Morgunblaðið - 19.03.1996, Page 1

Morgunblaðið - 19.03.1996, Page 1
64 SÍÐUR B 66. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Fyrstu fómarlömbin borin til grafar FJÖGUR fórnarlömb fjölda- morðingjans í barnaskólanum í Dunblane í Skotlandi voru borin til grafar í gær en útför kennar- ans og annarra nemenda verður gerð í vikunni og skólastarf hafið að nýju á föstudag. Af til- litssemi við syrgjendur í Dun- blane drógu breskir fjölmiðlar fjölmennar sveitir sínar frá bænum meðan á jarðarförum stóð að undanskildum einum ljósmyndara, sem tók myndir sínar úr drjúgri fjarlægð. Börn og starfsfólk sem særðust í til- ræðinu eru á góðum batavegi. í gær var ekkert þeirra lengur talið í lífshættu. Arabaríkin 45.000 pólitískir fangar París. Reuter. ALÞJÓÐASAMBAND mannrétt- indasamtaka (FIDH) hélt því fram í gær, að í arabaríkjum væri ekki færra en 45.000 manns haldið í fangelsi fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og fólk, sem berðist fyrir aukn- um mannréttindum í þessum lönd- um, sætti auknum ofsóknum af hálfu stjórnvalda sem teldu völdum sínum stafa hætta af starfsemi mannrétt- indafélaga. „Mannréttindi þykja ekki sjálf- sögð í arabaríkjunum," sagði Patrick Baudoin, forseti FIDH, í París í gær en þar hafa samtökin aðsetur. Flesta pólitísku fangana sagði hann í Egyptalandi eða 16.000. Þeir væru 7.000 i Alsír og 2.700 í Sýrlandi. Þá væru meðtaldir 3.500 arabar í ísraelskum fangelsum og 8.000 manns sem ýmist væru í íröskum fangelsum eða saknað þar i landi. Fjöldi ríkja gagnrýndur Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði við setningu árlegs sex vikna fundar Mannréttindanefndar SÞ í Genf í gær, að almennum mann- réttindum stæði meiri ógn af þjóð- ernisdeilum og borgarastyijöldum en styijöldum milli ríkja. Nefndin mun m.a. taka afstöðu til ályktana þat' sem fjöldi ríkja er gagnrýndur fyrir alvarleg brot á mannréttindum. Þar á meðal Rúss- land fyrir hernaðinn í Tsjetsjníu, Indónesía vegna hernáms á Austur- Tímor, einnig Kúba, Búrundí, Kína, Rúanda, Nígería og ríki fyrrum Júgóslavía. Veður tefur alþýðuhennn Taipei. Reuter. KINVERJAR og Tævanir fyrirskipuðu í gær íbúum eyja á Tævansundi að yfirgefa þær vegna nýrrar lotu í heræfingum Kínvetja á sundinu. Svo virðist sem ekkert hafi orðið úr að æfingarn- ar hæfust í gær vegna slæms veðurs, þoku og úfins sjávar. Fyrirmæli Kínverja um að nokkrar eyjar sem þeir ráða í Tævansundi skyldu yfirgefnar og sjómönnum bannað að fara til fiskjar þóttu til marks um að þeir ætluðu að hefja aftur skotæf- ingar á sundinu. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins í 'l'aipei sagði hins vegar að ekki hefði orðið vart við Vaxandi spenna vegna liðsafla Bandaríkjanna nein umsvif kínverska alþýðuhersins, hvorki á lofti né legi, í norðanverðu Tævansundi þar sem Kínverjar höfðu tilkynnt að þeir myndu hefja æfingar í gær. Siglir Nimitz um Tævansund? Vaxandi spenna er vegna aukins liðsafla Bandaríkjamanna við Tævan. Li Peng, forsætis- ráðherra Kína, varaði Bandaríkjamenn við því að senda herskip inn á Tævansund. James Ellis aðmíráll, yfirmaður bandaríska flotans í Suð- austur-Asíu, sagði til greina koma að flugmóður- skipið Nimitz, kafbátur og sex skip sem því fylgja, sigldu um sundið er þau kæmu til móts við flotadeild sem þar er fyrir. Leynd hvíldi yfir því í gær hvenær stefnumót flotadeildanna við Tævan myndi eiga sér stað en ætlunin var að það ætti sér stað fyrir forsetakosningar, sem fram fara á Tævan næstkomandi laugardag, 23. mars. Ætlun Kínvetja var að æfingalotan, sem hefjast átti í gær, stæði fram yfir kosningarnar og lyki nk. mánudag. Maimtjón á diskóteki Manila. Reuter. UM 100 manns biðu bana i elds- voða á diskóteki í Manila, höfuð- borg Filippseyja, í gær. Fullt var út úr dyrum á diskótek- inu en þar héldu ungmenni upp á lok skólaársins, að sögn talsmanna slökkviliðs borgarinnar. Margir þeirra sem fórust biðu bana er þeir tróðust undir er dans- gestir reyndu að flýja húsið. Flestir létu þó lífið er brennandi þak bygg- ingarinnar hrundi. ÍTALSKIR NATO-hermenn gæta tveggja manna, sem grunaðir eru um íkveikju í Grbavica-hverfinu í Sarajevo. Er það síðasta hverfið, sem Serbar láta af hendi, og er þá öll borgin á valdi Bosníustjórnar. Síðustu Serbarnir farnir frá Sarajevo Sarajevo. Reuter. SERBNESKIR íbúar í Grbavica-hverfinu í Sarajevo voru flestir á bak og burt í gær en í dag verður hverfið afhent Bosníustjórn. Er þá öll borgin á hennar valdi. Höfðu Serbarnir á brott með sér flest lauslegt og skildu við mörg húsanna í björtu báli. Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO, hefur gagnrýnt Serba og Bosníustjóm fyrir að gera ekk- ert til að tryggja friðsamlega sambúð þjóðarbrotanna í landinu. Mandela einmana Jóhannesarborg. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, sagði að hann hefði verið mjög ein- mana í hjónabandinu með konu sinni, Winnie, eftir að hann losnaði úr fangelsi. Kom þetta fram fyrir hæstarétti í Jóhannesar- borg í gær en þar er endan- legur skilnaður þeirra hjóna til umfjöllunar. Winnie Mandela hefur farið fram á að sættir verði reyndar en tekið var fyrir þann möguleika. „Þótt öll veröldin segði mér að sætt- ast við hana, þá gerði ég það ekki. Eg vil losna úr þessu hjónabandi," sagði Nelson Mandela. Framferði hennar/19 Serbar, sem hafa flúið Grbavica- hverfið og önnur hverfi í Sarajevo, hafa reynt að hafa með sér allt verðmætt og oft reynt að tryggja, að húsin nýttust ekki öðrum með þvi að kveikja í þeim. Serbneskir lögreglu- og slökkviliðsmenn hafa neitað að koma í veg fyrir þetta og þeir komu sér sjálfir burt í gær, sólarhring áður en króatískir og múslímskir lögreglumenn tóku við stjórn í hverfinu. Múslimar enn á vopnlausá beltinu Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í Brussel í gær, að Serbar og yfirvöld í sambandsriki Króata og múslima hefðu staðið sig skammariega við að tiyggja öryggi fólks og ekkert reynt að brýna fyrir íbúunum, að framtíðin fælist í frið- samlegri sambúð þjóðarbrotanna. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, átti í gær fund í Genf með fulltrúum Serbíu, Króatíu og Bosníu og var rætt um hvernig tryggja skyldi fullkomna framkvæmd Dayton-samkomulags- ins. Voru þeir Slobodan Milosevic Serbíuforseti og Franjo Tudjman Króatíuforseti báðir á fundinum en Ejup Ganic, varaforseti Bosníu, mætti fyrir hönd Alija Izetbegovic Bosníuforseta. Líklegt þykir, að meða) umræðu- efna á fundinum verði sú ögrun við friðinn, sem felst i því, að Bosníu- stjórn þráast við að flytja 4.500 múslima burt af vopnlausa beltinu við borgina. Hefur hún raunar frest til þess til morguns en í gær benti ekkert til að hún ætlaði að uppfylla þetta mikilvæga skilyrði friðar- samninganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.