Morgunblaðið - 19.03.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 45
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Palli var einn í
heiminum
Fré Karli Þ. Löve:
HÉR áður fyrr þegar amerískar
bíómyndir úr seinni heimsstytjöld-
inni voru sem vinsælastar sá maður
stundum atriði sem áttu að gerast
í Kyrrahafsstyrjöldinni. Þau sýndu
japanska hermenn sem voru um-
kringdir og áttu við algjört ofurefli
að etja. í stað þess að gefast upp
og halda lífi óðu þeir fram með
ógurlegu stríðsöskri og börðust til
síðasta manns. Þessar aðfarir þeirra
voru kallaðar sjálfsmorðsárásir og
komu vestrænum „siðmenntuðum“
þjóðum alveg í opna skjöldu vegna
þeirrar sóunar á mannslífum sem
þær kostuðu. Ástæðan fyrir þessu,
eins og allir vita í dag, lá djúpt í
menningu þeirra og uppeldi þannig
að það var ekki beint við blessaða
mennina að sakast þótt þeir höguðu
sér á þennan hátt.
Hjólreiðar að vetrarlagi finnast
mér ekki svo ólíkar þessum hugsun-
arhætti þar sem vaðið er áfram í
algjöru ofstæki og tillitsleysi fyrir
umhverfinu og samferðamönnum
sínum.
Það er bara ekki hægt að skilja
hvernig þetta vesalings lokaða fólk
getur með einhveijum rökum ætlast
til að ökumenn geti hliðrað til fyrir
þeim í umferðinni. Hvernig á að
vera hægt í snjóruðningum, hálku,
skammdegi, skafrenningi, lélegu
skyggni og 'yfir höfuð öllum þeim
tegundum af vetraveðrum sem hér
geisa að koma ykkur fyrir á nú
þegar kjaftfullum götum?
Það er reglan frekar en undan-
tekningin að þið sjáist mjög illa í
áðurnefndum veðrum, ekki bara
vegna veðurs heldur líka þeirrar
sorglegu staðreyndar að þið eruð
yfirleitt mjög illa upplýst og merkt.
Hvaða hugsanir bærast með ykkur
þegar þið berjist í roki, snjókomu
og myrkri eða bara í hálku utan i
snjóruðningnum og verðið að hafa
ykkur öll við til að halda jafnvægi?
Dettur ykkur einhverntímann í
hug að þið gætuð hugsanlega ver-
ið að leggja ykkur í lífshættu og
að þið gætuð skilið eftir ykkur í
þessu lífi einhveija vesalings
manneskju sem þyrfti að lifa með
það á sálinni það sem hún ætti
eftir ólifað að hafa orðið ykkur að
bana? Enginn óvitlaus ökumaður
veður út í ófærð og blindu á ljós-
lausum bíl eða á sléttum sumar-
dekkjum (þó alltaf séu til undan-
tekningar) nema hann sé í sjálfs-
morðshugleiðingum, fullur, undir
áhrifum lyfja eða að öðru leyti
ekki í neinu ástandi til að aka.
Það hlýtur að vera eðlileg sann-
girniskrafa að ætlast til þess af
hjólreiðamönnum að þeir hafi til að
bera þá lágmarksgreind sem geri
þeim kleift að átta sig á þeirri fárán-
legu stöðu sem þeir eru í þegar
þeir ákveða að fara út í umferðina
án þess að taka tillit til veðurs og
færðar.
Eigendur ökutækja eru þeir sem
mætti kalla rétthafa veganna vegna
allra þeirra skatta og gjalda sem
■þeir þurfa að standa skil á og er
því ekki óeðlilegt að þeir skuli leyfa
sér að ergja sig þegar aðilar sem
lausir eru við slíkt vaða um vegina
með frekju og tilætlunarsemi.
Eitt atriði vil ég nefna og það
er ljósaskortur hjólreiðamanna, það
er til reglugerð fyrir ökutæki sem
segir nákvæmlega til um hvaða lág-
mark skuli vera á styrkleika ljós-
anna sem ökutæki hafa og væri
gaman að vita hvort einhver álíka
væri til fyrir hjólreiðamenn því það
er allt að því glæpsamlegt hvað
hjólreiðamenn leyfa sér að vera
ósýnilegir í umferðinni.
Við ökumenn erum bara mann-
legir og þið getið ekki ætlast til
þess að við getum brugðist rétt við
og tímanlega í öllum tilvikum. Það
er alltaf farsælast ef allir í umferð-
inni gera sitt besta til að hún gangi
sem áfallalausast fyrir sig, en það
að skjögra um í öllum veðrum og
öllu skyggni rétt við hliðina á bíl-
um sem eru að reyna að halda
eðlilegum huaða getur ekki kallast
neitt annað en tillitsleysi og eigin-
girni.
Ég skrifa þetta í þeirri veiku von
um að einhver í þessum sértrúar-
söfnuði láti sér segjast og að á
næstu samkomu í söfnuðinum verði
einhver til þess að rísa á fætur og
bera það undir atkvæði hvort ekki
beri að leggja reiðhjólunum yfir
veturinn. Það er ekki gaman að
þurfa að standa í svona skrifum
um hluti sem ættu að vera öllum
augljósir en það virðist vera eitt-
hvað í sálarlífi ákveðins hóps fólks
sem gerir hann óhæfan um að
umgangast aðra án þess að árekstr-
ar verði. Ég vil ítreka það að hjól-
reiðamenn hafa ekki nokkurn skap-
aðan hlut að gera út á vegi að
vetrarlagi og að mínu áliti tæplega
að sumri til. Að lokum óska ég öll-
um velfarnaðar í umferðinni og við
skulum muna að það erum við og
engin nema við sem sköpum okkur
það umhverfi sem við lifum eða
deyjum við.
KARLÞ.LÖVE,
Sigluvogi 7, Reykjavík.
Panasonic
Ferðatæki RX DS15
Ferðatæki með
geislaspilara, 40W
magnara, kassettutæki,
og útvarpi.
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR
KR. 4.750
MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640
Hvað er orðið af
söngvakeppniimi?
Frá Einari Braga Bragasyni,
Seyðisfirði:
FYRIR nokkrum árum var söngva-
keppnin það sjónvarpsefni sem fæst-
ir vildu missa af, þá er ég ekki ein-
-göngu að meina aðalkeppnina heldur
frekar undankeppnina hér heima
sem var hin besta skemmtun. Síð-
astliðin ár hefur sú keppni horfið
smám saman og er nú orðin að engu,
sumir eru sjálfsagt fegnir þessari
þróun en svo er undirritaður ekki.
Ef við horfum nokkur ár aftur í
tímann var öll landsbyggðin með,
allsstaðar voru menn og konur að
semja íslensk dægurlög með íslensk-
um texta, höfðu menn oft mikið fyr-
ir því að gera lögin sem best og
notuðu því oft atvinnuhljóðfæraleik-
ara sem hjálpuðu til með útsetning-
ar, mörg þessara laga hafa lifað vel
og lengi (oft lengur en sjálft vinning-
slagið); þess má geta að það lag sem
lengst hefur komist, kom frá lands-
byggðinni.
Eins var mikið lagt til keppninnar
í Ríkissjónvarpinu og voru það bestu
hljóðfæraleikarar landsins sem
fengnir voru til þess að flytja lögin
þar og öll umgjörð keppninnar hin
glæsilegasta.
Af þessu má sjá að margir höfðu
atvinnu út úr þessari keppni. Hljóð-
færaleikarar, söngvarar, hljóðmenn,
stúdíó o.fl. um allt land.
Er þetta er skrifað er greinilega
engu eytt í íslenska dægurtónlist í
sjónvarpi og er leiðinlegt að sjá
hvernig tónlistarstefnum er mismun-
að af hinum opinbera, og ekki veitir
greinilega af að styrkja íslenska
popptónlist á íslensku.
EINAR BRAGI BRAGASON,
Seyðisfirði.
248
VINNINGAR
Auk þess eru dregnar út
þrjár utanlandsferðir fyrir
tvo á hverjum
miðvikudegi í mars,
Aðeins dregið úr
greiddum miðum. Fylgstu
með í Sjónvarpinu!
Þú vinnur hvernig
sem á það er litið!
Vinningar að verdmæti yfir
35 milljónir
drögum
sinnum
alla miðvikudaga í mars.
Því fyrr sem greitt er
þess meiri möguleikar.
’s Happdrætti
; Slysavarnarfélags Íslands
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Seykjanesbraut.
Kopavogi, simi
567-1800 ^
Löggild bílasala
Verið velkomin.
Við vinnum fyrir þig.
MMC Lancer GLi Sedan '93, rauður, 5
g., ek. 56 þ.km. Gott eintak. V. 920 þús.
Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15
þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfall-
egur bíll. V. 3.950 þús.
Pontiac Trans Sport SE '92, rauður,
sjálfsk., ek. 73 þ. km. Fallegur bíll. V. 1.980
þús.
Mazda 323 F 1600 '92, sjálfsk., ek. 54
þ., álfengur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.080
þús. Tilboðsverð #kr. 990 þús.
m t — "i"|i.i.lll||IMl||« 1
Mazda 121 1.3 16 ventla '92, 5 dyra, 5
g., ek. 50 þ. V. 750 þús.Tilboðsverð 650
þús.
Plymonth Voyager SE '95, 7 manna, blár,
sjálfsk. (6 cyl.), ek. 18 þ.km. Rafm. í rúðum
o.fl. Sem nýr. V. 2.850 þús.
V.W Golf CL 1600 '90, 3 dyra, rauður, 5
g., ek. 128 þ. Ný tímareim o.fl. Gott ein-
tak. V. 580 þús.
Audi 100 c '86, 4 g., ek. 180 þ. Góður
bíll. V. 450 þús.
Nissan Patrol diesel turbo Hi Roof (lang-
ur) '86, 5 g., ek. 220 þ.km. 36“ dekk,
spil o.fl. Mikið endurnýjaður. V. 1.550 þús.
M. Benz 280 SEL '82, sjálfsk., ek. 177
þ.km. rafm. í öllu, 2 dekkjagangar. Óvenju
gott eintak. V. 1.250 þús.
Hyundai Accent GS Sedan '95, ek. aðeins
4 þ.km. V. 960 þús.
Nissan Patrol Turbo diesel langur '92, 5
g., ek. 156 þ.km., rafm. i rúðum, læst
drif, áfelgur o.fl. V. 2.550 þús.
Dodge Grand Caravan LE 4x4, 7 manna,
'91, 4 captain stólar og bekkur, ABS
bremsur og loftpúði í stýri, rafm. í öllu,
samlæsingar, ek. 96 þ.km. V. 1.980 þús.
Honda Accord EX '91, rauður, sjálfsk.,
ek. 102 þ. km., sóllúga, rafm. i öllu, álfelg-
ur o.fl. V. 1.090 þús.
Cherokee Laredo 4.0L '92, ek. 46 þ.
km., grænn, rafm. í ruðum, samlæsingar,
flöskugrænn o.fl. V. 2.190 þús.
MMC Pajero langur V-6 '92, grænn,
sjálfsk., ABS, saml., stuðarar o.fl. V. 2,7
millj.
V.W. Jetta GL '91, 5 g., 1800 vél, ek. 120
þ. km., spoiler o.fl. V. 690 þús.
V.W. Golf 1.4 cl station '94, blár, 5 g.,
ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla
o.fl. V. 1.150 þús.
Toyota Hi Lux Extra Cap '91, ek. 80 þ.
km., plasthús, flækjur, 38“ dekk, álfelgur,
5:71 drifhlutföll. No-Spin að aftan, geisl-
asp. o.fl. V. 1.580 þús.
Toyota Landcruiser GX diesel Turbo '93,
5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km., 33“ dekk,
brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj.
Sk. ód.
Honda Accord Si ’95, grænsans., sjálfsk.,
ek. 29 þ. km., sóllúga, ABS, spoiler, þjófa-
vörn, rafm. í öllu. V. 2.060 þús.
Toyota Hi-Lux Extra Cab '87, ek. 114 þ.
km., 31 * dekk. Fallegur bíll. V. 680 þús.
Subaru Legacy 1.8 Station 4x4 '90,
sjálfsk., ek. 98 þ. km., rafm. í rúðum,
grjótagrind o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód.
Mercedes Benz 190 '88, blár, 4 g., ek.
134 þ. km..V. 1.080 þús.
Nissan Terrano V-6 '95, 4ra dyra, sjálfsk.,
ek. aðeins 12 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu.
Sem nýr. V. 3,3 millj.
Renault Clio TR 1.4 5 dyra '94, 5 g., ek.
aðeins 11 þ. km., rafm. i rúðum o.fl.
V. 990 þús.
Bílar á tilboðsverði:
Mazda 323 GLX 3ja dyra '86, hvít-
ur, 5 g., ek. 100 þ. km. á vél, spoil-
er o.fl.
V. 330 þús. Tilboðsv. 230 þús.
Dodge Aries '87, 2ja dyra, sjálfsk.,
ek. 95 þ. km., brúnsans. V. 390
þús. Tilboðsv. 270 þús.
M. Benz 250 '82, blár. V. 390 þús.
Tilboðsv. 250 þús.
MMC Pajero stuttur '83, 32“ dekk,
upph. Fallegur og góður bíll. V. 440
þús. Tilboðsv. 360 þús.
Nissan Micra '88, 5 g., ek. 122 þ.
km. (langkeyrsla). V. 280 þús. Til-
boðsv. 190 þús.
Lada Samara 1500 '90, 5 g., ek. 80
þ. km. V. 220 þús. Tilboðsv. 150 þús.