Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 15

Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 15 Fimmtíu ár frá stofnun í A Styrkir veittir úr minningarsj óði Morgunblaðið/Björn Blöndal FEGURÐARDROTTNING Suðurnesja 1996, Sólveig Lilja Guð- mundsdóttir úr Njarðvík. Fyrir aftan hana, til vinstri, er Helga Erla Gunnarsdóttir, sem varð í öðru sæti, og til hægri er Vig- dís Jóhannsdóttir, sem varð þriðja. Stúlka úr Njarðvík fegurð- ardrottning Suðurnesja Akranesi - í ár eru liðin 50 ár frá stofnun íþróttabandalags Akraness og verður þessara tímamóta minnst með ýmsum hætti á árinu. Alls eru 14 íþróttafélög á Akranesi aðilar að íþróttabandalaginu og halda þau úti kröftugu félagsstarfi. Þótt margt hafi drifið á daga íþróttafólksins í 50 ára starfi er óhætt að segja að fá félög hafi haldið úti jafn öflugu starfi og skilað af sér eins mörgu afreksfólki. Laugardaginn 2. mars sl. var dag- skrá afmælisársins kynnt og jafn- framt fór fram úthlutun úr minning- arsjóði Guðmundar Sveinbjörnsson- ar, fyrrum formanns ÍA og eins af máttarstólpum íþróttastarfs á Akra- nesi um áratugaskeið. Guðmundur lést í ársbyrjun 1971 og hefði orðið 85 ára þennan dag. Stjórn íþrótta- bandalags Akraness ásamt fyrrver- andi formönnum þess fóru í kirkju- garðinn að Görðum og lögðu blóm- sveig á leiði Guðmundar sem virðing- ar og þakklætisvott fyrir störf hans. Sóknarpresturinn, séra Björn Jóns- son prófastur, flutti minningarorð við það tækifæri. í upphafi dagskrár í hinu nýja félagsheimili íþróttafólks á Akranesi flutti Helgi Daníelsson ávarp og minntist Guðmundar og starfs hans að íþróttamálum, en auk þess að vera í fylkingarbrjósti íþróttastarfs á Akranesi var hann í rösk 20 ár stjórnarmaður í Knattspyrnusam- bandi íslands og lengi eini stjórnar- maðurinn sem bjó utan Reykjavíkur- svæðisins og er haft fyrir satt að hann hafi ekki sleppt neinum stjóm- arfundi allan þennan tíma, þótt oft hafi þurft að hafa mikið fyrir ferða- lögum á þeim árum. Minningarsjóð- urinn var stofnaður skömmu eftir andlát Guðmundar og er honum ætlað að styrkja íþrótta- og æsku- lýðsstarf á Akranesi, efnilegt íþrótta- fólk til afreka og leiðbeinendur og þjálfara til aukinnar menntunar. Að þessu sinni voru veittar 500.000 kr. sem skiptust jafnt á milli fimm aðila. Badmintonstúlk- urnar Brynja Pétursdóttir og Birna Guðbjartsdóttir skiptu með sér ein- um hlut, en þær hafa verið að skapa sér nafn í fremstu röð badminton- fólks á íslandi, Fimleikafélag Akra- ness fékk einn hluta til að halda úti öflugum íþróttaskóla barna á Akra- nesi, Sundfélag Akraness fékk einn hlut til að halda áfram öflugu ungl- ingastarfi, Iþróttafélagið Þjótur fékk styrk til að halda úti öflugu ungl- ingastarfi og til að styrkja tvo félaga sína til að fara á alþjóðlegt mót fatl- aðra í Mónakó í maí. Fimmti hluti styrksins verður framlag sjóðsins til að styrkja forvarnarstarf vegna vímuefnanotkunar unglinga á Akra- nesi. Formaður ÍA, Jón Runólfsson, og forverar hans í embætti eru ellefu talsins. Keflavík - „Þetta var ákaflega skemmtilegt, skrítið og um leið gaman," sagði Sólveig Lilja Guð- mundsdóttir, 19 ára stúlka úr Njarðvík, eftir að hún hafði verð kjörin fegurðardrottning Suður- nesja 1996 í Stapa á laugardags- kvöldið, en alls tóku 13 stúlkur þátt í keppninni að þessu sinni. Sólveig Lilja er yngst í 6 systk- ina hópi. Hún starfar hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Suðurnes hf. og hefur stundað nám við hag- fræðibraut í Kvöldskóla Suður- nesja. Sólveig Lilja sagði að fram- tíðin væri óráðin en hún ætlaði að hefja nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja næsta haust og að hún væri spennt fyrir sýningastörfum. Foreldrar Sólveigar Lilju eru Pálína Ágústsdóttir og Guðmund- ur Snorri Garðarsson. I öðru sæti í keppninni varð Helga Erla Gunnarsdóttir, 18 ára úr Keflavík, og var hún jafnframt kjörin besta ljósmyndafyrirsætan. í þriðja sæti varð Vigdís Jóhanns- dóttir, 18 ára úr Keflavík. Þá var Ingibjörg Bergmann Magnúsdótt- ir, 18 ára úr Keflavík, valin sú stúlka sem hafði fegurstu fótlegg- ina og Rakel Óskarsdóttir, 19 ára úr Sandgerði, var kjörin „sport- stúlkan". Þá völdu stúlkurnar sjálfar vinsælustu stúlkuna úr sín- um hópi og sá titill féll í skaut Helgu Margréti Sigurbjörnsdótt- ur, 21 árs úr Keflavík. Mjög mikill áhugi var fyrir keppninni og komust færri að en vildu til að fyljast með henni. Kynnir var Kjartan Már Kjartans- son skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík en í dómnefnd sátu: Sig- tryggur Sigtryggsson formaður, Bjargey Einarsdóttir, Jón Kr. Gíslason, Kristín Stefánsdóttir og Unnur Steinsson. Heilsárs- vegur yfir Þorska- fjarðarheiði ísafirði - Nokkrir framtakssamir einstaklingar á norðanverðum Vest- fjörðum hafa hrundið af stað undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á þingmenn Vestfirðinga að beita sér fyrir lagningu heilsársvegar yfir Þorskafjarðarheiði í tengslum við byggingu Gilsfjarðarbrúar. Listarnir voru lagðir fram til undirskriftar í byijun mánaðarins og hafa forsvars- mennirnir gefið sér 3-4 vikur til verksins. „Þetta kemur til með að stytta ieiðina á milli ísafjarðar og Reykja- víkur geysilega mikið og í framhaldi af því hlýtur slík framkvæmd m.a. að lækka vöruverð á svæðinu, þ.e. ef landflutningar aukast í kjölfarið. Undirtektir almennings hafa verið góðar og við væntum þess að söfnun- arátakinu ljúki í mánuðinum," sagði Sigurður Olafsson, einn fórsvars- manna söfnunarinnar. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvenær þingmönnum Vestfirð- inga verða aflientir listamir, en Sig- urður er bjartsýnn á að þeir munu beita sér fyrir framgangi málsins. „Þetta verður ein mesta samgöngu- bót fyrir okkur á norðanverðum Vestfjörðum í langan tíma," sagði Sigurður. -----» » »----- Bæklingur um hópmeðferð á HNLFÍ Hveragerði - Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur gefið út bækling til upplýsingar um þá hópmeðferð sem dvalargestum stendur til boða á Heilsustofnuninni. Til að mæta ákveðnum þörfum dvalargesta Heilsustofnunarinnar hefur aukin áhersla verið lögð á skipulagða hópmeðferð. Eftirtaldir hópar em nú starfandi; fyrir þá sem þjást af þrálátum bakverkjum, þjálf- un til að bæta ástand hjarta- og æðakerfis, líkamleg og andleg upp- bygging fyrir konur sem hafa fengið bijóstakrabbamein, fyrir fólk sem á við offitu að stríða og ennfremur er hópur starfandi fýrir þá sem hafa óþægindi eftir hálshnykk. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson FRA úthlutun styrkja úr minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörns- sonar. Styrkþegarnir ásamt Jóni Runólfssyni, formanni IA. Smíðar brennijám til að merkja hyrnt sauðfé Vaðbrekku, Jökuldal - Það hefur tíðkast frá aldaöðli að íslending- ar brennimerki hornótt sauðfé sitt, og ýmsa lausa hluti, oft reyn- ist erfitt nú í seinni tíð að fá smíðuð brennijárn. Páll H. Benediktsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal hefur smíðað brennijárn undanfarin sex ár, einn fárra manna hér austanlands allavega og þó víðar sé leitað. Páll hóf að smíða brennyárn í einhverjum mæli árið 1991 og hefur smíðað yfir 350 brennijárn á þessum sex árum. Þó þetta séu kölluð brenni- járn eru þau smíðuð úr hitaþol- inni koparblöndu, en skaftið er úr járni. Brennijárn eftir Pál hafa farið um allt ísland og víðar því hann hefur einnig selt þau til Græn- lands. Það eru tvennskonar brennijárn sem Páll smíðar, ann- arsvegar tölustafasett í stærðinni tólf til fjórtán millimetrar aðal- ^ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson PÁLL H. Benediktsson við brennimarkasmíðina. lega og svo hinsvegar brenni- merki með bókstöfum og tákn- um, með stafastærð allt frá átta upp í átján millimetra, en algeng- ast er að stærðin sé tíu til tólf millimetrar. Aðspurður sagðist Páll selja tölustafasettið á tíu þúsund krón- ur og meðal brennijárn fjögurra stafa á tvö þúsund og sexhundr- uð krónur, sagðist hann vera um «í? ÖEO ws. Ív'vV' v:2r« <VS • • V SÝNISHORN af brennimerkj- um sem Páll hefur smíðað. það bil einn dag að smíða tölu- stafasettið og um þrjá tíma að smíða meðal brennijárn. Erfiðasta járnið sem Páll hef- ur smíðað segir hann vera brennijárn sem hann smíðaði fyr- ir fyrirtækið Barnagull í Eyja- firði, en það járn er vörumerki fyrir allskonar barnaleikföng sem framleidd eru úr tré, sagði Páll að lokum. Velur þú hversdagslega ferb í ár eöa frábæra? FARSÆLL FERÐAMAÐUR TVÖFALDAR VERÐGILDIÐ í heimsreisum Ingólfs, þar sem gæbin skipta máli Hefur þú kynnt þér nýja bæklinginn UNDUR HEIMSINS 1996 Nýjungar fyrir þig á frábæru veröi. Pantabu á sértilbobi núna - fyrir 22. mars. FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAr HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.