Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði á Akureyri fer vaxandi á ný Einungis eru finun til sjö iðnaðarlóðir lausar EINUNGIS eru 5-7 iðnaðarlóðir lausar í eldri iðnaðarhverfum á Akureyri, en eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði fer vaxandi. Atvinnumálanefnd bæjarins hefur beint því til bæjaryfirvalda að þegar verði farið að huga að auknu framboði iðnaðarlóða m.a. í Krossa- neshaga, ekki síst þar sem langur tími getur liðið frá byrjun framkvæmda þar til lóðir eru tilbúnar. Helgi Jóhannesson, forstöðumaður atvinnu- málaskrifstofu Akureyrarbæjar, sagði að þær lóðir sem til væru undir iðnaðarhúsnæði væru norðarlega í iðnaðarhverfi í Síðuhverfi, sunnan við efnaverksmiðjuna Sjöfn og þættu þær mis- góðar. Á síðustu árum hefur sáralítið verið byggt af iðnaðarhúsnæði, en hins vegar hefur verið nokkuð lífleg sala á slíku húsnæði, einkum í gömlu sambandsverksmiðjunum á Gleráreyr- um. Er nú svo komið að nánast allt húsnæði þar hefur verið selt. Þá sagði Heigi að verð á atvinnuhúsnæði hefði hækkað mikið að undan- förnu. „Þeir sem eru að fjárfesta í iðnaðarhús- næði núna eru að kaupa á miklu hærra verði en þeir sem keyptu fyrir tveimur árum,“ sagði hann. Fyrirspurnir um lóðir í Krossanesborgum Helgi sagði að í Krossanesborgum, austan Hörgárbrautar, væri gert ráð fyrir að risi iðnað- arhverfi og hefði atvinnumálanefnd farið fram á að hafist yrði handa við að gera lóðirnar klár- ar. „Við lítum svo á að okkur beri að vera á undan þörfinni, vilji menn fara að byggja þarna á næstu misserum verða lóðirnar að vera tilbún- ar,“ sagði Helgi. Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi Akur- eyrarbæjar, sagði að fyrirspurnir um iðnaðarlóð- ir í Krossanesborgum hefðu borist embættinu. „Eftirspurn eftir iðnaðarlóðum hefur fram til þessa verið mjög lítil. Framboð af slíku hús- næði, aðallega í gömlu sambandsverksmiðjunum, hefur verið mikið og það hefur verið selt á þann- ig verði að menn eru ekki tilbúnir að fara að byggja," sagði Jón Geir. Hann sagði að bærinn myndi passa upp á að til væru iðnaðarlóðir. í Krossanesborgum væri verið að fara inn á nýtt svæði og fyrirsjáanlegt að nokkur kostnaður hlytist af því að gera það tilbúið. Morgunblaðið/Kristján Þétt þoka yfir Eyja- firði ÞETT þoka lá eftir endilöngum Eyjafirði snemma í gærmorgun og á Akureyri sá varla á milli húsa á tímabili. Þokan hvarf þegar líða tók á morguninn og þá tók sólin við og yljaði Eyfirð- ingum með geislum sínum enn einn daginn. Vegna þokunnar röskuðust flugsamgöngur og lá flug Flugleiða til Akureyrar niðri fram eftir degi. Fyrsta vélin lenti um hádegisbil og um miðjan dag kom þota með fulla vél af farþegum frá Keflavík. Myndin var tekin í Glerárhverfi og sér yfir bæinn Jötunfell við Krossanesbraut. Handan fjarð- arins, sem er fullur þoku, sést Vaðlaheiðin. Heima- síða LA opnuð á alnetinu LEIKFÉLAG Akureyrar hefur opnað heimasíðu á alnetinu og er fyrsta atvinnuleikhúsið hér á landi sem það gerir. Á heimasíðunni er að fínna upplýsingar um starfsemi leik- hússins, verk sem verið er að æfa og þær sýningar sem fram- undan eru. Stefnt er að því að notendur geti fengið ýmsar upp- lýsingar um sögu félagsins og einnig verður hægt að kaupa miða á sýningar á næstu mán- uðum. Einn helsti kostur tengingar- innar við netið er að aðgangur að upplýsingum víðs vegar um heiminn verður auðveldur. í gegnum heimasíðu Leikfélags Akureyrar verður sömuleiðis hægt að spinna sig áfram og fá upplýsingar um starfsemi áþekkra stofnana bæði hérlendis sem erlendis. Keilusalur við Hvanna- velli? BYGGINGANEFND Akureyrar hefur sent erindi Einars Ólafs- sonar og Önnu Maríu Malmquist á ísafirði þar sem spurst er fyrir um hvort leyfi fengist til að starf- rækja keilusal í húsinu númer 12 við Hvannavelli í grenndar- kynningu. Auk þess að reka keilusal í húsinu er fyrirhugað að vera þar með kaffiteríu, billiardborð, golf- hermi og hugsanlega eitthvað fleira. Húsið sem um ræðir var áður lagerbygging efnaverksmiðjunn- ar Sjafnar. Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi bjóst við að svör frá húseigcndum í nágrenninu færu að berast fljótlega. Hafin smíði á mun fleiri íbúðum í fyrra en árið á undan 184 í byggingu í lok liðíns árs Morgunblaðið/Kristján ÞORVALDUR Kristjánsson bílstjóri og hollensku hjónin Jocobus og Olga Kroon með Goðafoss í baksýn. Hollenskir ferðamenn í vetrarferð Söfnunarfé fer í körfu- boltavöll á Súðavík KIWANISKLÚBBURINN Embla, sem er fyrsti kiwanisklúbburinn á landsbyggðinni eingöngu skipaður konum, hefur ákveðið að notað söfnunarfé til uppbyggingar á körfuboltavelli fyrir börn og ung- linga í Súðavík. Er það í samræmi við eitt af kjörorðum Kiwanishreyf- ingarinnar: Börnin fyrst og fremst. Emblufélagar seldu jólaskreyt- ingar til fyrirtækja og félagasam- taka á Akureyri fyrir jólin og rann ágóði til líknarmála, m.a. kaupa á matarkörfum sem Mæðrastyrks- nefnd úthlutaði til sinna skjólstæð- inga. Þá vilja Emblufélagar hvetja fólk til að skoða eitulyfjavísi sem hreyf- ingin gefur út og borinn hefur ver- ið í öll hús í landinu en í honum er að finna gagnorðar upplýsingar um eituriyf önnur en áfengi. -----» ♦ 4---- Förðun á opnu húsi HALLA Gunnarsdóttir förðunar- fræðingur flytur fyrirlestur á opnu húsi fyrir foreldra með ung böm í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 20. mars, kl. 10-12. HAFIN var smíði á 67 íbúðum á Akureyri á síðasta ári, en það er pokkru fleira en var árið á undan, þegar einungis var byrjað að smíða 43 íbúðir í bænum. Af þessum 67 íbúðum voru 9 einbýlishús, en voru 6 árið á und- an, þá var byijað á 14 íbúðum í raðhúsum með 30 íbúðum, en á liðnu ári var byijað að smíða 23 íbúðir í raðhúsum og þá var smíði hafin á 4 fjöibýlishúsum í fyrra með 28 íbúðum, en árið á undan var byijað á 14 íbúðum í fjölbýlishúsum. í yfirliti yfír byggingafram- kvæmdir á árinu 1995 kemur einnig fram að skráðar voru 74 fullgerðar íbúðir á árinu, en þær voru 81 árið á undan. Þannig var lokið við smíði 12 einbýlishúsa, 22 íbúða í raðhús- um og 40 íbúða í fjölbýlishúsum. Of lítið byggt af íbúðum í árslok voru fokheldar og lengra komnar í byggingu 13 einbýlishús, 41 íbúð í raðhúsum og 8 íbúðir í fjölbýlishúsum, en skemmra á veg komin voru 8 einbýlishús, 14 íbúðir í raðhúsum og 32 íbúðir í fjölbýlis- húsum. Þannig voru í lok síðasta árs 184 íbúðir í byggingu. „Þó svo að hafin hafi verið smíði á mun fleiri íbúðum á síðasta ári þegar miðað er við árið á undan teljum við þetta of lítið. Við viljum gjarnan sjá meira, 67 íbúðir nægja ekki. Við viljum sjá bæinn í sem örustum vexti,“ sagði Jón Geir Ágústsson byggingafuíltrúi Akur- eyrarbæjar. Hann sagði að hefja þyrfti smíði á um 100 íbúðum ár- lega til að fullnægja þörfinni eftir húsnæði. „Þetta er samt nokkur aukning þannig að við verðum að vona að aðeins sé að birta til.“ Fram kemur í yfirlitinu að hafn- ar voru framkvæmdir við töluvert af öðru húsnæði en íbúðum, m.a. 10 orlofshús við Kjarnaskóg, stjórnunarálmu við Glerárskóla, hæfingarstöð við Skógarlund og ýmislegt fleira. Þá voru í gangi framkvæmdir m.a. við flugstöð, menntaskólabyggingu, viðbygg- ingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,. hús Náttúrulækningafé- lagisins í Kjarna og skrifstofuhús- næði við Kaupvangsstræti 1 svo eitthvað sé nefnt. HOLLENSKU hjónin, Jacobus og Olga Kroon, voru afar ánægð með vetrarferð sína til íslands, en þau voru að skoða Goðafoss þegar Morgunblaðsmenn hittu þau. Þau voru á ferð með Þorvaldi Krist- jánssyni, bílstjóra hjá Sérleyfisbil- um Akureyrar, en hann var búinn að fara 6 ferðir með útlenda ferðamenn í Mývatnssveit í mars- mánuði. ;,Það eru margir sem vilja sjá Island í vetrarskrúða. Við byrjuðum á að bjóða þessar ferðir í fyrra og það hefur orðið mikil aukning frá þeim tíma,“ sagði hann. Frá Goðafossi lá leiðin að Mý- vatni en þar ætluðu Hollending- arnir m.a. að skoða sig um í Dimmuborgum og Höfða og snæða silung á Hótel Reynihlíð. „Við ætlum að vera viku á íslandi og það sem við höfum þegar séð líkar okkur vel,“ sögðu þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.