Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 17 VIÐSKIPTI * Félag íslenskra stórkaupmanna kærir hækkun á gjaldskrá Visa Island Krefst þess að hækk- unin verði ógild Visa segir eðlilegt að kaupmenn greiði fyrir kostnað af þeirri þjónustu sem þeim sé veitt FÉLAG íslenskra stórkaupmanna (FÍS) hefur kært til Samkeppnis- stofnunar þá ákvörðun Visa íslands að hækka ábyrgðargjald vegna rað- greiðslusamninga um 50% í 0,75% af upphæð samnings. Fer félagið fram á það við Samkeppnisstofnun að Visa ísland verði meinuð þessi hækkun á grundvelli 37. gr. sam- keppnislaga. Þá er þess einnig kraf- ist að fyrirtækið taki upp mun að- haldssamari reglur varðandi hveijir geti fengið greiðslukort og hverjir ekki. Einar S. Einarsson, framkvæmda- stjóri Visa ísland, segist hins vegar furðast þau gífuryrði sem stórkaup- menn hafi viðhaft í þessu máli, sér- staklega í ljósi þess að þeir stundi almennt ekki raðgreiðslur og engar athugasemdir hafi borist frá sam- tökum þeirra aðila sem það geri. Umrædd grein samkeppnislaga er í VIII. kafla laganna, þar sem fjallað er um eftirlit samkeppnisyf- irvalda með greiðslukortastarfsemi. Þar segir m.a. „Telji samkeppnisráð að viðskiptaskilmálar kortaútgef- anda feii í sér óréttmæt skiiyrði sem aðeins taki mið af eigin hagsmunum eða komi illa niður á hagsmunum korthafa eða greiðsluviðtakenda og séu ekki í samræmi við 35. grein getur það lagt bann við slíkum skil- málum og lagt fyrir kortaútgefanda að breyta viðskiptaháttum sínum.“ Merki um fjármálaóreiðu Umrædd hækkun var boðuð 23. febrúar sl. og tók hún gildi í gær. FÍS sendi Visa ísland athugasemd við þessa hækkun í síðasta mánuði, en henni hefur ekki verið svarað, að því er fram kemur í bréfi félags- ins til Samkeppnisstofnunar. Segir FÍS þau rök Visa fyrir hækkuninni að prósentugjaldið hafi ekki hækkað frá árinu 1990 vera afar léttvæg. „Athugasemdir endurskoðanda félagsins um nauðsynlega hækkun gjaldskrár vegna aukinna útlána- tapa félagsins benda hins vegar til ijármálaóstjórnar og þess að verið sé að útdeila greiðslukortum til fólks sem ekki getur talist traustverð- ugt,“ segir m.a í bréfi FÍS. „Vegna slíkrar óábyrgrar kortaútgáfu hefur fyrirtækið orðið fyrir tapi sem það hyggst bæta sér upp með hækkun á þjónustugjöldum á kostnað þeirra sem standa í skilum. Ekki er hægt annað en að mótmæla því að velta þannig kostnaðinum við þennan vanda yfir á aðra korthafa.“ Óviðeigandi ummæli Einar S. Einarsson segir að Visa ísland hafi reynt að koma á fundi með stórkaupmönnum vegna þessa máls og hafi bréf þess efnis verið sent þann 7. mars sl. Ekkert svar hafí hins vegar borist frá stórkaup- mönnum og því hafi fundurinn ekki verið haldinn enn. Einar segir fullyrðingar FÍS um að Qámiálaóreiða hjá Visa sé orsök þessarar hækkunar ekki sæmandi slíkum félagasamtökum. Þá séu það reyndar bankar og sparisjóðir sem veiti kortin og velji korthafana en Visa geri hins vegar samninga við kaupmenn og þjónustuaðila. Að ósk þeirra hafi greiðslutími verið lengdur og fjárhæðir hækkaðar. „Abyrgða- gjaldið er því í raun tryggingargjald og því ræðst það al' tjónareynslu eins og önnur slík gjö!d,“ segir Einar. „Þessi framsetning um 50% hækk- un er kannski heldur ekki alveg rök- rétt því þjónustugjaldið hækkar hjá flestum úr 2,5% í 2,75% eða um 10%. Við höfum hins vegar greint frá því að þetta eigi bara um rað- greiðslur með ábyrgð. Þær hafa far- ið stórvaxandi að undanförnu og eru nú um 80% allra raðgreiðslna í stað 10% árið 1990. Reynslan hefur sýnt okkur að það getur ýmislegt farið úrskeiðis'í þessum viðskiptum sem öðrum og þeir sem vilja kaupa sér tryggingu verða náttúrulega að borga það sem hún kostar.“ Einar segir það sömuieiðis rangt að með þessu sé verið að velta kostn- aði sem fyrirtækið verði fyrir vegna útlánatapa yfir á aðra korthafa. Hér sé um þjónustu við kaupmenn að ræða og því í hæsta máta óeðlilegt að þeir velti kostnaðinum af henni yfir á viðskiptavini sína. Með því að ábyrgjast greiðsludreifingarsamn- inga sé Visa að veita kaupmönnum möguleika á því að geta selt samn- ingana fyrr og á betri kjörum en ella. Því sé rétt að þeir beri kostnað- inn af þeirri þjónustu sjálfir. Þá bendir Einar á að sér sé ekki kunnugt um neinn heildsala sem bjóði upp á greiðsludreifingu. Að vísu séu einhveijir aðilar sem stundi hvoru tveggja, heildsölu og smásölu, en þeir aðilar sem einungis stundi heild- sölu hafi ekki boðið upp á þennan möguieika. Kaupmannásamtökin og samtök annarra aðila sem það geri hafi hins vegar ekki séð ástæðu til þess að gera athugasemd við þessa hækkun. Samvinnusjóðurinn jókútlán um 162% Hagnaður um 42 millj- ónirífyrra SAMVINNUSJÓÐUR íslands jók umsvif sín verulega á síðasta ári í útlánastarfsemi og náði sínum besta árangri í rekstri til þessa. Heildarút- lán í árslok námu um 1.853 milljónum sem er um 162% aukning frá árinu 1994. Þá jókst hagnaður úr um 12 milljónum í rúmar 42 milljónir milli ára. Sjóðurinn var stofnaður árið 1982 og var fyrst um sinn fjárfestingasjóð- ur. Nú felst meginstarfsemin hins vegar í útlánastarfsemi til einstak- linga og lögaðila. Aukin umsvif á síðasta ári má að nokkru rekja til þess að félagið hóf á árinu 1995 að veita lán til bifreiða- kaupa, en veruleg aukning varð enn- fremur í allri annarri útlánastarf- semi. Vaxtatekjur jukust á árinu úr 111 milljónum í 184,5 milljónir eða um 66%, en vaxtagjöld úr 73 milljón- um í 115 milljónir eða um 57%. Hrein- ar vaxtatekjur hækkuðu. því úr um 38 milljónum í tæpar 70 milljónir eða um 85% og hreinar rekstrartekjur fóru úr 53 milljónum í rösklega 90 milljónir sem er um 72% hækkun. Bókfærð eign félagsins í hluta- bréfum í öðrum félögum nam í árslok 632 milljónum miðað við framreiknað kostnaðarverð. Markaðsverð skráðra hlutabréfa í árslok 1995 var 806,5 milljónir. Hluthafar í félaginu eru 40 talsins og stærstu eigendur Samvinnulífeyr- issjóðurinn með 24% hlut, Olíufélagið með 20% og Vátryggingafélag Is- lands með 17%. Á aðalfundi félagsins þann 14. inars sl. var samþykkt að greiða 4% arð til hluthafa. Þá voru kjörnir í stjórn þeir Benedikt Sigurðs- son, Benedikt Sveinsson, Geir Magn- ússon, Margeir Daníelsson og Magn- ús Gauti Gautason. Félag viðskipta- og hagfræðinga heldur ráðstefnu á ári símenntunar um menntakröfur atvinnulífsins á nýrri öld. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 22. mars kl. 14:00-17:00. Ráðstefnugjald er kr. 2.000,- Leitað verður svara við spurningunum: • Veit menntakerfið hverjar kröfur atvinnulífsins eru? • Eiga menntastofnanir að ala upp starfsfólk fyrir fyrirtæki? • Til hvers ætlast atvinnulífið af skólum landsins? • Á atvinnulifið að hafa meiri áhrif á námsframboð skólanna? • Hvernig munu þarfir atvinnulífsins breytast í framtíðinni? • Verður krafa um aukna sérhæfingu menntunar? Ráðstefnustjóri: Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður og formaður menntamálanefndar alþingis. Dagskrá: Ávarp menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar Hverjar eru kröfur atvinnurekenda? Thomas Möller, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Islands hf. Stefnumótun samtaka atvinnulífsins í menntamálum. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf. Hlé, kaffi Eftir hverju er verið að leita? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, ráðgjafi hjá Hagvangi Kemur Háskólinn til móts við þarfir atvinnulífsins? Kristján Jóhannsson, lektor; viðskipta- og hagfræðideild m////// ■■ FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA WUmm OG HAGFRÆÐINGA Ráðstefnan er öllum opin Thomas Páll Kr. Gylfi Kristján Bílar til sölu BMW 520IA árg. '89, sjálfsk., 4 d., grár, ek. 84 þús. Verð 1.460 þús. Hyundai Elantra árg. '93, sjálfsk., 4 d., grár, ek. 49 þús. Verð 1.040 þús. MMC Colt GLxi árg. '93, sjálfsk., 3 d., rauður, ek. 45 þús. Verð 1.030 þús. Toyota Camry 4x4 árg. '88, 5 g., 4 d., grár, ek. 89 þús. Verð 840 þús. Izusu Trooper árg. '91,5 g„ 5 d„ rauður, ek. 118 þús. Verð 1.690 þús. Nissan Sunny árg. '95, sjálfsk., 4 d„ grænn, ek. 20 þús. Verð 1.300 þús. Hyundai Accent LSI árg '96, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 1 þús. Verð 1.060 þús. Renult 19 RT árg. '93, sjálfsk., 4 d„ vinrauður, ek. 40 þús. Verð 1.100 þús. Daihatsu Applause árg. '93,5 g„ 4 d„ rauður, ek. 59 þús. Verð 890 þús. BIFREWAR & LANDBÚNADARVÉLAR HF. Suðurfandsbraut 14, sími 568 1200, beinn sími 5814060 ——-— --________ — -----------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.