Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN í ,» .1 % K trésmíðavélar ÁRMANN Kr. Einarsson meðal leikara á tökustað, þar sem SIGURÐUR Erlendsson leikur Ármann sjálfan, Grímur Jónsson verið var að mynda atriði úr bókinni Margt býr í fjöllunum. leikur föður hans og Sólveig Róbertsdóttir móður hans. Unnið að kvikmynd um Ármann Kr. Einarsson MARTEINN Sigurgeirsson kennslufulltrúi hjá Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur hefur undan- farin ár unnið að kvikmynd um Ármann Kr. Einarsson rithöfund og kennara. Myndatöku lauk reyndar fyrir um tveimur árum og segist Marteinn síðan þá hafa sótt um styrki til að Ijúka við að klippa og setja myndina saman. „En sjálf bókmenntaþjóðin hefur ekki getað styrkt þetta verkefni ennþá,“ sagði hann. Áætlað er að myndin taki um hálftima í sýningu og er tilgang- urinn með gerð hennar tvíþættur, annars vegar að sýna hvernig hægt er að standa að bókmennta- kynningum og hins vegar liður í að kynna íslenska höfunda, verk þeirra og hvernig þeir vinna. Marteinn fékk hugmyndina að myndinni þegar hann starfaði sem safnkennari við bókasafn Álftamýrarskóla fyrir nokkrum árum. „Þá lét ég nemendur oft gera kvikmyndir í stað ritgerða," segir hann. Til að glæða áhuga nemenda á bókum stóð hann einn- ig fyrir bókmenntakynningum og fékk rithöfunda til að koma í skól- ana, sem ýmist lásu upp eða nem- endur tóku viðtöl við. „Við gerð- um stundum útvarpsþætti og fyr- ir kom að þeir væru notaðir hjá Ríkisútvarpinu." I eitt skiptið var gesturinn Ár- mann Kr. Einarsson og myndaði Marteinn atburðinn. „Síðan datt mér í hug að búa til þátt þar sem nemendur eru að undirbúa kynn- ingu á rithöfundi. Þau byrja á staðreyndavinnu en finnst fremur leiðinlegt að lesa sér til um ævi- ágrip og slíkt. Þeim dettur því í hug að hringja í höfundinn sem endar með því að hann býður. þeim heim. Þau spjalla við hann og inn í það fléttast lífshlaup Ármanns. Hann sýnir þeim handrit og út- skýrir hvernig hann skrifar sög- ur. Inn í þessa frásögn eru birt sviðsett myndskeið eins og frá Hlíðaskóla, þar sem hann kenndi lengst af. Við fylgjum honum einnig eftir þar sem hann les sög- ur í skólum, á sjúkrahúsum og þar að auki fórum við á æsku- stöðvar hans, sem eru í Neðridal í Biskupstungum,“ segir Mar- teinn. Tilraunastarf í Réttarholts- og Fellaskóla ngesta vetur Starfsnámsbrautir NEMENDUR háskóladeildar Bændaskólans á Hvanneyri að störfum á rannsóknarstofu. Búvísindadeildin á Hvanneyri Nýjar áherslur í náml SÚ NÝBREYTNI verður í námi í Búvísindadeild Bændaskólans að Hvanneyri næsta vetur að aukin áhersla verður lögð á um- hverfi og skipulag í tengslum við landbúnað. „Þróunin hefur verið í þá átt erlendis að landbúnaður er að færast í átt til almennrar náttúrunýtingar. Þannig hafa bændur almenna umsjón með landinu og meiri not af því en einungis til ræktunar og fram- leiðslu á mjólk og kindakjöti," sagði dr. Anna Guðrún Þórhalls- dóttir umsjónarmaður þessa nýja sviðs. Hún tók jafnframt fram að með kröfu um skipulagsskyldu sveitarfélaga og mati á umhverf- isáhrifum framkvæmda hefði þörfin fyrir námsframboð á sviði umhverfismála og náttúrunýt- ingar aukist. Þriðja ár í sérhæfingu Námstilhögun verður breytt á þann veg að fyrstu tvö árin fer fram kennsla í skyldugreinum, þ.e. nokkurs konar grunnur, en á þriðja ári verður einungis um valgreinar að ræða og hefur námskeiðum fjölgað þó nokkuð. „Með þessu getur sá sem vill sérhæfa sig í náttúrunýtingu gert það á einu ári. Sama á við þá sem vilja sérhæfa sig í jarð- rækt, búfjárrækt, bútækni, hag- fræði eða að nemendur geta blandað öllu saman. Fram til þessa hefur verið mun minna um valgreinar og hafa þær verið kenndar á öllu námstímabilinu." Anna Guðrún segir að töluvert sé um skiptinema frá Norður- löndum, en Bændaskólinn gerð- ist í fyrra aðili að Félagi nor- rænna landbúnaðarháskóla, NOVA. Hún segir að skólinn verði að geta hnikað til náms- framboði til að auðvelda útlend- ingum að sækja hann. Fyrir jól stunduðu þrír norrænir nemar nám við skólann og einn nú eft- ir áramót. Nám í Búvísindadeild hefst annað hvert ár og 15-20 nem- endur eru teknir inn í hvert skipti. „Með því að hafa þennan háttinn á getum við haft nám- svalið fjölbreyttara," sagði Anna Guðrún. Þess má geta að nýnem- ar verða teknir inn í haust. fyrir 40 nemendur er almenn braut þar sem inntak og skipulag námsins verður með öðrum hætti en tíðkast hefur. Tveir kennar- ar verða með hvorn bekk sem kenna velflestar greinar og hafa heildar- umsjón með bekknum," sagði hann. Oðruvísi bóknám Tekið verður á bóklega þættinum með öðrum hætti en tíðkast nú og verður til dæmis lögð áhersla á ein- falda og hagnýta stærðfræði. í ís- lenskukennslu verða farnar ýmsar nýjar leiðir, meðal annars byggt á töluðu máli þannig að nemendur geti auðveldlega tjáð sig. Aukin áhersla verður lögð á verklegar og skapandi valgreinar. Einnig verður með ýmsum hætti reynt að skapa tengsl við atvinnulífíð, sem yrði hluti af náminu. Nemendur sem ljúka grunnskóla- prófi af starfsnámsbraut geta farið í fornám framhaldsskóla en einnig er stefnt að því að opna þeim leið inn á nýjar starfsnámsbrautir fram- haldsskólanna. „Markmiðið er að gera þeim dvölina í grunnskólanum bærilegri og vonandi bíða færri nem- endur skipbrot en áður.“ Að sögn Hannesar eru deildirnar opnar öllum grunnskólanemum á Reykjavíkursvæðinu. Til að byrja með telur hann þó líklegt að nemend- ur verði úr þeim skólahverfum, þar sem tilraunastarfsemin fer fram. Scheppach rennibekkur Scheppach sambyggðar vélar. Þrautreyndar til margra ára. Scheppach hjólsög Laugavegi 29, sími 552-4320, fax 562-4346. ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna starfsnámsbrautir við tvo grunn- skóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Verður hægt að taka inn 20 nemendur í hvorn skóla, að sögn Hannesar Sveinbjörnssonar kennslu- ráðgjafa og formanns vinnuhóps um starfsnámsbrautir. „Tilraunastarfið fer af stað fyrir 9. bekk í Fellaskóla og í 10. bekk í Réttarholtsskóla," sagði hann. Takist tilraunin vel er stefnt að því að nemendur geti valið starfsnámsbrautir eftir 8. bekk í framtíðinni. Að sögn Hannesar gefst kennur- um sem starfa við deildirnar nokk- urt svigrúm til að útfæra námið eft- ir aðstæðum á hveijum stað. „Þetta Málþing áOpnu húsi FB FJ ÖLBRAUT ASKÓLINN í Breiðholti (FB) efnir til Opins húss sunnudaginn 24. mars nk. kl. 13-18 í tilefni 20 ára afmælis skólans. Ennfremur verður málþing haldið sama dag kl. 14-15, þar sem rædd verður framtíð skólans. Eins og fram hefur komið í fréttum stendur til að færa málmiðnað- ardeild frá FB í Borgarholts- skóla en óvíst er um fleiri greinar sem kenndar eru við skólann. Á málþinginu flytja Kristín Amalds skólameistari og Björn Bjarnason menntamála- ráðherra ávörp, en Ingi Bogi Bogasoii frá Samtökum iðnað- arins, Ágúst Hjörtur Ingþórs- son framkvæmdastjóri Sam- menntar og Vignir Halldórs- son formaður Nemendaráðs FB flytja stuttar ræður. Fund- arstjóri verður Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ og skólanefndarfull- trúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.