Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ I DAG BRIPS Umsjón Guómumlur Fáll Arnarson LESANDINN er í vestur og spilar út hjartatíu gegn þremur gi'öndum suðurs: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á62 V 73 ♦ 108643 ♦ KD10 Vestur ♦ K85 : æ* ii * 9876 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass_ Pass Hækkun norðurs í þijú grönd á móti 15-17 punkta opnun er í harðari kantinum. En makker tekur fyrsta slag- inn með hjartaás og spilar tvistinum um hæl. Sagnhafi lætur fyret gosann undir ás- inn, en drepur siðan á hjarta- kóng. Hann spilar svo laufi á kóng blinds og tígli til baka á gosann heima og drottningu þína. Hvernig viltu veijast? Lítum fyrst á hjartalitinn. Makker spilaði tvistinum til baka, sem er þriðja hæsta frá ríkjandi lengd (eða flórða hæsta frá upprunalegri lengd). Þar með er ljóst að suður hefur byijað með KDG í hjarta. Vörnin getur sótt sér slag á litinn, en það dug- ir ekki nema í fjóra samtals, því sagnhafi verður ekki höndum seinni að reka út tígulás. Einhvers staðar verður að leita tveggja slaga í hvelli. Sagnhafi virðist eiga laufás- inn, svo kannski er austur með spaðadrottningu. All- tént er eina vonin að spila spaða: Norður ♦ Á62 f 73 ♦ 108643 ♦ KD10 Vestur ♦ K85 f 10964 ♦ ÁD2 ♦ 9876 Austur ♦ D94 V Á852 ♦ 95 ♦ 9876 Suður ♦ G1073 f KDG ♦ KG7 ♦ ÁG3 Ef sagnhafí stingur upp ás fríast tveir slagir á spaða, sem dugir í fimm. Svo hann verður að gefa austri slag á spaðadrottningu. Og þá rek- ur austur endahnútinn á vömina með því að skipta aftur yfír í hjarta. Sem er kannski ekki alveg sjálfsagt og því ætti vestur að létta félaga sínum verkið með því að spila spaðaáttunni. Árnað heilla O AÁRA afmæli. í dag, OPþriðjudaginn 19. mars, er áttræður Gunn- laugur Björnsson, húsa- smiður og fyrrverandi bóndi á Grjótsnesi. Hann verður að heiman á afmæl- isdaginn. ^’Í'|ÁRA afmæli. Föstu- I vldaginn 15. mars sl. varð sjötugur Hilmar Guð- mundsson, Sævargörðum 6, Seltjarnarnesi. Hann var að heiman. (yrVÁRA afmæli. í dag, I Vrþriðjudaginn 19. mars, er sjötug Sigríður Jóhanna Bjarnadóttir, Fjarðarstræti 29 A, Isafirði, fyrrum húsfreyja á Hvilft í Önundarfirði. Hún tekur á móti gestum í Kiwanishúsinu á Isafirði, fimmtudaginn 4. apríl, skír- dag, kl. 16. fT/AÁRA afmæli. í dag, O V/þriðjudaginn 19. mars, er fimmtug frú Magnúsína Ágústsdóttir, Höfðavegi 33, Vest- mannaeyjum. Eiginmaður hennar er Kristján Olafs- son. Með morgunkaffinu Ást er ... 1" 4-13 mynd í hálsmeni. TM Roq. U.S. Pat. Off. — ali rights reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate -~v- Viltu hætta að segja „Vá, hvað þú ert sætur maður. Rangur myndatexti í LAGUARDAGSBLAÐl Morgunblaðsins á bls. 51 var frétt um Iðjuþjálfa- félag íslands 20 ára. Þar birtist og mynd frá aðalfundi félagsins, en á honum var afmælisins minnst með afmælistertu. Myndin sýndi formann félagsins, Hope Knútsson skera fyrstu sneiðina af tertunni fyrir Guðrúnu Pálmadóttur iðjuþjálfa. Hins vegar sagði í mynda- texta að myndin væri af stjórn félagsins. Beðizt er velvirðingar á vitleysunni. Orkuverið Island Hákon Aðsteinsson, LEIÐRETT Orkustofnun, vill gera þijár athugasemdir vegna greinarinnar „Allt gert til að milda áhrif virkjana,“ í Daglegu lífi 15. marz sl, og fjallaði m.a. um virkjanir norðan Vatna- jökuls. 1) Virkjanir verða ekki reistar án umhverfismats, þar sem ólíkir hagsmuna- aðilar og almenningur eiga þess kost að gera rökstuddar athugasemd- ir. Á þetta var lögð mikil áhersla en kom ekki nógu vel fram í greininni. Einn- ig að hlutverk starfs- manna Orkustofnunar og Landsvirkjunar er fyrst og fremst að safna upp- lýsingum. 2) Ég minnist þess ekki að hafa sagt hreint út að hér á landi sé ferðaþjón- ustan fyrst og fremst sumaratvinnuvegur fyrir skólafólk, því það er frá- leit fullyrðing, og lýsir ekki skoðun minni. I samtalinu kom hins vegar fram að ferðaþjón- ustan er ákaflega árstíða- bundin og með hámarki sínu á sumrin hafi hún t.d. mikla þýðingu fyrir skólafólk. 3) Svarið við siðferðis- spurningunni má mis- skilja sem tæmandi en í raun vísuðum við á annan mann hjá Landsvirkjun til að svara henni. STJÓRNUSPA ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 47 NAMSMENN ATHUCIÐ: FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir góðum gáfum og hefur mikinn áhuga á þjóðmálum. RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú átt erfitt með að fá aðra til að fallast á hugmyndir línar í dag, og ættir að bíða betri tíma. Hvíldu þig í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að sýna lipurð í samningum um viðskipti í dag til að ná árangri, sem iér hentar. I kvöld sækir þú vinafund. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú hefur samúð með þeim, sem minna mega sín, og vilt veita þeim aðstoð. Vinur getur hlaupið undir bagga og vísað þér veginn. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >"$0 Vertu vel á verði, og láttu engan misnota sér örlæti þitt. Þótt þú sért fús til að hjápa, þarf hjálpin að vera gagnleg. ' Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú heyrir óvænt frá gömlum vini í dag, og hann færir þér góðar fréttir. í kvöld átt þú ánægjulegar stundir með fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú færð hugmynd varðandi vinnuna, sem á eftir að reyn- ast vel og færa þig nær settu marki. Ástvinir taka mikil- væga ákvörðun. Vog ^ (23. sept. - 22. október) Viðskipti, sem þú taldir vera töpuð, bjóðast á ný í dag. Leitaðu ráða hjá sérfræðing’ svo ekkert geti nú farið úr skeiðis. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þrátt fyrir smá ágreining ur fjármálin, ríkir-einhugur hj ástvinum í dag. Reyndu a koma á sáttum í deil tveggja vina. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) S8< Þú átt þér marga aðdáend ur, og þarft að gæta þes að valda þeim ekki vonbrigð um. Þú mættir hugsa betu um útlitið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver í fjölskyldunni kem- ur þér ánægjulega á óvart dag, og veitir þér góða ac stoð. Listrænir hæfíleika njóta sín í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú færð góð ráð varðam vinnuna, sem ættu að nýtas þér vel. Menningarmáli verða ofarlega á baugi hj þér í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’St Ágreiningur kemur upp inr an flölskyldunnar varðanc fjármálin, en með því a ræða saman í einlægni m finna góða lausn. Stjörnuspána á að lesa sei dægradvöl. Spár af þess tagi byggjast ekki á trausi um grunni vísindalegra staí reynda. ■_________I Landsmót vélsleðamanna í Kerlingarfjöllum verður haldið 22. til 24. mars 1996 Ferðír með leiðsögn reyndra vélsleðamanna verða farnar frá Lyngdalsheiðí. Föstudagur kl. 17.00 Laugardagur kl. 9.00. Sunnudagur kl. 13.00frá Kerlingarfjöllum. Æskilegt er að skrá sig í þessar ferðir og panta gistingu í Kerlingarfjöllum í síma: 587 7788 Papco til kl. 15.00 föstudaginn 22. mars. Farsími í Kerlingarfjöllum verður 852 7520 Dagskrá: Laugar dagur 23. mars kl. 10.00 Ferð með leiðsögn umhverfis Kerlingarfjöll. kl. 13.00 Ferð með leiðsögn til Hveravalla. kl. 20.00 - 21.00 Fundur hjá L.Í.V. kl. 21.00 Kvöldvakaundirstjórn Akureyringa. B1 ■ Landssamband íslenskra Vélsleðamanna og Olís hvetja alla vélsleðamenn að sýna aðgæslu í akstri og stefnum að óhappalausri helgi Hraust börn Betri námsárangur ÉBMMB Bykingarkenndar niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á breskum skólabörnum, hafa leitt í ljós að rétt bætiefni auka einbeitingu og úthald og hafa þar með áhrif á námsgetu. Niðursröðurnar sem birtust í hinu virta læknatímariti „Lancet“, sýndu greinilega fram á að með reglulegri neyslu vítamína jókst námsgeta nemenda til mikilla muna. BARNA VIT eru bragðgóðar fjölvítamín- og steinefnatöflur fyrir börn og unglinga til að tyggja eða sjúga. íBARNA VÍÍ (diituÍMð .VfMwwS* & ú»‘rwfnf híi* .W*-- 1 fyswí* Ftsst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvöruhúða ÉL leilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustig GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.