Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 15 Fimmtíu ár frá stofnun í A Styrkir veittir úr minningarsj óði Morgunblaðið/Björn Blöndal FEGURÐARDROTTNING Suðurnesja 1996, Sólveig Lilja Guð- mundsdóttir úr Njarðvík. Fyrir aftan hana, til vinstri, er Helga Erla Gunnarsdóttir, sem varð í öðru sæti, og til hægri er Vig- dís Jóhannsdóttir, sem varð þriðja. Stúlka úr Njarðvík fegurð- ardrottning Suðurnesja Akranesi - í ár eru liðin 50 ár frá stofnun íþróttabandalags Akraness og verður þessara tímamóta minnst með ýmsum hætti á árinu. Alls eru 14 íþróttafélög á Akranesi aðilar að íþróttabandalaginu og halda þau úti kröftugu félagsstarfi. Þótt margt hafi drifið á daga íþróttafólksins í 50 ára starfi er óhætt að segja að fá félög hafi haldið úti jafn öflugu starfi og skilað af sér eins mörgu afreksfólki. Laugardaginn 2. mars sl. var dag- skrá afmælisársins kynnt og jafn- framt fór fram úthlutun úr minning- arsjóði Guðmundar Sveinbjörnsson- ar, fyrrum formanns ÍA og eins af máttarstólpum íþróttastarfs á Akra- nesi um áratugaskeið. Guðmundur lést í ársbyrjun 1971 og hefði orðið 85 ára þennan dag. Stjórn íþrótta- bandalags Akraness ásamt fyrrver- andi formönnum þess fóru í kirkju- garðinn að Görðum og lögðu blóm- sveig á leiði Guðmundar sem virðing- ar og þakklætisvott fyrir störf hans. Sóknarpresturinn, séra Björn Jóns- son prófastur, flutti minningarorð við það tækifæri. í upphafi dagskrár í hinu nýja félagsheimili íþróttafólks á Akranesi flutti Helgi Daníelsson ávarp og minntist Guðmundar og starfs hans að íþróttamálum, en auk þess að vera í fylkingarbrjósti íþróttastarfs á Akranesi var hann í rösk 20 ár stjórnarmaður í Knattspyrnusam- bandi íslands og lengi eini stjórnar- maðurinn sem bjó utan Reykjavíkur- svæðisins og er haft fyrir satt að hann hafi ekki sleppt neinum stjóm- arfundi allan þennan tíma, þótt oft hafi þurft að hafa mikið fyrir ferða- lögum á þeim árum. Minningarsjóð- urinn var stofnaður skömmu eftir andlát Guðmundar og er honum ætlað að styrkja íþrótta- og æsku- lýðsstarf á Akranesi, efnilegt íþrótta- fólk til afreka og leiðbeinendur og þjálfara til aukinnar menntunar. Að þessu sinni voru veittar 500.000 kr. sem skiptust jafnt á milli fimm aðila. Badmintonstúlk- urnar Brynja Pétursdóttir og Birna Guðbjartsdóttir skiptu með sér ein- um hlut, en þær hafa verið að skapa sér nafn í fremstu röð badminton- fólks á íslandi, Fimleikafélag Akra- ness fékk einn hluta til að halda úti öflugum íþróttaskóla barna á Akra- nesi, Sundfélag Akraness fékk einn hlut til að halda áfram öflugu ungl- ingastarfi, Iþróttafélagið Þjótur fékk styrk til að halda úti öflugu ungl- ingastarfi og til að styrkja tvo félaga sína til að fara á alþjóðlegt mót fatl- aðra í Mónakó í maí. Fimmti hluti styrksins verður framlag sjóðsins til að styrkja forvarnarstarf vegna vímuefnanotkunar unglinga á Akra- nesi. Formaður ÍA, Jón Runólfsson, og forverar hans í embætti eru ellefu talsins. Keflavík - „Þetta var ákaflega skemmtilegt, skrítið og um leið gaman," sagði Sólveig Lilja Guð- mundsdóttir, 19 ára stúlka úr Njarðvík, eftir að hún hafði verð kjörin fegurðardrottning Suður- nesja 1996 í Stapa á laugardags- kvöldið, en alls tóku 13 stúlkur þátt í keppninni að þessu sinni. Sólveig Lilja er yngst í 6 systk- ina hópi. Hún starfar hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Suðurnes hf. og hefur stundað nám við hag- fræðibraut í Kvöldskóla Suður- nesja. Sólveig Lilja sagði að fram- tíðin væri óráðin en hún ætlaði að hefja nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja næsta haust og að hún væri spennt fyrir sýningastörfum. Foreldrar Sólveigar Lilju eru Pálína Ágústsdóttir og Guðmund- ur Snorri Garðarsson. I öðru sæti í keppninni varð Helga Erla Gunnarsdóttir, 18 ára úr Keflavík, og var hún jafnframt kjörin besta ljósmyndafyrirsætan. í þriðja sæti varð Vigdís Jóhanns- dóttir, 18 ára úr Keflavík. Þá var Ingibjörg Bergmann Magnúsdótt- ir, 18 ára úr Keflavík, valin sú stúlka sem hafði fegurstu fótlegg- ina og Rakel Óskarsdóttir, 19 ára úr Sandgerði, var kjörin „sport- stúlkan". Þá völdu stúlkurnar sjálfar vinsælustu stúlkuna úr sín- um hópi og sá titill féll í skaut Helgu Margréti Sigurbjörnsdótt- ur, 21 árs úr Keflavík. Mjög mikill áhugi var fyrir keppninni og komust færri að en vildu til að fyljast með henni. Kynnir var Kjartan Már Kjartans- son skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík en í dómnefnd sátu: Sig- tryggur Sigtryggsson formaður, Bjargey Einarsdóttir, Jón Kr. Gíslason, Kristín Stefánsdóttir og Unnur Steinsson. Heilsárs- vegur yfir Þorska- fjarðarheiði ísafirði - Nokkrir framtakssamir einstaklingar á norðanverðum Vest- fjörðum hafa hrundið af stað undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á þingmenn Vestfirðinga að beita sér fyrir lagningu heilsársvegar yfir Þorskafjarðarheiði í tengslum við byggingu Gilsfjarðarbrúar. Listarnir voru lagðir fram til undirskriftar í byijun mánaðarins og hafa forsvars- mennirnir gefið sér 3-4 vikur til verksins. „Þetta kemur til með að stytta ieiðina á milli ísafjarðar og Reykja- víkur geysilega mikið og í framhaldi af því hlýtur slík framkvæmd m.a. að lækka vöruverð á svæðinu, þ.e. ef landflutningar aukast í kjölfarið. Undirtektir almennings hafa verið góðar og við væntum þess að söfnun- arátakinu ljúki í mánuðinum," sagði Sigurður Olafsson, einn fórsvars- manna söfnunarinnar. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvenær þingmönnum Vestfirð- inga verða aflientir listamir, en Sig- urður er bjartsýnn á að þeir munu beita sér fyrir framgangi málsins. „Þetta verður ein mesta samgöngu- bót fyrir okkur á norðanverðum Vestfjörðum í langan tíma," sagði Sigurður. -----» » »----- Bæklingur um hópmeðferð á HNLFÍ Hveragerði - Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur gefið út bækling til upplýsingar um þá hópmeðferð sem dvalargestum stendur til boða á Heilsustofnuninni. Til að mæta ákveðnum þörfum dvalargesta Heilsustofnunarinnar hefur aukin áhersla verið lögð á skipulagða hópmeðferð. Eftirtaldir hópar em nú starfandi; fyrir þá sem þjást af þrálátum bakverkjum, þjálf- un til að bæta ástand hjarta- og æðakerfis, líkamleg og andleg upp- bygging fyrir konur sem hafa fengið bijóstakrabbamein, fyrir fólk sem á við offitu að stríða og ennfremur er hópur starfandi fýrir þá sem hafa óþægindi eftir hálshnykk. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson FRA úthlutun styrkja úr minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörns- sonar. Styrkþegarnir ásamt Jóni Runólfssyni, formanni IA. Smíðar brennijám til að merkja hyrnt sauðfé Vaðbrekku, Jökuldal - Það hefur tíðkast frá aldaöðli að íslending- ar brennimerki hornótt sauðfé sitt, og ýmsa lausa hluti, oft reyn- ist erfitt nú í seinni tíð að fá smíðuð brennijárn. Páll H. Benediktsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal hefur smíðað brennijárn undanfarin sex ár, einn fárra manna hér austanlands allavega og þó víðar sé leitað. Páll hóf að smíða brennyárn í einhverjum mæli árið 1991 og hefur smíðað yfir 350 brennijárn á þessum sex árum. Þó þetta séu kölluð brenni- járn eru þau smíðuð úr hitaþol- inni koparblöndu, en skaftið er úr járni. Brennijárn eftir Pál hafa farið um allt ísland og víðar því hann hefur einnig selt þau til Græn- lands. Það eru tvennskonar brennijárn sem Páll smíðar, ann- arsvegar tölustafasett í stærðinni tólf til fjórtán millimetrar aðal- ^ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson PÁLL H. Benediktsson við brennimarkasmíðina. lega og svo hinsvegar brenni- merki með bókstöfum og tákn- um, með stafastærð allt frá átta upp í átján millimetra, en algeng- ast er að stærðin sé tíu til tólf millimetrar. Aðspurður sagðist Páll selja tölustafasettið á tíu þúsund krón- ur og meðal brennijárn fjögurra stafa á tvö þúsund og sexhundr- uð krónur, sagðist hann vera um «í? ÖEO ws. Ív'vV' v:2r« <VS • • V SÝNISHORN af brennimerkj- um sem Páll hefur smíðað. það bil einn dag að smíða tölu- stafasettið og um þrjá tíma að smíða meðal brennijárn. Erfiðasta járnið sem Páll hef- ur smíðað segir hann vera brennijárn sem hann smíðaði fyr- ir fyrirtækið Barnagull í Eyja- firði, en það járn er vörumerki fyrir allskonar barnaleikföng sem framleidd eru úr tré, sagði Páll að lokum. Velur þú hversdagslega ferb í ár eöa frábæra? FARSÆLL FERÐAMAÐUR TVÖFALDAR VERÐGILDIÐ í heimsreisum Ingólfs, þar sem gæbin skipta máli Hefur þú kynnt þér nýja bæklinginn UNDUR HEIMSINS 1996 Nýjungar fyrir þig á frábæru veröi. Pantabu á sértilbobi núna - fyrir 22. mars. FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAr HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.