Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Lokað - ekkí lokað FYRIR skömmu birtist lítil frétt í Morg- unblaðinu um að Sjúkrahús Reykjavík- ur myndi hætta rekstri meðferðarheimilis barna við Kleifarveg - í sparnaðarskyni - frá 1. júlí næstkomandi. :Stjórn sjúkrahússins lagði jafnframt áherslu á að meðferð- arheimilinu verði tfyggð áframhaldandi þjónusta á ábyrgð fé- lagsmála- og fræðslu- yfirvalda. Við lestur fréttarinnar kom í hugann að enn skuli höggvið í sama knérunn því harka- lega hefur verið gengið til verks í niðurskurði á heilbrigðis- og félags- málasviði, dregið úr fjárhæðum í bótakerfi og ýmis úrræði skert sem varða fatlaða og aldraða. Skemmst er að minnast annarrar tilkynning- ar um lokun heimilis en það var þegar loka átti Bjargi, heimili nokk- urra geðfatlaðra einstaklinga sem þar höfðu búið í áratugi. Sú ákvörð- un hlaut harkalega gagnrýni úti í samfélaginu sem varð til þess að ákvörðun um lokun var dregin til baka og tilkynnt að heimilið yrði áfram starfrækt. Það sama gerðist í utandagskrárumræðu á Alþingi um meðferðarheimilið við Kleifar- veg, þá tilkynnti ráðherra að heim- ilið yrði rekið áfram, hugsanlega þó í tengslum við barna- og ungi- ingageðdeild Landspítalans. Það kann reyndar að reynast flókið að flytja heimilið sem á sínum tíma var gjöf og rekið af borginni und- ir ríkisspítala, en það er önnur saga. Eina lausnin Það er ekkert undarlegt að Sjúkrahús Reykjavíkur grípi til þessa óyndisúrræðis. Búið er að draga úr fjárveitingum og hagræða á sjúkrahúsunum. Þrengt hefur verið að rekstri einstakra deilda þannig að þegar sjúkrahúsi er gert að spara til viðbótar á fjórða hundrað milljón- ir, eins og tilfellið er með Sjúkrahús Reykjavíkur, hljóta menn að velta fyrir sér lokun deilda. Það er þá sem hin ískalda leit hefst; Eigum við að sjá um þetta? Er þetta ekki á verksviði ann- arra? Það er þá sem félagslegum úrræðum, stofnunum og verkefn- um sem á sínum tíma Hitt er svo umhugsun- arefni, segir Rannveig Guðmundsdóttir, hvernig boltanum er kastað milli ráðherra og ráðuneyta. voru staðsett innan ramma heil- brigðiskerfisins er stefnt í tvísýnu. Ég lít svo á að tillaga stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur um að hætta rekstri meðferðarheimilisins við Kleifarveg hafi verið þvinguð fram með skertum fjárveitingum. Hitt er svo umhugsunarefni hvern- ig boltanum er kastað milli ráð- herra og ráðuneyta því í þeim til- fellum sem félagsleg verkefni væru flutt frá heilbrigðisráðuneyti til fé- lagsmálaráðuneytis er það eins og að flytja útgjöld milli tveggja vasa á sömu brókinni, því útgjöldin eru ríkisins í báðum tilfellum. Leikaraskapur Það er ótrúlega átakasamt fyrir hlutaðeigandi, í þessum tveimtir dæmum vistmennina á Bjargi og aðstandendur barna sem eiga í miklum erfiðleikum, að fá slíkar Rannveig Guðmundsdóttir tilkynningar og upplifa öryggis- leysið og áhyggjurnar sem þær skapa. Það versta er að það má búast við fleiru slíku. Fyrir örfáum vikum flutti ég tillögu til þings- ályktunar á Alþingi um að skipaður yrði starfshópur til að gera úttekt á og skilgreina hvaða stofnanir og verkefni á sviði heilbrigðisráðu- neytis séu í raun félagsleg úrræði og að unnin yrði áætlun um að flytja þau milli ráðuneyta og gera nauðsynlegar lagabreytingar þar um sé þess þörf. Þetta mál hlaut góðar undirtektir og um það fór fram góð og málefnaleg umræða. Ég benti þá á Bjarg sem dæmi um stofnun sem var barn síns tíma, sett á laggir til að leysa vanda á þeim tíma þegar félags- legum úrræðum fyrir geðfatlaða var ekki skipað með lögum. Geð- fatlaðir eiga nú rétt á þeirri þjón- ustu sem skilgreind er í lögum um málefni fatlaðra sem tóku gildi 1992, þar er kveðið á um búsetuúr- ræði geðfatlaðra og 5 ára átak er í gangi í uppbyggingu sambýla fyrir geðfatlaða samkvæmt þeim lögum. Fagleg vinnubrögð í framsögu með tillögu minni benti ég á að ef ekki yrði tekið á þessum málum myndi það gerast aftur að viðkvæmu heimili sem hugsanlega ætti heima á sviði fé- lagsmála yrði úthýst úr heilbrigðis- kerfinu með öllum þeim kvíða og vanlíðan sem slíkar tillögur vekja. Það gerðist reyndar fyrr en varði. Ætla má að ástæður þess að Sjúkrahús Reykjavíkur ákvað að loka meðferðarheimilinu við Kleif- arveg hafi verið það mat stjórnar að það væri á ábyrgð fræðslu- og félagsmálayfirvalda að tryggja börnunum áframhaldandi þjónustu. Nú er þetta mál í höfn að sinni miðað við yfirlýsingu ráðherra og sömu sögu er að segja um Bjarg. En hvað svo? Hvað ætli líði langur tími þar til næsta tilkynning kem- ur? Ég hvet stjórnvöld eindregið til að láta nú fara fram þá fáglegu skoðun á stofnunum og verkefnum sem ég hef lagt til á Alþingi og koma þar með í veg fyrir þau slysa- legu vinnubrögð sem valda veikum hópum, sem við eigum að bera umhyggju fyrir og verja, bæði hugarangri og sorg. Það er mál að linni. Höfundur cr formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Ofríki og jafnvel ofbeldi! Framhaldssaga úr sveitinni ÞAÐ er ekki ofsög- um sagt að stór orð falli í deilunni um vegarstæðið hér í neð- anverðum Reykholts- dalnum. Það vantaði einungis að háttvirtur þingmaður, Gísli Ein- arsson, kallaði okkur sveitungana rudda í sjónvarpsfréttunum s.l. föstudagskvöld (til skýringar skal það tekið fram að orðið Ruddi á við um annan valmöguleikann í mál- inu sem hér um ræð- ir). Orðin ofbeldi og ofríki merkja í raun það sama, þ.e. harðstjórn. Tilefni þessara ummæla þing- mannsins er undirskriftalisti með áskorun 103 íbúa í Reykholtsdals- hreppi þar sem m.a. var skorað á þingmenn og ráðherra að beita sér hið fyrsta fyrir lagningu vegar um láglendi jarðarinnar Stóra-Kropps í Reykholtsdal. Hér er um að ræða lagningu Borgaríjarðarbrautar frá Flóku að Kleppjárnsreykjum. Skipu- lagsyfirvöld lögðu til á s.l. ári að farin yrði þessi leið með nýjan veg sem til stendur að verði gerður og umhverfisráðherra hefur staðfest þá tillögu. Að undangenginni ákvörðun ráðherra í málinu fór fram viðamikil úttekt á öllum þáttum sem viðkoma staðsetningu vegarins og því er engin ástæða til að ætla að röng ákvörðun hafi verið tekin. Nú hafa um 60% íbúa sveitarfélagsins skorað á yfirvöld að framfylgja ákvörðun ráðherra hið fyrsta og vilja að hafist verði handa um lagn- ingu vegarins á svokallaðri neðri leið. Sú leið sem einnig hefur komið til greina er endurnýjun á núverandi vegi um Steðjabrekkur og Rudda. Kostir neðri leiðarinnar fyrir neðan bæinn Stóra-Kropp eru umtalsvert fleiri en kostir efri leiðarinnar. Menn hafa þó deilt hart og lengi, bæði innan sveitar sem utan, um hvor leiðin sé betri og sýnist sitt hverjum. Aðalatriðið er þó það að minnihluti hreppsbúa vill ekki una niðurstöðu ráðherrans frá því í vetur og þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsaga þessa máls er orðin gömul. íbúar sveitarfélagsins hafa skipað sér í tvær fylk- ingar frá upphafi. Meirihluti hreppsbúa hefur hingað til nær þagað opinberlega um málið. Minnihluti íbú- anna hefur aftur á móti haft mun meiri háreysti á lofti og farið geyst í kynningu á málstað sínum enda Eigum við íbúar sveitar- félagsins að trúa því, spyr Magnús Magnús- son, að þingmenn kjör- dæmisins fresti vegar- lagningu þessari og við- haldi óþolandi ástandi? miklir baráttumenn innan þeirra raða. Áðurnefndur undirskriftalisti er því í raun það fyrsta sem meiri- hluti hreppsbúa lætur frá sér fara í málinu. Það að 60% af hreppsbúum riti nöfn sín á listann þarf engum að koma á óvart. Það hefur lengi verið vitað hvar hugur fólks liggur í málinu. Allt þetta vegamál er ein sorgar- saga frá upphafi til enda. Hrepps- nefnd hefur verið klofin í afstöðu sinni og er í raun óstarfhæf fyrir bragðið, nágrannar deila, vinslit hafa verið mörg og hvergi sér fyrir endann á deilum þessum. Loks þeg- ar framtakssamir einstaklingar tóku sig til og söfnuðu undirskriftum meðal hreppsbúa í þeim tilgangi að sýna raunverulegan vilja þeirra, er Magnús Magnússon RAFEINDA ROKK TONLIST Laugardalshöll THE PRODIGY Tónleikar bresku danssveitarinnar The Prodigy í Laugardalshöll sl. laugardag, 16. mars. Til upphitunar voru ýmsir íslenskir listamenn og hljómsveitir. Tónleikagestir voru um 3.700, aðgangseyrir var 2.500. BRESKA danshljómsveitin The Prodigy er eflaust ein vinsælasta hljómsveit sem hingað hefur komið í áraraðir. Á meðan öðrum sveitum hefur gengið illa að laða að nógu marga til að innflutningurinn borgi sig hefur The Prodigy þrívegis komið hingað; tvívegis leikið fyrir fullu húsi og einu sinni á útihátíð. Þegar The Prodigy kom fyrst hingað til lands og lék á Listahá- tíð Hafnarfjarðar hefur margt breyst og ekki síst tónlist sveitar- innar. í kringum fyrstu heimsókn- ina var geysivinsælt techno-lagið No Good og á tónleikadagskrá í EINS manns hljómsveitin Liam Howlett. ÁHEYRENDUR kunnu vel að meta rafeindarokkið. Morgunbiaðið/Haiidor Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir KEITH Flint dansaði af móð útstunginn og skreyttur. Kaplakrika var hratt og kraftmikið techno. Skömmu fyrir heimsókn sveitarinnar hingað að þessu sinni kom út á íslandi smáskífan Firest- arter og þar kveður við nokkuð annan tón; tónlistin er harðari og kraftmeiri, meiri þungi og meira rokk. Reyndar var The Prodigy frekar rokksveit en danssveit í Laugardalshöll laugardagskvöld; einskonar rafeindarokk þar sem hljóðgervlar og hljóðsmalar réðu ferðinni, en í þremur lögum slóst rafgítarleikari í hópinn, nánast sem skraut. Liam Howlett er leiðtogi The
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.