Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 66. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Fyrstu fómarlömbin borin til grafar FJÖGUR fórnarlömb fjölda- morðingjans í barnaskólanum í Dunblane í Skotlandi voru borin til grafar í gær en útför kennar- ans og annarra nemenda verður gerð í vikunni og skólastarf hafið að nýju á föstudag. Af til- litssemi við syrgjendur í Dun- blane drógu breskir fjölmiðlar fjölmennar sveitir sínar frá bænum meðan á jarðarförum stóð að undanskildum einum ljósmyndara, sem tók myndir sínar úr drjúgri fjarlægð. Börn og starfsfólk sem særðust í til- ræðinu eru á góðum batavegi. í gær var ekkert þeirra lengur talið í lífshættu. Arabaríkin 45.000 pólitískir fangar París. Reuter. ALÞJÓÐASAMBAND mannrétt- indasamtaka (FIDH) hélt því fram í gær, að í arabaríkjum væri ekki færra en 45.000 manns haldið í fangelsi fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og fólk, sem berðist fyrir aukn- um mannréttindum í þessum lönd- um, sætti auknum ofsóknum af hálfu stjórnvalda sem teldu völdum sínum stafa hætta af starfsemi mannrétt- indafélaga. „Mannréttindi þykja ekki sjálf- sögð í arabaríkjunum," sagði Patrick Baudoin, forseti FIDH, í París í gær en þar hafa samtökin aðsetur. Flesta pólitísku fangana sagði hann í Egyptalandi eða 16.000. Þeir væru 7.000 i Alsír og 2.700 í Sýrlandi. Þá væru meðtaldir 3.500 arabar í ísraelskum fangelsum og 8.000 manns sem ýmist væru í íröskum fangelsum eða saknað þar i landi. Fjöldi ríkja gagnrýndur Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði við setningu árlegs sex vikna fundar Mannréttindanefndar SÞ í Genf í gær, að almennum mann- réttindum stæði meiri ógn af þjóð- ernisdeilum og borgarastyijöldum en styijöldum milli ríkja. Nefndin mun m.a. taka afstöðu til ályktana þat' sem fjöldi ríkja er gagnrýndur fyrir alvarleg brot á mannréttindum. Þar á meðal Rúss- land fyrir hernaðinn í Tsjetsjníu, Indónesía vegna hernáms á Austur- Tímor, einnig Kúba, Búrundí, Kína, Rúanda, Nígería og ríki fyrrum Júgóslavía. Veður tefur alþýðuhennn Taipei. Reuter. KINVERJAR og Tævanir fyrirskipuðu í gær íbúum eyja á Tævansundi að yfirgefa þær vegna nýrrar lotu í heræfingum Kínvetja á sundinu. Svo virðist sem ekkert hafi orðið úr að æfingarn- ar hæfust í gær vegna slæms veðurs, þoku og úfins sjávar. Fyrirmæli Kínverja um að nokkrar eyjar sem þeir ráða í Tævansundi skyldu yfirgefnar og sjómönnum bannað að fara til fiskjar þóttu til marks um að þeir ætluðu að hefja aftur skotæf- ingar á sundinu. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins í 'l'aipei sagði hins vegar að ekki hefði orðið vart við Vaxandi spenna vegna liðsafla Bandaríkjanna nein umsvif kínverska alþýðuhersins, hvorki á lofti né legi, í norðanverðu Tævansundi þar sem Kínverjar höfðu tilkynnt að þeir myndu hefja æfingar í gær. Siglir Nimitz um Tævansund? Vaxandi spenna er vegna aukins liðsafla Bandaríkjamanna við Tævan. Li Peng, forsætis- ráðherra Kína, varaði Bandaríkjamenn við því að senda herskip inn á Tævansund. James Ellis aðmíráll, yfirmaður bandaríska flotans í Suð- austur-Asíu, sagði til greina koma að flugmóður- skipið Nimitz, kafbátur og sex skip sem því fylgja, sigldu um sundið er þau kæmu til móts við flotadeild sem þar er fyrir. Leynd hvíldi yfir því í gær hvenær stefnumót flotadeildanna við Tævan myndi eiga sér stað en ætlunin var að það ætti sér stað fyrir forsetakosningar, sem fram fara á Tævan næstkomandi laugardag, 23. mars. Ætlun Kínvetja var að æfingalotan, sem hefjast átti í gær, stæði fram yfir kosningarnar og lyki nk. mánudag. Maimtjón á diskóteki Manila. Reuter. UM 100 manns biðu bana i elds- voða á diskóteki í Manila, höfuð- borg Filippseyja, í gær. Fullt var út úr dyrum á diskótek- inu en þar héldu ungmenni upp á lok skólaársins, að sögn talsmanna slökkviliðs borgarinnar. Margir þeirra sem fórust biðu bana er þeir tróðust undir er dans- gestir reyndu að flýja húsið. Flestir létu þó lífið er brennandi þak bygg- ingarinnar hrundi. ÍTALSKIR NATO-hermenn gæta tveggja manna, sem grunaðir eru um íkveikju í Grbavica-hverfinu í Sarajevo. Er það síðasta hverfið, sem Serbar láta af hendi, og er þá öll borgin á valdi Bosníustjórnar. Síðustu Serbarnir farnir frá Sarajevo Sarajevo. Reuter. SERBNESKIR íbúar í Grbavica-hverfinu í Sarajevo voru flestir á bak og burt í gær en í dag verður hverfið afhent Bosníustjórn. Er þá öll borgin á hennar valdi. Höfðu Serbarnir á brott með sér flest lauslegt og skildu við mörg húsanna í björtu báli. Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO, hefur gagnrýnt Serba og Bosníustjóm fyrir að gera ekk- ert til að tryggja friðsamlega sambúð þjóðarbrotanna í landinu. Mandela einmana Jóhannesarborg. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, sagði að hann hefði verið mjög ein- mana í hjónabandinu með konu sinni, Winnie, eftir að hann losnaði úr fangelsi. Kom þetta fram fyrir hæstarétti í Jóhannesar- borg í gær en þar er endan- legur skilnaður þeirra hjóna til umfjöllunar. Winnie Mandela hefur farið fram á að sættir verði reyndar en tekið var fyrir þann möguleika. „Þótt öll veröldin segði mér að sætt- ast við hana, þá gerði ég það ekki. Eg vil losna úr þessu hjónabandi," sagði Nelson Mandela. Framferði hennar/19 Serbar, sem hafa flúið Grbavica- hverfið og önnur hverfi í Sarajevo, hafa reynt að hafa með sér allt verðmætt og oft reynt að tryggja, að húsin nýttust ekki öðrum með þvi að kveikja í þeim. Serbneskir lögreglu- og slökkviliðsmenn hafa neitað að koma í veg fyrir þetta og þeir komu sér sjálfir burt í gær, sólarhring áður en króatískir og múslímskir lögreglumenn tóku við stjórn í hverfinu. Múslimar enn á vopnlausá beltinu Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í Brussel í gær, að Serbar og yfirvöld í sambandsriki Króata og múslima hefðu staðið sig skammariega við að tiyggja öryggi fólks og ekkert reynt að brýna fyrir íbúunum, að framtíðin fælist í frið- samlegri sambúð þjóðarbrotanna. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, átti í gær fund í Genf með fulltrúum Serbíu, Króatíu og Bosníu og var rætt um hvernig tryggja skyldi fullkomna framkvæmd Dayton-samkomulags- ins. Voru þeir Slobodan Milosevic Serbíuforseti og Franjo Tudjman Króatíuforseti báðir á fundinum en Ejup Ganic, varaforseti Bosníu, mætti fyrir hönd Alija Izetbegovic Bosníuforseta. Líklegt þykir, að meða) umræðu- efna á fundinum verði sú ögrun við friðinn, sem felst i því, að Bosníu- stjórn þráast við að flytja 4.500 múslima burt af vopnlausa beltinu við borgina. Hefur hún raunar frest til þess til morguns en í gær benti ekkert til að hún ætlaði að uppfylla þetta mikilvæga skilyrði friðar- samninganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.