Morgunblaðið - 19.03.1996, Side 52

Morgunblaðið - 19.03.1996, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DENZEUWASHlNGTONl EINKASPÆJARINN Einkaspæjarinn Easy Rawlins þarf að kljást við hættulegustu svikamyllu í L.A. Spennuhlaðin ráðgáta rheð Óskarsverðlaunahafanum Denzel Washington (Glory, Philadelphia, Crimson Tide) og frá sömu framleiðendum sem gerðu Óskarsverð- launamyndirnar Silence of the Lambs og Philadelphia. Sýnd kl. 5, 7, og 9 í SDDS. bí. ioára. Sýnd kl. 5,9 og 11. Sýnd í sal B kl. 5.bl uára. Tár úr Steinil Sýnd kl. 7. Kr. 750. BÍÓLÍN/VN Spennandi JUMANJI kvikmynda-getraun.Sími 904-1065. Verð 39.90 mín. Dúndrandi þorrablót í Norfolk 200 ÍSLENDINGAR og vinir þeirra í Norfolk og nágrenni í Bandaríkj- unum héldu dúndrandi þorrablót 10. febrúar. Þorrablót íslendingafé- - lagsins þarna eru nokkuð sérstæð, því Sesselja Siggeirsdóttir Seifert, forseti félagsins, fer ásamt eigin- manni sínum til íslands og þau velja þorramatinn. Þegar hann kemur til Norfolk undirbýr Sesselja hann á eigin spýtur, sýður bæði svið og hangikjöt. Með þessu móti hefur félagið boðið upp á ódýrustu þorra- blót sem haldin eru í Bandaríkjun- um, en jafnframt þau sem hvað best eru undirbúin. Félagar sjá sjálfir um framreiðslu matarins og sölu drykkjarvara. Þetta var ellefta þorrablót félags- ins, en Sesselja hefur verið forseti frá upphafi. Óli Miolla var röggsam- ur veislustjóri nú sem fyrr, en þessu hlutverki hefur hann gegnt í Nor- folk um margra ára skeið og einnig verið veislustjóri á þorrablótum í Washington DC og Flórída. Á blótinu var mikið sungið og dansað fram á nótt. Að undanförnu hefur Sesselja Seifert haldið „annan í þorrablóti" á heimili sínu, þar sem hún býður gestum og gangandi upp á gellur. Verða gestir hennar oft æði margir, því séríslenskur matur er alltaf vinsæll meðal íslendinga. íslenski blaðaljósmyndarinn á Norfolk-svæðinu, Ransy Morr, var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. BRYNDÍS McRainey er hér að undirbúa hangikjötsbakka fyrir þorrablótið. ÓLI MioIIa og vinkona hans, Maria Durham-Parker, nutu sín í dansinum eins og fleiri. ÞRJÁR vinkonur sem ekki höfðu hist lengi. Ljósmynd/Ransy Morr F.v. Sigga Tate, Ninna Snead og Sigga Miolla. DILLA og Rabbi Björnson fá sér hér á diska. Bankastjórinn setti íslandsmótið í bridsi MILLI 250 og 300 manns tóku þátt í undankeppni íslandsmótsins í bridsi um helgina. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, setti mótið og sagði fyrstu sögnina fyrir Jón Baldursson, stigahæsta spilara landsins. Sverrir lék á alls oddi í mótssetningunni. Sverrir er lengst til vinstri á myndinni en við. hlið hans stendur Austfirðingurinn Krist- ján Kristjánsson en hann er nýver- andi forseti Bridssambandsins. Sverrir skaut léttum og hnitmiðuð- um skotum til beggja átta og fékk forsetinn sinn skerf. Ekki virtist það hafa farið neitt illa í Kristján sem tryggði sér rétt, ásamt félögum sín- um, til að spila í úrslitakeppninni um bænadagana. Ltindsbanki 'sj^nds 'aCí ,>ro landsmanna Morgunblaðið/Arnór SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 FRUMSYNUM GRINMYNDINA FAÐIR BRÚÐARINNAR 2 Sýnd kl. 4.55, 7, 9 og 11.10, í THX DIGITAL, Tilnefhingar til Óskarsverðlauna Meðal annars BESTA MYND ÁRSINS Sýnd kl.4.50, 6.55, 9 og 11.10 í THX. ísl. texti. Óskars- tilnefningar 7 óskarstilnef: [NGAR Vaski grísmn Baddi i Dagsljói ★ ★★ y2 mbl Sýnd kl. 5. íslenskt tal DIGITAL Steve Martin er hamingjusamur heimilisfaðir. Allt virðist leika í lyndi. Þar til.dóttir hans verður ólétt. Og konan hans verður ólétt í þriðja sinn. Sprenghlægileg mynd þar sem Steve Martin fer á kostum sem verðandi pabbi. Og afi. Skamma stund verður hönd höggi fegin ►t GÆR hófust vitnaleiðslur í máli leikarans Alec Baldwins sem kærður var fyrir að hafa nefbrotið ljósmyndara nokkurn sem honum fannst fullágengur við þau hjónin þegar þau voru að koma heim til sín með ný- fætt barn sitt. í kviðdómnum sitja átta konur og fjórir karl- menn. Kona Alec Baldwins er Kim Basinger og frumburðinn hafa þau skírt Ireland, eða Ir- land. Talið er að Baldwin muni sjálfur flytja varnarræðu sína, en ef hann er sekur fundinn á hann á hættu að fá sex mánaða fangelsisdóm og háa sekt að auki. Reuter BALDWIN sést hér ganga til bifreiðar sinnar þegar hlé var gert á réttarhöldunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.