Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJURDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ISLENSKURIÐN- AÐUR í SÓKN INNLENDUR iðnaður var í mikilli sókn á síðasta ári. Verð- mæti útfluttra iðnaðarvara jókst um tæpa fjóra milljarða sem samsvarar um 19% aukningu. Útflutningur stóriðju jókst að verðmæti um 14,7% eða um tvo milljarða en útflutningur í öðrum iðnaði um 26,4% að verðmæti, sem einnig samsvarar um tveimur milljörðum. Sá munur er þó á að verðmætaaukning stóriðjunnar stafar af verðhækkunum á afurðum en verðmætaaukningu á öðrum sviðum iðnaðar má rekja til magnaukningar. í erindi Haralds Sumarliðasonar, formanns Samtaka iðnaðar- ins, á Iðnþingi í síðustu viku, kemur fram að hlutdeild iðnaðar- vara af heildarútflutningi jókst ásíðasta ári úr 18,6% í 21,4%. Eftir nokkur erfið ár tókst iðnaðinum að snúa taprekstri í hagnað árið 1994. Veltuaukningin það ár í almennum iðnaði nam 7,8% og verðmætaaukning í útflutningi hjá jafnt stjóriðju sem öðrum iðnaði nam 27%. Það er mikið gleðiefni að á síðasta ári skuli hagur iðnaðarins enn hafa batnað. í ályktun Iðnþings segir að „skynsamleg hagstjórn og stöð- ugt rekstrarumhverfi" séu forsenda þess að hægt sé að við- halda góðum árangri síðustu ára. Forystumenn iðnaðarins benda hins vegar einnig réttilega á að upptaka veiðileyfagjalds sé nauðsynleg, ekki bara af réttlætissjónarmiðum heldur einnig til að jafna skilyrði milli atvinnugreina. „Til að tryggja hámarksafrakstur í þjóðarbúskapnum og sem hagkvæmasta nýtingu framleiðsluþátta þurfa allar atvinnugrein- ar að sitja við sama borð. Það skekkir samkeppnisstöðuna ef ein atvinnugrein fær gefins mikilvæg aðföng," sagði Haraldur Sumarliðason og benti jafnframt á að veiðileyfagjald gæti haft sveiflujafnandi áhrif á atvinnulífið. Iðnaðurinn er einn mikilvægasti vaxtarbroddur íslensks at- vinnulífs. Líkt og formaður Samtaka iðnaðarins benti á í ræðu sinni á Iðnþingi má gera ráð fyrir því að 17 þúsund manns muni bætast við á vinnumarkaði á næsta áratug. Eigi að tak- ast að draga úr atvinnuleysi á sama tíma og vinnufæru fólki fjölgar þetta mikið er mikilvægt að sú jákvæða þróun sem átt hefur sér stað í iðnaði, en einnig greinum á borð við ferðaþjón- ustu, á síðustu árum, haldi áfram. LEGGJUM EKKIBLÓM- LEG BÝLI í EYÐI EKKERT nýtt hefur komið fram í deilumálum um lagningu Borgarfjarðarbrautar, sem réttlætt gæti, að horfið yrði frá þeirri niðurstöðu, sem náðist fyrr í mánuðinum milli þing- manna Vesturlands og Vegagerðarinnar. Þessi niðurstaða fól það í sér að byggð yrði ný brú yfir Flóku og gamli vegurinn, efri leiðin, yrði endurnýjaður og gert við þá staði sem taldir eru varasamir, það er við Flóku og Rudda. Hér er um ásættanlega lausn að ræða fyrir alla málsaðila og bráðnauðsynleg ábúendum Stóra-Kropps, og Ásgarðs, því breytt vegarstæði, með tilfærslu, sem hefði það í för með sér að vegurinn lægi um túngarða býlanna, væri umhverfisslys, sem auðveldlega má forðast. Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestur- Iandi, sagði réttilega hér í Morgunblaðinu í fyrradag, að skyn- samlegasti kosturinn í þröngri fjárhagsstöðu, væri sá að byggja nýja brú yfir Flóku og endurbyggja gömlu leiðina. Undir þessi orð Sturlu tók Gísli S. Einarsson, þingmaður Alþýðuflokks á Vesturlandi. Það er engin brýn þörf á að leggja nýjan þjóðveg um þetta svæði, eins og bent var á í forystugrein Morgunblaðsins þann 21. október sl. Hjónin á Stóra-Kroppi, sem keyptu býlið fyrir nokkrum árum, hafa byggt þar upp myndarlegan búskap og kostað til miklum fjármunum. Þau mistök mega ekki eiga sér stað, að stjórnvöld komi nú í bakið á þeim og kippi grundvellinum undan bú- rekstri þeirra. Þau hófu uppbyggingu sína, sem er hvergi lokið, á forsendum, sem þau töldu varanlegar og því geta stjórnvöld ekki kippt fótunum undan þeim fjárfestingum sem þau hafa ráðist í, einhliða og án nokkurs tillits til hagsmuna þeirra. Gunnar Bjarnason, oddviti Reykholtshrepps, bendir á hér í Morgunblaðinu sl. laugardag, að ef vegarstæðið yrði fært neð- ar, yrði að taka tvær jarðir eignarnámi þar sem veruleg uppbygg- ing í landbúnaði hefði átt sér stað á liðnum árum. Slíka leið ætti ekki að fara þegar annar mjög viðunandi kostur væri í boði. Orðrétt sagði Gunnar: „Ég get bara ekki tekið þátt í því að jarðir hérna verði lagðar í eyði ef hægt er að komast hjá því á mjög viðunandi hátt.“ Undir þau orð Gunnars tekur Morgunblað- ið og beinir því til stjórnvalda að þau forði því, að blómleg býli í Borgarfirði verði lögð í eyði. Auk þess lengdist leiðin í Flókad- al með nýrri vegarlagningu og af því yrði óhagræði fyrir sveitina. Starfsfólk lýtalækningadeildar Landspítala er þreytt á langvinnum hrakningum L andlæknisembættinu hefur borist bréf frá Ólafi Ein- arssyni, sérfræðingi á lýtalækningadeild Land- spítalans, þar sem vakin er athygli á „óviðunandi aðstæðum“ til þess að sinna sjúklingum með brunasár á spítalanum. Vísað er til nýlegrar innlagnar fjögurra ungmenna sem brenndust illa í slysi á Vatnsenda- hæð og síðar segir: „Hér er fyrst og fremst átt við hreinlætisaðstæð- ur, aðstöðu til einangrunar og ekki síður“ daglega umhirðu sjúklinga með stór yfirborðssár. í bréfinu er ennfremur vísað til þriggja umsagna sýkingavarna- nefndar spítalans frá 28. ágúst 1991, 19. mars 1992 og 1. mars 1996 um aðstöðu fyrir brunasjúk- linga. Einnig er fjallað um áhrif sparnaðar á sýkingavarnir á spíta- lanum og þar segir: „Sýkingavarna- nefnd hefur áður bent á skort á einangrunaraðstöðu á Landspítal- anum ... Enn eru vahdamál með einangrun sjúklinga, einkum á barnadeild og gjörgæsludeild (og hefur sýkingavarnanefnd einnig vakið athygli á því). Nefndin hefur frétt að til standi að loka hluta barnadeildarinnar, hluta gjörgæslu- deildar og deild 11A í nokkuð lang- an tíma á næstunni. Með því tap- ast besta einangrunaraðstaða sjúkrahússins. Erfitt er að áætla hvað sparast með þessum lokunum en hættan eykst á spítalasýkingum [sem] gætu gert slíkan sparnað að engu.“ Starfsfólk að gefast upp Fyrrverandi yfirlæknir lýtalækn- ingadeildarinnar, Árni Björhsson, ritaði grein í Morgunblaðið síðast- liðinn þriðjudag þar sem vakin er athygli á því hvernig komið er fyr- ir brunameðferð á spítalanum. Bréf Ólafs Einarssonar til landlæknis er efnislega samhljóða greininni og jafnframt er falast eftir stuðningi embættisins við úrbætur á starf- semi deildarinnar. í bréfinu segir að lýtalækninga- deildin hafi „átt í langvinnum eða skammvinnum hrakningum“ frá 1991 og að endurteknar lokanir með „tilheyrandi hreppaflutningum starfsfólks" hafi fælt fólk frá störf- um við deildina. Um þverbak hafí síðan keyrt á síðastliðnu ári þegar starfsfólki hafi verið tilkynnt að deildin (13A) yrði ekki opnuð eftir sjö vikna sumarlokun, fyrr en und- ir áramót. Deildin hefur ekki verið opnuð enn og starfsemin rekin á deild 13D í sjö sjúkrarúmum, í félagi við þvag- færa- og æðaskurðlækningar án þess að fjölga starfsfólki. I bréfinu segir jafnframt að árið 1995 hafi verið hægt að manna 5,3 stöðugildi með hjúkrunarfræðingum sem hafí sérþekkingu í meðferð ______ brunasjúklinga en nú standi eftir 1,6 stöðugildi. Hið sama megi segja um sjúkraliða sem margir séu mjög liðtækir í fyrr- greindri meðferð, 4,4 stöðugildi hafí fengist mönnuð með þeim hætti í fyrra en nú sé einn eftir sem reynslu hafi. „Leitað hefur verið til þess starfsfólks sem horfið hefur af vett- vangi nú þegar herðir á, en skiljan- lega hefur það hafnað því að koma til starfa, enda búið að snúa sér . að öðru. Telur það störf sín hafa verið lítilsvirt á undanförnum árum. Hættan er nú sú að þeir fáu starfs- menn sem eftir standa muni þreyt- ast, gefast upp og hætta. Engin „Spamaður get- ur verið dýr“ Lýtalæknar og sýkingavamanefnd telja aðstæður til lækninga á Landspítalanum óviðunandi. Helga Kr. Einarsdóttir ræddi við Rafn Ragnarsson yfirlækni og Lilju Pálsdóttur aðstoðardeildarstjóra. Morgunblaðið/Ásdfs RAFN Ragnarsson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítalans, og Lilja Pálsdóttir aðstoðardeildarstjóri. heildstæð stefna virðist hafa búið undir . . . og að ætla [lýtalækninga- deildinni] að sinna meðferð bruna- tilfella með nútímalegum hætti við þær aðstæður sem henni eru nú búnar, er hneisa,“ segir Ólafur enn- fremur í bréfi sínu til landlæknis. Mælirinn fullur Rafn Ragnarsson, yflrlæknir lýtalækningadeildarinnar, tók við starfi sínu í sumar og kom þá að lokaðri deild. Rafn segir eilítið vill- andi að tala um lokanir, starfsemin fari ennþá fram þó að hún hafi verið flutt fyrir hornið, af deild 13A inn á deild 13D. Rúmum hafi hins vegar verið fækkað úr 11 í sjö og vanir starfsmenn hafi haldið annað. „Menn hafa sætt sig við skamm- tímalokanir og reynt að gera það besta í stöðunni, ekki síst fyrir harðfylgni og dugnað samvisku- sams starfsfólks. Hins vegar má segja að mælirinn sé fullur. Flestum ætti að vera ljóst að brunasár eru af völdum slysa sem ekki gera boð á undan sér. Oft koma mörg brunatilfelli inn í einu og í vetur höfum við verið með fleiri en einn slíkan sjúkling', nánast óslit- ið. Við höfum yfir sjö plássum að ráða og frá og með deginum í dag getum við ekki tekið við sjúklingum af biðlistum, reksturinn er á heljar- þröm. Maður reynir auð- vitað að vinna eins og best verður á kosið við þær aðstæður sem okkur eru skap- aðar. Að vinna við svo þröngan kost hefur sett mark sitt á alla sem að starfseminni koma,“ segir Rafn. Auk brunameðferðar eru gerðar aðgerðir vegna húðkrabbameins, legusára og slysa og á holgóma börnum á lýtalækningadeild. „Við höfum ekki getað sýnt fram á að þessar lokanir kosti þjóðfélagið svo og svo mikið, eða að okkar sjúkling- ar deyi á biðlista. Við höfum tvo daga í viku á skurðstofum, sem er það lítið að ef eitthvað ber út af Unnið við óboðlegar aðstæður verðum við að senda sjúklinga heim án aðgerðar. Oft eru þetta börn með meðfædda galla eða áverka eftir slys og mörg koma utan af landi í fylgd foreldra, sem þurft hafa að taka sér frí frá vinnu. Þetta höfum við þurft að gera vikulega, nánast. Við höfum ekki aðstöðu til að sinna þessum börnum sem skyldi sem sýnir sig best í því að síðastlið- ið haust stofnuðu foreldrar þeirra hagsmunasamtök barna með klofna vör og góm. Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing til stjórnvalda, og okkar, þess efnis að við sinnum ekki skyld- um okkar. Hafa ekki hátt Hvað legusár varðar erum við þess ekki megnugir að hugsa um þau eins og staðan er. Ég er með í vasanum beiðni um að kíkja á eina fimm sjúklinga, sem ég get ekki sinnt, en veit sem er að á meðan stækka sárin og valda meiri örkumlum. En þetta er hópur sem ekki hefur hátt. Þarna er hver í sínu horni víðs vegar um spítalann og landsbyggðina, og bíður eftir upphringingu.“ Rafn segir enn- fremur að slík aukning hafi orðið á sortumeinum í húð að einn sjúkl- ingur liggi að jafnaði inni af þess völdum. Rafn er spurður hvort lýtalækn- ingadeildin sé ein um það að starfa í skugga niðurskurðar undanfar- inna ára. „Við erum að sinna fleiri sjúklingum með færri starfsmönn- um við þrengri húsakost og við slík- ar aðstæður aukast líkurnar á stór- slysi, hvað sýkingar varðar. Það er erfitt að vinna við slíkar kringum- stæður og þó að starfsmaðurinn reyni að veija sig gegn því sýna rannsóknir og sanna að við þessar aðstæður verða svokallaðar sjúkra- hússýkingar til. Brunasjúklingar eru oftast nær uppsprettan. Það er til dæmis ekki æskilegt að þeir séu í nábýli við sjúklinga sem hafa ver- ið í æðaskurðaðgerðum. Hold þeirra er bágborið og þeim því hættara við sýkingu en öðrurn," segir Rafn. í umsögn sýkingavarnanefndar frá 28. ágúst 1991 kemur fram: „Ný brunasár eru ómenguð ... eri verða iðandi af sýklum á fáum dög- um. Samkvæmt því ættu bruna- sjúklingar að vera í varnareinangr- un en síðan í venjulegri einangr- un. “ Helstu sýklar sem berast í brunasár eru staphyló- og streptó- kokkar, sem valdið geta faröldrum. „Ekki er óalgengt að á brunadeild- um komi upp vandamál vegna fjöl- ónæmra baktería . . . sem berast bæði með loft- og snertismiti." Óæskilegt návígi Rafn segir að eigi aðstæður að teljast viðunandi verði deildin að hafa eitt einangrunarherbergi og eitt einbýli. Auk þess er á gjör- gæsludeildinni herbergi fyrir brunasjúklinga. „í dag höfum við einungis eitt herbergi á gjörgæslu- deild og annað á 13D, sem engan veginn uppfyllir nútíma kröfur. Til þess að veija sjúklinginn fyrir sýk- ingum þurfa þeir sem honum sinna að koma inn í svokallaða „slússu“ þar sem þeir skipta um föt og þvo sér. Sjúklingurinn þarf sjálfur að geta vistast í rúmgóðu herbergi með góðu loftræstikerfí þar sem líka er hægt að hafa vel heitt. Þar þarf líka að vera bað- og salerni sem enginn annar notar. Það þarf að athuga það að brunasár sýkjast yfirleitt alltaf og þar af leiðandi verða brunasjúklingar hættulegir fyrir hina. Eins og þetta er í dag eru bruna- sjúklingar í of miklu nábýli við aðra sjúklinga. Þetta er hræðileg stað- reynd að starfa við og erfitt að axla þessa ábyrgð. Það er að mínum dómi ótækt að þessar þijár sér- greinar búi saman,“ segir hann og á við lýtalækningar, æða- og þvag- færaskurðlækningar. Rafn segir einnig að deildin sé iðulega með jafnmarga sjúklinga á sinni könnu annars staðar á sjúkra- húsinu og liggja á 13D, þar sem eru sjö rúm. „Þessum sjúklingum sinnir maður vitanlega ekki nógu vel. Það fer gríðarlegur tími í það að þeytast á milli, yfirsýnin er minni og maður gleymir, sem veldur sam- viskubiti. Ég er nánast starfandi sem hjúkrunarfræðingur, á öðrum deildum, og skiptandi á sárum sem sérhæft starfsfólk á einni deild hefði annars sinnt.“ Að sögn Rafns eru uppi hug- myndir um að búa til nýja deild, 13CD, til þess að búa betur að brunalækningum. Til greina komi að stækka ganginn sem hýsir sér- sviðin þijú, sem fyrr er getið, á kostnað skrifstofuaðstöðu lækna. „Þetta mun kosta einar 30 milljón- ir og það á að sækja um _________ peninga í hagræðingar- sjóði með þeim rökum að varanleg lokun 13A spari 12 milljónir árlega í mannahaldi. Hins vegar við fengjum sjúkling með alvarlega brunaáverka til okkar gætum við ekki annast hann svo vel væri að svo stöddu. Það er ekkert agalegt í sjálfu sér að sendá brunasjúkling til Skandinavíu, þeir eru alls staðar aufúsugestir, enda álitnir tekjulind á mörgum stöðum. Ég er búinn að undirbúa slíka för, ef til þess kæmi. Það kostar 880.000 að leigja vél báðar leiðir og dvöl sjúklingsins kostar 50-100.000 krónur á dag. Sparnaður getur verið dýr.“ í umsögn sýkingavarnanefndar frá 1. mars 1996 segir að aðstaða á 13D sé ófullnægjandi fyrir bruna- sjúklinga, einnig vanti sérhæft starfsfólk, böðun fari fram við . slæmar aðstæður, einangrun sýktra sjúklinga sé ekki viðunandi og að vitneskjan um að geta ekki veitt sjúklingum fullnægjandi þjónustu hafi aukið mjög á streitu. Á deild 13D eru tveir samliggjandi sturtu- klefar sem ekki eru nægilega að- skildir og því hefur verið brugðið á það ráð að keyra sjúklingana fyrir horn inn á deild 13A, sem ekki er talið æskilegt. Lilja Pálsdóttir, aðstoðardeildar- stjóri á lýtalækningadeild, tekur í sama streng. „Við eigum ekkert aukalið á lausu sem hleypur til til að sinna brunasjúklingum. Vand- inn er sá að fólk sem búið var að vinna saman í fjöldamörg ár við umönnun slíkra sjúklinga er komið út um allt. Aðstæður eru líka af- skaplega bágbornar því við þurfum að keyra sjúklingana út af deild- inni, fram á skrifstofugang, fyrir horn og inn langan gang, þar sem meðal annars er lesaðstaða fyrir læknanema, áður en kemur að baðinu.“ Aðstæður slítandi Lilja segir einnig að starfsfólkið þurfa að bera milli deilda allar umbúðir og annað sem þurfi til þess að baða brunasjúklingana. Sjúklingarnir eru svæfðir fyrir böð- un til þess að valda sem minnstum sársauka, því þeir eru meðhöndlað- ir ýmist daglega, annan hvern dag, eða tvisvar í viku, eftir ástandi sár- anna. „Ég er ein af þeim fáu sem eru vanir brunasjúklingum og það er erfitt að geta ekki haft vant fólk með sér í brunaböðunum. Það tefur fyrir. Það er mikilvægt þegar verið er að baða í svæfingu að hafa hana sem stysta og það getur munað 15-20 mínútum hvað maður er fljót- ur að baða og búa um sárin aftur, þegar um óvant fólk er að ræða,“ segir hún. Sjúklingarnir vakna misvel eftir svæfingu, og getur líka orðið kalt. „Þá þarf að keyra þá langan veg til að koma þeim inn í rúm, kannski skjálfandi eða í misjöfnu ástandi þegar þeir vakna. Við erum með tvær sturtur á 13D en það þarf hins vegar að baða marga aðra sjúklinga. Brunasjúklingarnir eru baðaðir á sérbekk en þó að maður þrífi vel og reyni að skrúbba og sótthreinsa, veit maður aldrei. Þetta er slítandi. Fólk er að gefast upp, því það er búið að loka deildinni okkar svo oft, og vill bara fara eitt- hvað annað. Það veit aldrei hvar það á að mæta til vinnu þegar sum- __________ arfríi lýkur sem veldur óöryggi og starfsleiða. Maður vill hafa fastan samastað og vita að hveiju maður gengur.“ Rafn segir loks að Hlutskipti stéttleysingja á Indlandi Sjúklingar heim án aðgerðar er það óljóst hvort við fáum þetta fé og þótt til þess kæmi yrði deild- in aldrei til reiðu fyrr en undir lok ársins, í fyrsta lagi. Auk þess á að gera umfangsmiklar breytingar á gjörgæsludeild sem er orðin mjög niðurnídd, og því kvíði ég gríðarlega þeim lokunum sem í vændum eru. Deildin er hins vegar eina Ijósglæt- an sem ég sé,“ segir Rafn. 50-100.000 á dag Hann segir hugsanlegt að senda þurfi brunasjúklinga úr landi. „Ef finna verði leið til þess að mæta sparnaði án þess að svipta sjúklinga þeirri þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Það er ægilegur brestur á, því um er að ræða ólíka hagsmuna- hópa, þar sem ekki ríkir gagn- kvæmt traust í samskiptum. Mér finnst athyglisvert hvernig hægt er að fara svo lengi illa með eitt fag að það sé nánast lagt í rúst. Við erum sífellt að reyna að vinna við aðstæður sem eru okkur ekki boðlegar og verðum ekki betri læknar á meðan.“ Þjáningar í fimm þúsund ár Hjálparstofnun kirkjunnar hefur ásamt dönsku kirkjunni undanfarin ár stutt starf óháðra sam- taka, SAM (Social Action Movement), er vinna aðallega að mannréttinda- og menntamálum hinna fátækustu og lægst settu í ríkinu Tamil Nadu í suðurhluta Indlands. Faðir Martin, 45 ára gamall kaþólskur prestur, er forstöðumað- ur samtakanna og kynnti hann starfið á blaða- mannafundi í Reykjavík sl. föstudag IBÚAR Indlands eru rösklega 900 millj- ónir, þar af eru hinir lægst settu, stéttleysingjarnir, um 200 milljónir. Sett voru Iög 1950, skömmu eftir sjálfstæðið, er bönnuðu misrétti á grundvelli gömlu stéttaskiptingar- innar en hún á sér allt að 5.000 ára gamla hefð og lögin hafa oft reynst lítils virði, að sögn föður Martins. Hann telur mis- réttið jafnvel hafa aukist síðustu áratugi. Bretar hafi tryggt „hinum ósnertanlegu“, þ.e. stéttleysingjum, aðgang að musterum og skólum í valdatíð sinni en kjör hinna lægst settu hafi versnað eftir að Indland varð sjálfstætt og millistéttin fór að eflast. Á neðsta þrepi stéttasamfélagsins í Tamil Nadu eru svonefndir dalítar. Helmingur indverskra bænda er leiguliðar og fáir dalítar eiga jarð- næði. Samtökin SAM voru stofnuð árið 1985 og hafa orðað markmið sín þannig að þau vilji „smíða hlekki einingar og bijóta hlekki hvers konar viðja“. Þau ieitast einkum við að efla sjálfsvirðingu og sjálfstraust meðal dalítanna. Félagsleg vandamál meðal fólksins eru mikil, misnotkun áfengis útbreidd, einkum meðal karla og kemur hún hart niður á ------------- börnunum og eiginkonun- um sem eiga að vera und- irgefnar samkvæmt göml- um hefðum. Konur fá t.d. aðeins hálf laun á við karla í sömu störfum á ökrun- ......... um. Algengt er að ung eða nýfædd meybörn dalíta séu borin út, um 20.000 á hveiju ári í ríkinu. Faðir Martin segir að nokkuð hafi áunnist. Tekist hefur að ná fram hækkun á launum sykurgerðar- manna, atvinnuöryggi er meira og atvinnurekendur greiða lágmarks- tryggingar. Stéttleysingjar hafa sum- ir fengið á ný jarðir sem þeim var úthlutað fyrir nokkrum áratugum og öldum en spilltir embættismenn og voldugir landeigendur hafa hrifsað af þeim aftur. Stjórnvöld taka nú meira FAÐIR Martin tillit til lögbundinna mannréttinda en áður, nýir skólar hafa verið stofnaðir og börn og unglingar verið styrkt til náms. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur m.a. stutt byggingu fræðslu- og þjónustumiðstöðvar í Tamil Nadu, kostar um 500 börn til náms, einnig hefur stofnunin stutt starf SAM meðal fatl- aðra. Samofið menningu hindúa Stéttaskipt- ing meðal kristinna Indverja Ýmsar þjóðir eru í Indlandi en þótt rígur sé milli trú- flokka og réttur smáþjóða oft ekki virtur er slíkt misrétti ekki undir- staða óréttlætis í indversku samfé- lagi, að sögn föður Martins. Misrétt- ið er fyrst og fremst félagslegt, á rætur í stéttakerfinu gamla, sem er samofið menningu hindúa. Stétta- kerfið er ríkjandi innan allra þjóð- anna og trúarsamfélaganna. Hjá ind- verskum múslimum er þó munurinn yfirleitt langtum minni, stéttirnar aðeins tvær og mörkin óglögg. Stéttaskipting, reist á gömlu hindúamenningunni, er einnig við lýði meðal kristinna Indveija en þeir eru flestir í suðurhéruðum landsins. „Yfirstéttarmenn geta orðið prestar eða biskupar en kristnir stéttleysingj- ar ekki. Jafnvel í kirkjun- um er það svo að fremri bekkirnir eru fyrir yfir- stéttina en aftari bekkir fyrir stéttleysingja,“ segir faðir Martin sem sjálfur er ekki af háum stigum en þó ekki stéttleysingi. Faðir Martin segist telja að stétta- skiptingin fari vaxandi síðari árin. Ráðandi öfl leggi sig hins vegar fram um að fela ýmsa þætti hennar sem áður voru öllum ljósir. Ýmsum ráðum sé beitt til að hindra börn dalíta í Tamil Nadu í að sækja grunnskóla sem eiga að vera fyrir alla, því sé afar mikilvægt að stofna skóla fyrir þá. Hann nefnir einnig að þótt allar stéttir eigi að vera jafnar fyrir lögun- um sé stéttarstaða skráð í skilríki vegna þess að stjórnvöld og þing hafi samþykkt kvóta fyrir hveija stétt í sambandi við úthlutun starfa á vegum opinberra aðila. Bent sé á að ekki sé hægt að framfylgja sam- þykktum að því tagi án þess að grennslast fyrir um stéttarstöðuna í hveiju tilviki. Nú er svo komið að millistéttirnar eflast stöðugt með bættum efnahag og auknu viðskipta- frelsi og hafa þær fengið úthlutað starfskvótum sem eru mun stærri en kvótar stéttleysingja. Hann var spurður hvort stéttleys- ingjar, sem eru um 35% fólks í Tam- il Nadu, nýttu sér atkvæðisréttinn. „Þeir kjósa, þeir eru notaðir eins og atkvæðabankar. í öllum kosningum fara stjórnmálamenn af stað og segja þeim að í þetta sinn ætli þeir að gera allt fyrir þá, útvega þeim jarð- næði, hús, þeir lofa öllu. Fátækt fólk er fáfrótt, flest ólæst og trúir því að nú breytist allt og kýs þá. Með því að halda fólki áfram á þessu stigi fáfræði og umkomuleysis er hægt að misnota það áfram“. Fjárfestingar og vestræn gildi Faðir Martin segir að indverskt efnahagslíf sé að opnast fýrir er- lendri samkeppni og fjárfestingu. Einkavæðing sé í sókn, sumir muni hagnast en það sé ekki víst að þessar breytingar bæti hag landsmanna al- mennt. Hagsmunum fátæklinga virð- ist nú vera miskunnarlaust ýtt til hlið- ar af hálfu stjórnvalda í landinu. Fyrir þrem árum hafi Pepsi Cola- fyrirtækið bandaríska reist verk- smiðju í Tamil Nadu, mjög gott rækt- arland hafi verið tekið undir hana, land sem gefi af sér þijár uppskerur árlega. Þijú þúsund kókospálmar hafi verið höggnir, umhverfið sé mengað og áhrif framkvæmdanna á grunnvatn og þar með vatnsból smá- bænda á svæðinu séu mjög slæm. Pepsi Cola hafi ekki leyft starfs- mönnum að stofna nein stéttarfélög, faðir Martin segist hafa reynt í tvö ár að fá þessu breytt en árangurs- laust. Fyrirtækið vilji aðeins hafa lausafólk í vinnu og geta greitt lág laun. Starfskvótarnir áðurnefndu valdi því að þegar um ríkisfyrirtæki sé að ræða geti stéttleysingjar þó að minnsta kosti treyst því að 18% allra starfa falli þeim í hlut. „Ég hef sagt [um vestræna íjár- festa] að þeir séu velkomnir en eigi aðeins að nota land sem ekki henti til landbúnaðar, tryggja að grunn- vatni sé ekki spillt, leyfa stéttarfélög og sjá til þess að stéttleysingjar fái ekki aðeins 18% starfanna heldur hærra hlutfall, jafnvel 36%. Þjáning- ar stéttleysingja hafa staðið yfir í fimm þúsund ár,“ segir faðir Martin. Hann bætir við að vestrænir fjárfest- ar eigi ekki að hugsa einvörðungu um hagnað heldur einnig að efla vestræn gildi vilji þau hasla sér völl á Indlandi. Ella muni aukinn hag- vöxtur, sem ráðamenn í Nýju Dehlí hreyki sér nú af, ekki koma fátæk- lingum til góða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.