Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 ERLENT MORG UNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. GÓA VE hefur mokað upp afla í netin að undanförnu. A sunnu- daginn tvísótti Góa og landaði 22 tonnum. Eftir að hafa dregið tvær trossur kom Góa í land um hádegið með fullfermi, rúm 13 tonn og síðan landaði hún aftur á sunnudagskvöld, um 9 tonn- um. Allur aflinn var golþorskur og fékkst hann í fjórar trossur Mokafli hjá Góu VE á Sandagrunni. Svo stór var þorskurinn að aðeins þurfti 80 Morgunblaðið/Sigurgeir til 100 fiska í tonnið. í gær varð Góa að tvísækja aftur, landaði 12,5 tonnum um hádegi eftir að hafa dregið tvær trossur og hélt síðan út á ný til að draga hinar tvær. Aðrir netabátar hafa verið að fá talsvert minna en Góa, en þó var Gæfa VE með ágætisafla á sunnudaginn, 13,4 tonn. Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson GUÐMUNDUR VE hefur verið dijúgur við loðnu veiðarnar á þessari vertíð, Loðnuvertíðin komin alveg undir það síðasta Loðnan búin að hrygna og veiðin orðin dræm „ÞAÐ HEFUR verið ijátl í morgun,“ sagði Þorsteinn Guðmundsson, yfir- vélstjóri á ísleifi VE 63, í gærdag. „Við vorum að klára að dæla 250 tonnum og það virðist vera sæmilegt kropp héma.“ Hann sagði að skipið væri að snúast á torfu og undirbúa annað kastið. I því fyrsta hefðu náðst 150 til 250 tonn. „Megnið af flotan- um virðist vera héma suður af Malar- rifínu," segir Þorsteinn. „Það eru um 22 skip hérna á litlum bletti.“ Hann segir að loðnuvertíðin sé alveg komin undir það síðasta. Það virðist ekki sjást nokkur hrogn í loðnunni, þannig að hún sé búin að hrygna. „Þetta getur samt dregist aðeins," bætir hann við. „Ef það er sæmileg tíð er oft hægt að ná jafnvel tveimur til þrem- ur túrum í þessu. En það er fljótt að breytast ef það kemur leiðinleg tíð.“ Hann segir að ísleifur hafi veitt 19.500 tonn af loðnu síðan í janúar. 540 þúsund tonn af loðnu veiðst á vetrarvertíðinni Alls hafa veiðst tæp 540 þúsund tonn af loðnu á vetrarvertíðinni og er heild- arveiði á loðnuvertíðinni þá komin í tæp 712 þúsund tonn. Loðnukvóti er 1.107.760 tonn og eru eftirstöðvar loðnukvótnas 395.927 tonn. Mestu hefur verið landað hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar eða 65.368 tonnum. Þar á eftir koma SR-Mjöl hf. á Seyðisfirði og Síldar- vinnslan hf. á Neskaupstað með um 62.870 tonn. Þá hefur verið landað 54.802 tonnum hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Verð á mjöli og lýsi lækkar Verð á Iýsi og mjöli hefur lækkað að undanförnu, að sögn Sólveigar Samúelsdóttur, markaðsstjóra SR- mjöls. Lýsi hefur fallið úr því að vera 560 dollarar í lok desember í 390 dollara. Verð á mjöli er 435 pund, en var í 460 pundum í janúar. Sólveig segir að skýringin á verð- falli á lýsi sé sú að jurtaolíur hafi fallið í verði. Lýsi keppi við þær á markaðnum og þurfí þess vegna að fylgja verðinu á þeim eftir. Það sama eigi við um mjölið, en verðlækkunin þar sé aðallega út af lægra prótein- verði. Einnig lækki verð oft vegna þess að framleiðendur þurfi að skipa mjög ört út þegar veiðin er í fullum gangi hér heima. „A fimmtudaginn höfðu verið veidd 522 þúsund tonn af loðnu frá áramótum," segir hún. „Á sama tíma í fyrra var búið að veiða 303 þúsund tonn af Ioðnu, þannig að það munar 200 þúsund tonnum." Hún segir að úr þessum 522 þúsund tonnum séu unnin 91 þúsund tonn af mjöli og 42 þúsund tonn af lýsi. Mjög Iitlar birgðir í landinu „Utflutt mjöl í febrúar var um 25 þúsund tonni og sex þúsund tonn af lýsi fóru utan,“ segir Sólveig. „Lýsið fer aðallega á Noreg og Danmörku, en mjölið á Bretland, Danmörku, Noreg og Þýskaland.“ Hún segir að það séu mjög litlar birgðir í landinu. Það sé nánast allt selt sem framleitt hafi verið og það eigi bæði við um mjöl og lýsi. „Við getum verið þokkalega ánægð með vertíðina," segir hún. „Þetta er í betra lagi. Verðið hefur verið okkur hagstætt, þótt lýsísverð hafi lækkað á síðustu tveimur mánuðum." Kosið verður í þremur þýskum sambandslöndum Ekki búist við óvæntum úrslitum Bonn. Reuter. KOSNINGAR fara fram í þremur þýskum sambandslöndum á sunnudag, Slésvík-Holtsetalandi, Baden-Wtirttemberg og Rheinland Pfalz. Skoðanakannanir benda til að forsætisráðherrar allra land- anna, einn úr flokki kristilegra demókrata (CDU) og tveir úr flokki jafnaðarmanna (SPD), muni halda embættum sínum. Færi svo er óvíst að kosningarnar hafi nokkur áhrif á pólitíska stefnu- mótun í Bonn en forystumenn jafnt stjórnar sem stjómarand- stöðu eru þar komnir í pólitíska sjálfheldu að mati flestra frétta- skýrenda. Klaus-Peter Schöppner, hjá skoðanakannastofnuninni Emnid, segir að kjósendur virðist styðja vinsæla forsætisráðherra í emb- ætti vegna óvissu um hvernig eigi að beijast gegn atvinnuleysi, sem nú er rúm 10% og hefur ekki ver- ið meira í marga áratugi. „Forsæt- isráðherrar sambandslandanna allra eru með ákveðið forskot á sunnudag. Fjórði hver kjósandi er óákveðinn. Frambjóðendur í leið- togastöðu höfða frekar til þeirra, þar sem að kjósendur eiga erfitt með að átta sig á efnahagsstefnu flokkanna." Mikilvægar kosningar Kosningarnar í Baden-Wurtt- emberg, í suðvesturhluta landsins, eru taldar mikilvægastar, en þar er kristilegi demókratinn Erwin Teufel nú forsætisráð- herra samsteypustjóm- ar með jafnaðarmönn- um. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í tíma- ritinu Focus er stuðning- ur við CDU 44% en samsteypu- stjórn SPD og Græningja fengi 43%. Teufel gæti myndað stjórn með Fijálsum demókrötum (FDP) næði flokkurinn þeim fimm prósentum, sem þarf til að koma manni að. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við FDP 6,5%. Kosningabaráttan í Baden- Wúrttemberg hefur fyrst og fremst snúist um þjóðmál og hafa jafnaðarmenn sett baráttuna fyrir því að sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli verði frestað á oddinn og að straumur innflytjenda af þýskum ættum frá Austur-Evrópu verði stöðvaður. Ekki virðist sem þessi baráttu- mál hafi aukið fylgi SPD. í nágrannalandinu Rheinland- Pfalz berst jafnaðarmaðurinn Kurt Beck fyrir endurkjöri. Samkvæmt skoðanakönnun IFRA er fylgi SPD 47% og stefnir því í að Beck geti haldið áfram að stjórna ásamt FDP, sem fær 7,5% í sömu könn- un. Fylgi kristilegra demókrata er 36%. Jafnaðarmaðurinn Heide Sim- onis, forsætisráðherra Slésvíkur- Holtsetalands, fær ekki hreinan meirihluta samkvæmt könnunum, og mælist fylgi hennar 44%. Hún ætti hins vegar að geta myndað stjórn með annaðhvort FDP eða Græningjum. Fylgi CDU mældist 33,5% í sömu könnun. Efnahagsmálin grafa undan CDU Schöppner segir að það sé fyrst og fremst ástand efnahagsmála sem sé að grafa undan fylgi CDU á landsvísu. „Fylgi CDU hefur náð hámarki. Kreppurnar, gagnýnin og efnahagssamdrátturinn eru farnar að segja til sín. Stjórnar- flokkurinn getur gert ráð fyrir frekari mótvindi á næst- unni,“ sagði hann. Græningjar eru nú samkvæmt könnunum þriðji stærsti flokkur Þýskalands en efnahags- kreppan hefur einnig haft áhrif á fylgi þeirra. Benti Schöppner á að ekkert hefði heyrst frá Græningj- um í atvinnumálum og veikti það stöðu þeirra. Hagspár gera ráð fyrir tak- mörkuðum hagvexti á þessu ári, en þjóðarframleiðsla dróst saman í fyrsta skipti í þijú ár á síðasta fjórðungi ársins 1995. Mesta spenn- an í Baden- Wiirttemberg ReuU:r Olímengun í Rússlandi RÚSSNESKUR verkamaður dælir olíu úr Bolshoj-á nálægt bænum Mamontov í Síberíu. 14.500 tonn af olíu hafa lekið í ána eftir að gat kom á olíulciðslu þar nýlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.