Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ t « / . ,".i HÁSKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. ÓPUS HERRA HOLLANDS CHARD DREYFUSS s Richard Dreifuss slær 3, - .aldrei feilnótu í sterkri og . ; • t . 1 (ffllilæbrigðarikari túlkun, P ekki óliklegt aö hann K. & uppskeri Óskarsverölaunin *}§&%)**<*%* S.V. Mbl. M R Einstaka sinnum koma myndir sem almenningur hreinlega gerir að sinni eign. Ópus herra Hollands er einstök mynd sem hefur sannarlega slegið í gegn vestanhafs og Richard Dreyfuss er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir magnaðan leik sinn. Sýnd kl. 5, 6.45 og 9. FRUMSYNING: DAUÐAMAÐUR NALGAST FNINGAR sta leikkonan SUSAN SARANDON BRUCE SPRINGSTEEN lASfÍ* Helgarpósturinn Iíá3iiíi Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. B.i. 16. > Sharon Joe i STONE PESCI Robert DENIH ■’* 2 lVr'r Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 16 ára. Stund milli stríða FLESTIR skyldu ætla að fyrir- sætur þyrftu að láta daga eins og bolludaginn fram hjá sér fara. Línurnar þurfa jú að vera í lagi og hver hitaeining sem fer upp í munn og ofan í maga að vera þaulhugsuð. Það aftraði þó ekki nokkrum af íslensku fyrirsætun- um í Mílanó, því enda þótt bollu- dagurinn sé ekki til á ítalska dagatalinu leitaði hugurinn heim til marglitra bolluvandanna og minningar um gómsætar bollurn- ar komu í veg fyrir frekari vangaveltur um hitaeiningar. Einhver átti uppskrift að bollum, farið var í verslunarleiðangur og að því Ioknu ráðist í bakstur og bollur bakaðar að íslenskum sið. Fyrirsæturnar, sem eru flestar á aldrinum sextán til tuttugu og tveggja ára, komu saman heima hjá nokkrum stelpnanna og var mikið um glens og gaman. Þetta eru allt hörkuduglegir krakkar sem lagt hafa land undir fót og freistað gæfunnar í hinum harða heimi tískunnar. Allir eru þeir með fast áðsetur í Mílanó, sem þýðir að mest af vinnu þeirra fer fram þar enda þótt þeir fari tíma- hljómtækjasamstæða MHC 801 Glæsileg samstæða með geislaspilara, kassettutæki, 160W. surround magnara, Karaoke, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI Ljósmynd/Haraldur Hannes FYRIRSÆTUR í formi, f.v. Áslaug, Guðrún, Geir og Kata. bundið til módelstarfa annar- staðar, t.d. til Grikklands, Spánar eða Japans. Þeim hefur flestum gengið fremur vel og á milli þess sem þau gæddu sér á bollunum var ýmislegt spjallað. Kom meðal annars fram að þau starfa ekki endilega öll innan sama geirans. Flest þeirra vinna þó mest við ýmiskonar auglýsing- ar bæði fyrir sjónvarp og tíma- rit, og var mikið hlegið þegar þau fóru að metast um hver hefði unnið fyrir frægustu hönnuðina eða verið í flestum sjónvarpsaug- lýsingum. Svo eru alltaf einhver módel sem vinna við að auglýsa ákveðin merki og gera þá jafnvel víðreist í söluherferðum með við- komandi. Þá er eftir að nefna tískusýningar, vörulista og svo mætti lengi telja, en allt ræðst þetta af útliti viðkomandi fyrir- sætu og því hvað „look“ er í tísku á hveijum tíma. Á þessu sést best að starf fyrir- sætunnar getur verið fjölbreytt og margslungið en framundan eru spennandi og annasamur tími í tískuheiminum öllum og eiga íslensku fyrirsæturnar eflaust eftir að koma þar víða við. Þegar Guðlaug L. Arnar, fréttaritari Morgunblaðsins og ljósmyndari, kvöddu þennan glaðlega hóp sem að þessu sinni sýndi á sér hina hliðina voru þau enn að háma í sig bolludagsboll- ur, fylltar sultu og ijóma með velþöktum súkkulaðitopp og var ekki að sjá að þau hefðu hinar minnstu áhyggjur af hitaeining- um. Sannkölluð stund milli stríða. Nýtt í kvikmyndahúsunum Sambíóin for- sýna myndina „Copycat“ BÍÓHÖLLIN forsýnir kvikmyndina „Copyeat" í kvöld, þriðudaginn 19. mars. Það eru leikkonurnar Sigo- umey Weaver og Holly Hunter sam fara með aðahlutverkin. Fjöldamorðingi gengur laus í San Francisco og vekur það athygli Helen Hudson (Weaver), sem er afbrotasálfræðingur og hefur sér- hæft sig í málefnum fjöldamorð- ingja. Hún er nær dauða en lífi þegar kolklikkaður og stórhættu- legur maður reynir að drepa hana. Eftir þetta einangrar hún sig í íbúð sinni, hrædd við að verða á vegi glæpamannsins aftur, og einu sam- skiptin við umheiminn eru tölvan og aðstoðarmaðurinn hennar. Rannsóknarlögreglan Monahan (Hunter), framúrskarandi í sinni grein, veit að eina leiðin til að ná morðingjanum er samstarf við He- len Hudson. Án árangurs reynir lögreglan að fá afbrotasálfræðing- inn til samstarfs. En morðunum fjölgar og brátt kemst Helen að aðferðum fjöldamorðingjans sem greinilega notfærir sér útsjónar- semi þekktra fjöldamorðingja. Nú hefst leikur kattarins að músinni þar sem margt kemur á óvart. Leikstjóri er Jon Amiel. Fólk RobLowe sest í ieik- stjórastólinn LEIKARINN Rob Lowe mun á næstunni leikstýra sinni fyrstu mynd sem hann skrif- aði einnig handritið að. Myndin kallast „American Untitled" og mun hugmyndin hafa kviknað út máli fyrir- sætunnar Lindu Sobeck sem var myrt af ljósmyndara og eins fjölmiðlafárinu í kringum réttarhöld O.J. Simpsons. Lowe segir sig lengi hafa langað til að leikstýra og nú loksins sé hann kominn með efnivið sem hann geti unnið vel úr. Myndin fjallar um þrá- hyggju ástarinnar á kaldhæð- inn hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.