Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Var hræddur umaðfara í skrúfuna 25. febrúar lenti Sigurgeir Bjamason, há- seti á Þorsteini GK, með fót í bugt, þegar verið var að leggja net. í samtali við Guðjón Guðmundsson segir hann frá reynslu sinni og viðhorfum til öryggismála sjómanna. SKIP eru hættulegur vinnu- staður og sjómenn eru í meiri slysahættu en nokk- ur önnur stétt hér á landi. Þetta hefur komið fram í rann- sóknum Vinnueftirlitsins og slysa- skráningu Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Vilji er fyrir því innan Sjúkra- húss Reykjavíkur og sjómanna- samtakanna að koma á fót Heil- brigðisstofnun sjófarenda, sem hafi með höndum samræmda skráningu á sjóslysum og fjar- skiptalæknisþjónustu. En hvert er viðhorf þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda, þ.e. sjómann- anna sjálfra og skipstjórnar- manna? Morgunblaðið ræddi við Sigurgeir Bjarnason, háseta á Þor- steini GK, sem slasaðist alvarlega í síðasta mánuði þegar færi festist um fót hans þegar verið var að leggja net. Sigurgeir dróst útbyrð- is en félagi hans, Sveinn Arnarson, bjargaði honum úr köldum sjónum. Utlit var fyrir að Sigurgeir myndi missa fótinn en læknar telja nú sterkar líkur fyrir því að hann haldi honum. Sigurgeir hefur verið til sjós í tíu vertíðir. Hann er 37 ára gam- all, kvæntur og fjögurra barna faðir. Hann hefur lagt stund á nám í fiskeldi og ráðgerði að flytja til Noregs á sumri komanda með fjöl- skyldu sinni til þess að starfa þar við fiskeldi. Nú eru þau áform í biðstöðu, eins og annað í lífi hans. Sigurgeir segir að þjálfun sjó- manna hvað varðar öryggismál og fyrstu hjálp sé í mörgu mjög ábóta- vant. Hann hefur lokið 1. stigi í Stýrimannaskólanum. Sigurgeir segir að þar sé reyndar lítillega farið inn á þessi mál en þó ekki nándar nærri fullnægjandi. „Ég er fúll yfir því að þetta hafi komið fyrir mig. Ég hef alltaf talið mig vera mjög varkáran og hef alltaf orðið saltvondur ef menn eru fífldjarfir. Ég hef horft upp á það að menn hafa næstum farið í sjóinn á fyrri drekanum. Þá þarf ekki að spytja að leikslokum því þá er engin leið að snúa við.“ Færið byrjaði að toga um leið Slysið varð sunnudaginn 25. febrúar sl. Báturinn var að veiðum um l'h mílu frá landi. Þorsteinn GK er yfirbyggður og netin eru lögð út frá Iúgu bak- borðsmegin. Þar var fyr- ir ein trossa og vinnu- pláss er lítið og þröngt. Þegar ver- ið var að leggja út eina trossuna virðist sem Sigurgeir hafi stigið í bugt sem hertist strax um ökkla hans. „Okkur ber ekki saman um hvað gerðist nákvæmlega. Það var flækja að fara út á færinu. Ég ætlaði að halda í hana en sennilega hefur verið eitthvað fast framundir og skotist aftur. Ég sá það ekki og ég steig h'klega ofan í bugtina. Ég reyndi að losa mig og færið byijaði að toga um leið. Það kippt- ust undan mér fæturnir og ég dróst yfir lunninguna, sem er um það bil 160 sm á hæð. Félagar mínir, sem voru þarna þrír, rifu í mig og einn náði í hníf. Ég var með með- vitund allan tímann. Fóturinn brotnaði áður en ég fór í sjóinn, ég sá það gerast. Það snerist upp á fótinn um ökklann um 180 gráð- ur. Ég hélt mér um borð eins lengi og ég gat og þeir héldu mér líka. Þetta gera menn óafvitandi þótt það sé stundum ekki rétt. Það síð- asta sem menn gera er að láta félaga sinn fara í sjóinn. En það var engin smáþyngd sem togaði á móti. Báturinn var á sex mílna ferð og trossan og drekinn farin og á leiðinni niður í sjóinn. A end- anum bað ég félaga mína um að láta mig fara í sjóinn og þeir gerðu það. Ég skaust út fyrir eins og belgur og dróst á kaf, tvo til þijá metra. Svo skaut mér allt í einu upp aftur þegar skipstjórinn byij- aði að bakka skipinu. Þá kom slaki á færið og líklega hefur verið loft í gallanum mínum. Hugmynd mín var sú að um leið og ég færi í sjó- inn kæmi slaki á færið hinum megin og ég gæti losað mig. En færið hafði grafist inn í fótinn á mér og ég losnaði ekki. Félagar mínir drógu mig strax að bátnum. Sem betur fer gerðist þetta þegar færið var því sem næst allt runnið út. Hefði þetta gerst fyrr hefðu líkurnar á því að ég hefði bjargast verið minni,“ segir Sigurgeir. Þegar ljóst var að Sigurgeir gæti ekki losað sig af sjálfsdáðum sýndi Sveinn Arnarson, 1. stýri- maður á Þorsteini, mikið hugrekki og snarræði og kastaði sér í sjóinn á eftir honum í flotgalla. Félagar hans réttu honum hnífa til að skera á færið. Strax haft samband við lækni Þegar slysið varð var norðanrok en aflandsvindur þannig að sjór var tiltölulega sléttur. Skipstjóri Þorsteins GK, Ásgeir Magnússon, hafði strax samband við björgunar- sveitina í Grindavík sem sendi björgunarbátinn Odd V. Gíslason á móti Þorsteini með lækni innan- borðs. Sigurgeir segir að fum og fát hafi gripið skipsfélaga sína þegar slysið varð. „Menn fá lost en ég held að þeir hafi gert allt sem þeir gátu. Ég get ekki kvartað neitt undan því. Sveinn rauk beint upp, klæddi sig í sjógalla og fór í sjóinn á eftir mér. Hann stóð sig frábær- lega vel. Á meðan toguðu hinir strákarnir færið inn þegar slaki kom á það er skipinu var bakkað. Ég hélt að þetta væri mitt síðasta. Sérstaklega var ég hræddur þegar ég heyrði skrúfuhljóðið fara fram- hjá mér. Ég var hræddur um að ég færi í skrúfuna." Loks náðist Sigurgeir um borð aftur og var hann lagður ofan á trossuna sem þar var. „Ég bað þá um að taka af mér stígvélið og athuga blóðrásina. Svo komu þeir með teppi og breiddu yfir mig. Þeir klipptu ekki fötin utan af mér Þjálfun sjó- manna er ábótavant FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn SIGURGEIR Bjarnason hefði líklega kosið sér annað útsýni en Fossvogsdalinn síðustu vikurnar. Hættur sjómannanna eru margar og þrátt fyrir að hann hafi jafnan verið varkár við sína vinnu lenti hann í alvarlegu slysi í síðasta mánuði um borð í Þorsteini GK. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson ÁSGEIR Magnússon, skipsljóri á Þorsteini GK, bendir á lúguna þar sem Sigurgeir fór útbyrðis. fyrr en læknirinn kom um borð. Oafvitandi einangruðu þeir þannig kuldann við mig, en þeir gerðu sitt besta miðað við aðstæður. Þeir sprautuðu mig strax með einhveiju deyfilyfi en það virkaði lítið á mig. Ég var mikið kvalinn,“ sagði Sigur- geir. Sigurgeir fékk svo aðra sprautu þegar læknirinn kom um borð. Hann mókti eftir það en missti aldrei meðvitund. Skortir þekkingu og þjálfun Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK, hefur verið til sjós hátt í 30 ár. Hann segir að þegar slysið varð hafi komið í ljós að þekkingu og þjálfun skipveija á þessu sviði hafi verið nokkuð ábótavant. „Þegar svo alvarlegt slys verður þorir maður ekkert að gera nema í samráði við lækni. Eg hringdi strax í lækni og hann ráðlagði mér að gefa honum sprautu með deyfi- lyfi. Við gerðum þá vitleysu að taka hann ekki strax úr blautu fötunum, ekki fyrr en læknirinn kom um borð, um klukkustund eftir að við náðum Sigurgeiri upp úr sjónum. Hann var svo kvalinn og um leið og við komum við hann veinaði hann,“ sagði Ásgeir. Sigurgeir segir að ökklaliður fótarins sé ónýtur og læknarnir hafi verið í 6 'h klukkustund að púsla brotunum saman. „Það kom mér þó á óvart að hásinin er óslitin. Ein taug slitnaði en hún var saumuð saman og kannski vex hún áfram. Hugsan- lega fæ ég meiri mátt í fótinn. Núna get ég orðið hreyft þijár tær,“ segir Sigurgeir. Hálfdómgreindarlausir vegna taugaspennu Sigurgeir segir að það verði allt- af slys um borð í skipum en hann er sannfærður um að hægt sé að draga verulega úr þeim. Kunnátta sjófarenda sé aldrei næg að sínu viti. „Ég held að sú kennsla sem við fengum þegar ég var í Stýri- mannaskólanum hafi ekki verið næg. Það hefur kannski breyst síð- an ég var þar.“ Sigurgeir segir að þéssi staður í skipinu sé mjög hættulegur með tilliti til slysa. Ef til vill megi hugsa sér að hafa þarna beittan hníf í slíðri sem væri ekki til annars not- aður en að skera á ef menn flækjast í færum. Sigurgeir hefur einnig unnið um borð í togur- um. Hann segir að þar ríki oft mikil tauga- spenna, skipstjórar geri miklar kröfur og miklar kröfur eru einnig gerðar til þeirra af útgerð- unum. „Eflaust á það sinn þátt í hárri slysatíðni um borð í skipum að menn eru þar oft hálfdóm- greindarlausir úti á dekki vegna taugaspennu." „Tilhneigingin er sú að fækka mönnum um borð í skipunum og það kemur niður á örygginu. Að vísu er tæknin líka meiri og því kannski ekki eins mikil þörf og áður fyrir fleiri skipveija. En þetta er grimmur heimur og kröfurnar eru gífurlegar um að menn standi sig, sérstaklega skip- stjórar. Menn hlaupa svo um dekk- ið eins og hauslausar hænur til þess að gera þeim til hæfis. Þetta endar svo stundum með slysi vegna þess að menn gera bara vitleysu á endanum. Ég verð þó að taka það fram að þetta á ekki við um Ás- geir. Hann er einstakur maður, hófstilltur og heyrist ekki styggð- aryrði frá honum,“ sagði Sigurgeir. Þyrftum kennslu í notkun sj úkrakistunnar Ásgeir sagði að þetta hefði gerst mjög hratt. Færið, sem er 60 faðm- ar að lengd, sé ekki nema um 25 sekúndur að renna út. Menn hafi ekki tíma til þess að skera á þótt þeir hafi hnífa við hendina. Hann sagði að sér hefði ekki liðið vel þegar hann þurfti að bakka skip- inu. „Gírinn er gamall og dálítið seinn að svara. Ég hélt að báturinn ætlaði aldrei að stoppa þótt ég væri búinn að bakka lengi á fullri ferð. Ég þurfti síðan að kúpla frá svo báturinn færi ekki yfir hann. Sig- urgeir hefði þó aldrei farið niður því hann var svo nálægt baujunni. Hann var fastur í færinu um einn faðm frá baujubandinu, sem við köllum svo,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagði að sér litist afar vel á hugmyndina um Heilbrigðis- stofnun sjófarenda. Skipstjórnend- um veitti ekki af þjálfun í því að bregðast við stærri slysum úti á sjó og eins þyrfti að efla og sam- ræma samskipti skipstjórnenda og lækna í landi í gegnum fjarskipta- læknisþjónustuna. „Við þyrftum að vita hvernig við eigum að nota þessa hluti sem eru í sjúkrakistu skipanna. Þetta á kannski sérstaklega við okkur, þessa eldri í sjómannastétt. Við höfum raunverulega enga kennslu fengið í aðhlynningu sjúkra og slasaðra," segir Ásgeir. Hann kvaðst myndu þiggja með þökkum frek- ari fræðslu í þessum málum. Það skorti hvorki vilja né áhuga hjá skip- stjórnarmönnum að auka við þekkinguna en á hitt bæri að líta að lítill tími væri aflögu. „Kvót- inn er orðinn lítill og menn tíma ekki að stoppa. Útgerðin mætti hliðra til fyrir okkur þannig að við hefðum tækifæri til þess að sækja námskeið." Ásgeir segir að þrátt fyrir að margir skipveija á Þorsteini GK hafi sótt námskeið í Slysavarna- skólanum hafi komið töluvert fát á þá þegar slysið varð. Þannig verði það líklega alltaf meðan þjálf- un og fræðsla er ekki stærri hluti af sjálfu starfi sjómannsins úti á sjó. Fækkun skip- verja bitnar á örygginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.