Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 21 LISTIR Mikill áhugi fyrir myndlist á Egilsstöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. MYNDLISTARFÉLAG Fljóts- dalshéraðs stendur fyrir mynd- listarnámskeiði þar sem Örn Ingi myndlistarmaður frá Ak- ureyri leiðbeinir. Mikill áhugi er fyrir námskeiðinu og taka um 30 einstaklingar þátt. Fé- lagið hefur starfað um 4 ára skeið og staðið fyrir nokkrum námskeiðum, en þetta er það fjölmennasta sem haldið hefur verið. Námskeiðið er haldið í Menntaskólanum á Egilsstöðum og stendur í eina viku og lýkur með sýningu þátttakenda. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UM 30 manns taka þátt í myndlistarnámskeiði á vegum Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs. Tónlist fyrir alla á S- og Vesturlandi SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands heldur fjórtán tónleika í fimm bæj- arfélögum dagana 15. til 21. þessa mánaðar. Tónleikar voru haldnir í Kópavogi 15. og 16. mars, á Sel- fossi í gær, í dag verða þeir haldnir í Borgarnesi, í Grindavík á morgun og í Keflavík á fimmtudag. Um er að ræða skólatónleika í grunnskól- um, sem fluttir eru á skólatíma og almenna tónleika að kvöldlagi. Allir þessir tónleikar reka endahnútinn á tónleikaröð þá sem nefnist Tón- list fyrir alla, en hún er uppruna- lega hugmynd og framtak Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara, en framkvæmd er nú í annarra hönd- um. A efnisskrá almennu tónleikanna eru m.a. verk eftir Johann Strauss, Úlf Adáker og Pjotr Tsjaijkofskíj. Verkefni á skólatónleikum er af- ar fjölbreytt og sniðin að hæfi hinna ýmsu aldurshópa. Einleikarar á tón- leikunum eru Sigurður Flosason saxófónleikari og Andrés Björnsson trompetleikari. Hljómsveitarstjórinn Til þess að að leiða hljómsveitina í þessu verkefni hefur verið fenginn kínverski hljómsveitarstjórinn 'Lan Shui. Lan Shui hóf fiðlunám í heimaborg sinni, Bejing, fimm ára að aldri. Hugur hans stóð snemma til hljómsveitarstjórnar og frum- raun á þeim vettvangi átti hann fyrir réttum tíu árum þegar hann stjórnaði Fílharmóníuhljómsveit- inni í Bejing. Frammistaða hans þar var upphafið af stjórnanda- ferli, sem hefur leitt til marghátt- aðra viðurkenninga og verðlauna víða um heim. Fyrir tveimur árum tók Lan Shui við stöðu aðstoðar- stjórnanda sinfóníuhljómsveitar- innar í Detroit. Sigurður Flosason saxófónleikari Sigurður Flosason lauk einieik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Hann stund- aði framhaldsnám í klassískum saxafónleik og jassfræðum við tón- listarháskólann í Bloomington, Indi- ana í Bandaríkjunum, og lauk það- an meistaraprófi árið 1988. Hann hefur komið fram á fjölmörgum jasshátíðum og leikið og hljóðritað með þekktum jasshópum, s.s. kvint- ett breska trompetleikarans Guy Barker. Andrés Björnsson trompetleikari Andrés hóf tónlistarnám tíu ára gamall við Tónlistarskólann í Kefla- vík. Kennarar hans þar voru Björn R. Einarsson á baritonhorn og síðar Karen Sturlaugsson á trompet. Undanfarin ár hefur hann numið undir handleiðslu Ásgeirs H. Stein- grímssonar trompetleikara. Andrés mun ljúka burtfararprófi frá Tón- listarskóla Keflavíkur í vor. Heimur Guðríðar á f östunni LEIKRIT Steinunnar Jóhann- esdóttur Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms hefur verið tekið til sýn- inga að nýju á föstunni. Leik- ritið var frumsýnt á Kirkju- listahátíð í Hallgrímskirkju síðastliðið vor og var síðan sýnt í safnaðarsal kirkjunnar fyrir jól auk þess sem það var sýnt í nokkrum kirkjum á landsbyggðinni og má þar tekja Landakirkju í Vest- mannaeyjum, Grindavíkur- kirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ. Fyrsta sýning á föst- unni var í Akureyrarkirkju 11. mars, í lok kirkjuviku. Aðalleikarar eru Margrét Guðmundsdóttir, sem hefur tekið við hlutverki Helgu Bac- hmann, Helga Elínborg Jóns- dóttir og Þröstur Leó Gunnars- son. í litlum hlutverkum Söl- mundar sonar Guðríðar eru þeir Guðjón Davíð Karlsson og Björn Brynjúlfur Björns- son. Leikmnynd _ og búninga gerir Elín Edda Árnadóttir en tónlist pv samin og leikin af Herði Áskelssyni. Næstu sýningar á Heimi Guðríðar eru í Selfosskirkju í kvöld kl. 20.30, í Háteigskirkju í Reykjavík á morgun kl.20, í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag- inn 26. mars kl. 20.30 og aftur í Háteigskirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 20. Finnar o g Norðmenn sigursælir í Rúðuborg SÍÐASTA brúðkaupið heitir finnsk mynd sem hlaut aðalverðlaun Norrænu kvikmyndahátíðarinnar í Rúðuborg um helgina. Þessari tíu daga hátíð lauk á sunnudag og höfðu þá um 36 þúsund manns sótt hana, nokkru fleiri en fyrr. Sýnt var frá tíu á morgnana í sjö bíóum borgai'- innar og hafnarborgunum Havre og Dieppe. Ungir áhorfendur voru eins og endranær margii' og þeir veittu norsku myndinni Núll gráður á kel- vin, eftir Hans Petter Moland, sín verðlaun. Hátíðargestum á öllum aldri gafst líka kostur á að kjósa bestu myndina og annar Norðmaður, Bent Ilamer, hlaut viðurkenningu þeirra fyrir Egg, hægláta sögu af tveim rosknum bræðrum. „Sögur um fólk lifa meira að segja dauðann af,“ segir Markku Pölönen leikstjóri Síðasta brúðkaupsins. „Þær hafa gildi þegar svo virðist sem ekk- ert skipti máli og vinna sé tilgangs- laus og heil kynslóð fúlsi við draumi og veruleika foreldra sinna.“ Síðasta brúðkaupið er grátbrosleg saga úr finnskum smábæ í upphafi áttunda áratugarins. Unga fólkið hefur flykkst til Svíþjóðar og þaðan kemur einn af týndum sonum þorpsins til brúðkaupsveislu. Þrenn verðlaun til viðbótar voru veitt á Norrænu kvikmyndahátíðinni: Danska myndin Tveir menn í sófa, eftir Amir Rezazadeh, þótti besta byijendaverkið, Sofie Grabal og Ann- eke von der Lippe bestu leikkonurnar í norsku myndinni Pan og Johan Norrænu kvikmynda- hátíðinni í Rúðuborg lauk um helgina og ánægja ríkti með að- sóknina. Finnsk mynd hlaut aðalverðlaun dómnefndar og tvær norskar myndir viður- kenningar áhorfenda. Þórunn Þórsdóttir sótti hátíðina. Widerberg besti leikarinn í sænsku myndinni „Lust och fágring stor“ eftir Bo Widerberg. íslenska myndin Agnes hlaut mjög góða aðsókn, alltaf fullan sal, og áhorfendur spurðu Egil Eðvarðsson og Maríu Ellingsen út úr eftir eina sýninguna. Hvað gerðist í raun og veru og hve stór hluti myndarinnar er skáldskapur? Hvaða lauf át Nat- an? Voru grasalækningar mikið stundaðar í landinu og eru það kannski enn? Hver er staða íslenskr- ar kvikmyndagerðar? Mátti selja fólk? Var illa farið með konur? Er mikið um svona sögur á íslandi? Inni/egar þakkir tilþeirra mörgu, sem heiðruÖu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaóskum á 80 ára afmœli minu þann 6. mars sl. Guð blessi ykkur ö/l. Konráð Sæmundsson. HOBJDA Gunnar Bernhard hf., Vatnagörðum 24, Reykjavik, sími 568 9900 Upplýsingar um Honda Civic 51 dyra '90; knaftmikill 90 hestafla léttmálmsvél 1 6 venta og bein innspnautun hraðatengt vökva- og veltistýri þjófavönn nafdnifnar rúður og speglar viðarinnrétting í mœlaborði 1 4 tommu dekkjastaerð útvarp og kassettutaeki styrktarbitar í hurðum sérstaklega hljóðeinangraður fáanlegur sjélfskiptur samlœsing á hurðum sportsæti rúðuþurrka fyrir afturrúðu framhjóladrifin 4ra hraða miðstöð með inntaksloka haeðarstillanlegur framljósageisli stafræn klukka ■ bremsuljós í afturrúðu ■ eyðsla 5,6 I á 90 km/klst. ■4.31 metri á lengd ■ ryðvörn og skráning innifalir - boftar nýja tima - [0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.