Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMl S69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(a>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkomulag um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi krókaveiðibáta „Krókapotturinn“ verði 13,5% heildarþorskafla LANDSSAMBAND smábátaeig- enda og sjávarútvegsráðuneytið hafa náð samkomulagi um breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarkerfi fyr- ir smábáta, sem hafa svokallað krókaleyfi. Aformað er að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kynni frumvarp um breytingarnar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Hið væntanlega frumvarp er nið- urstaða viðræðna, sem fram hafa farið undanfarna mánuði eftir að sjávarútvegsráðherra lýsti sig til- búinn til þess í október að ræða við smábátaeigendur um breytingar á kerfinu. Að sögn Arthurs Bogasonar, for- manns Landssambands smábáta- eigenda, er eitt aðalatriði frum- varpsins það, að „krókapotturinn“ svokallaði, þ.e. sameiginlegur há- Slapp nær ómeidd úr flugslysi MIKIÐ mildi þykir að flug- maður tveggja hreyfla feiju- flugvélar skyldi sleppa lifandi eftir að vélin brotlenti skammt austan við byggðina í Innri-Njarðvík á sunnudag- inn. Flugmaðurinn, sem var 67 ára bresk kona, slapp nán- ast ómeiddur þrátt fyrir að skrúfublað vinstri hreyfils gengi inn í flugstjórnarklef- . _ ann og skæri flugmannssætið í sundur. Konan var að flytja flugvél- ina frá Bretlandi til Banda- ríkjanna þar sem hún var skráð. Hún lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir kl. 12 á sunnudag, en ákvað að snúa við eftir skamma stund vegna þess að hún missti GPS-staðsetning- artækið á gólfið í vélinni og tókst ekki að finna það aftur. Ekki er Ijóst hvað síðan fór úrskeiðis. Annar hreyfillinn missti afl um 10 mínútum áður en flugvélin brotlenti og flugmanninum tókst ekki að halda hæð á einum hreyfli. Flugvirkjar og menn frá flug- slysadeild eru að rannsaka flakið í Keflavík. ■ Slapp lífs/4 Morgunblaðið/Þorkell marksafli krókaleyfisbátanna, sem nú er föst tala, 21.500 tonn, verði í framtíðinni hlutfall af heildar- þorskafla. Miðað verði við að hlut- fallið verði það sama og nú, eða 13,5%, en fari aldrei niður fyrir 21.500 tonn. Afnám fastra banndaga og tímabilaskiptingar Arthur segir annað mikilvægt atriði það, að aliir fastir banndagar verði felldir burt 1. september næst- komandi og þess í stað gildi aðeins róðrardagar, sem menn ráði sjálfir hvenær þeir nýti. Auk þess verði skipting fískveiðiársins í fjögur tímabil, sem róðrardagar deilast niður á, afnumin. Að sögn Arthurs hefði stefnt í það að óbreyttum lögum að róðrar- FULLTRÚARÁÐ Kennarasam- bands íslands samþykkti í gær að fulltrúar sambandsins hefji á ný vinnu í nefndum sem Qalla um flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Ráðið setti sem skil- yrði að samnings- og lífeyrisrétt- indi kennara verði ekki skert. Kennarasamtökin hættu öllu samstarfi við stjórnvöld um flutning grunnskólans eftir að ríkisstjórnin kynnti fyrir opinberum starfsmönn- um drög að frumvörpum um Lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins og um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins. Fyrir helgi lýsti forsætisráð- herra því yfir á Alþingi að breyting- ar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins yrðu ekki gerðar í andstöðu við opinbera starfsmenn. dagar yrðu ekki nema um 40 tals- ins á næsta fiskveiðiári. Hann segir það hins vegar felast í samkomulag- inu að trillukarlar í róðrardagakerfi byrji með 84 daga. Arthur segir trillukarla ekki hafa náð því í gegn að sett yrði „gólf“ á fjölda róðrardaga, þannig að þeim yrði aldrei fækkað niður fyrir tiltek- ið lágmark. Í róðrardagakerfinu er miðað við að fari heildarafli króka- báta fram úr hámarksaflanum í krókapottinum, sé róðrardögum fækkað í samræmi við það á næsta fiskveiðiári. Breytt skilgreining á róðrardegi í samkomulaginu felst einnig breytt skilgreining á róðrardegi. Miðað hefur verið við að hann væri í samþykkt fulltrúaráðsfundar KÍ eru sett nokkur skilyrði fyrir því að kennarar taki þátt í undir- búningi flutnings grunnskólans. í fyrsta lagi verði ekki sett ný lög- gjöf um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nema áður hafi tekist sam- komulag um þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar við mat á lífeyrisréttindum. I öðru lagi, að ný löggjöf um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins tryggi væntanleg- um sjóðsfélögum jafn verðmæt réttindi og núverandi lög gera. í þriðja lagi, að núverandi sjóðsfé- lögum verði tryggt að þeir haldi öllum áunnum réttindum og eigi óskerta möguleika til að auka við réttindi sín samkvæmt gildandi lagaákvæðum. frá miðnætti til miðnættis, en sam- komulag varð um að reikna róðrar- daginn sem sólarhring frá því að látið er úr höfn. Þá geta róðrardagabátar sam- kvæmt samkomulaginu valið á milli handfæraleyfis og línu- og handfæraleyfis. Arthur segir að taki menn fyrri kostinn útiloki þeir að öflugir línubátar geti fækkað hjá þeim róðrardögunum. Taki menn seinni kostinn, geti mikil veiði fækkað róðrardögunum mik- ið. Loks eru í samkomulaginu ákvæði um 80% úreldingarreglu og að hið einstaklingsbundna aflahá- mark, sem sumir trillukarlar völdu í stað fjölgunar banndaga, skuli vera framseljanlegt innan kerfisins með ströngum skilyrðum. 1 Fulltrúaráðsfundurinn gerði einnig sérstaka samþykkt um frumvarp menntamálaráðherra um réttindi og skyldur kennara og skólastjómenda. „Aðilar málsins, þ.e. ríki, sveitarfélög og stéttarfé- lög kennara, nái samkomulagi um að verði lögum um réttindi og skyldur kennara og skólastjórn- enda breytt í andstöðu við sveitar- félög eða kennara geti hvor aðili um sig sagt upp kjarasamningum í framhaldi af því. Frá þessu verði gengið með bókun sem síðan yrði hluti af kjarasamningi aðila.“ Þá setur fulltrúaráðsfundurinn það skilyrði að ríkisstjórnin heiti því að skerða í engu samningsrétt samtaka kennara. Fundurinn fól stjórn KÍ að leita áfram samstarfs Svíns- hausá tröppur Alþingis SVÍNSHAUS var skilinn eftir á tröppum Alþingishússins í fyrrinótt. Grunur leikur á, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að verknað- urinn standi í sambandi við skólaleikrit, sem sýnt hefur verið í Tjarnarborg, en þar munu svínshausar vera meðal leikmuna. Að sögn lögreglu urðu vitni að því er hausnum var komið fyrir og var tekið nið- ur bílnúmer þess sem það gerði. Við athugun kom í ljós, að sögn lögreglu, að eigandi bíls- ins tengdist fyrrgreindri leik- sýningu. Hann aftók hins vegar að búa yfir vitneskju um málið í samtali við lög- reglu. Göngumót flutt vegna snjóleysis ÞRÁTT fyrir lítinn snjó á Norð- urlandi héldu Ólafsfirðingar bik- armót Skíðasambands íslands í göngu í góðu veðri sl. laugardag. Ekki var hægt að keppa á skíða- svæði þeirra í Tindaöxl því þar hefur ekki verið snjór í allan vetur og lyftur ekki enn verið gangsettar á þessu ári. Mótið var því flutt upp í Ytri-Árdal, sem er norðan megin í firðinum, en þar er ávallt nægur snjór. Fjöldi fólks tók þátt í göngunni og naut góða veðursins og fjallasýnarinn- ar sem var með afbrigðum góð. við félög annarra opinberra starfs- manna um framkvæmd einstakra þátta ályktunarinnar. „Ég fagna þeirri jákvæðu af- stöðu fulltrúaráðs KÍ þar sem það lýsir sig reiðubúið til að taka aftur þátt í undirbúningi að flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga. Þetta er í samræmi við það góða samstarf sem við höfum átt á fyrri stigum málsins," sagði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagðist telja að auðvelt ætti að vera fyrir stjórnvöld að ganga að skilyrðum kennara fyrir stuðningi við flutning grunnskólans. ■ Fagnar breyttri afstöðu/2 Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Fulltrúaráð KI breytir fyrri afstöðu til fiutnings grunnskólans Kennarar tilbúnir til að taka þátt í flutningnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.