Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 9 FRÉTTIR Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um mikinn innflutning í janúar Ekki ástæða til að ætla að þensla sé að aukast ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að ekki sé ástæða til að ætla að þensla sé að aukast í íslensku efnahagslífi, þótt innflutningur í janúar í ár hafi reynst fjórðungi meiri en í sama mánuði í fyrra og virðisaukaskattskil í febrúar bendi einnig til talsverðra umsvifa. Hins vegar sé full ástæða til að halda vöku sinni og fylgjast náið með þróun- inni næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands var heildarinnflutningur í jan- úar í ár 24% meiri en í janúar í fyrra. Innflutningur á mat- og drykkjarvöru var 51% meiri en í fyrra, fólksbílainn- flutningur tvöfaldaðist, innflutningur annarrar neysluvöru var 23% meiri en í fyrra og innflutningur annarrar vöru jókst um 8%. Of fljótt að draga ályktanir Þórður sagði að á grundvelli þess- ara talna væri of fljótt að draga þær ályktanir að um þenslumerki væri að ræða. Innflutningurinn væri reyndar býsna mikill í janúar og sama gilti um innflutning í febrúar ef miðað væri við tölur um virð- isaukaskatt í febrúar. Þegar tölurnar væru skoðaðar nánar kynnu hins vegar að vera á þeim ýmsar aðrar skýringar en að um þenslu væri að ræða, meðal annars þær að síðustu mánuði ársins 1995 hefðu verið tals- verð umsvif í efnhagslífinu og verið gæti að fyrirtæki hefðu þurft að byggja upp eðlilega birgðastöðu sína á nýjan leik eftir áramótin. Þá hefði Full ástæða til að fylgjast vel með þróuninni næstu mánuði hann grun um að skýringin á þess- ari miklu aukning á innflutningi mat- og drykkjarvöru mætti rekja til innflutnings á hrávöru til iðnaðar, hugsanlega til innflutnings á sjávar- afurðum til frekari vinnslu hér á iandi. Innflutningur á bílum væri ekki óeðlilega mikill ef litið væri til ársins í heild og vert að hafa í huga að innflutningur á bifreiðum í janúar í fyrra hefði verið mjög lítill. „Ég held þess vegna að þessar innflutningstölur í janúar séu ekki vísbendingar um þenslumerki. Þvert á móti eru aðrar vísbendingar á þá leið að heldur hafi dregið úr þeim þenslumerkjum sem vissulega komu fram á síðustu mánuðum ársins í fyrra, meðal annars vegna óvissu í kjaramálum, stækkunar álversins og bollalegginga um fleiri stórverkefni á því sviði. Síðan var auðvitað ekki endanlega gengið frá ríkisfjármálun- um fyrr en með fjárlögum rétt fyrir jólin,“ sagði Þórður. Hann sagði að allt þetta hefði gert það að verkum að skapa ákveðna spennu í efnhagslífinu á síð- asta ári. Tölur um veltu og þróun einkaneyslu í fyrra bentu til þess að talsverð umsvif hefðu verið í efna- hagslífinu á síðustu flórum mánuðum ársins. „Vissulega þarf að fylgjast vel með þessum tölum og hafa and- vara á sér ef sama aukning verður áfram, en ég met þetta ekki þannig að janúartölurnar, sem voru að koma út, gefi sérstaklega tilefni til að kveikja skær viðvörunarljós,“ sagði Þórðui' ennfremur. Bolivfvá kv. 1.398 H-búðin, Garðatorgi, s. 565-6550. HLUTAF J ARUTBOÐ Útboðsfjárhæð: 100.000.000 kr. Þormóður rammi hf Þormóður rammi hf. kt. 681271-1559 Aðalgötu 10, Siglufirði. Sölutímabil: 18. mars - 17. september 1996. Gengi fyrsta söludag 3,90. Forkaupsréttartímabil: 18. - 29. mars 1996. Gengi til forkaupsréttarhafa 3,75. Hlutabréf Þormóðs ramma verða á Verðbréfaþingi íslands Umsjón og sölu annast Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Skráningarlýsing hluta- bréfanna, ársreikningur og samþykktir Þormóðs ramma liggja fyrir hjá Verðbréfa- markaði Islandsbanka hf., Kirkjusandi. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910. Eitt blab fyrir alla! pl®r®init§IW>ib - kjarni málsins! Franskar dragtir frá stærð 34. NF.ÐST VIÐ Opið virka daga TESS V DUNHAGA kl 918 ----SÍMI 562 2230 ^o-t.93 KONUR - VORVÖRURNAR KOMNAR Mikið úrval af vor- og sumarfatnaði í öllum stærðum (36—54) Fallegir sumarkjólar og -dress fyrir barnshafandi konur. Verð frá 2.900 kr. Munið: Opið allar helgar lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17. Verslunin SíSSð) Framtíðarmarkaðinum, Faxafeni 10, Reykjavík. 2X-5X o£r ex. langar ermar Er erfitt að fá föt? TöUum sérpantanir. Láttu sjá þig diagana 22.-31. mars, eða hringdu í síma 562-1171 milli fcf. 13 og 18 mánud.-föstud. og pantaðu tima. Greinir sf.r Skólavörðustíg 42,1 01 Reykjavík. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 71 milljón Vikuna 14. til 20. mars voru samtals 71.385.659 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 14. mars Rauöa Ijóniö................ 165.370 15. mars Háspenna, Laugavegi..... 83.505 15. mars Rauðaljónið................. 79.891 16. mars Mamma Rósa, Kópavogi... 199.076 17. mars Háspenna, Laugavegi...... 164.923 17. mars Kringlukráin.................. 82.744 18. mars Tveirvinir.................... 75.885 18. mars Háspenna, Laugavegi...... 113.289 19. mars Gulliver..................... 111.126 19. mars Ölver......................... 86.007 19. mars Mónakó........................ 65.467 19. mars Mónakó........................ 70.026 20. mars Hótel Örk, Hveragerði.... 82.884 20. mars Gulliver...................... 80.926 Staða Gullpottsins 21. mars, kl. 11.00 var 5.591.534 krónur. Silfurpottamir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.