Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 25 LISTIR „hefna pápa, ekki HEFNA PÁPA“ LEIKUST Bandamcnn AMLÓÐASAGA Dæmisaga handa nútímanum byggð á frásögnum Saxós, Ambáles rimum, Amlóða sögu, Bijáms sögu og ýmsum fleiri gömlum heimildum islenskum og erlendum, sett saman af Sveini Einarssyni og leikhópnum. Leikend- ur: Borgar Garðarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Felix Bergsson, Ragn- heiður Elfa Arnardóttir, Guðni Franzson og Stefán Sturla Siguijóns- son. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Tónlist: Guðni Franzson. Búningar: Elín Edda Amadóttir. Ljósahönnun: David Walters. Grímur: Helga Steff- ensen. Aðstoð við hreyfingar: Nanna Olafsdóttir. TæknLstjóri: Olafur Om Thoroddsen. Borgarleikhús, litla svið, laugardagskvöld, 16. mars. MARGIR kannast vafalaust við viðurnefnið „amlóði" viðhaft um mann sem þykir ólíklegur til afreka og vitgrannur, eða eins og Sveinn Einarsson leikstjóri útskýrir það: ættleri, ónytjungur, fífl. Hitt kunna færri að vita að nafn og saga prins- ins Hamlets, sem Shakespeare gerði ódauðlegan, á rætur sínar að rekja til fornra amlóða-sagna, hugsan- lega keltneskra, sem til eru í ýmsum myndum og útgáfum, þar á meðal íslenskum. Grunnur amlóða sög- unnar fjallar um föðurmorð, sæmd og hefndarskyldu og lýsir sagan sálarstríði amlóðans og viðleitni hans til að komast undan hefndar- skyldu sinni, t.a.m. með því að gera sér upp fíflsku. Þetta er efniviðurinn sem Bandamenn vinna úr leiksýning- una Amlóða saga sem þeir frum- sýndu á íslandi síðastliðið laugar- dagsdvöld en fyrir tveimur vikum á Helsingjaeyri í boði Kaupmanna- hafnarborgar og Frederiksborg Amt. Mun sýningin hafa verið sú fyrsta í röð sýninga sem allar tengjast Hamlet-minninu á einn eða annan hátt. Þótt bókmenntaminnið um am- lóðann liggi sýningunni til grund- vallar spinna Bandamenn efnis- þræði fijálslega saman og bæta inn skírskotunum til samtímans og vís- unum í ýmsar áttir, í bókmenntir og þjóðmál þar sem við á. Leikstíll þeirra er einnig fijálslegur og er tónlist, hreyfilist og dans virkur þáttur sýningarinnar. í stuttu máli sagt er Amlóða saga þessi hin mesta skemmtun. Kemur þar til bráðskemmtileg efn- isflétta, fagleg útfærsla á öllum þáttum sýningarinnar og sú mikla leikgleði sem einkennir hópinn. All- ir leikararnir leika af innlifun og sumir hafa sjaldan sýnt betri leik (t.d. Felix Bergsson). Greinilegt er að Sveinn Einarsson stýrir banda- mönnum sínum styrkri hendi og kemur það kannski fáum á óvart. Með hlutverk Amlóða fer Jakob Þór Einarsson og gerir hann það vel. (Hirð)fífl leikur Stefán Sturla Siguijónsson og áttu þeir Jakob góða spretti saman í fíflalátum og sprelli. Borgar Garðarsson leikur Horvendil kóng af kómísku öryggi og var samleikur þeirra Þórunnar Magneu Magnúsdóttir, sem leikur ekkjudrottninguna Ömbu, ágætur. Ragnheiður Elfa Arnardóttir var áhrifamikil seiðkona (í vel hönnuðu gervi) og sýndi að henni er fleira til lista lagt en leiktjáning og spil- aði á flautu. Felix Bergsson lék ráðamanninn Gamalíel og sýndi hann með frábærum leik að hann á skilið að fá bitastæðari hlutverk en þau sem honum hafa verið út- hlutuð undanfarna vetur. Umgjörð sýningarinnar er einföld en hnitmiðuð. Leikmunir eru fáir en skemmtilega nýttir. Hvað varðar umgjörð er einna mest lagt upp úr búningum sem eru vandaðir og skemmtilega útfærðir hjá Elínu Eddu Árnadóttur. Tónlist Guðna Franzsonar á stóran þátt í heildar- svip sýningarinnar og er svo samof- in leikfléttunni að hún verður ekki skilin þar frá. Guðni, sem er þekkt- ur tónlistarmaður, bregður sér hér einnig á svið sem fullgildur leikari (ekki í fyrsta sinn) og stendur sig með prýði. Bandamenn bjóða upp á fyrsta flokks leikhússkemmtun, sýningu sem er ólík öllu öðru sem íslenskt leikhús hefur á boðstólunum í dag. Áhugamenn um leiklist ættu ekki að missa af þessari sýningu. Soffía Auður Birgisdóttir NÝSTOFNUÐ kammersveit íslend- ingafélagsiins í Kaupmannahöfn hélt fyrstu tónleika sína í Jónshúsi sunnudaginn 3. mars. Kammersveit- ina skipa þau Ingibjörg Guðjónsdótt- ir söngkona, Helga Steinunn Torfa- dóttir fiðluleikari, Ólafur Flosason óbóleikari, Örnólfur Kristjánsson sellóleikari og Valgerður Ándrés- dóttir píanóleikari. Efnisskráin er íjölbreytt og flutt voru verk eftir íslenska og erlenda höfunda. Fyrstu tónleikar sveitarinnar Kammer- tónleikar í Jónshúsi þóttu lofa góðu og tóku tónleikagest- ir listamönnunum vel. Á efnis- skránni voru bæði einleiks- og kammerverk, meðal annars ensk þjóðlög í útsetningu Beethovens fyr- ir rödd og píanótríó og þýskar aríur eftir Hándel fyrir sópran, óbó, selló og píanó Þess má geta að Ingibjörg Guð- jónsdóttir sópran mun syngja með. Sinfóníuhljómsveitinni í Óðinsvéum í lok þessa mánaðar sópransólóið í „Stabat Mater“ eftir tékkneska tón- skáldið Anton Dvorák. Starfsemin í Jónshúsi hefur verið með blómlegasta móti undanfarið. Falleg oggagnleg fermingargjöf Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettíorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettíorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 4.600,- Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtíst vel í nútíð og framtíð Fæst hjá öllum bóksölum Oröabókaútgáfan Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menningar- og fræöslusamband alþýðu og Félag bókagerðarmanna veita til minningar um Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstaklingi, einstaklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefnis, sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrkurinn er nú 230.000 krónur. Áformað er að veita hann 1. maí næstkomandi. Umsókn þarf að skila á þar til gerðu umsóknarblaði á skrifstofu MFA, Grensásvegi 16a, ekki síðar en klukkan 12.00, mánudaginn 15. apríl. Umsókninni fylgi skrifleg greinargerð um viðgangsefnið, stöðu þess og áætlaðan framgang. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Hilmarsson í síma 533-1818 og Svanur Jóhannesson í síma 552-8755. Félag bókagerðarmanna. Menningar- og fræðslusamband alþýðu. ■'////// Máttur Faxafeni 14 • Sími 568 9915* Máttur kvenna Skipholti 50a Sími 588 9297 kjarni malsins! blabib - kjarni máhins! Máttur tryggir þeim, sem eru í þjálfunarástandi undir meðallagi, 20% aukningu á þoli og krafti, að öðrum kosti fá þeir kortið endurgreitt. í áskorun okkar er innifalið: • Sex vikna æfingakort, þrisvar í viku, eftir þinni getu í tækjum og leikfimi. • Nákvæmar mælingar fyrir og eftir námskeið • Persónulegt aðhald. Hafir þú ekki náð 20% meira þoli og krafti á sex vikum færðu alla tímana endurgreidda. Ef þú vinnur færðu endurgreitt ef við vinnum þá er gróðinn þinn! Hringdu í 568 9815 -og þú erl í góðum málum... Ekki hugsa um að tapa! | | Hugs^ðu um að vinna! Við aukum þol þitt og kraft um fimmtung - annars færðu endurgreitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.