Morgunblaðið - 22.03.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.03.1996, Qupperneq 1
100 SÍÐUR B/C/D 69. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. MARZ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS E-vítamín dregur úr hjarta- áföllum London. Reuter. E-VÍTAMÍN getur dregið úr hjartaáföllum um hvorki meira né minna en 75%. Er þetta niðurstaða breskra vísinda- manna við Cambridge-háskóla eftir umfangsmiklar rann- sóknir á 2.000 hjartasjúkling- um. „Við erum í sjöunda himni og vissulega kom það okkur á óvart, að E-vítamínið skyldi hafa jafngóð áhrif og við höfð- um framast vonað,“ sagði Morris Brown prófessor og einn vísindamannanna. „Hér eftir mun ég ráðleggja fólki, sem er með hjartakveisu eða er hætt við hjartasjúkdómum, að taka E-vítamín.“ Mikið af E-vítamíni er í olíu- ríkri fæðu, til dæmis ólífum, en hún er uppistaðan í matar- æði Miðjarðarhafsþjóða. Þar er miklu minna um hjartasjúk- dóma en norðar í Evrópu. Sögðu þeir Brown og sam- starfsmenn hans, að E-víta- míngjöf væri miklu áhrifa- ríkari en aspirín og þau lyf, sem nú eru notuð til að lækka kólesterólmagn í blóði. Hjartaáföllin 75% færri Rannsóknin stóð í hálft ann- að ár og var helmingi sjúkling- anna, 1.000 manns, gefið E- vítamín en hinum helmingnum svokölluð lyfleysa, sem engin áhrif hefur. Niðurstaðan kom vísindamönnunum verulega á óvart. Fjöldi hjartaáfalla í hópnum, sem fékk E-vítamín, var aðeins fjórðungur áfall- anna í hinum hópnum. Ofbeldi mótmælt ÞUSUNDIR námsmanna og kennara gengu um götur Var- sjár í Póllandi í gær til að mót- mæla vaxandi ofbeldi í landinu og syrgja einn félaga sinn. Féll hann fyrir byssukúlum glæpa- manna. Námsmenn í Gdansk efndu til „svartrar göngu“, eins og þessi mótmæli gegn ofbeld- inu eru kölluð, í síðasta mánuði. Yfirlýsingar um kúariðusmit vekja afar hörð viðbrögð Fimm ríki setja bann við bresku nautakjöti Brussel, London. Reuter. YFIRLÝSING Stephens Dorrells, heilbrigðisráðherra Bretlands, um að kúa- riða geti borist í menn hefur víða vakið ótta og orð hans í gær um að svo gæti farið að lóga yrði öllum nautgripum á Bretlandi hafa verið sem olía á eld. Reuter Reuter NEYTENDUM í Evrópu stendur ekki á sama um - hvaðan nautakjötið er komið eftir að bresk stjórnvöld sögðu að menn gætu smitast af kúariðu. Hér sést þýskur kjötkaupmaður, sem auglýsir, að hann selji aðeins nautakjöt frá þýskum framleiðendum. farið að slátra þyrfti öllum nautgrip- uin á Bretlandi. Douglas Hogg, landbúnaðarráðherra Bretlands, vildi hins vegar ekki gera mikið úr þeim kosti og sagði að vísindanefnd- in hefði ekki mælt með slíkum að- gerðum þótt það hefði verið á valdi hennar. Bretar hertu reglur um hreinlæti og nýtingu þeirra líffæra, sem sýkj- ast af riðu, árið 1989 og embættis- menn halda því fram að þeir, sem hafi látist af Creutzfeldt-Jakob- heilahrörnun á Bretlandi, hafi feng- ið sjúkdóminn fyrir þann tíma. ■ Þrýst á ESB/21 Fimm Evrópuþjóðir, Belgar, Frakkar, Hollendingar, Portúgalar og Svíar, ákváðu að banna innflutn- ing á bresku nautakjöti í gær og Þjóðveijar settu fram kröfu um að bann næði til alls Evrópusambands- ins(ESB). Ástæða þessa fárs er sú að ráð- gjafarnefnd bresku stjómarinnar skipuð vísindamönnum komst að þeirri niðurstöðu að tengsl geti verið á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob- heilahrörnunar og Dorrell greindi frá henni á þingi á miðvikudag. Major fordæmir Frakka Frakkar riðu á vaðið í gær með að banna innflutning á bresku nautakjöti og brást breska stjórnin hart við. John Major, forsætisráð- herra Breta, gaf út harðorða yfirlýs- ingu. Þar var bannið fordæmt og sagt „móðgun" við reglur ESB um frelsi í viðskiptum. Kvaðst Major ætla að kvarta við framkvæmda- stjóm sambandsins. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði hins vegar á blaðamannafundi í París að yfirlýsingin um að tengsl gætu ver- ið milli Creutzfeldt-Jakob-sjúk- dómsins og kúariðu gæfi fullt tilefni til þessara viðbragða. Verðhrun á Bretlandi Verð á nautakjöti lækkaði um 15 af hundraði á breskum mörkuðum í gær. Kaupmenn og veitingahúsa- eigendur reyndu að róa almenning, en í mötunejdum fjölda skóla var nautakjöt tekið af matseðlinum. Dorrell sagði í gær að svo gæti Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í Moskvu Ekki verður hvikað frá stækkun NATO Moskvu. Reuter. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, gerði rússneskum ráðamönnum það ljóst í Moskvu í gær, að ekki yrði hætt við stækkun bandalagsins í austur, hvað sem andstöðu þeirra liði. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lofaði því fyrir viðræðurnar við Solana í gær að taka mjög harða afstöðu gegn stækkuninni og kveða fastar að orði en rússneski utanríkisráðherrann hefði gert hingað til. „Ákvörðun um að stækka NATO var tekin 1994,“ sagði Solana á blaðamannafundi í Moskvu í gær. „Að því er unnið og á því verður engin breyting." Rússar eru mjög andvígir stækk- un NATO, sem þeir telja ógnun við öryggi sitt, og Jejtsín hét í gær að koma því betur til skila á fundinum með Solana en Jevgení Prímakov utanríkisráðherra hefði gert. Prímakov of linur „Hann hefur verið allt of- linur en ég ætla ekki að tala neina tæpi- tungu,“ sagði Jeltsín, sem á undir högg að sækja gegn kommúnistum í þessu máli og öðrum. Soiana sagði, að ljóst væri, að afstaða Rússa til stækkunar NATO hefði ekkert breyst en lagði áherslu á, að NATO væri ekki lengur það sama og það var á timum kalda stríðsins. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem var væntanlegur til Moskvu í gær, sagði í Prag, að NATO hefði heitið að taka við nýjum aðildarríkjum og við það yrði staðið. Christopher mun eiga fund með Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússlands, og sitja fund fimmveldahópsins um málefni ríkj- anna i Júgóslavíu fyrrverandi. Ummæli Christophers fordæmd? Gennadí Seleznyov, forseti dúm- unnar úr flokki kommúnista, sagði í gær, að gagnrýni Christophers á samþykkt dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, um endurreisn Sovétríkjanna væri afskipti af rúss- neskum innanríkismálum. Vegna þess myndi dúman greiða atkvæði í dag um yfirlýsingu þar sem um- mæli hans væru fordæmd. A leið til Tævans TAUGASTRÍÐ Kínverja og Tævana magnaðist enn í gær og Bandaríkjamenn bjuggu sig undir að safna saman stærsta herskipa- og flugvélaflota sín- um í A-Asíu frá Víetnamstríð- inu. Dagblað i Hong Kong hafði eftir kínverskum embættis- mönnum að Kínverjar myndu tortíma flotanum með „eldhafi“ ef hann sigldi inn á Tævansund. Á myndinni siglir bandaríska flugvélamóðurskipið Nimitz um fjölfarið sund milli Singapore og Indónesíu í átt að Suður- Kínahafi. Skipið er hlaðið her- flugvélum og búist er við að það verði komið að Tævansundi á morgun eða á sunnudag, en þar er fyrir flugvélamóðurskipið USS Independence. Skipunum fylgja m.a. þrír kjarnorkuknún- ir kafbátar, beitiskip búið stýri- flaugum, fjórir tundurspillar og tvær freigátur, auk birgða- skipa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.