtalið við ísraelska ríkisútvarpið. Lögregla palestínskra stjórn- valda á sjálfsstjórnarsvæðunum handtók 60 liðsmenn Hamas í kjöl- far tilræðanna. Bandaríkjamenn sökuðu Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, um að hafa ekki gert nóg til að uppræta öfgasamtök. Hinir föllnu voru jarðsettir í gær en fjöldi manna sýndi samúð sína á staðnum þar sem önnur sprengjan sprakk skammt frá strætisvagna- miðstöð í Jerúsalem. Á girðingu í grenndinni voru spjöld þar sem stóð: „Þeir segja að friður ríki en það ríkir enginn friður“. Árásin í Jerúsalem varð 24 mönnum að bana, þ. á m. níu her- mönnum og tveim ungum Banda- ríkjamönnum er stunduðu nám í borginni. Einn maður fórst tæpri klukkustund síðar á sunnudag er ráðist var á biðstöð í Ashkelon. 85 manns slösuðust að auki í tilræðun- um, að sögn lögreglu. „Svarti sunnudagur" Helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Likud, lýsti yfir pólitísku vopna- hléi í viku sem er hefðbundinn sorg- artími gyðinga og hvatti flokkurinn til þess að ekki yrði efnt til mót- mæla gegn ríkisstjórninni. Dagblað- ið Maariv kallaði daginn „Svarta sunnudag“ en ekki hafa fleiri ísrael- ar fallið í tilræðum andstæðinga frið- arsamninganna á einum degi frá því að þeir voru gerðir 1993. Tugþúsundir Palestínumanna á sjálfsstjórnarsvæðunum sækja að staðaldri vinnu í ísrael og mót- mæltu þeir ákaft er Peres iét á ný stöðva alla umferð frá svæðunum í gær um ótilgreindan tíma. Herinn hafði bannað umferð frá sjálfs- stjórnarsvæðunum þar til á föstu- dag af ótta við að sjálfsmorðssveit- ir palestínskra öfgamanna myndu hefna morðsins á helsta sprengju- sérfræðingi öfgasinna, Yahya Ayy- ash, í byjjun janúar. Talið er full- víst að ísraelska leyniþjónustan hafi myrt Ayyash. PERFECT - AKUREYRI NÍNA - AKRANESI MAI - SELFOSSI SMART - VESTMANNAEYJUM GARÐASHÓLMI - HÚSAVÍK SPARTA - SAUÐÁRKRÓKI SYSTEM - NESKAUPSSTAÐ JÓNOG GUNNA- ÍSAFIRÐI SIGLÓSPORT - SIGLUFIRÐI TÍSKUHORNIÐ TARA - DALVÍK SKÓGAR - EGILSSTÖÐUM FELL- GRUNDAFIRÐI ELLA - STYKKISHÓLMI VERSLUNIN SIRRÝ - GRINDAVÍK BORGARSPORT - BORGARNESI HIN BÚÐIN - FÁSKRÚÐSFIRÐI HÖFN - HELLU LÓNIÐ - HÖFN WORLD WIDE Þú ert aldrei einn með CISCO • CISCO er mest seldi netbúnaður í heiminum í dag. • CISCO fyrir Samnetið / ISDN, Internetið og allar nettengingar. Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Hátækni til framfara Tæknival oiícqSystems

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.