Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fræðslustarf í vímuvömum fyrir starfsfólk grunnskóla í Reykjavík hófst í gær A Afangi í sam ræmingu for varnarstarfs borginni í Á NÆSTU vikum verður efnt til sérstaks fræðslustarfs í vímuvörn- um fyrir starfsfólk grunnskóla í Reykjavík, en verkefni þessu er hrint í framkvæmd í framhaldi af samþykkt borgarráðs frá 3. októ- ber síðastliðnum sem sérstaklega hvatti til aðgerða á þessu sviði í grunnskólum borgarinnar. Einn dagur í hveijum skóla er helgaður fræðslustarfi í vímuvörn- um og þann dag fellur hefðbundin kennsla niður á meðan kennarar og aðrir starfsmenn skólanna taka þátt í verkefnum, en þennan dag verður efnt til sérstaks starfsdags í hverfum borgarinnar þar sem á boðstólum verður fjölbreytt dag- skrá fyrir nemendur á öllum aldri. Fræðslustarfíð hófst í gær í Öldu- selsskóla og Breiðholtsskóla. Vímuvarnaskólinn er fyrsti áfanginn í umfangsmikilli endur- skipulagningu og samræmingu á forvamarstarfi í borginni sem unn- ið er á vegum vímuvarnanefndar Reykjavíkurborgar. Vímuvama- skólinn er eins konar farskóli sem fer á milli grunnskólanna í borg- inni og miðar að því að efla þekk- ingu og hæfni starfsfólks skólanna til þess að beita sér í baráttunni gegn vímuefnum og vaxandi út- breiðslu þeirra meðal barna og unglinga. Vímuvarnaskólinn er samstarfs- verkefni Reykjavíkurborgar, ríkis- ins og fjölmargra samtaka sem tekið hafa höndum saman um skipulagningu og framkvæmd verkefnisins. Þar á meðal eru sam- starfsnefnd ráðuneytanna, Barna- verndarstofa, SÁÁ, Fræðslumið- stöð í fíknivörnum, Rauði krossinn og forvamadeild lögreglunnar, auk íþrótta- og tómstundaráðs, Skóla- skrifstofu og Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Tímamót í vímuvarnastarfi Hóparnir sem fóru í Öldusels- skóla og Breiðholtsskóla í gær und- ir forystu þeirra Árna Einarssonar frá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum og Einars Gylfa Jónssonar frá SÁÁ Morgunblaðið/Kristinn KENNARAR Breiðholtsskóla tóku í gær þátt í fræðsluverkefni Vímuvarnaskólans fyrir starfsfólk grunnskóla í Reykjavík. komu saman í Breiðholtsskóla að fræðsludeginum loknum og kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fund þeirra. Hún sagði að um nokkur tímamót væri að ræða í starfi að vímuvörnum í borginni nú þegar starf Vímu- varnaskólans væri hafið, en með honum væri í fyrsta skipti búið að ná saman öllum þeim sem vildu leggja eitthvað af mörkum í for- varnarstarfi. „Hér hafa mjög margir lagt hönd á plóginn til þess að samræma krafta sína í vímuvarnamálum og mér fínnst það mjög mikið fagnað- arefni að svo víðtæka samstaða skuli hafa náðst og vona sannar- lega að hún muni skila okkur ein- hveijum árangri," sagði borgar- stjóri. Kennarar Ieggja drög að vímuvarnaáætlun Árni Einarsson sagði að mark- miði með Vímuvarnaskólanum væri að koma skipulagi á vímuvarnir og forvarnarstarf skólanna, en til þessa hefði verið nokkuð tilviljana- kennt hvernig staðið hefði verið að þessu starfí. „Við vonumst til þess að niður- staðan af þessu verkefni verði sú að það komist á meiri festa og skipulag. í lok þessara vinnudaga skólanna tölum við sérstaklega um vímuvarnaáætlun viðkomandi skóla og fáum kennara í hveijum skóla til að leggja drög að þessari vímuvarnaáætlun. Tilgangurinn með þessum vinnudögum kennara er að gera þá virka við mótun þess- arar vímuvarnaáætlunar, þannig að hún verði ekki bara unnin við eitt skrifborð til að uppfylla ein- hveijar kvaðir. Þess í stað upplifi kennarar það á þessum vinnudög- um að þetta er málefni sem skiptir gífurlega miklu og er mikilvægt að sé staðið vel að, og það er þá von okkar að þeir séu fúsari til að koma að gerð þessara áætlana þeg- ar til alvörunnar kemur,“ sagði Árni. Almennur fundur þriggja samtaka opinberra starfsmanna í Bíóborginni í gær Fallið verði frá skerðinffu Morgunblaðið/Þorkell FUNDARMENN í Bíóborginni samþykkja ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn- ina að hætta við öll áform um skerðingu réttinda og kjara opinberra starfsmanna. Á FJÖLMENNUM sameiginlegum fundi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags hákólamenntaðra_ ríkisstarfs- manna og Kennarasambands íslands í BIó- borginni í gær var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að ríkisstjórnin falli nú þegar frá áformum um að skerða réttindi og kjör opinberra starfsmanna og draga úr samn- ings- og verkfalisrétti allra launamanna. Einhliða aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessum efnum séu bein aðför að fijálsum samnings- rétti í landinu. í ályktuninni segir ennfremur að samtök opinberra starfsmanna hafi að undanförnu staðið fyrir öflugu upplýsingastarfi og fund- arhöldum um frumvörp ríkisstjórnarinnar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og sáttastörf í vinnudeilum. Á fundunum hafí komið fram órofa samstaða að hrinda þessari aðför ríkis- stjórnarinnar og áfangasigur hafi unnist þegar forsætisráðherra hafi lýst yfir að frum- varp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins verði ekki keyrt í gegnum þingið í óþökk þeirra sem málið varði og að áunnin réttindi verði ekki skert. Síðan segir: „Ríkisstjórnin ætlar eftir sem áður að fá samþykkt frumvarp um réttindi og skyldur' starfsmanna ríkisins þrátt fyrir andstöðu opinberra starfsmanna og enn á eftir að koma í Ijós hvernig staðið verður að samningum um endurskoðun á Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins. Fundurinn krefst þess að lýðræðislegar leikreglur verði virtar og öll áform ríkisstjórnarinnar um einhliða skerðingu á réttindum og kjörum verði lögð til hliðar. Allt annað er bein aðför að launa- mönnum sem óhjákvæmilega kallar á átök á vinnumarkaði. En eins og margoft hefur komið fram eru samtökin reiðubúin að ganga til raunverulegra samninga um þessi atriði. Fundurinn hvetur öl! stéttarfélög og samtök launafólks til að standa þétt saman uns full- ur sigur hefur náðst.“ Afnám réttinda þjófnaður Þrír frummælendur voru á fundinum. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að þau réttindi sem ætti að afnema væru hluti af umsömdum heildarkjörum opinberra starfsmanna. Þetta væru ekki bara orð á blaði sem hægt væri að breyta einhliða. Þegar réttindi væru tekin af mönnum bóta- laust væri um þjófnað að ræða og ekkert annað. Tillögur ríkisstjórnarinnar væru leift- ursókn til forneskju. Opinberir starfsmenn væru saman komnir til að spyrna við fótum og minna ríkisstjórnina á að hún uppsker eins og til er sáð. Samstaða muni skila sigri og árangurinn sé þegar farinn að skila sér. Það þurfi öll íslenska launaþjóðin að fínna og allir þeir sem vilji standa vörð um jöfnuð- inn og réttlætið. „Við ætlum og við munum stöðva niðurrifið. Við spyijum á þessum fundi: Hver er næstur? Gegn aðför að réttind- um launafólks 'er bara til eitt svar, svar reynslunnar. Samstaða skiiar árangri, sam- staða er til sigurs og það er þangað sem förinni er heitið,“ sagði Ögmundur. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði í ræðu sinni að undanhald ríkisstjórnarinnar væri hafið, en frumvarp um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins væri enn fyrir þing- inu. Þar væri að finna ákvæði um að samn- ingsréttur opinberra starfsmanna væri annar og lakari en fólks sem væri í Alþýðusamband- inu og til stæði að svipta stóran hóp samn- ingsréttinum. Gert sé ráð fyrir að æðstu embættismenn iúti öð.'um lögum og í raun sé það geðþóttaskilgreining ráðherra hveijir teljist til þess hóps. Þeir séu ekki aðeins sviptir samningsréttinum heldur einnig tján- ingarfrelsinu því þeir megi ekki beita sér á neinn hátt til að ná rétti sínum. Páll sagði að biðlaunarétturinn væri ein- staklingsbundinn réttur sem ekki yrði tekinn af með iögum. Um stjórnarskrárvarinn rétt ■ væri að ræða og ef reynt yrði að afnema hann myndi það kalla á skriðu málaferla. Lög um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna séu ótjúfanlegur hluti starfskjara opinberra starfsmanna og verði ekki breytt einhliða. Það sé fáránlegt að fjármálaráð- herra skuli halda því fram að þetta hafi ekkert með samninga að gera. Krafa opin- berra starfsmanna sé að frumvapið sé tekið til baka og tími gefinn til viðræðna. Ef ekki verði gengið að svo sjálfsagðri kröfu séu starfsmenn ríkisins óbundnir af samningi sínum. Engin kjarabót að verja áunnin réttindi Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að atvinnurekendur og stjórnvöld hefðu í áranna rás reynt að gera sitt til þess að draga úr áhrifamætti verkalýðshreyfingarinnar og koma þannig í veg fyrir að verkalýðsfélög geti sinnt hagsmunagæslu fyrir félaga sína eins og henni beri skylda til. Verkalýðsfélög- in yrðu að halda vöku sinni, en þrátt fyrir stöðuga varnarbaráttu mætti ekki gleymast að það fælist engin kjarabót í því að verja áunnin réttindi og sú skylda að sækja fram og berjast fyrir bættum kjörum væri eftir sem áður fyrir hendi. Hugsanlegir varnar- sigrar nú rnyndu því ekki teljast til tekna í næstu kjarasamningum. Hann sagði að reynslan undanfarna daga hafi sýnt að samstaða félaga opinberra starfsmanna geti haft verulegt að segja og ef ekki væri fyrir samstöðuna væru opinber- ir starfsmenn ekki í þeirri stöðu sem þeir væru hvað varðaði lífeyrismálið. Ákvörðun forsætisráðherra að falla frá ákvörðun fjár- málaráðherra varðandi breytingar á Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins væri ekki til kom- in af góðmennsku í garð opinberra starfs- manna. Samtakamátturinn og réttlætið hefði sigrað. Hins vegar mættu opinberir starfs- menn ekki sofna á verðinum því málið væri ekki í höfn, þótt fyrri hálfleik væri lokið. Eiríkur sagði að í næstu kjarasamningum yrði að koma inn ákvæði þar sem ótvírætt væri kveðið á um það að heimilt væri að segja upp kjarasamningum þegar tillögur væru uppi um að afnema réttindi sem væru hluti starfskjara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.