Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 27 LISTIR „Hugleiðingar um orkuna“ MYNPLIST Stödlakot SKÚLPTÚR Einar Marinó Magnússon. Opið alla daga frá 14-18. Til 24. mars. Að- gangur ókeypis. SEGJA má að faglegir aðstoðar- menn myndlistarmannna á seinni tímum gangi í gegnum svipað reynsluferli og lærlingar á myndlist- arverkstæðum á öldum áður. Með þeim formerkjum þó, að þeir hefja ekki feril sinn á því að sópa gólfin, né enda hann sem hliðstæða meistar- ans. Áður kunnu menn allt sem þeir tóku sér fyrir hendur, og þannig er jafn lítill vafi á því að Miehelangelo hafi með eigin höndum höggvið út þá einstæðu styttu af David, sem í frumgerð sinni er til húsa í Galleria Accademia í Flórens, og að hann hafi málað Sixtusarkapelluna í Vat- íkaníinu í Róm. Hins vegar voru þ_að frábærir marmarahöggvarar frá ít- alíu er hjuggu út höggmyndir Rodins í það harða efni. Á þessari öld hafa svo listamenn í sívaxandi mæli orðið að leita á náðir fagmanna vegna þess að hið faglega hefur jafnt og þétt verið á undanhaldi í skólun þeirra. Þannig varð Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mikið til að styðjast NÚ STANDA yfir æfingar á Kvásarvalsinum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Kvásarvalsinn er nýtt leikrit eftir Jónas Árnason. Frumgerð verksins var flutt af Skagaleikflokknum á Akranesi síðastliðinn vetur og lék þá Jónas eitt aðalhlutverkið sjálfur. Af- rakstur þeirrar uppsetningar er svo leikritið eins og það birtist í dag. I kynningu segir: „Sögusvið Kvásarvalsins er elliheimili á ís- landi. Þangað fá þeir einir aðgang sem eitthvað eru í andanum farn- ir að bila og helst ósjálfbjarga af þeim sökum. Söguhetjur leik- ritsins eru tvær konur og einn karl um sjötugt en örlög þeirra skarast er þau hittast á elliheimil- inu en öll hafa þau gert sér upp Morgunblaðið/Á. Sæberg „Lífsins vatn“, 1993. við fagmenn við útfærslu hugmynda sinna, einkum ef hann vann í málm, og hér var um 15 ára skeið Einar Marinó Magnússon honum innan handar. Hann hafði numið járnsmíði í Stálsmiðjunni 1942-46, starfað á vélaverkstæði 1948-62 og hjá Hita- veitu Reykjavíkur 1962-1994. Það er þannig járnsmiður, sem kominn er á eftirlaun sem er að baki skúlptúrum þeim sem hér eru á dag- skrá og þeir eru allir tengdir ork- unni, sem hefur alltaf heillað hann tilskilin veikindi til að komast þangað. Og eins og við er að búast ætla þau sér öll að njóta dvalarinnar til hins ýtrasta." „Kvásarvalsinn er fallegt og tilfinningarikt verk með sárum undirtónum," segir ennfremur. Guðrún Ásmundsdóttir og Margrét Ólafsdóttir fara með hlutverk vinkvennanna en Rúrik Haraldsson leikur kavalerinn vin þeirra. Rúrik leikur nú hjá Leik- félagi Reykjavíkur eftir langt hlé, en hann steig síðast á svið hjá LR fyrir 46 árum er hann lék í Marmara Guðmundar Kambans árið 1950. Inga Bjarnason er leik- stjóri en þetta er í fyrsta sinn sem hún leikstýrir hjá LR. Frumsýning á Kvásarvalsinum er 12. apríl. sem viðfangsefni. Eins og að líkum lætur og telja má _ eðlilegt, kennir sterkra áhrifa frá Ásmundi Sveins- syni í verkum Einars, en meistarinn gekk einmitt oftar en ekki út frá orkunni í málmskúlptúrum sínum. Þó víkur Einar á stundum nokkuð af leið og það eru jafnframt ótvíræð- ustu verkin á sýningunni. Nefni ég hér einkum verkin „Sólarorka" (1), „Lífsins vatn“ (10), Orkubeislun" (11), „Lífsorkan" (13) og „Orkusvei- flan“ (14). Þau eru mjög vel og hugvitsamlega útfærð og jafnframt í formrænu jafnvægi, en hins vegar verður því ékki neitað að sum verk- anna á sýningunni eru meira í ætt við handverk og listhönnun en hreina skúlptúra, sem telst nú einmitt haus- verkurinn í rýmislist nútímans. Hin formræna tilfinning og hugsæi í efn- ið er mjög á undanhaldi, eins og svo margt annað sem útheimtir þrot- lausa vinnu. Þetta er frumraun Einars Marinós á sýningarvettvangi, hann hefur ein- ungis tekið þátt í einni samsýningu áður, með málmiðnaðarmönnum 1980, og í ljósi þess hefur hann dijúgan sóma af framtakinu. Má gera því skóna að sýningin hefði þótt sæta enn meiri tíðindum ef hér væri ung listspíra á ferð með fram- tíðina fyrir sér og alla þessa færni í höndunum. En það er önnur saga . . . Bragi Ásgeirsson Freskó- myndir Mich- elangelos STOFNUN Dante Alighieri á ís- land gengst fyrir fræðslufundi um freskómyndir Michelangelos í Sist- ínsku kapellunni í Vatíkaninu í dag, þriðjudaginn 19. mars. Fundurinn verður í Grand Hotel Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst kl. 21. Fundurinn er öllum opinn. Ólafur Gíslason listgagnrýnandi og fararstjóri mun segja frá hreinsun myndanna, sem er nýlok- ið, en það var eitt viðamesta og þýðingarmesta verkefni í forvörslu listaverka í sögunni. Þá mun Ólaf- ur fjalla um hugmyndalegar rætur og forsendur verksins og sögulega þýðingu þess. Stuðst verður við litskyggnur og annað myndefni. Ungt tónskáld vekur athygli UNGT finnskt tónskáld, Johan Tallgren, fæddur 1971, vakti mikla athygli á Art Musica tónlist- arhátíðinni í Brússel þar sem „Ast- eria“, nýtt verk eftir hann fyrir flautu, óbó og klarínettu var flutt. „Eldfjörugt, flúrað og vel samið verk sem sýnir mikla hugmynda- auðgi og gaman er að hlusta á,“ segir gagnrýnandinn Cecilia Björk. Hún álítur Tallgren nú eina af stóru stjörnunum í hópi ungu tónskáld- anna. Á ÆFINGU. Guðrún Ásmundsdóttir og Rúrik Haraldsson í Kvás- arvalsinum eftir Jónas Árnason. Kvásarvalsinn eftir * Jónas Amason Viðskipta- og tölvuskólinn býður kvöld- námskeið (12 klst) fyrir aðeins kr. 9.000 •UJ | S Vlloní UJ i Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 569 7640 Vertuskrefiáundan með okkur! VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓUNN CQ> Jk Ánanaustum 15 101 Reykjavík Sími 569 7640 Símbréf 552 8583 skoli@nyherji.is Mannréttindi og stéttabarátta á Indlandi Indverski presturinn og stjórnmálafræðingurinn faðir Martin, leiðtogi Social Action Movement, flytur fyrirlestur í Háskóla íslands um mannréttindi og stéttabaráttu hinna lægst settu á Indlandi miðvikudaginn 20. mars. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og hefst kl. 17.15 í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Alþjóðamálastofnun Lögbergi Hjálparstofnun kirkjunnar Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1996 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. mars 1996 og hefst kl. 15. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Framboðsfrestur til bankaráðs rennurút miðvikudaginn 20. mars n.k. kl. 10 fyrir hádegi. Framboðum skal skila til bankastjórnar. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 20. mars frá kl. 12 - 16 og 21. og 22. mars n.k. frá kl. 915 -16 og áfundardegi frá kl. 915 -12. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1995 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 18. mars 1996. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12 á hádegi á fundardegi. 6. mars 1996 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLAN DSBAN Kl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.