Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 35 Er húsnæðiskerfið að hjálpa þér? vekur að í frétt Morg- unblaðsins 20. janúar sl. kom fram að nefnd á vegum Húsnæðis- stofnunar ríkisins telur að framlag ríkissjóðs til Byggingasjóðs verkamanna hafi verið of lágt undanfarin ár og að þeirra mati þarf að stórauka það frá því sem nú er. (Sjá töflu.) • Rekstrarkostnaður Húsnæðisstofnunar ríkisins hefur hækkað um 100% frá árinu 1981, miðað við verð- „ _ , „ , s lag ársins 1994, þrátt Guðlaugur Þor Magnus Arm fyrir lækkun síðustu Þorðarson Skulason tvö ár. Rekstrarkostnaður Húsnæðisstofnunar ríkisins á fostu verðlagi OOOOOOOOOOOOOOOOQOOvON9\0\Ov 0\0\0\0\0\0\0\ðs0\0v0\0\0\0v Hlutfall félagslegra íbúða af nýbyggðu íbúðarhúsnæði 1980 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 LANDSMENN hafa ekki farið varhluta af fréttum um greiðsluerf- iðleika heimilanna. Það kemur í raun og veru ekki á óvart þegar staðreyndir málsins eru skoðaðar. í aprílhefti Hagtalna mánaðarins 1995 kemur fram að skuldir heimil- anna námu orðið 293 milljörðum króna á árinu 1994. Rúmlega helm- ingur skuldanna var við byggingar- sjóði ríkisins, eða 162 milljarðar króna. Þetta þýðir að hver einasta ijögurra manna fjölskylda skuldar rúmar 4,3 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er um meðaltal að ræða og því geta skuldir einstakra þjóðfélagshópa verið mun hærri. Líklegt er að ungt fólk sé þar í meirihluta. Skuldir heimilanna hafa vaxið úr 24% af ráðstöfunartekjum árið 1980 í um 136% árið 1994. Með öðrum orðum var hvert heimili í landinu rúma þrjá mánuði að vinna fyrir öllum sínum skuldum árið 1980, en er í dag rúma 16 mánuði að vinna fyrir skuldunum og er þá miðað við það að hver einasta króna færi í að greiða skuldir. Skuldir heimilanna við bygging- arsjóði ríkisins námu um 72 milljörð- um króna árið 1989, þ.e.a.s. fyrir innreið húsbréfakerfisins. Síðan þá hafa þær vaxið um 90 milljarða króna eða um 125%. Það er því ekki að undra að fólk skuli vera í greiðslu- erfiðleikum. Stjórnvöld hafa talið fólki trú um að það búi við húsnæðiskerfi sem er því ákaflega hagstætt. En hvað hefur þetta kerfi kostað? Er hugs- anlegt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa erfiðleika heimil- anna ef búið hefíð verið öðruvísi um hnútana. Kostnaður hins opinbera við húsnæðiskerfið Rekstrarkostnaður Húsnæðis- stofnunar ríkisins hefur frá árinu 1988 numið samtals 3 milljörðum króna miðað við verðlag ársins 1994. Framlag ríkissjóðs til sjóða Húsnæðisstofnunar hafa numið 9 milljörðum króna á sama tímabili og vaxta- og húsnæðisbætur hafa numið 18 milljörðum. Þjónustugjöld lántakenda til Húsnæðisstofnunar ríkisins hafa numið 1.200 milljónum króna á fyrrgreindu tímabili, en þessi tekjustofn er bundinn ákvörð- un stjórnvalda og hefur hann farið hækkandi undanfarin ár. Ríkisvald- ið hefur ásamt viðskiptavinum Hús- næðisstofnunar þurft að greiða rúma 28 milljarða króna til hús- næðismála frá árinu 1988. Ef þess- ari upphæð hefði verið deilt niður á þá aðila sem voru að kaupa íbúð- arhúsnæði í fyrsta skipti hefði verið mögulegt að styrkja hvern íbúðar- kaupanda um tæplega 2,6 milljónir króna að meðaltali. Á umræddu tímabili voru veitt lán til 33.500 ibúða í félagslega og almenna hús- næðiskerfinu. Beinn styrkur ríkis- sjóðs til íbúðakaupenda hefði því getað numið tæplega 900 þúsund krónum að meðaltali við hver íbúð- arkaup. Þá er ekki tekið tillit til beins og óbeins kostnaðar sem sveitarfélög hafa . af félagslegum íbúðum og þess óhagræðis sem myndast á fjármagnsmarkaði þegar stór hluti fjármagns á markaðinum er bundinn í skuldbindingum með niðurgreiddum vöxtum. Athygli Hverjum er verið að hjálpa í félagslega húsnæðiskerfinu? Á undanförnum árum, eða frá árinu 1987, hafa stjórnvöld lagt mun meiri áherslu á félagslega kerfið en áður. Markmiðið hefur örugglega verið að hjálpa þeim tekjulægri til að koma sér þaki yfir höfuðið, en hvernig hefur til tekist? Félagslega kerfið nær nú til mun fleiri þjóðfélagshópa en áður. Tekju- mark einstaklinga hefur nýlega ver- ið lækkað úr 140 þúsund króna mánaðartekjum í 125 þúsund. Við- komandi einstaklingur má eiga 2 milljónir króna í hreina eign (eignir umfram skuldir). Með öðrum orðum er einstaklingum með tekjur yfir meðallagi og meiri eignir en gengur og gerist meðal ungs fólk beinlínis ýtt út í félagslega kerfið. Þess má geta að meðallaun einstaklinga árið 1994 námu rúmum 100 þúsund krónum á mánuði. Hið opinbera langstærsti leigusali á markaðinum Eignarréttur er mjög óljós í fé- lagslega kerfinu og „eignamyndun" einstaklinga hæg þó svo að mjög nýlega hafi verið gerðar breytingar til þess að hraða henni. Hið opinbera er eigandi félagslegs húsnæðis og er þar með orðið langstærsti leigu- salinn á markaðnum með tæplega 10.000 íbúðir í „leigu“. Þrátt fyrir að leigjendurnir nái einhvern tíman að „eignast“ íbúðina er það ekki raunveruleg „eign“ í almennum skilningi, þar sem hún erfist ekki og er skv. skilgreiningunni „réttur". Það hlýtur að vera verulegt umhugs- unarefni að hið opinbera skuli vinna skipuiega að því að auka umsvif sín á fasteignamarkaðinum. (Sjá töflu.) • Frá árinu 1981 til ársloka 1994 voru byggðar 20.118 nýjar íbúðir á Iandinu og af þeim voru 4.597 fé- lagslegar eða um 23% af öllum ný- byggðum íbúðum. Um 5 af hveijum hundrað nýbyggingum voru félags- legar árið 1980, en árið 1988 voru þær 37 af hverjum 100 íbúðum og fór þetta hlutfall hæst í 40% á árinu 1992. Þrátt fyrir mikil framlög ríkisins til þessa málaflokks, er kostnaður sveitarfélaga vegna húsnæðismála einnig mikill. Skuldir sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða námu um 5,3 milljörðum króna í árslok 1994 eða sem nemur um 20 þúsund krón- um á hvert mannsbarn í landinu. Skuldir sveitarfélaga vegna félags- legra íbúða eru að jafnaði um 16% Á undanfömum árum hefur verið unnið að því skipulega, segja Guð- laugur Þór Þórðarson og Magnús Árni Skúlason, að eyðileggja séreignakerfið. af heildarskuldum þeirra. Skuldir vegna byggingar félagslegra íbúða eru einn stærsti vandi minni sveitar- félaga og eru sum þeirra að kikna undan innlausnarskyldunni, en sam- kvæmt lögum eru sveitarfélögin skyldug til að leysa til sín húsnæðið ef íbúarnir vilja flytja úr því. Niðurstaðan er sláandi Afskipti ríkisins af húsnæðismál- um_ hafa leitt af sér eftirfarandi: • Á undanförnum árum hefur verið unnið skipulega að því að eyðileggja séreignakerfið. I stað þess hefur hið opinbera orðið langstærsti íbúða- leigusali á markaðinum með tæplega tíu þúsund leiguíbúðir. • Kerfið tekur til sín mikla íjármuni frá hinu opinbera; í formi vaxtabóta, framlaga ríkissjóðs í Byggingasjóð verkamanna og rekstarkostnaðar Húsnæðisstofnunar, sem hefur hækkað mjög á undanförnum árum. • Skuldir vegna félagslega hús- næðiskerfisins verða sífellt stærri hluti af skuldum sveitarfélaga og nú er svo komið að innlausnarskyld- an er að sliga mörg sveitarfélög. • Mjög erfítt er fyrir ungt fólk að eignast íbúð í almenna kerfínu. Þess í stað stendur því til boða að fara í félagslega kerfið þrátt fyrir ágætis laun og eignastöðu. Guðlaugur Þór er formaður SUS og Magnús Ámi formaður málefnastarfs SUS. Stéttarfélög veita félagslegt öryggi Kjarasamningar stéttarfélaga veita launafólki og fjölskyldum þess dýrmæt réttindi sem stuðla að félagslegu öryggi. Hver vill missa laun í yeikindum, eiga von á fyrirvaralausum uppsögnum, fá ekki greiðslur í orlofi eða missa rétt til sjúkrabóta? Samiðn hvetur iðnaðarmenn til að standa vörð um stéttarfélag sitt. Teflum ekki félagslegu öryggi fjölskyldunnar í tvísýnu. Samiðn er samband stéttarfélaga í byggingar- iðnaði, málmiðnaði, bíliðnaði, garðyrkju og netagerð. í Samiðn er 31 félag um land allt með um 5500félagsmenn. Satniðn IDNI^LAUA Suðurlandsbraut 30.108 Reykjavík. Sími 568 6055. Fax 568 1026L Heimasíða: http://www. rl. is/samidn.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.