Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 46

Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Panasonic hljómtækjasamstæða SC CH72 Samstæða með 3diska spilara, kassettutæki, 140W.surround magnara, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. „bla&ib - kjarni málsins! TÖKUM VIRKAN ÞÁTT í reyklausa deginum! I f .3 Á r&yklausa daginn uerdur tekiö á móti oskubókkum í öllum apótekum... ...einnig hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík og á Akureyri og hjá íslenska útvarps- félaginu ad Lynghálsi 11. Spennandi verdlaun í bodi. Allir geta iteriö meö! Cangi ykkur vel! TOBAKSVARNANEFND Hirffti órnm lifirt og tílt vW órtn. Amrit Kalash - þúsund sinnum öflugra! • liwi'it Kfitnih er náttúruleg blanda lækningajurta samkvæmt uppskrift Ayurveda; elstu læknavísindum mannkyns. • Samkvæmt niðurstöðum vísindamanna við læknaháskóla Ohio-ríkis í Bandaríkjunum er Átnrit Hnlttfcii þúsund sinnum öflugra andoxunarefni en c- og e-vítamín. • AntPÍt hjálpar hkamanum í baráttunni við oxun sem er talin vera höfuðorsök ellihrörnunar og flestra sjúkdóma. fíHUírii* og héilsiivOmr Sími ,K»2 ÍMH4 * Ktsisliíí I0 I DAG SKÁK llmsjón Margcir Pctursson HVÍTUR leikur og vinn- ur STAÐAN kom upp í ung- versku deildakeppninni fyrr í þessum mánuði. Stór- 8 meistannn Zoltan Ribli ? (2.590), sem teflir fyrir 6 Tungsram s Nagykanza, var með hvítt og * átti leik gegn B. Szuk 3 (2.360), Matad- 2 or. Ribli fann 1 einfalda leið til að koma frípeð- inu upp í borð: 32. Hxc5! og svartur gafst upp, eftir 32. — dxc5 33. a6 verður peðið senn að nýrri drottningu. Það er mikil spenna í ungversku deildakeppn- inni og fjölmargir stór- meistarar skráðir í 1. deildarliðin. Miskolc með Rússann Chernin á 1. borði var efst með 73 vinninga en Honved- Mediflora kom næst með 72'/?. v. Á fyrsta borði þar er Zoltan Almasi, stiga- hæsti skákmaður Ung- verja um þessar mundir. Liðið MTK Búdapest, sem Taflfélag Reykjavíkur sló út úr Evrópukeppninni árið 1989, er í þriðja sæti. Þá státaði MTK af Polg- arsystrum, en þær tefla nú aðeins fyrir erlend fé- lög. COSPER ÞETTA er bara yfirkokkurinn sem var að smakka sérrétt hússins.. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Myndaalbúm í óskilum FYRIR alllöngu síðan fannst myndaalbúm á Nönnugötu. í því var meðfylgjandi mynd og talsvert af gömlum myndum. Ef einhver kannast við börnin á myndinni er hægt að hafa samband við Guðnýju í síma 569-1287 eða 551-0563. Ökuskírteini tapaðist EG tapaði ökuskírteininu mínu fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Það var skilið eftir á búðarborðinu í Glæsibæ, í versluninni 10-11, en það finnst ekki þar. Ef einhver hefur fundið skírteinið, vin- samlegast hafið þá sam- band i sima 553-0053. Guðmunda Marsibil Magnúsdóttir. Farsi Víkverji skrifar... A TÖKIN innan Leikfélags A Reykjavíkur hafa að vonum vakið mikla athygli og sýnist sitt hveijum eins og jafnan, þegar tek- izt er á um mismunandi sjónarmið. Það er hins vegar ekkert nýtt að menn greini á innan Leikfélagins. í byijun næsta árs verður þetta merka félag 100 ára. Á fyrstu árum þess, um og upp úr aldamótum, skiptust leikararnir a.m.k. í tvo hópa. Þegar annar hafði yfirhöndina var val leikara í helztu hlutverk í samræmi við sjónarmið þess meirihluta. Þegar hinn hópur- inn náði undirtökunum gerðist það sama. Það er ekkert nýtt undir sól- inni. EGAR Víkveiji átti leið um eina af verzlunum 10-11 um helg- ina rakst hann á töfralyf við kass- ann á leiðinni út. Þar voru á boðstól- um að því er virtist einhvers konar pillur, sem skv. því, sem sagt var í kynningu á þeim, eiga að leysa vanda þeirra, sem stríða við offitu. Hvað á lengi að níðast á þessu vesalings fólki? Ætli heilbrigðisyfir- völd fylgist nægilega vel með öllum þeim töfralyfjum, sem seld eru í því skyni að tryggja að fólk geti grennzt? Það er verið að selja bæði duft og pillur, sem reynslan sýnir að duga ekki og skipta engu máli. En er þetta hættulegt heilsu fólks? Hversu lengi ætla þeir, sem eiga við þetta vandamál að stríða, að láta fara svona með sig? AÐ er merkilegt rannsóknar- efni að fylgjast með því, hvers konar málefni heltaka hugi fólks. Á þessum vetri eru nokkur mál, sem ryðja öllum öðrum til hliðar. í fyrsta lagi forsetakosningar, í öðru lagi biskupsmál, í þriðja lagi Langholts- kirkjumál og í fjórða lagi deilur innan Leikfélags Reykjavíkur. Þessi málefni hafa algerlega yfir- skyggt stjómmálamennina á und- anfömum vikum og mánuðum, sem þó era að jafnaði helztu leikarar á sviði þjóðlífsins. Þeir og þau málefni, sem þeir stríða við sjást tæpast um þessar mundir og alltént er ljóst, að fólk hefur engan áhuga á þeim. Er þetta alls staðar svona eða er þetta sérkenni fámenns eyjasam- félags?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.