Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÁFORM Framsóknarflokksins um að koma á fjármagnstekju- skatti, þrátt fyrir að ljóst sé að tekjur af þessum skatti fyrir ríkis- sjóð verði minni en engar, kunna að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir íslensku þjóðina. Það er ætlun mín að víkja að nokkrum af þessum afleiðingum síðar í þess- ari grein. En fyrst ber að nefna að það er athyglisvert að þær raunverulegu tekjur sem menn vonast til að fá af skattinum tengjast áformum um lækkun á skatti á arði og gengis- aukningu hlutabréfa. Ég er sam- mála þeim sem telja að slík skatta- lækkun muni auka tekjur ríkisjóðs, og reyndar eru margir fleiri skattar á Íslandi sem gæfu auknar tekjur í ríkisjóð væru þeir lækkaðir. Hitt er allt annað mál að skattur á sparifé og vaxtatekjur hefur sennilega í för með sér slíkar ham- farir á fjármálamarkaðnum að betra væri að búa við óbreytt ástand um sköttun á hlutafé en að leysa Fenrisúlf ijármagnstekju- skattsins úr læðingi. Þessi úlfur mun ráðast á allt sem á fjármálamarkaðnum er, og afleið- ingarnar verða vaxtahækkun, fjöldagaldþrot skuldugra fjöl- skyldna (hugsanlega hundruða) , fjöldagjaldþrot fyrirtækja og senni- lega evrópskar atvinnuleysistölur, —lækkun og hugsanlegt hrun fast- eignaverðs, gengishrap eða gengis- hrun og óðaverðbólga í kjölfarið. Er samt ótalinn sá félagslegi kostnaður sem hlýst í kjölfar gjaldþrota fyr- irtækja og ijölskyldna og vinnuþrælkun þeirra sem þó tekst að- sleppa við gjaldþrot. En rekjum nú nokkrar af afleiðingum skattsins. Vaxtahækkun , Öllum er ljóst að skattur á vexti' mun hækka vexti, spurning- in er aðeins hversu mikil hækkunin verð- ur, 1, 2 eða 3%. Það er reyndar ljóst að skriffinnskan sem fylgir skattinum mun hækka vexti ein sér út af þeim kostnaði sem hún leggur á ýmis fjármálafyrir- tæki. Það er einnig ljóst að umræðan um þennan skatt ein sér hefur vald- ið vaxtahækkun og þykist ég vita að margt gjaldþrota fólk kann jafn- aðarsinnum miklar þakkir fyrir að hafa haldið henni gangandi um áraraðir. Ef umtalsverðar fjárhæðir flytj- ast úr landi þegar skatturinn er lagður á eins og útlit er fyrir tel ég líklegt að hækkunin verði 2 til 2,5% en hafa skal í huga að þeir sem eru í kröggum borga hærri vexti. Fyrir ijölskyldu sem skuldar 5 milljónir þýðir þetta í kringum 100.000 krónur á ári, sé allt í skil- um. Þetta eru að vísu góðar fréttir fyrir inn- flytjendur hafragrauts sem auka oft veltu sína þegar skórinn kreppir verulega að hjá einhverjum. Þótt hafragrauts- heildsalar fitni eins og púkar á fjósbita, er jafnvíst fyrir það að mörg fyrirtæki í kröggum munu verða gjaldþrota við þessa vaxtahækkun. Og auðvitað munu margir bætast við atvinnu- leysishópinn og þiggja atvinnuleysisbætur við gjaldþrot þessara fyrirtækja. En þessum kostnaði gleymdu auðvitað reiknimeistarar ríkiskassans, enda telja þeir eflaust hagkvæmara að ríkið greiði atvinnuleysisbætur en að þeir innheimti skatt af launþeg- um og fyrirtækjum sem lifa af vegna lágra vaxta. Áætlaðar tekjur ríkisins af skatt- inum munu fljótar að hverfa í vaxtasúpunni af skuldum ríkisins. Er samt ótalinn meirihlutinn af því sem ríkið tapar á skattinum. Gengishrun og óðaverðbólga Þótt aðeins væri um að ræða verulegan Ijármagnsflótta til út- landa í kjölfar fjármagnstekju- skatts, myndi það eitt nægja til að orsaka gengislækkun. Ef erlendir íjármálaspekúlantar frétta af þess- ari yfirvofandi gengislækkun og gera áhlaup á gengi íslensku k-rón- unar verður afleiðingin gengishrun. Ég get fullvissað menn um að á þessum tímum alnetsins er það óumflýjanlegt að þetta fréttist. Reyndar er hættan sú að áhlaupið verði gert áður en skatturinn er samþykktur af Alþingi og áhlaupið gæti orðið þótt menn ákveddu að falla frá skattinum ef skilaboðin um slíkt kæmust ekki til erlendra ijármálamarkaða í tæka tíð. Ég þarf varla að útskýra hvaða afleiðingar óðaverðbólga hefði fyrir skuldara sem flestir eru með verð- tryggð lán. Þá martröð vil ég reynd- ar helst ekki þurfa að hugsa um. Hrap á fasteignaverði Vaxtahækkun orsakar að öllu jöfnu lækkun fasteignaverðs. Þeg- ar fasteignaverð tekur að lækka í kjölfar fjármagnstekjuskattsins, munu bankar og fjármálastofnanir, Fj ármag-nstekjuskattur mun, að mati Arna Thoroddsen, auka á ójöfnuð. sem hafa verið að lengja henginga- ról sumra skuldara sinna, taka að ókyrrast og kalla inn lán sem nú verða ekki lengur með nægilega fasteignatryggingu á bak við sig. Þegar þessar eignir taka svo að streyma inn á fasteignamarkaðinn getur það hæglega orsakað hrap á fasteignaverði. Þá verða enn fleiri lán innkölluð og þetta er því hring- verkandi niðursveifla. Auðvitað myndi þetta valda hruni í byggingariðnaði og ijölda- gjaldþrotum þar. Ætli íslenska dæmið um fjár- magnstekjuskattinn verði ekki notað í erlendum kennslubókum í hagfræði þegar fram líða stundir, um það hvernig framleiða má kreppu með sem skjótustum hætti. Ég þykist vita að það verður ís- lensku efnahagsóvitunum sérstakt ánægjuefni að óvitaskapur þeirra komi þeim á spjöld hagssögunnar. Hverjir græða? Við skulum samt ekki gleyma því í lokin að minnast á nokkra af þeim.sem koma til með að græða á fjámagnstekjuskattinum en þeir verða að vísu fáir. Fyrst ber að nefna lífeyrissjóð- ina. Ekki kemur sér illa fyrir þá að fá 2 til 3% vaxtahækkun, þótt eflaust verði nokkuð margar fjöl- skyldur gjaldþrota við að greiða þessa vexti. Og ekki má gleyma feitu ríku mönnunum með vindlana sem fjár- magnstekjuskattinum er ætlað að níðast á. Þeir munu græða ógrynni fjár við að fjárfesta í samræmi við framtíðarvitneskju um hreyfingar ijarmagns í kjölfar þessara ham- fara. Og þeir geta auðveldlega komið sér undan því með fullkom- lega löglegum hætti að greiða fjár- magnstekjuskattinn (en almennum sparifjáreigendum mun ekki reyn- ast það jafnauðvelt). Ég þykist vita að það yljar mörg- um jafnaðarmanninum um hjarta- rætur að vita af þessum feitu ríku vindlareykingamönnum ausandi yfír sig gullinu sem fjármagns- tekjuskatturinn mun færa þeim. Og vindlamennirnir þurftu ekki einu sinni að biðja um þennan skatt eða mynda þrýstihóp til að koma honum á. Þeir hafa hóp af öfund- sjúkum hálfvitum til vinna það starf fyrir sig. Fjármagnstekjuskatturinn, sem settur er á til að jafna, mun því auka ójöfnuð í þjóðfélaginu, og gera hann reyndar með öllu óþol- andi. En er ekki hið sama að segja um flestar aðrar tilraunir jafnaðar- manna til að koma á jöfnuði með hjálp ríkisvaldsins? Höfundur er hugbúnaðarfræðingur. Fj ár magnstekj u skattur inn Dýrasti skattur Islandssögunnar Árni Thoroddsen NEYTENDASAM- TÖKIN lýstu fyrir skömmu stuðningi við meira frjálsræði í gler- augnamælingum og stuðningi við rétt gler- augnafræðinga til sjónmælinga. Slíkt tiðkast víða erlendis eins og landsmenn þekkja. Stjórn opti- kerafélagsins hefur lýst stuðningi við þessa hugmynd. Neytenda- samtökin telja að með þessu megi ná spamaði í gleraugnakaupum, en gleraugu hafa þótt dýr hérlendis. Án þess að vilja gera lítið úr Neytendasamtök- unum efast ég um að þeim sé fylli- lega ljóst, hvað hér um ræðir eða hverjar afleiðingarnar verða, ef af þessu verður. Lögín í landinu 1984 var samþykkt á Alþingi frumvarp til laga um gleraugna- fræðinga. Þar kemur fram í 5. grein að: „Gleraugnafræðingur annast alla almenna gleraugna- þjónustu, þ.e.a.s. sölu gleraugna og vinnslu þeirra. Gleraugnafræð- ingi er einungis heimilt að full- vinna og selja sjónhjálpartæki (gleraugu og snertilinsur) að fyrir liggi tilvísun og/eða forskrift iæknis.“ í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það er samdóma álit nefndarmanna að; „sjónfræðin sé læknisfræðilegs eðlis“ og að „gleraugnafræðingar hafi enga læknisfræðilega mennt- un til að greina alvarlega ein- kennalausa sjúkdóma, sem valdið geta sjónskerðingu eða blindu séu þeir ekki greindir í tæka tíð.“ Engar at- hugasemdir bárust frá félagi optikera. Þessi lög eru enn í gildi og sömu rök eiga ekki síður við í dag, en fyrir 12 árum. Þá hafa tekið gildi sam- keppnislög. Þau taka til hagsmunaá- rekstra. Sérkennilegt mál Í júní síðastliðnum tók til starfa sjónfræð- ingur hérlendis (sjón- fræðingur er nýyrði, gleraugnafræðingur á betur við og í því samhengi, sem hér er rætt, er átt við aðila með sjónmælingarþekkingu). Gler- augnafræðingur þessi hefur rétt til sjónmælinga í Danmörku. Menntun og réttindi gleraugnafræðinga eru allmismunandi milli landa. Sjón- mælingar gleraugnafræðinga hafa ekki tíðkast hérlendis og eru and- stæðar lögunum frá 1984, um rétt- indi þeirra og skyldur. Honum var þetta ljóst. Landlæknir ítrekaði þetta einnig mjög fljótlega. Skemmst er frá því að segja að hann hefur hunsað öll tilmæli land- læknis og heilbrigðisráðuneytis. Hann hefur auglýst sjónmælingar sínar í nánast öllum fjölmiðlum. Þegar lokafrestur hans til að skila inn lögfræðiáliti til heilbrigðisráðu- neytis er að renna út hleypur hann í Neytendasamtökin og fjölmiðla. Hann hefur augljóslega brotið lög um gleraugnafræðinga, auglýsing- ar hans eru í andstöðu við lækna- lög og ávísun hans á gleraugu og um leið viðskiptum á sjálfan sig Málið snýst um hags- muni, segir Arni B. Stefánsson, og sam- keppni í gleraugnasölu. virðist andstætt lögmætum við- skiptaháttum. Það er dapurlegt að Neytendasamtökin skuli láta ein- mitt þennan gleraugnafræðing, sem einnig rekur gleraugnaverslun í Reykjavík, etja sér á foraðið í viðskiptaeijum gleraugnafræðinga. Það er sérkennilegt að stjórn opti- kerafélagsins skuli lýsa stuðningi við þessa baráttu, þvert ofan í fyrri yfirlýsingar á fundi með stjórn Augnlæknafélags íslands fyrir ári síðan. Þá efa ég mjög að meiri- hluti sé í optikerafélaginu fyrir meira ftjálsræði í sjónmælingum. Hagsmunaárekstrar Málið snýst fyrst og fremst um hagsmuni og samkeppni í gler- augnasölu og innbyrðis samkeppni gleraugnasala. Með því að bjóða sjónmælingu telja gleraugnafræð- ingar sig geta náð fleiri viðskipta- vinum og aukið sölu. Það er hreint aukaatriði fyrir þá hvort sjónmæl- ing kostar eitthvert lítilræði. Ávinningurinn er í gleraugnasöl- unni. Utilokað er að gleraugna- fræðingur geti haft framfæri af gleraugnamælingum einum og sér, eins og verði þeirra er háttað hér- lendis. Góð gleraugu eru dýr, stór hluti gleraugnaverðs er álagning, enda nokkur kostnaður að baki. Gleraugnafræðingur lifir af gler- augnasölu og ráðleggingar hans litast óhjákvæmilega af því. Það er eðlilegt og sjálfsagt, ef ein- göngu er um gleraugnasmíði að ræða. Sá sem mælir út fyrir gler- augum og ávísar viðskiptum á sjálfan sig getur hins vegar, eðli málsins samkvæmt, aldrei verið hlutlaus. Því hættu augnlæknar gleraugnasölu á sínum tíma. Hag- ur neytandans er að fá sjónmæl- ingu og skoðun hjá augnlækni, mat hans á ástandi augna, ráð- leggingar um gerð gleija og annað sem máli skiptir. Því má síðan fylgja eftir, ef gleraugu eru ekki nægilega vel úr garði gerð, eins og stundum kemur fyrir og það er um leið trygging fyrir góðum gleraugum. Læknisfræðileg og mannleg rök Augnlæknir hefur yfirgripsmikla þekkingu á sjónvanda fólks, bæði optískt og líffræðilega. Oft duga gömlu gleraugun, mjög oft eru vandamál, glýja í augum vegna augnþurrks, vöðvabólgur geta haft veruleg áhrif á sjón, gláka á byijun- arstigi uppgötvast, en hún er mjög algeng, sjóndeprá getur verið vegna byijandi aldursbreytinga á augnbotni eða skýmyndunar í augasteini og svo mætti lengi upp telja. í þessu samhengi er afar mikilvægt að átta sig á, að fólk kennir oft gleraugum um sjóntap. Það er eðlilegt og mannlegt að kenna öðru um. Það er engin leið fyrir fólk að gera sér grein fyrir hvort hægt er að bæta sjóndepru með gleraugum eða ekki. Hve margir segja ekki „nú þarf ég betri gleraugu"; oft með alvarlegan augnsjúkdóm. í mörgum tilvikum er aðeins lítil breyting á sjónlagi og aðalástæða sjóntaps önnur. Gleraugnafræðingur sem ávísar gleraugum hefur takmarkaða þekkingu á augnsjúkdómum og litla möguleika að átta sig á megi- norsök sjóntaps. Geti hann bætt sjón eru líkur á að hann útbúi gler- augu, sem dálítið bæta, þótt lítið sé. Viðkomandi kemur síðan um síðir til augnlæknis með eitt eða. fleiri pör af gleraugum, sem ekkert gagna, jafnvel með langt gengna gláku eða annan sjúkdóm sem gera hefði mátt við. Lokaorð Gleraugu þykja fremur dýr hér- lendis, þó verð sé reyndar svipað og á Norðurlöndunum. Lækkun gleraugnaverðs um einn tíunda gæti greitt alla almenna augnlækn- isþjónustu landsmanna, hvorki meira eða minna. Kostnaður við gleraugnamælingar augnlækna hérlendis er mjög lítill miðað við veltu í gleraugnasölu. Verð gler- augnafræðinga fyrir sjónmælingar, ef af verður, er tálsýn ein og falið í álagningu og gleraugnaverð mun við það hækka, a.m.k. eykst kostn- aður gleraugnafræðinga. Mikilvæg læknisfræðileg rök mæla gegn sjónmælingum gleraugnafræðinga og mikilvæg viðskiptaleg rök einn- ig. Þeir heilsupólitísku hagsmunir landsmanna, sem i húfi eru, eru alltof miklir til að fórna þeim fyrir sjónmælingar gleraugnafræðinga og þann sýndarávinning sem þar um ræðir. Að fenginni reynslu, hérlendis og erlepdis, mæli ég ein- dregið gegn því að gleraugnafræð- ingar vinni að sjónmælingum hér- lendis, nema þá hugsanlega undir umsjón eða í samvinnu við augn- lækni. Þó að ýmsar þjóðir hafi ann- að form á hlutunum en við íslend- ingar er það ekki endilega þeirra gæfa, eða okkar að taka upp þeirra siði. Höfundur er ritari Augnlæknafélags íslands. Gleraugu o g framsýni Árni B. Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.