Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens /MAL AOVAtCNA.GCÍ&IR. HhLSARj.HÚFLYTJUH V/O OkXORA OE7TSAee/T/CANf>‘ í DAG tf?R£>u/H V/O A£> \ FLÖOB/LG7U AFHAAU»NO/\ /fÓFUAt, SRÍNANO/ HORNUaA 06 GLTÁANP/ VQDVOM | 5EA1SJÁ /UM Stf/OLANGTS£/t\j AUGA& EVG/e'r-r—'----------J Até/Z ER./LCA l//OþAL þeGARþc/R. OPNA £* E/NU S/NN/ AUel/N —^a- Grettir Smáfólk YES, MA'AM.. I WALKED TO 5CH00L IN THE RAIN.. NO, OUR CHAUFFEUR HAD TOTAKETHE BENTLEV IN FOR AN OIL CHAN6E.. r*r 50RRV, MAAM..JU5T A LITTLE SPONTANEOUS SARCA5M.. Já, kennari... cg gekk í skólann í rígningunni... Nei, bílstjórinn okkar varð að fara með Bentleyinn til að skipta um olíu á honum . .. Afsakaðu, kennari... bara svo- lítil ósjálfráð meinhæðni . . . BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Opið bréf til heil- brigðisráðherra Frá Snjólaugu Ármannsdóttur og Sigrúnu Kaaber: HÁTTVIRTUR heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir. Við starfsmenn á augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakoti, viljum greina frá sérstöðu augndeild- arinnar og þeim sparnaðaraðgerðum sem þar eiga að fara fram. Eins og ráðherra er kunnugt er þetta eina augndeild landsins. Þangað koma öll augnslys, fólk með bráða augn- sjúkdóma auk annarra augnaðgerða sem þar eru gerðar. Augndeildin ein heild Lengi var barist fyrir því að gera augndeildina að einni heild, sem samanstendur af legudeild, dagdeild og göngudeild. Þetta varð loks að veruleika árið 1990 og hefur haft mikla hagræðingu i för með sér, bæði með bættri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga og byggir það eink- um á sérhæfíngu hjúkrunarfólks. Sama starfsfólk hefur unnið á deild- inni árum saman og hefur sérþekk- ing þess verið byggð markvisst upp. Sparnaðarhringormurinn Nú stendur til að bijóta niður þessa heild, sameina legudeildina annarri deild, dagdeildina enn ann- arri og fækka starfsfólki um 15 stöðugildi alls. Starfsfólk á ekki annara úrkosta völ en að flytja til starfa á öðrum deildum sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar hlýtur mikil sér- þekking að fara forgörðum. Þann 1. október 1996 stendur til að sameina augndeildina að nýju og flytja hana í heild sinni frá Landa- koti. Þá er ætlunin að ná saman því sérhæfða hjúkrunarfólki sem áður starfaði á deildinni. En er það mögu- legt? Með þessum aðgerðum er áætlað að spara 20 milljónir króna. Hver er tilgangurinn með því að bijóta deildina niður tímabundið, draga með því úr öryggi sjúklinga og ætla síðan að byggja hana upp aftur úr ijúkandi rústunum? Sparnaðaraðgerðir þessar eru því eins og Miðgarðsormurinn, sem bítur í halann á sér, og endar aftur á byijunarreit. Starfsfólk augndeildar skorar hér með á háttvirtan heilbrigðisráðherra að beita sér af hörku, sjúklinganna vegna, gegn sundrung deildarinnar. Fyrir hönd hjúkrunarfólks augn- deildar. SNJÓLAUG ÁRMANNSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, SIGRÚN KAABER, sjúkraliði. Mannvonska eða mannorðsþjófnaður? Frá Lárusi Helgasyni: LÁTLAUSAR ávirðingar hafa und- anfarið verið bornar á biskupinn, herra Ólaf Skúlason, sem að sjálf- sögðu hefur áhrif á alla fjöiskyldu hans. Við hjónin erum furðu lostin. Lágkúruleg umræða hefur birst um biskupinn að undanförnu. Lygi og hatur sýnist haft að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að að efla kirkjulegt starf í landinu og stöðva nú þegar umræðu um leiðindamál þetta í fjölmiðlum. Fólkið í landinu þarf að slá skjaldborg um biskupinn og fjölskyldu hans. Hann og fjöl- skylda hans verðskuldar ekki svona „kveðjur“ frá fólki sem leynt og ljóst reynir að eyðileggja mannorð og færa allt til verri vegar. Biskups- hjónin hafa komið mörgu góðu til leiðar. fjóðin veit best um það og því óþarfi að orðlengja það hér. Séra Ólafur Skúlason, síðar bisk- up, gifti okkur í Bústaðakirkju árið 1989. Síðan höfum við kynnst þeim hjónum. Það er gæfa að kynnast góðu fólki. Svo vill til að kona undir- ritaðs er nýbúi frá Filipseyjum. Ræðan sem hann flutti við gifting- una var mjög góð, svo aldrei gleym- ist. Þegar séra Ólafur var kjörinn biskup sendum við honum og fjöl- skyldu hans heillaóskir. Við erum ennþá sama sinnis, við vitum hvaða fólk er mannkostum búið, hjálplegt, kærleiksríkt og umburðarlynt. Það á einmitt við biskupshjónin. Mann- orðsþjófamir hafa komið fram í dagsljósið í framhaldi af deilum í Langholtskirkju. Er það ekki undar- leg tilviljun? Mannkostamaður er borinn þeim sökum að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni. í íslenskri orðabók, útgefmni af Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Reykjavík, 1990, merkir orðið kyn- ferðislegur eitthvað sem tengist kyn- ferði, orðið kynferði merkir 1) nátt- úrulegt, líffærðilegt kyn, það hvers kyn eitthvað er (t.d. karl- eða kven- kyns, hvatkyn eða blauðkyn); 2) ætterni, uppruni; 3) tegund; flokkur tegunda. I sömu bók er orðskýring á áreiti: það að vera áreitinn, er að móðga eða hrekkja einhvern. Tilvitn- un lýkur. Orðabókin gefur auðvitað réttar og greinargóðar skýringar á fyrrnefndum orðum. Mannorðsþjófar hálda því fram að biskupinn hafi áreitt þau, móðg- að eða hrekkt náttúrulegt kyn þeirra einhvetju sinni fyrir tíu til tuttugu árum. Hver trúir svona bulli? Hvers vegna kærði þetta fólk ekki strax til réttra yfirvalda? Það er alveg sama hver setur fram órök- studdar fullyrðingar um kynferðis- lega áreitni, að 10 til 20 árum liðn- um, sá sem heldur slíku fram er meira en lítið undarleg persóna. Við sem þetta ritum viljum að glæpa- menn fái þunga dóma, enda byggist það á að um sannanlega sök sé að ræða. Það á ekki við um heiðarlegt fólk. LÁRUS HELGASON, Æsufelli 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt ti! að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.