Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 43 Snyrtistúdíó í Laugardal SNYRTISTÚDÍÓ Palma & RVB hefur verið opnað í Listhúsinu, Laugardal, Engjateig 19. Eigendur Snyrtistúdíósins eru Elísabet Katrín Jósefsdóttir og Erla Gunnarsdóttir. Þær vinna ein- göngu með RVB snyrtivörur frá Italíu og fást þær nú í fyrsta skipti á íslandi. RVB snyrtivörurnar eru unnar úr náttúrulegum efnum, eru ofnæmisprófaðar og fást eingöngu á snyrtistofunni. Erla og Elísabet bjóða viðskiptavinum sínum upp á andlitsböð, kúrameðferð gegn mjög viðkvæmri ofnæmishúð, húð- hreinsun og líkamsnudd, kúrameð- ferð gegn appelsínuhúð, litun, vax- meðferð fyrir líkama og andlit með náttúrulegu vaxi, hand- og fót- snyrting og förðun. Morgunblaðið/Þorkell EIGENDUR Snyrtistúdíósins. Milljón til tækjakaupa FÉLAGIÐ Svölurnar færði Barnadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur nýlega peningagjöf að upp- hæð 1.000.000 kr. Verður fjárhæðin nýtt til kaupa á eftirtöldum tæljjum: Rafknúinni dælu til verkjalyfjagjafa fyrir börn, rannsóknartæki til að framkvæma svitapróf og tölvuútbúnað til myndgreiningar á sjúkum börnum og til varð- veislu mynda. Myndin var tekin þegar stjórn félagsins afhenti starsfólki barnadeildar gjöf- ina. Svefn & heilsa í Laugardal SVEFN & heilsa er ný verslun í Laugardal. Verslunin selur amer- ískar heilsudýnur frá Springwall Chiropractic, úrval af amerískum rúmgöflum, amerísk svefnherberg- ishúsgögn, heilsukodda, teppi, rúm- fatnað, spegla, borðlampa og ýmis- legt fleira. Eigendur nýju verslunarinnar, Sigurður Matthíasson og Elísabet Traustadóttir, eru búin að vera með Springwall Chiropractic dýnurnar í umboðssölu í fjögur ár. Morgunblaðið/Þorkell SIGURÐUR Mattíasson í hinni nýju verslun. Ur dagbók iögreglunnar Lögregla hafði afskipti af 15 líkamsárásum UM helgina er áberandi hversu margar líkamsmeiðingar eru til- kynntar til lögreglu, eða 15 tals- ins. í flestum tilvikum var um að ræða fólk undir áhrifum áfengis. Aðfaranótt laugardags var maður barinn á veitingahús- inu Bóhem svo flytja varð hann á slysadeild. Handtaka þurfti fjóra menn eftir slagsmál á Vest- urgötu við Hafnarstræti. Einn þeirra leitaði sjálfur á slysadeild vegna meiðsla. Þá veittust nokkr- ir piltar að manni í Vallarstræti og skildu hann þar eftir liggjandi í blóði sínu. Maðurinn var fluttur á slysadeild, en gerendurnir voru handteknir daginn eftir. Þeir við- urkenndu verknaðinn. Um nótt- ina þurfti einnig að flytja tvo aðila á slysadeild eftir líkamsárás í Fischersundi. Sá sem það gerði var handtekinn. Á laugardagskvöld veittist maður að leigubifreiðastjóra. Maðurinn var færður á lögreglu- stöðina. Aðfaranótt sunnudags þurfti að flytja stúlku á slysa- deild eftir að veist hafði verið að henni í Laugardalshöll eftir tón- leika, sem þar voru. Þar tóku og nokkrir piltar ungling upp í bif- reið og lömdu hann síðan. Um óveruleg meiðsl virtist vera um að ræða. Um nóttina var ung stúlka slegin í andlitið með glasi á veitingastað í Kringlunni. Þá var maður fluttur á slysadeild eftir ryskingar á Lækjartorgi. Síðla nætur var bökusendill sleg- inn í andlitið þegar hann var að afhenda vöru sína í hús í Grafar- vogi. Hann fór sjálfur á slysa- deild. Loks varð að flytja einn á slysadeild undir morgun eftir slagsmál á Lækjartorgi. 28 umferðaróhöpp Tuttugu og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar. Af þeim voru meiðsl á fólki í einu til- viki. Það var eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Kleppsmýrar- vegi við Sæbraut síðdegis á sunnu- dag. Ökumaður annarrar bifreið- arinnar var fluttur á slysadeild, sennilega rifbrotinn og með skurð í andliti. Þá eru 16 ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri um helgina, grunaðir um ölvunarakstur. Flestir þirra mega búast við ökuleyfís- sviptingum í lengri eða skemmri tíma, auk hárra sekta. Tijkynnt innbrot voru 18 tals- ins. í fæstum tilvikum höfðu þjóf- arnir eitthvað upp úr krafsinu, en skemmdir af þeirra völdum eru hins vegar umtalsverðar. Týndur páfagaukseigandi Á föstudagsmorgun handtóku lögreglumenn ökumann ásamt farþegum á Suðurlandsvegi eftir að hafa stöðvað þá á stolinni bif- reið. Bifreiðinni höfðu þeir stolið á Hvolsvelli. Um morguninn var maður fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið á skautasvellinu í 15. -18. mars 1996 Laugardal og farið úr axlarlið. Eftir hádegi þurftu lögreglumenn að handsama lítinn páfagauk, sem tekið hafði sér tímabundna ból- festu í tré við Holtsgötu. Eigand- inn er týndur. Gauknum var því komið í fóstur uns hann kemur í leitirnar. Á laugardag var kona flutt á slysadeild eftir að hún hafði fallið af hestbaki við hesthús Fáks við BúStaðaveg og fótbrotn- að. Á sunnudagsmorgun voru af- skipti höfð af þremur ölvuðum mönnum á gangi á Snorrabraut með ryksugu og pottablóm í fór- um sínum. Þeir höfðu verið að koma úr samkvæmi á Grettisgötu og gripið hlutina með sér við brottförina. Þeir voru látnir skila hlutunum í hendur húsráðanda. 13 fíkniefnahandtökur Aðfaranótt laugardags voru þrír menn fluttir á stöðina eftir að hafa verið stöðvaðir á bifreið í Múlahverfi. Þeir reyndust hafa verið að reykja kannabisefni. Um nóttina var maður handtekinn í Austurstræti grunaður um fíkni- efnaneyslu. Fjórir menn voru færðir á stöðina eftir að hafa ver- ið stöðvaðir á bifreið á Vesturgötu á sunnudagsmorguninn. Þeir voru grunaðir um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Skömmu fyrir há- degi voru fjórir ungir menn einnig færðir á stöðina eftir að ætlað amfetamín fannst í bifreið þeirra. Þá höfðu sömu aðilar brotist inn í jjárhús í Kópavogi og stolið það- an einni ánni. Grunur var um að skepnunni hefði verið misþyrmt. Síðdegis á sunnudag var farþegi ökutækis, sem stöðvað var í akstri, með fíkniefni í fórum sín- um. Hann, ásamt ökumanni, var færður á lögreglustöðina. Lögreglumenn þurftu að rýma vínveitingastað í miðborginni eftir lokun skemmtistaða að morgni sunnudags. Skemmtun var þá í gangi, auk áfengisveitinga. Málið fer í rannsókn og í framhaldi af því verða væntanlega gerðar við- eigandi ráðstafanir gagnvart leyfi viðkomandi staðar. Sektir eru lögbundin áunnin viðurlög til handa þeim sem brot- ið hafa af sér. Sunnudagsvíkveiji hefur eitthvað misskilið sektar- innheimtuaðgerðir lögreglu. Um- ræddar aðgerðir í frétt Mbl. í síð- ustu viku koma eftir dtjúgan tíma í kjölfar margra árangurslausra tilrauna við innheimtu sekta. Sumir greiða fljótlega eftir brot og aðrir síðar, en þeir eru einnig til sem ætla sér ekki að greiða af einhverri ástæðu. Flestir þeirra greiða þó við lokaeftirfylgju líkt og kynnt er í umræddri frétt, en einn og einn kýs þrátt fyrir allt að afplána refsinguna. Boðið er upp á aðstæður til þess. Börn í bíl Á næstunni ætla lögreglumenn á Suðvesturlandi að fylgjast sér- staklega með því hvernig búið er að börnum í bílum, auk þess sem ætlunin er að fylgjast almennt með notkun bílbelta á svæðinu. Hætta er á að hver sá sem ekki fer að lögum í þeim efnum geti fengið sekt. Ungur piltur kom heim með eintak af erlendu „karlablaði" um helgina. Á blaðinu stendur, að vísu á erlendu tungumáli, að það sé einungis ætlað fullorðnum, enda ber mynda- og efnisvalið í blaðinu þess glögg merki. Jafnvel fullorðnir myndu flokka það undir óvéfengjanlegt klám. Af þessu til- efni er ekki óeðlilegt að spyija hvert raunverulegt aðgengi fólks er að svona blöðum í bóka- og blaðabúðum, hvort einhveijar tak- markanir séu í raun á möguleikum barna að fá slík blöð afhent, hvort það geti verið að reglur um þá hluti séu ekki nægilega vel virtar eða hvort það geti verið að full- orðnir láti klámblöð liggja á glám- bekk. í hegningarlögunum segir ótvírætt að „bannað sé, að við- lagðri refsingu, að útbýta, dreifa eða láta af hendi við unglinga yngri en 18 ára, klámrit, klám- myndir eða aðra slíka hluti“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.